Leita í fréttum mbl.is

Ekki láta blekkjast. Grunnviðmið er án bíls og húsnæðis.

Ég bið fólk að láta ekki blekkjast. Grunnviðmiðið er í reynd hærri tala en skammtíma viðmiðið, þegar maður bera saman hvað er talið með í hvoru um sig. Inn í grunnviðmiðið vantar húsnæðiskostnað og eingöngu er reiknað með almenningssamgöngum. Á móti kemur að neysluvörur, þjónusta og tómstundir vega þyngra í grunnviðmiðinu en í skammtíma viðmiðinu.  Þegar maður tekur neysluvörur, þjónustu og tómstundir frá grunnviðmiði og samgöngu og húsnæði frá skammtímaviðmiði, þá fæst kr. 214.027 sem er nærri 13.000 kr. hærri tala en skammtíma viðmiðið er. 

Sé einstaklingur með framfærslukostnað upp á kr. 214.027, þá þurfa ráðstöfunartekjur að lágmarki að ná þeirri upphæð.  Næst hlýtur maður að spyrja hve háar þurfa tekjurnar að vera.  Svarið er:

kr. 288.288

miðað við núverandi skattprósentu og persónuafslátt, að greidd séu 4% í lífeyrissjóð og 1% í stéttarfélagsgjald.  Nú er spurningin hvernig verkalýðshreyfingin notar þessar upplýsingar.  Höfum í huga að hækki ríkisstjórnin persónuafslátt um t.d. 30.000 kr., þá duga kr. 240.000 til að eiga fyrir grunnneysluviðmiði einstaklings miðað við að hann lifi nákvæmlega eftir forskriftinni. 


mbl.is Grunnviðmið 86.530 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er til háborinnar skammar að húsnæði skuli ekki vera talið með í grunnviðmiði.

 Bílinn væri reyndar æskilegast að reikna með í því líka þar sem það eru fáar fjölskyldur sem komast af án ökutækis.

Almenningssamgöngur á íslandi eru nefnilega ekkert til þess að hrópa húrra fyrir og hvergi í heiminum eru borgir þar sem fólk almennt notast við slíkar nema þá að íbúafjöldinn hlaupi á milljónum og þar séu neðanjarðarlestir og strætisvagnar sem gangi allan daginn.  Það er hálfgjört hneyksli hvað borgaryfirvöld virðast líta stórt á almenningssamgöngur með því að ætla að þær séu raunhæfr kostur fyrir fjölskyldufólk.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 21:52

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Grunnviðmiðið er líklega ætlað heimilislausum og þeim sem búa enn í foreldrahúsum.

Marinó G. Njálsson, 7.2.2011 kl. 21:55

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Grunnviðmiðið er eins og ég skil það án húsnæðis og bíls vegna þess að það er svo breytilegt form sem fólk kýs sér. En ef fólk fer í reiknivélina inn á http://www.velferdarraduneyti.is/neysluvidmid/ þá getur það séð réttu tölunar. Þessi viðmið eru 3 það sem hægt er að komast af með um skamman tima með því að fresta ýmsum fjárfestingum. Síðan algjört lágmarksviðmið og svo meðatal neyslu fjölskyldna og einstaklinga eftir fjölskyldustærð.

Held að það sé ekkert verið að blekkja heldur einmitt grundvöllur til þess að loks að koma á hér almennilegum viðmiðum. Bæði lágmarksviðmiðum og svo meðalviðmiðum. Bendi líka á að  það er nú stórhópur Íslendinga sem hefur lifað á miklu lægri upphæð en 290 þúsnudum í ráðstöfunartekjur. Minni á að í fyrra minnir mig að meðallaun fólk á Íslandi hafi verið 330 þúsund á mánuði.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.2.2011 kl. 22:06

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

P.S. sló inn í þessa reiknivél sem ég bendi á hér að ofan upplýsingar sem áttu við mig og þá koma út að heildarútgjöld 1 fullorðins með 1 barn eru 373.423 kr. á mánuði. Þetta eru náttúrulega meiri útgjödl en ég vinn mér inn eftir skatta. Og þó er ég millistjórnandi hjá sveitarfélagi.  Þannig að þarna sést að þetta eru bara svona meðalneysla. Ég hef svona frá 290 til 350 þúsund til ráðstöfunar eftir skatt og lifi takk fyrir ágætlega sem og það fólk sem vinnur hjá mér og hefur töluvert minna í tekjur.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.2.2011 kl. 22:12

