Leita í fréttum mbl.is

"Snillingarnir" voru í yfirhylmingu

Hann er áhugaverður punkturinn sem kemur fram í máli Herdísa Hallmarsdóttur:

..slitastjórnin telji meðal annars að skráning bankans á eigin hlutum hafi verið röng, og þar með hafi opinberar tölur um eiginfjárhlutfall bankans verið rangar. Jafnvel hafi eiginfjárhlutfall bankans verið komið langt niður fyrir lögbundin mörk löngu áður en bankinn hafi fallið.

Þetta kemur mér svo sem ekkert á óvart, enda haldið því fram í þó nokkurn tíma að Landsbanki Íslands hafi orðið ógreiðslufær um leið og gengi krónunnar tók að lækka haustið 2007 og ef ekki strax þá, þá alveg örugglega eftir að það hrundi í mars 2008.  Í mínum huga gengur það ekki upp, að bankinn hafi yfirfyllt gjaldeyrismarkað af pundum og evrum af Icesave-reikningum meðan gengið var sterkt og að hann hafi átt nægt fé til að kaupa pundin og evrurnar til baka eftir að gengið féll um nærri 30% frá miðju ári 2007 til marsloka 2008.  Á þessu tímabili hlýtur líka að hafa hallað verulega á eiginfjárstöðu bankans.


mbl.is Telja endurskoðendur bótaskylda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

IceSave = Ponzi Scheme. Þetta er það sem ég hef lengi haldið fram. Málið stafar ekki af einhverskonar kerfisvillu eða vanköntum á útfærslu innstæðutryggingakerfisins, heldur einfaldlega þeirri staðreynd að bankinn var að falsa bókhaldið og ljúga til um raunverulega stöðu sína fram í rauðan dauðann. Þetta er glæpur sem var framinn, og tilskipun um innstæðutryggingar kveður skýrt á um að hún nær ekki til bótaskyldu vegna afleiðinga glæpastarfsemi, myndi t.d. ekki tryggja innstæðueigendur fyir afleiðingum bankaráns enda eru bankar flestir tryggðir fyrir slíku sérstaklega.

Bretar hittu líklega naglann á höfuðið þegar þeir beittu hryðjuverkalögum gegn Landsbankanum, þó þeir hefðu mátt sleppa því að láta það bitna á ríkissjóði Íslands líka. En með því voru þeir í raun að opinbera þá skoðun sína að starfsemin væri glæpsamleg, og þar með er málið allt annars eðlis en að það snúist um innstæðutryggingar. Íslenska ríkið er ekki bótaskylt þó svo að íslenskir ríkisborgar fremji glæpi í öðrum löndum, en hinsvegar ber okkur vissulega siðferðisleg skylda til þess að sjá til þess að réttlætið nái fram að ganga gagnvart hinum seku. Bretar og Hollendingar bera sjálfir líka nokkra ábyrgð í þessum efnum því brotin voru framin í þeirra lögsagnarumdæmi og undir þeirra (meintu) eftirliti sem var þó hvorki fugl né fiskur, auk þess sem margir hinna seku búa og/eða hafa búið í Bretlandi þar sem ætti að vera auðvelt fyrir bresk stjórnvöld að ná til þeirra.

Aðalatriðið er að þetta er ekki venjulegt bankagjaldþrot þar sem krafan fellur sjálfkrafa á innstæðutryggingasjóð, heldur glæpur þar bótaskyldan er fyrst og fremst hjá hinum seku.

Til hamingju með fullveldisdaginn, 1. desember!

Guðmundur Ásgeirsson, 1.12.2010 kl. 17:08

2 identicon

Ef ég skil Guðmund rétt þá :

Bretar hittu naglann á höfuðið með notkun Terrorist Act ákvæðanna enda hefur Serious Fraud og Breska fjármáleftilitið ekki gefið enn þann dag í dag út neina yfirlýsingu um Ponzi svikamillu né fjárglæfrastarfsemi. Og það ætti þá að vekja spurningar af hverju bretar sem eru okkur miklu fremri enda stærsta offshore financial center í heimi hafa ekki gefið út neinar stefnur, lokið neinum slíkum rannsóknum né í raun gefið í skyn að slíkar rannsóknir séu i gangi. Bæði embættin hafa næg völd og þekkingu til að frysta fjármálastofnanir vegna gruns um fjársvik. Og með ólíkt vægari afleiðingum en þeim stimpli sem íslensk fjármálaumsvif og stefna fékk með notkun The Act.

Þeir líkt og hérlendir aðilar steinsváfu á verðinum þó svo að þeir væru farnir að hafa verulegar áhyggjur enda fyrsta árið í áratug þar sem fjárstreymið var ekki frá Íslandi til Bretlands heldur öfugt. En ef þeir hefðu gripið inn i með þeim hætti þá hefðu þeir ekki geta farið í Icesave deiluna. Svo þeir notuðu Terrorist Act ákvæðin og gera kröfu til heimabæjar innbrotsþjófanna að hann bæti þeim tjónið.

Sé það svo þá er alveg rétt hjá Guðmundi, að bretar vissu ósköp vel að ef þeir tækju í taumana með viðeigandi aðgerðum þá hefðu þeir engar kröfur á innistæðutryggingarsjóð né íslendinga.

Og væntanlega eru málarmyndarrannsóknir Serious Fraud og annarra stofnana í Bretlandi þá til að tryggja að málið haldist í þeim farvegi svo að þeir geti innheimt kröfur á innistæðutryggingarsjóð og framhaldi af því verið með kröfur á ríkissjóð.

Og væntanlega er þá staðreyndin skiljanleg að þeir eru tregir til að láta okkur fá gögn og yfirleitt skifta sér af hinum ýmsu aðilum þó svo þeir væru búsettir í nokkra mílna fjarlægð frá höfuðstöðvum Serious Fraud og breska fjármálaeftirlitsins.

Syndaaflausn Kaupþingsmanna útgefin af breskum eftirlitsaðila hlýtur því að teljast frekar óáreiðanleg trygging.

Athyglisverð ábending sem ég er viss um að menn verða fljótir að sópa undir teppið enda auðsveipni íslenska yfirvaldsins gagnvart bresku nýlenduherrunum búin að vera nokkuð skýr undanfarin 2 ár.

Verður fróðlegt að vita hvenær forráðamenn íslenska þjóðfélagsins átta sig á að þessar svokölluðu vinaþjóðir okkar hiksta ekki við að reka rýtinginn í bakið á okkur þegar kemur að peningum.

Nei dýrin í skóginum eru ekki öll vinir.

Hlynur Jörundsson (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 05:15

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hlynur, ég held að þú sért einmitt að skilja vel hvað ég er að fara.

Síðan ég skrifaði fyrri athugasemdina er í fréttum mikið búið að fjalla um málshöfðun slitastjórnar Landsbankans á hendur fyrrverandi stjórnendum vegna tjóns sem þeir kunna að hafa valdið bankanum. Mér skilst að megintilgangurinn með þessari málshöfðun sé að fá tjónið staðfest fyrir dómi, því þá getur slitastjórnin innheimt tryggingar sem bankinn hafði keypt til að verja sig fyrir bótaskyldu sem stafar af mistökum starfsmanna.

En þá hlýtur maður að spyrja sig í framhaldi af því: Fyrst bankinn var svona vel tryggður fyrir allskonar klúðri, hvaða "mikla ábyrgð" var það þá sem notuð var til að réttlæta ofurbónusa bankastjóranna? Er ekki tilgangurinn með tryggingum einmitt að firra menn ábyrgð? Það er ekki bæði hægt að firra sig ábyrgð og um leið fá ávinninginn af áhættunni sem henni fylgir, ekki nema kannski í ímyndunarheimi fjármálaverkfræðinnar... ;

Svo verður forvitnilegt að sjá hvort og hvaða tryggingafélag fer á hliðina ef og þegar dómurinn fellur... ég er ekki alveg að sjá fyrir mér að t.d. Sjóva myndi ráða við tugi milljarða á einu bretti, svo dæmi sé tekið.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.12.2010 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband