7.2.2011 | 19:31
Nú er ég hlessa - Viðmið sem sýna raunveruleikann
Ég vil byrja á því að fagna útkomu skýrslu starfshóps velferðarráðuneytisins um neysluviðmið. Lagt hefur verið í talsverða vinnu við að ákvarða fjölmörg viðmið og skilgreina hver þeirra eru breytileg, þ.e. hægt að vera án í stuttan tíma, og hver þeirra eru nánast óbreytileg. Auðvitað má deila um margt í skýrslu hópsins, en mér finnst ekki vera tími til þess núna.
Hagsmunasamtök heimilanna hafa verið mjög gagnrýnin á þau neysluviðmið sem stuðst hefur verið við í mati á skuldavanda heimilanna. Ítrekað hefur verið bent á að viðmið ráðgjafastofu um fjármál heimilanna væru allt of knöpp og þar með allar viðmiðanir bankanna við úrvinnslu mála. Finnst mér sem HH hafi fengið viðurkenningu á sínum málflutningi með skýrslu starfshópsins.
Eitt helsta ágreiningsefnið í vinnu hins svo nefnda sérfræðingahóps forsætisráðuneytisins um skuldavanda heimilanna, sem ég sat í, var hvaða neysluviðmið ætti að styðjast við, þegar verið væri að meta stöðu heimilanna. Ég var nokkuð sér á báti og hvatti til þess að viðmið úr neyslukönnun Hagstofu Íslands væru notuð meðan fulltrúar stjórnvalda (og fjármálafyrirtækjanna) vildu halda í örlítið upppoppað naumhyggjuframfærsluviðmið embættis umboðsmanns skuldara. (Hafa skal í huga að umboðsmaður skuldara hafði lýst þvi yfir í fyrra starfi sínu sem forstöðumaður ráðgjafastofu um fjármála heimilanna, að þau viðmið væru gagnslaus.) Staða heimilanna fór nefnilega frá því að vera alvarleg yfir í að vera grafalvarleg, ef gögn Hagstofunnar voru notuð. Nú eru komnir nýir útreikningar og þó þeir séu ekkert heilagri en aðrir, þá benda þeir til þess að ef eitthvað var, þá var ég of bjartsýnn á getu fólks til að lifa á litlum pening.
Fyrir þá sem vilja kynna sér neysluviðmið umboðsmanns skuldara þá er þau að finna hér. Fyrir einstakling eru þau kr. 58.100. Þessi tala var margfölduð með 1,5 og síðan bætt við bíl ef það átti við. Það gaf okkur neyslu upp á kr. 129.150 kr. án húsnæðiskostnaðar. Sambærileg tala hjá velferðarráðuneytinu er kr. 218.960 mismunur upp á kr. 89.810 eða tæp 70%. Vissulega gefur velferðarráðuneytið upp skammtímaviðmið sem fólk á að geta lifað við í nokkra mánuði (miðað við allt að 9 mánuði). Er það mjög svipað grunnviðmiði "sérfræðingahópsins" og munar eingöngu um 4.000 kr. Einhver myndi segja að grunnviðmið "sérfræðingahópsins" hafi þá bara verið nokkuð nærri lagi fyrst munurinn er ekki meiri. Svo er ekki. Ástæðan er að útreikningar "sérfræðingahópsins" áttu ekki að miða við naumhyggjuframfærslu í skamman tíma heldur framfærslu sem hægt væri að halda við í 3 ár. Á þessu er mikill munur.
En svona til gamans þá koma hér nokkrar tölur fyrir annars vegar einstakling og hins vegar hjón með tvö börn:
Einstaklingur:
Hagstofan - meðalneysla kr. 256.068 (verðlag 2008)
Hagstofan - lægsti tekjuhópur kr. 203.346 (verðlag 2008)
Dæmigert viðmið kr. 291.932
Skammtíma viðmið (með húsnæði og bíl) kr. 201.132
Grunnviðmið (án húsnæðis og bíls) kr. 86.530
Grunnviðmið með húsnæði frá skammtíma viðmið kr. 154.431
Grunnviðmið með húsnæði + bíll frá skammt.viðmiði kr. 214.027
Neysluviðmið umboðsmanns skuldara (án húsnæðis og bíls) kr. 58.100
Neysluviðmið umb.s. með húsnæði frá skammtíma viðmiði kr. 126.001
Neysluviðmið umb.s. með húsnæði og bíl kr. 177.001
Hjón með tvö börn :
Hagstofan - meðalneysla kr. 559.131 (verðlag 2008)
Hagstofan - lægsti tekjuhópur kr. 549.035 (verðlag 2008)
Dæmigert viðmið kr. 617.610
Skammtíma viðmið (með húsnæði og bíl) kr. 447.544
Grunnviðmið (án húsnæðis og bíls) kr. 286.365
Grunnviðmið með húsnæði frá skammtíma viðmið kr. 402.949
Grunnviðmið með húsnæði + bíll frá skammt.viðmiði kr. 480.243
Neysluviðmið umb.s. með húsnæði frá skammtíma viðmiði kr. 273.884
Neysluviðmið umb.s. með húsnæði og bíl kr. 314.884
Ég veit ekki hvort einhverjir hópar falla í raun og veru inn í þau neysluviðmið sem sýnd eru að ofan. Viðmiðin segja ýmislegt varðandi möguleika fólks á að lifa mannsæmandi lífi á þeim launum sem boðið er upp á vinnumarkaði, hvað þá bótum lífeyriskerfisins. Ríkisskattstjóri getur síðan velt fyrir sér hvort allar tekjur, sem fólk þyrfti að hafa, komi fram í skattframtölum.
Viðmið einstaklings 292 þús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 17
- Sl. sólarhring: 47
- Sl. viku: 214
- Frá upphafi: 1679909
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 192
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sammála því að þetta er mikilvægt skref, en heldur þykja mér sumar tölurnar einkennilegar. Þætti t.d. gaman að vita hvar hægt er að fá 134 fm íbúð til leigu á 100.000 krónur á höfuðborgarsvæðinu, eða á 70.000 í þéttbýli úti á landi ef því er að skipta.
Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 20:43
RÍKISSTJÓRNIN MUN HUDSA ÞETTA VIÐMIÐ eins og hún hefur ekki þóst sjá fólkið í biðröðum eftir mat og eldriborgara sem ekki komast úr úr húsi vegna fátæktar. Þeir ættu kannski lika að skoða bílakirkjugarðinn fyrir utan Hátún Öryrkjabústaði þar sem bílahræjin sem keypt eru fyrir 300 þúsund kr. styrk frá TR eru- Öryrkjar verða að skulda- en geta svo ekki keypt varahluti í druslurnar.
Þetta likist KÚBU
Erla Magna Alexandersdóttir, 7.2.2011 kl. 21:08
Marinó, þú ert ekki einn um að vera hissa!
Mér skilst samt á Guðbjarti í Kastljósinu í kvöld að þetta eiga að vera "andleg" viðmið, ekki veraldleg ;-)
Kær kveðja og takk!
anna benkovic (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 21:20
Ég var mest hissa á þvi hve nærri lagi þetta er í raun, og ánægður með að sjá hve margir þættir eru teknir þarna inn, þó svo kannski einhver skrítin brenglun sé í gangi með leigukostnað húsnæðis, því þar finnst mér þeir vera langt fyrir neðan það sem raunverulega á sér stað á leigumarkaði hér.
Steinar Immanúel Sörensson, 7.2.2011 kl. 23:22
Nú hafa launamenn og bótaþegar fengið i hendurnar verkfæri - öflugt verkfæri til þess að knýja á um betri kjór, auðvitað ættu skattleysismörk að vera sett við þessi viðmið, og laun umfram þau skattlögð með 47 - 50 % skatti
Steinar Immanúel Sörensson, 7.2.2011 kl. 23:25
Erla - ljótt að tala illa um Kúbu - við eyddum 86 milljörðum ( ef ég man rétt ) í jólahaldið - Kastró frestaði jólunum -
Annars er skítleg framkoma TR ekki bara í garð öryrkja - því miður - starfsfólk TR virðist hafa þá stefnu að brjóta fólk niður - kanski er það í ráðningasamningi þeirra.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 8.2.2011 kl. 04:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.