5 identicon

Ágæt árétting hjá þér Marinó, þó að vísu sé grunnviðmið ekki ætlað þeim sem búa í foreldrahúsum eða heimilislausum. Það er rétt sem Magnús nefnir, við hagnýtingu þessara lágmarksviðmiða þarf að skoða raunkostnað húsnæðis, ekki grófa nálgun eins og birt er í hinum tveimur. Ágæta útskýringu á þessu er að finna í skýrslunni sjálfri á vef ráðuneytisins.

Þar sem neysluviðmið eru birt er venjulega aldrei kostnaður við húsnæði eða bíla reiknaður inn, en það var þó tekin ákvörðun um að gera það í íslensku viðmiðunum, þ.e. þeim dæmigerðu og skammtíma.

Anna Sigrún Baldursdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 23:13

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er algerlega óafsakanlegt að taka ekki með húsnæðiskostnað, en leyfa sér samt að kalla fyrirbærið grunnviðmið.

Hvar ætlast þetta lið til að fólk búi? Á Hlemmi eða Hjálpræðishernum? Þessi möppudýr í Helferðarráðuneytinu geta þá bara flutt þangað sjálf, ef þau eru svo hrifin af svoleiðis valkostum í húsnæðismálum.

Theódór Norðkvist, 8.2.2011 kl. 00:09

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Theódór, ég tek undir með Önnu Sigrúnu að hver og einn verður að teikna sig inn í myndina.  Hins vegar hefði mátt leggja mun meiri áherslu á að þessa þætti vantaði.  Mér sýnist sem menn séu farnir að flagga þessari tölu sem endanlegum framfærslukostnaði og það er miður.

Marinó G. Njálsson, 8.2.2011 kl. 00:17

8 identicon

Takk fyrir ábendinguna Marinó, hef sömu áhyggjur. Við munum leggja áherslu á þennan punkt í framhaldinu. Afar mikilvægt.

Anna Sigrún Baldursdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 00:30

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Af hverju er þetta sett svona fram þannig að lang flestir eru í erfileikum að sjá eitthvað vitrænt út úr því! Þetta bara þvælist í kerfinu til og frá þannig að stjórnvöld og bankamafían getur eftir sem áður haft töglin og haldinnar!

Sigurður Haraldsson, 8.2.2011 kl. 02:22

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mér finnst bara fáránlegt að setja eitthvað fram sem grunnviðmið og sleppa húsnæðisþættinum. Mér er alveg sama þó það sé oftast gert þannig. Ef könnun sýnir að meirihluti unglinga fikti við að reykja þýðir það að það sé dyggð að reykja?

Ég veit síðan vel að það eru þrír flokkar á þessum viðmiðum, dæmigert viðmið, skammtímaviðmið og grunnviðmið. Síðan getur hver og einn sett sínar forsendur.

Bara það hvernig þetta orð er samsett málfræðilega ætti að verða til að allir sjá hvað það er mikið hneyksli að setja þetta svona fram. Grunn - viðmið. Merkir einhver viðmið sem eru lágmark, eða grunnur.

Ég sé engin réttmæt rök fyrir því að sleppa húsnæðisþættinum. Af hverju sleppa þeir ekki bara matarútgjöldum líka? Það eru margir sem eiga ekki fyrir mat, örugglega fleiri en þeir sem eiga í engin hús að venda.

Ef maður borðar ekki er maður dauður eftir ákveðinn tíma, en ef maður býr á götunni er maður líka dauður eftir ákveðinn tíma. Jafnvel styttri tíma en hjá þeim matarlausu miðað við íslenskar veðuraðstæður eins og þær geta orðið.

Og ef þessi gervigrunnviðmið eru ekki ætluð heimilislausum eða þeim sem búa í foreldrahúsum hver er þá tilgangurinn með því að birta þau? Hver annar en að blekkja fólk?

Ætti ekki frekar að miða grunnviðmið við það sem er grunnurinn hjá meirihluta almennings? Og láta orðið þannig standa undir nafni? Meirihlutinn býr ekki á götunni eða hjá ættingjum.

Marinó, það er gott hjá þér að gagnrýna þetta en ég skil ekki hvað þú ert að verja þessa Önnu Sigrúnu, manneskju sem fær borgað fyrir að reikna ríkisstjórnina í burt frá vandamálunum svo hún geti komið sér undan því að taka á þeim.

Nei, við þurfum ekki fleiri blýantanagara og já ráðherra skrípakarla og -kerlingar til að Excela og Powerpointa fram fleiri skýrslur meðan Róm (Ísland) brennur. Við þurfum framkvæmdir.

Theódór Norðkvist, 8.2.2011 kl. 02:26

11 Smámynd: Andrés.si

Kæri fólk

Ég sat á fundi ígær nokkrum tímum áður en fréttamanna fundurinn var haldin um þetta mál. Fyrir okkur var skyrt það má segja frekar nákvæmlegt. 

Það vantar jú húsnæði og bíl og viðurkent var að þetta er ekki nákvæmlegt út af þessu og líka út af öðru. Til dæmis vantar meðlagið sem útgjald. 

Þeir þorðu ekki að setja inn okkutæki, og húsnæði vegna mismunadi ástand hjá okkur öllum. Þetta er einfalt því nánast ekki mögulegt að reikna út rétt tölu. Það væri miklu léttara ef viss milli stéttur hefði ekki leyfð sér of mikið í góðæris tímanum. Út af þessu og hópi auðuga manna sekkjast reikningur í grúnframfærslu, svo einfalt er það. 

Til dæmis er ég búin að reikna út fyrir mig og 15 ára son minn sem búum í eigin húsnæði. 

Dæmigert

338.506 (100,0%) 373.423 (100,0%)

Miðað við þetta þarf ég í raun minna heldur reiknað er hjá sérfræðingum. 

 Skammtíma.

271.743 (100,0%) 262.709 (100,0%)

Grunviðmið

291.709 (100,0%) 143.434 (100,0%)

Ég held nú að tölur séu réttar nema hvað þarf að bæta við blessaðan bíll og íbúð. :)

Andrés.si, 8.2.2011 kl. 02:51

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Andrés, af hverju mátti ekki setja leiguverð á ódýrasta herbergi (fyrir einstakling) með aðgangi að sturtu og salerni, jafnvel þvottaaðstöðu?

Það gerir ekki minna en 30 þúsund kr. Má að vísu lækka á móti ýmsa liði eins og tómstundir, lækna- og lyfjakostnað eða föt og síma á þannig að talan hækkar ekki endilega um 30 þúsund.

Theódór Norðkvist, 8.2.2011 kl. 03:03

13 Smámynd: Andrés.si

Theódor. Svarið er að einhverjir einstaklingar borga hátt í  100 000 afborgun fyrir  eigin húsnæði. Það er munnur að reikna herbergi eða afborgun af tveggja, jafnvel þriggja herbergja íbúð sem einstaklingur hefur keypt sér til dæmis fyrir 8 árum.  Þannig kemur til skeggju.

Svo hef ég spurð í raðuneytinu einmitt um fátækasta hóp. Það eru meðlagsgreiðendur. Ekki er það heldur innifallinn.  Svarið var að út af því kom þetta reiknivél, sem í raun bjóða ekki dalkin meðlagið.  Ég hef fengið á tilfiningu eins og barnabóta þegar stjórna ekki bara þessum útreikningum heldur líka stjórna landinu.  

Andrés.si, 8.2.2011 kl. 03:13

14 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Samkvæmt þessum útreikningum ættu 86þúsund krónurnar að duga flestum ráðherranna, einkum Jóhönnu og Steingrími, þar sem þau fá þar ofaná alls konar sporslur, s.s. bíl á kostnað ríkisins og kaffi og kökur á öllum fundum.  Já 80.000 krónur fyrir hvort þeirra væri feyki nóg.

Tómas Ibsen Halldórsson, 8.2.2011 kl. 17:07

15 Smámynd: Theódór Norðkvist

Andrés, af því að sumir borga meira en 30 þúsund fyrir húsnæði, þá endurspeglar það betur húsnæðiskostnað að segja að hann sé enginn, en einhvers staðar á milli 30 og 100 þúsund!

Þetta eru fáránleg rök, ég kaupi þau ekki.

Theódór Norðkvist, 8.2.2011 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 1680042

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband