Leita í fréttum mbl.is

Eru bætur of háar eða launin of lág?

Vilhjálmur Egilsson getur stundum gengið fram af manni.  Í fréttum á Stöð 2 í kvöld segir hann vandamál að bætur séu orðnar of háar og fólk telji hag sínum borgið með að vera á bótum frekar en að þiggja lágmarkslaun.  Nú skora ég á Vilhjálm að lifa á lægstu launum í svo sem 6 mánuði og segja okkur svo hvort vandmálið sé að bætur séu of háar eða launin of lág.

Staðreyndir tala sínu máli.  Af þeim ríflega 72.000 fjölskyldum sem eiga sitt húsnæði (eða skulum við segja keyptu sér húsnæði, hvað sem þær eiga í því í dag) og eru með húsnæðislán, þá kemur í ljós að á bilinu 3.650 til 7.100 eiga ekki fyrir neyslu sinni, hvað þá að geta greitt upp í lán sín.  Við erum að tala 5 - 10% fjölskyldna úr þessum hópi.  Skoðun sérfræðingahóps forsætisráðuneytisins náði ekki til fólks á leigumarkaði og því má búast við að mun fleiri séu í þessari stöðu.

Mér finnst að forsvarsmenn samtaka á atvinnumarkaði eigi að forðast að tala um að bætur séu of háar.  Raunar finnst mér skammarlegt að heyra menn segja slíkt.  Vilji menn koma slíkri skoðun á framfæri, þá er hægt að gera það með þeim hætti að segja að bil milli bóta og lægstu launa sé ekki nægjanlegt.  En á meðan hvorki bætur né lægstu laun duga fjölskyldum til framfærslu og þær þurfi í stórum stíl að leita til hjálparstofnana eftir matargjöfum, fatagjöfum, jólaskreytingum og jafnvel jólaklippingu, þá er byrjað á öfugum enda að tala um að bætur séu of háar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algörlega sammála, maðurinn er hreinræktaður fáviti og drullusokkur

Árni Karl (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 22:03

2 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

það er hagur heimilanna að Jóhanna standi við loforð sitt,

Frjálsar Handfæra Veiðar, sem leysir fátæktar og atvinnu vanda

Íslendinga!

Aðalsteinn Agnarsson, 13.11.2010 kl. 22:04

3 identicon

Ég var nú bara með aulahroll þegar ég hlustaði á manninn, hvar hefur hann verið undanfarna mánuði?? Svona tal er hámark fáránleikans, en við skulum ekki gleyma þvi að kjarasamningar eru lausir og hann er að tala sig inn í grátkór þeirra vegna. Ekkert svigrúm til launahækkana og svo framvegis. Ég vil snúa þessu við, það er ekkert svigrúm til annars en að hækka laun umtalsvert. Pétur Blöndal sagði í morgunútvarpi nú í vikunni að ef allir hefðu næga vinnu þá þyrfti ekki að leiðrétta skuldir heimilanna, það getur vel verið að það sé að hluta til rétt en þá þurfa menn að fá laun sem duga miðað við breyttar forsendur í heimilisbókhaldinu. Laun sem eru lítið sem ekkert hærri en atvinnuleysisbætur eða bætur almannatrygginga duga ekki einu sinni fyrir framfærslu hvað þá neinu umfram það.

Kristín Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 22:21

4 identicon

Enn og aftur var verið að bera saman bætur og útborguð laun eða bætur og laun með launatengdum gjöldum sem eru fáránlega há á Íslandi yfir 40% af launum. Atvinnurekendur sem geta ekki rekið sín fyrirtæki nema borga lámarkslaun ættu ekki að vera í atvinnurekstri t.d ríki og sveitarfélög.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 22:22

5 identicon

Hvað er að fréttastofu sem gerir ekkert annað en að búa til frétt fyrir samtök atvinnulífsins ?

Umræðan ætti að vera hvers vegna fjölmiðlafólk vill búa til svona frétt ?

Það vita það allir í þessu landi, og það þarf ekki þræla sem vinna fyrir samtök atvinnulífsins á fréttastofu RUV ,  að launin eru alltof lág hjá miklum meirihluta landsmanna !!!

JR (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 23:46

6 identicon

Það er mér algerlega óskiljanlegt að þegar logsins er settur á sér valinn og framúrskarandi sérfræðingahópur af STJÓRNVÖLDUM ( þessari tæru ), að aldrei skuli vera hægt að taka allan skuldavandann í einu lagi og laga hann, setja fram raunhæfar laustnir , ekki of flóknar ,þannig að ekki sé hægt að túlka þær ráðstafanir sem settar eru fram á alla vegu , eftir því hvaða aðilar horfa á þær . Ef það er rétt sem sagt er að allir sem eru á leigumarkaði og eiga ekki eignir ( hafa til dæmis misst þær eða af öðrum orsökum lent í fjárhagsörðuleikum og eru á leigumarkaði eða inni á vinum eða ættingjum eru kannske í mikklum skuldavanda þar, skuli ekki vera inn í þessu reikningsdæmi er alveg með ólíkindum .) Af hveru er aldrei hægt að vinna þessi verk af HEIÐARLEIKA og SANNGIRNI við þetta fólk sem þjáist þarna úti í skuldavanda sínum, úti í samfélaginu okkar, og veit ekki sitt ( því að það er búið að rugla það svo í rýminu varðandi allskonar útfærslur, og lausnir ,sem líklega ekkert verður samt úr ) rjúkandi ráð. Í blindni sinni trúir því OFTAST að stjórnvöld séu að láta vinna af heiðarlega , að því að leysa vanda þess, en sér samt einga vitræna laustn koma fram , en margar útfærslur á því sem lagt er til en einga laustn. Vandin er augljós t.d.TÖKUM DÆMI þeir sem skulduðu tuttugu og fimm miljónir um áramót 2007/2008 vilja reina að standa við þær en ekki borga þær sjömjljónir sem bæst hafa við lánið síðan í viðbót. Þeir tóku aldrei þessar sjömiljónir af láni og það hefur aldrei verið reiknað með þeim í þeirra plönum og vilja ekki að því sé bætt við höfuðstólinn og lánið lengt.Eignir þeirra hafa líka lækkað um tugi prósenta . ( ALLIR ÞESSIR EIGENDUR VILJA SJÁ SJÁLFSEIGNASTEFNUNA VIRKA ÁFRAM, ÞEIM HUGNAST EKKI LEIGUMARKAÐURINN.) Nægur er vandin samt vegna atvinnu minnkunnar eða atvinnuleysis. Tillaga er um að öll lán verði færð aftur til áramóta 2007 /2008 . Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands 2-4% taki gildi og verði grundvöllur hækkunar á lánunum frá þeim tíma að næsta gjalddaga og svo framvegis til dagsins í dag, vextir verði í samræmi við það. Það er öllum löngu löngu ljóst að öllum lántakendum verður ekki bjargað . Algjör forsenda er að EIN REGLA GILDI UNDANBRAGÐA SLAUS FYRIR ALLA , þeir sem ekki geta staðið undir þessari leiðréttingu verða að taka afleiðingum þess. Allt tal um að þjóðfélagið hafi ekki efni á að leiðrétta forsendu brestinn viðurkennist ALDREI af húseigendum. Að gera lítið sem ekkert eins og nú virðist eiga að gera og helst aðeins fyrir þá sem skulduðu mest eins og virðist viðgangast í þeim leiðréttingum sem framkvæmdar eru nú í bönkunum kostar samfélagið vitfyrringu, upplaustn , landflótta og algjört stjórnleysi um langan langan tíma .

Guðmundur Gunnar þórðarson (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 23:54

7 identicon

Fjölmiðar virðast vinna kerfisbundið með stjórnvöldum í hreinræktuðum spuna. Svart er orðið hvítt, siðlaust er vandað og rangt er rétt.

Nú á greinilega að fara í niðurskurð bótakerfisins að hætti vinstrimanna.

Þetta bætist við umfjöllun fjölmiðla síðustu vikurnar um svokallað tap bankana. Nú er þýfi fært til bókar og það svo kallað tap þegar réttmætum eigendum er fært það - en bara eftir undangengin dóm.

Lög um ólöglegu lánin eru svo kynnt sem réttarbót fyrir almenning en eru ekkert annað en staðfesting á rétti fjármálafyrirtækjana til áframhaldandi innheimtu þýfis.

Spuninn er orðinn slíkur að maður spyr sig hvað gangi á og hverjum er eiginlega verið að þóknast. Ekki er það fólkið í landinu, svo mikið er víst.

sr (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 00:24

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er öllum vinnuveitendum í landinu til skammar að talsmaður þeirra skulu segja þvílíkt og annað eins. Það er til launatafla samþykkt af Samtökum Atvinnulífsins upp á eina 25 launaflokka ef ég man rétt. Efstu 7 til 8 flokkarnir eru ekki notaðir. Það væri kjörin leið til að bæta aðeins úr fyrir þá allægstu að skera nokkra neðstu flokkana burt og flytja starfsheitin upp um þann sama fjölda launaflokka sem skorinn er neðan af.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.11.2010 kl. 03:11

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Röðun starfa í launaflokka

Launaflokkur 1

Störf verkafólks ótalin annars staðar. Sauðfjárslátrun S1

(Almennir starfsmenn í sláturhúsum).

Launaflokkur 2

Ræsting. Vaktmenn.

Launaflokkur 3

Aðstoðarfólk í mötuneytum. Almennt iðnverkafólk.

Sauðfjárslátrun S2 (Vinna slátrara (skotmanna, skurðarborðsmanna,

fyrirristumanna, fláningsmanna, innanúrtökumanna)

og vinna við gortæmingu á vömbum, matráðskona,

vinna í frystiklefum og við flutning á kjöti úr eða í frystiklefa).

Launaflokkur 4

Sauðfjárslátrun S3 (Starfsmenn með mikla starfsreynslu við

slátrun, sem lokið hafa sérstöku 6 vikna námskeiði, þar af að

hluta bóklegu námi í iðnskóla og verklegri þjálfun í svína- og

nautgripaslátrun í Hróarskeldu eða sambærilegu námi

innanlands að mati samningsaðila).

Launaflokkur 5

Almennt fiskvinnslufólk. Almennt starfsfólk við fiskeldi.

Almennt starfsfólk veitinga- og gistihúsa.

* Skv. samkomulagi ASÍ og SA 25.6.2009. Hækkanir frá og með 1.11.2009 eru þó

háðar því að kjarasamningar verði framlengdir í október 2009.

10 Samningur SA og SGS

Launaflokkur 6

Sérhæft iðnverkafólk sem unnið getur sjálfstætt og fela má

tímabundna verkefnastjórnun. Matráðar. Sérþjálfaðir starfsmenn

hótela og veitingahúsa sem geta unnið sjálfstætt, sýna

frumkvæði og fela má tímabundna verkefnaumsjón. Almennir

byggingastarfsmenn. Starfsmenn sem sinna útistörfum og

afgreiðslu á bensínafgreiðslustöðvum. Verkamenn á

smurstöðvum, ryðvarnarskálum og dekkjaverkstæðum.

Launaflokkur 7

Sérhæft fiskvinnslufólk. Sérhæft starfsfólk við fiskeldi.

Starfsmenn á bensínafgreiðslustöðvum sem jafnhliða sinna

úti- og kassastörfum og vinna að staðaldri hluta hverrar

vaktar við afgreiðslustörf í verslun og á kassa.

Launaflokkur 8

Sérþjálfaðir byggingastarfsmenn.

Launaflokkur 9

Sérhæfðir aðstoðarmenn iðnaðarmanna með mikla faglega

reynslu. Vaktstjórar (kassamenn) sem sérstaklega eru ráðnir

sem umsjónarmenn á vakt auk þess að sinna sölu og

kassastörfum. Almennir starfsmenn afurðastöðva.

Launaflokkur 10

Matráðar sem stjórna einum eða fleiri aðstoðarmönnum.

Tækjastjórnandi I (Stjórnendur lyftara með allt að 10 tonna

lyftigetu, m.v. 0,6 m hlassmiðju, sem lokið hafa áskildu

grunnnámskeiði skv. reglum nr. 198/1983 um réttindi til að

stjórna vinnuvélum. Stjórnendur vörubifreiða með meirapróf

allt að 10 tonnum).

Launaflokkur 11

Mjólkurbílstjórar.

Launaflokkur 13

Tækjastjórnandi II (Stjórnendur vinnuvéla með fyllstu réttindi,

mikla starfsreynslu hjá viðkomandi fyrirtæki, við vinnu á stærstu

tækjum og/eða hlutdeild í stjórnun. Stjórnendur dráttarbíla.

Bifreiðastjórar sem annast fermingu og affermingu bifreiða, sem

flytja sekkjavöru s.s. fóður, sement og áburð. Bifreiðastjórar með

tengivagna sem annast fermingu og affermingu bifreiðar og

tengivagns. Stjórnendur vörubifreiða yfir 10 tonnum. Bor- og

hleðslumenn í jarðgöngum (borflokkur)). Olíubílstjórar.

Launaflokkur 17

Hópbifreiðastjórar. Fiskeldisfræðingar frá Hólaskóla.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.11.2010 kl. 03:16

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Starfsgreinasamband Íslands | Kauptaxtar SGS-SA 1. júní 2010 1 Starfsgreinasamband Íslands f.h. aðildarfélaga og Samtök atvinnulífsins

Samkvæmt samningi SGS og SA frá 17. febrúar 2008

Launatafla með gildistíma frá 1. júní 2010

Almenn hækkun er kr. 6.500 á taxta

Mánaðarkaup

Byrjunarl.    1 ár     3 ár       5 ár      7 ár

Launaflokkur 1

157.752       159.317    160.905      162.517       164.153

Launaflokkur 2

159.317     160.905     162.517      164.153        165.814

Launaflokkur 3

160.905    162.517      164.153      165.814        167.500

Launaflokkur 4

162.517     164.153      165.814      167.500        169.211

Launaflokkur 5

164.153      165.814      167.500      169.211        170.948

Launaflokkur 6

165.814      167.500      169.211      170.948         172.711

Launaflokkur 7

167.500      169.211      170.948       172.711        174.500

Launaflokkur 8

169.211      170.948      172.711       174.500        176.316

Launaflokkur 9

170.948      172.711      174.500       176.316        178.159

Launaflokkur 10

172.711      174.500      176.316       178.159         180.030

Launaflokkur 11

174.500      176.316      178.159       180.030        181.928

Launaflokkur 12

176.316      178.159      180.030       181.928       183.856

Launaflokkur 13

178.159      180.030      181.928       183.856       185.812

Launaflokkur 14

180.030      181.928      183.856       185.812       187.798

Launaflokkur 15

181.928      183.856      185.812       187.798       189.814

Launaflokkur 16

183.856      185.812      187.798      189.814        191.859

Launaflokkur 17

185.812     187.798      189.814      191.859        193.936

Launaflokkur 18

187.798      189.814      191.859      193.936        196.043

Launaflokkur 19

189.814      191.859      193.936      196.043         198.182

Launaflokkur 20

191.859      193.936       196.043      198.182       200.354

Launaflokkur 21

193.936     196.043        198.182       200.354       202.558

Launaflokkur 22

196.043      198.182       200.354       202.558        204.795

Launaflokkur 23

198.182      200.354       202.558        204.795       207.065

Launaflokkur 24

200.354      202.558       204.795         207.065      209.370

Launaflokkur 25

202.558      204.795       207.065         209.370       211.709

 

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.11.2010 kl. 03:33

11 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Umræðan er öfugsnúin og í takt við vilja stjórnvalda. 

Leiðrétting lána er kölluð skuldaniðurfelling, lánþegar eru kallaðir skuldarar, lánastofnanir eru kallað sparifjáreigendur og lífeyrisþegar og nú eru lægstu launin ekki of lág heldur bætur of háar.

Launataflan sem Hólmfríður setti inn hér fyrir ofan sýnir skömm ASÍ svo ekki verður um villst. Hún spannar allt frá verkafólki sem ekki er tilgreint sérstaklega og allt til þeirra sem vinna við sprengihleðslu í jargangnagerð. Launin eru frá 157.752kr til 211.709 kr. Ekki einu sinni hæðsti launaflokkur eftir tú ára starf kemst nálægt þeirri tölu sem talin er lágmarksviðmið fyrir fjögurra manna fjölskildu. Og þetta eru heildarlaun fyrir skatta.

Vilhjálmur Egilsson á að skammast sín en meiri er þó skömm Gylfa Arnbjörnssonar.

Það er nokkuð ljóst að í góðærinu voru ekki margir sem voru á taxtalaunum, helst innflutt vinnuafl. Þá var mikið þrýst á um að lágmarkstaxtar yrðu færðir nær raunlaunum. ASÍ hlustaði ekki á þetta, þótti ágætt að gera samninga um einhver fáráðnleg laun sem fáir eða engir þurftu að þyggja. Við hrun voru vinnuveitendur fljótir að nýta sér kjarasamninga og lækkuðu laun til samræmis við þá.

Þau fyrirtæki sem ekki borgað mannsæmandi laun eiga ekki tilverurétt. Fyrirtæki er fyrst og fremst fólkið sem þar vinnur, húsnæði, tæki og búnaður eru bara hlutir sem fólkið notar til að fyrirtækið geti sinnt sínu hlutverki og dafnað.

Gunnar Heiðarsson, 14.11.2010 kl. 07:46

12 Smámynd: Edda Karlsdóttir

Þeir sem koma með svona yfirlýsingar eins og Vilhjálmur Egilsson eru bara ekki í takt við neinn eða neitt augsýnilega og lýsa mjög mikilli fáfræði. Lifa sjálfir á feitum launum ár eftir ár og þurfa ekkert að hugsa. Það er mikil fáviska að halda launum starfsfólks niðri en mata sjálfan sig á feitum launum. Það ætti að vera metnaður hvers fyrirtækis að starfsfólki líði vel og hafi mannsæmandi laun. En víða virðist það vera aðal markmið stjórnenda fyrirtækjanna að halda launum starfsmanna niðri þannig að fólk þurfi að vera í fleiri vinnum til að ná endum saman. Það hlýtur að vera betra fyrir hagkerfið í heild ef launin eru þannig að fólk geti lifað þokkalegu lífi. Laun hér á Íslandi eru of lág og hafa verið það í mörg ár. Hreint út sagt finnst mér að Vilhjálmur ætti að skammast sín niður í tær fyrir þessi ummæli! 

Edda Karlsdóttir, 14.11.2010 kl. 09:46

13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Allt i lagi - ég held að enginn deili um það að Ísland er láglaunaland.

  • En, er ekki grunnástæðan sú, að við erum ekki að framleiða nægilega verðmæta þætti hér?
  • Fiskvinnsla er mannaflafrek - þ.s. afurðir fara í almenna neyslu erlendis, er mjög takmörkunum háð hvað markaðurinn er til í að borga.
  • Þeir sem eru góðir í reikningin, geta einfaldlega reiknað möguleg laun út frá söluverðum, magni sem er framleitt, með innsettum hæfilegum tölum fyrir rekstrarkostnað af öðru tagi.
  • En, ég held að það sé ómögulegt, að reikna sig inn í það ástand, að þetta dæmi geti borgað há laun til megnið af starfsm.
  1. Fiskur cirka 42% útfl. 2009.
  2. Ál cirka 36% útfl. 2009.
  3. Ál + fiskur samanlagt um 80% útfl. verðmæta.
  • Þetta er ástæða þess að Ísl. er láglaunaland.
  • Það þarf því að efla útflutning - en ekki síst, skapa nýjar útflutningsgreinar!
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.11.2010 kl. 12:38

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ástæður fyrir háu vaxtastigi hafa verið greindar af ágætum hagfræðingi, sem leggur til að raunvextir lífeyrissjóða verði lækkaðir í 2% þ.e. raunvextir á fé bundnu í þeim.

Ég hef rætt við þann mann, og eftir útskýringar undir 4 augu, er ég sammála hans skýringum. Nefnilega að núverandi binding 3,5% - að viðbættum vaxtamun, sem gerir 5-5,5% raunvexti á verðtryggðum lánum. Sé orsök viðvarandi hás vaxtastigs í okkar þjóðfélagi.

Svo lausnin er einföld, að lækka vexti á bindingu lífeyrisfjár í 2% eða jafnvel 1,5%. Þá lækkarðu við það, vextí á Íslandi, vegna þess að bankarnir hafa fram að þessu ekki treyst sér að fara með vexti á lánum niður fyrir vexti þá sem lífeyrissjóðir hafa boðið.

Ég tel fulla ástæðu að ætla, að þessi rosalega háu raunvextir að meðaltali um 6% séu ástæða þeirra hamfara sem við höfum lent í, að verulegu leiti.

En, hafið í huga að fjárfestingar verða að standa straum af þessum vaxtakostnaði, og því vera mjög ábatasamar: Það þíðir á sama tíma að stjórnendur verða að veðja mjög hátt og taka áhættu í rekstri til að ná því.

Þetta er sennilega orsök þess, hve gjaldþrot fyrirtækja sem sem reynda fyrir sér í einhverju nýju eru algeng hér, vegna þess að þ.e. mjög erfitt fyrir nýjar greinar sem eru að læra að fóta sig, að standa undir þessum vaxtakostnaði.

Lausnin er einföld skv. greiningu hagfræðingsins, þ.e. að lækka vexti á bindingu sjóðanna í 2% eða 1,5%. Þetta eru mjög sannfærandi rök.

Með lækkuðum vöxtum, verður mun auðveldara að byggja upp nýiðnað hér. Áhættusækni atvinnulífs minnkar og því tíðni stórfelldra tapa. Í ofanálag, þ.s. stórfelldum töpum fækkar, nær hagkerfið meira jafnvægi. Svo, endanlega útkoman er einnig lægri verðbólga.

Þetta er allt hægt og mjög vel framkvæmanlegt. Þetta er ekki slæmt fyrir sjóðina heldur, því þ.e. mjög erfitt fyrir þá að viðhalda þessari vaxtakröfu. Þeir hafa oft neyðst til að kaupa lélega pappíra, vegna þess að það hefur verið það eina í boði. Það hefur valdið miklum töpum. En, krafan er ein höfuðástæða mikilla tapa lífeyrissjóðanna í gegnum árin.

Með lækkaðri kröfu, þá myndu þeir geta keypt traustari pappíra. Töp yrðu til mikilla muna sjaldgæfari. Sem dæmi, þá myndu þeir geta keypt þýsk ríkisskuldabréf, sem þeir hafa ekki heimild til að kaupa í dag, vegna vaxtakröfunnar. En, lágvaxtapappírar eru yfirleitt traustari. Þ.e. þumalfingurs regla, því hærri vextir því ótraustari eru þeir pappírar.

Svo, í reynd er einungis gróði af þeirri breytingu.

---------------Skv. Ottó Biering gerir þetta líka mikið fyrir alm.:

Þetta kom fram í grein á bls. 14 í Morgunblaðinu þann 15.10.2010. En hann bendir á ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna þ.e. krafan þess efnis að þeir séu ávaxtaðir skv. 3,5%.

  • Vandi sé að þetta 3,5% raunvaxtaviðmið setji gólf á raunvexti í þjóðfélaginu - þar á meðal fyrir Íbúðalánasjóð.
  • Lífeyrissjóðirnir séu bundnir af því að fjárfesta einungis í þáttum sem gefa ekki minna en 3,5% raunvexti.
  • En, þegar kemur að því að þeir láni sjálfir, þá séu þeir einnig bundnir af þessu viðmiði - þeir þurfi einnig vaxtamun, svo útkoman er að verðtryggð lífeyrissjóðs lán beri um 5% raunvexti.
  • Ottó B. Ottóson, vill lækka raunvaxtaviðmið fyrir sjóðina í 2,2% - þannig að þeir geti lækkað vexti á lánum til lánþega í 3%.
  • Hann telur heildarupphæð innlendra íbúðalána vera 1200 milljarðar - þar af 770 í eigu Íbúðalánasjóðs. Meðalvextir þessara lána séu 4,8%.
  1. Vaxtabyrði 40 ára verðtryggðs láns sem tekið var í ársbyrjun 2005 myndi lækka um 37% og greiðslubyrði um 27%. Engu öðru sé breytt um lánið en vöxtunum.
  2. Sé viðbótar úrræðum bætt við eins og "Aðlögun skulda að eignastöðu" yrði lækkun greiðslubyrði enn stærri sbr. veðsetning orðin 150% - sama lán og áðan - veðsetning færð í 110%, þá myndi lækkun vaxta í 3% fela í sér lækkun greiðslubyrði um 47%.

Að hans mati er kostnaðurinn við þessa aðgerð þ.e. lækkun vaxta íbúðalána í 3% óverulegur, þ.e. cirka 22 milljarðar á fyrsta ári, 14 milljarðar af því beri Íbúðalánasjóður.

Lægri fjármögnunarkostnaður muni koma á móti og síðan lækki hann smám saman eftir því sem árin líða og greiðslur af lánum skila sér inn.

Þessar aðgerðir ættu að hafa jákvæð áhrif á greiðslugetu fólks, aukið kaupmátt þess. Það myndi síðan skila sér til hagkerfisins og aukning umsvifa í hagkerfinu, skila sér í aukningu veltuskatta fyrir ríkissjóð. Ríkið hefði þá vel efni á að rétta Íbúðalánasjóð af vegna þess taps er hann verður fyrir. Jafnframt ætti lægri fjármögnunar kostnaður að auka fjárfestingu. 

------------------------

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.11.2010 kl. 12:44

15 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

  • Síðan þarf auðvitað að afnema verðtryggingu - og þá sem fyrst en ekki eftir 20 ár með ESB draumum.
  • Ég vil að bannað sé að selt sé ofan af fólki næstu árin - meðan versta kreppan gengur yfir.
  • Það þarf að endurfjármagna bankakerfið.
  • Það þarf að lækka skuldir hjá almenningi og fyrirt.
  • Fólk þarf að fá að búa á heimilum sínum - má ekki hrekja það af þeim.

Því miður sé ég ekki að margt af þessu sé hægt að gera með núverandi stjórnendur - ekki sé ég Sjálfstæðismenn sem hótinu skárri, svo sennilega þarf einhvers konar utanþingsstj.

En, þá þarf einhvern veginn að fá Alþingi til að taka sér ársfrý eða svo.

Því miður má vera að ekkert minna en einhvers konar bylting dugi til.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.11.2010 kl. 12:59

16 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

  • Eitt sem ekki má endurtaka - er vitleysan á 9. áratugnum, þ.s. voru launahækkanir og gengisfellingar á víxl.
  • Það myndi í reynd ekki hífa um lífskjör!
  • Ég held að svigrúm til launahækkana núna sé raunverulega mjög takmarkað:
  1. 50% fyrirt. í vanskilum.
  2. 1/3 fyrirt. með neikvæða eiginfjárstöðu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.11.2010 kl. 13:05

17 identicon

Vandamálið með þennan mann (Vilhjálm Egilsson) og hans samtök er eldra fólk tekur mark á því sem hann segir.

Það þorir engin að taka á þessum gaurum eða gera þá upp. Það sem fólk verður að átta sig á að þetta eru harðstjórar og munu ekki svífast neins til að fá sinn hagnað.

Reynir (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 13:22

18 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Reynir (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 13:22

----------------

Í alvöru talað - hver getur borgað miklar launahækkanir?

Menn hafa nefnt útgerðina - en fáir starfa þar.

Fiskvinnslan - er eiginlega í enduruppbyggingu eftir árin þegar bankakerfið var að ryðja öllu til hliðar. Hún er ekki bógur til mikils.

Þá er eftir álverin - og ferðamanna iðnaðurinn. E-h svigrúm hjá ferðam. iðnaðinum, en sú grein eins og fiskvinnslan er einnig mjög verðfælin grein - þ.e. kaupendur ferðam./kaupendur á fiski, hafa aðra valmöguleika til ferðalaga / val um aðrar teg. matvæla.

---------------------

  • Allt atvinnulífið er gríðarl. skuldsett, sem dregur úr getu þess til að greiða laun. 
  • Fólk, á ekki fyrir mat, vegna þess að laun eru lág og skuldir of miklar.
Eina leiðin út úr þessu, er lækkun skulda - annars erum við algerlega pikkföst í viðvarandi lækkun lífskjara og brottflutningi fólks.



En, ég virkilega sé ekki svigrúmið til verul. launahækkana akkúrat eins og ástandið er núna!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.11.2010 kl. 14:13

19 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Vilhjálmur er heilaþveginn og firrtur. Hann hefur glatað sakleysinu og drengslega yfirbragðinu. Virðist raunalegur .Auðvitað ekkert að marka keyptan manninn.

Mikið væri gaman ef allir segðu satt í 24 tíma, gætu ekki annað en sagt sannleikann ( bíó: Liar Liar)

Árni Þór Björnsson, 14.11.2010 kl. 16:24

20 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Sæll Marinó sem og allir aðrir nærstaddir !

    Ég held að Vilhjálmi væri pínulítið nær að rannsaka fáránleikann sem ríður ekki við einteyming í sukksjóðnum Gildi þar sem hann er , að ég , held formaður , málið er t.d. að hinn almenni félagsmaður í Gildi , þ.e. sjóðfélagi hefur ekki kosningarétt á fundum , einvörðungu rétt til að tjá sig með orðum - punktur !!

    Það er ljótt að hugsa það hvað þá segja , en sumir menn ættu að borga skotið sem eiða ætti á þá .

    Það verður landinu léttir þegar þessi "mannvitsbrekka" fer niður á sex fetin .

Hörður B Hjartarson, 14.11.2010 kl. 17:10

21 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála þér Marinó ég varð eiginlega reiður að heyra í manvitsbrekkunni tala um þetta. Ég er ekki viss um að það sé ekki rúm fyrir kauphækkanir ég held að dandin liggi í gífurlegri misskiptingu þess sem er til skiptana og stöðugt er klipið af kökusneiðinni til þeirra sem neðar eru í fæðukeðjunni. Það er eins og engin geri sér grein fyrir því að lifi fólk ekki af launum sínum hér fer það. Það er farið að hvarfla að mér að það sé í raun stóra plottið að gera fólki ómuglegt að búa hér setja svo draslið inn í ESB flytja inn ódyrt réttlaust vinnuafl fyrir þá sem búnir eru að sölsa undir sig náttúr gæði. Hljómar vitfirringslega en sjáði bara hvað er að ske í tilfærslum og eignaupptökum. Ég tel að það sé að nálgast það að það séu síðustu forvöð að annað hvort  spyrna við fótum eða þá hypja sig héðan.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 14.11.2010 kl. 18:16

22 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón Aðalsteinn Jónsson, 14.11.2010 kl. 18:16

  • Sko, ef við viljum fækka ríkum einst. er það einfalt:
  1. Frysta vísitöluna tímabundið í ár.
  2. Binda alla vexti tímabundið við t.d. 6%.
  3. Afnema gjaldeyrishöftin.
  • Krónan fellur sennilega e-h nálægt 50%.
  • Allar eignir í krónum verðfalla samhliða, skuldir - inneignir - sparnaður, allt.
  • Þessu fylgdi væntanl. gjaldþrot allra auðmanna sem eru persónul. í skuld fyrir verul. upphæðir í erl. gjaldeyri auk allra fyrirt. sem einnig skulda verul. upphæðir í erl. gjaldeyri.

Þetta myndi hreinsa mjög vel til - en tímabundið a.m.k. 2-falda atvinnuleysi. Lífskjör færu einnig tímabundið langt niður til viðbótar. Þyrfti sennilega, að skipuleggja umfangsmikla matarmiða dreifingu, svo fj. fólks svelti ekki vegna ónógra tekna.

ÞORA MENN AÐ GERA ÞETTA?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.11.2010 kl. 18:27

23 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón Aðalsteinn Jónsson, 14.11.2010 kl. 18:16

  • Ekki gleyma að þ.e. framundan kreppa á næsta ári í Evr. einnig - ásamt aukningu atvinnuleysis, samdrætti tekna.
  • Þ.e. yrði ekki endil. betra þar!
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.11.2010 kl. 18:29

24 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón Aðalsteinn Jónsson, 14.11.2010 kl. 18:16

  • Varðandi launahækkanir - ég á erfitt með að sjá - virkilega - að nokkuð umtalsvert svigrúm sé til staðar.
  • Ég trúi tölum þess efnis, að helmingur fyrirt. sé ekki í skilum með lán - að þrjiðungur sé með neikvæða eiginfjárstöðu -- reyndar grunar mig að sú staða sé verri frekar en hitt, þ.e. fyrirt. með neikvæða stöðu séu sennilega nær því að vera 50%.
  • Hver veit - kannski þurfum við að framkv. þessa hreinsun - láta allt þetta skulduga drasl fara á hausinn - og takast á við tímabundna fátækt í staðinn.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.11.2010 kl. 18:33

25 identicon

Sæll Einar,

Áhugaverðar pælingar varðandi vaxtalækkun og ég tel það hafa legið fyrir allann tímann að vaxtastigið í landinu er ekki að gera sig. Jafnvel lágvaxta (4,15%) íbúðalán á Íslandi eru ekki svo lágvaxta í samanburði við að þetta séu verðtryggð lán. En að mínu mati ættu verðtryggð lán að vera með mun lægri vexti þar sem ávöxtunin er það há á slíkumlánum. En jafnvel á óverðtryggðum lánum þá eru 4% vextir mjög háir. En af einhverju sökum teljum við okkur íslendinga heppna þegar við fáum 4,15% verðtryggt lán... en hvað um það.

Ég hef nokkrar spurningar um þessa lausn, lækkun vaxta niður í 2-3%. Klárlega yrði það mikill greiðslubyrðis léttir fyrir skuldara. En það leysir ekki höfuðstóls vandann. Jafnvel þótt verðbólga myndi lækka þá þyrfti hún að lækka mikið og yfir langann tíma til þess að skila sér á lánin og þannig að þau fari í plús. Einnig er lánskjaravísitala okkar þannig samsett að margir hlutir hafa þar áhrif, t.a.m. olíuverð og húsnæðisverð vegur þar þungt. Og á meðan höfuðstóll íbúðalána er enn hár og yfir mati eignar þá mun verð á markaði haldast hátt. Þannig að það er auðséð með íbúðaverð eins og það er í dag að einstaklingar þurfa alla ævina til þess að safna sér 20% útborgun. Segjum sem svo að ég spari mér 18.000 kr/mán við vaxtalækkun og legg þann pening til hliðar. Þá mun það taka mig 23 ár að safna mér 5 mrk útborgun. En 5 mkr útborgun myndi kanski duga mér í dag fyrir 2 herb íbúð. Þannig að þetta segir sig sjálft að barnafjölskyldur eru fastar, þá sérstaklega þær kynslóðir sem eru í banreignum.

Ég nefni mig sem dæmi er ekki búin í barneignum, hef greiðslugetu, en hef tapað öllu mínu sparifé í mína íbúð. Nú kemst ég ekki fet þótt svo ég hafi greiðslugetu en ég get ekki sparað nógu mikið á mán til þess að geta á næstu árum stækkað við mig. Ég verð búin í barneignu (eða hreinlega hætti bara að fjölga mér) þegar loksins ég get stækkað við mig. Það eru nokkrir árgangar í þessari stöðu. Og ég sé fyrir mig að mín kynslóð flytji úr landi einvörðungu vegna þessa.

Í raun þarf fasteignamarkaðuinn að komast af stað til þess að hægt sé að segja að efnahagsumhverfi landsins sé komið á ról. Því einstaklingar fjárfesta að jafnaði þar.

Þannig að hvernig sérðu fyrir þér að vaxtalækkun muni leysa þennan vanda?

DD (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 21:53

26 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Augljóslega er engin ein aðgerð lausn allra vandamála, svo einhver önnur aðgerð þarf að vera til staðar samhliða.

Það væri alveg löglegt að endurreikna vísitöluna frá t.d. október 2008, skv. gömlum hæstaréttardómum frá 1990.

Sumt má alveg nema á brott úr henni - þá er ég að tala um hækkanir skatta, að verðlagshækkanir komnar til fyrir skattbreytingar hafi ekki áhrif á vísitölu, og að hún verði endurreiknuð frá október 2008 skv. því.

Síðan hef ég verið að velta fyrir mér þeim möguleika, að ríkið fari leið svipaðri þeirri sem Roosevelt fór á sínum tíma, sem er að ríkið taki yfir slík lán frá bönkunum í því skini að styrkja þeirra fjárhag, þú sem dæmi ef þú ert í þeirri aðstöðu geri samhliða samning, þ.s. formlega gerist ríkið eigandi þinnar eignar, en þér sé ekki vísað út. Heldur fáir að búa áfram. 

Ríkið jafnhliða afskrifar lánið á 0. En, segjum þangað til hagvöxtur hefur staðið í 2 ár eða 3, þá færðu að búa áfram gegn tekjutengdri húsaleigu. Síðan, þegar þessu tiltekna tímabili er lokið, færðu 4 kosti:

A)Kaupa aftur íbúð/eign gegn nýju láni.

B)Kaupleiga þ.e. markaðsleiga + álag.

C)Leiga til langs tíma, en skv. markaðskjörum.

D)Brottflutningur úr viðkomandi eign.

Þessi leið getur hentað þeim sem í dag skulda meira í eign, en viðkomandi á.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.11.2010 kl. 01:03

27 identicon

Sæll Einar,

Takk fyrir svörin. Og ég er að miklu leyti mjög sammála þér, að vaxtastigið þarf að lækka. En af hverju í ósköpunum á ég að fara í eins konar "greiðsluaðlögun" og skila fasteign minni þegar ég hef greisðlusgetu. Ég er föst í minni íbúð og ég er í barneignum, af hverju í ósköpunum á ég að skila íbúðinni og vilja leigja hana áfram á meðan efnahagslífið kemst í gang? Ég og fólk í minni stöðu myndu ekki hafa áhuga á neinu slíku tilboði nema í því fælist möguleikinn að stækka við sig. Það er, jú, að ég geti skilað litlu kompunni sem ég bý í og fengi möguleikann á að leigja stærri íbúð með sama fyrirkomulagi og þú nefnir. Ef ég væri þegar komin í endanlega eign þá væri þetta mjög hentugt fyrirkomulag.

Nú er búið að skerða fæðingarorlofs réttindi og ef að svona tillaga kemur þar sem endanlega á að binda mann fastann í of lítilli eign (samt með mánaðarlega greiðslugetu) þá hlýtur að vera fólksfækkun hér á landi. Og viljum við það? Þurfum við ekki skattborgara? Ríkið virðist ekki vilja það þannig að svona leið eins og þú stingur upp á er ekki að leysa vanda fólks í barneignum, fólks sem er að byggja upp landið fyrir framtíðina.

Ég verð að segja eins og er að 10 ára gjaldþrot er mun fýsilegri kostur. Enn og aftur, hví í ósköpunum ætti maður að vilja skila litlu íbúðinni sinni gegn því að fá að leigja hana aftur þegar vandinn er að maður er fastur í of lítilli eign???

Hvernig myndir þú leysa þetta mál, hvernig myndir þú reyna að halda greiðsluvilja hjá fólki eins og mér?

DD (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 09:18

28 identicon

Sæll aftur Einar,

Ég vil benda á að þessi hópur sem ég tilheyri er mjög mikilvægur hópur í þessu landi. Það erum við sem eru að búa undir ellilífeyris núverandi kynslóða. Það að við getum fjölgað okkur í þessu landi mun sjá fyrir lífeyrissjóði kynslóðanna í dag. Við viljum ekki missa þennan hóp úr landi eða að við förum sjálf að taka upp Kína stefnuna, eignast aðeins eitt barn því umhverfið hér á landi býður ekki upp á barneignir. Og húsakostur er stór liður í ákvörðun um barneignir.

DD (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 09:22

29 identicon

Laun í öllum löndum eru mismunur á atvinnuleysisbótum (þe. laun fyrir að gera ekki neitt) og þeim launum sem fást á markaði með vinnu. Það að þessi mismunur sé undir einhverjum tilteknum mörkum þýðir að það verða alltaf einhverjir sem "kjósa að vinna ekki" og þiggja bætur í staðin. Ástæðan getur td. verið kostnaður vegna daggæslu barna sem getur þýtt það að launin verða negativ.

Ég veit vel að þetta svar ekki upphaflegu spurningunni en setur hluti í samhengi. Þess vegna þarf að gera annað af tvennu eða lítið af báðu. 

Og en betra væri að endurskipuleggja allt kerfið til að það komi heil brú í hið Íslenska kerfi eins og það leggur sig.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 10:08

30 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

DD (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 09:18

Ef þ.e. svo þú hafir fram að þessu ekki lent í greiðsluerfiðleikum, þá er sú afstaða sjálfsagt skiljanleg.

Það verður erfitt að sannfæra bankana um að lækka slíkar skuldir, sem viðkomandi virðist enn vera fær um að greiða af.

Ríkið mun einungis geta hrint einhverjum takmörkuðum fj. úrræða í framkv. - eins og gefur að skilja.

Þau verða öll óhagkvæm fyrir einhverja.

Þ.e. líka uppi hugmyndir um að afskrifa þ.s. er umfram raunverulega eign, en vandi þar um að eignarverð fer enn lækkandi. Mun pottþétt lækka enn meir á næsta ári. Sennilega þar næsta einnig. Svo tímasetning slíks úrræðis skiptir miklu máli.

Erfitt að sjá að það myndi losa þig úr snörunni, fyrr en íbúðaverð nær botni. Sá botn kemur yfirleitt ekki fyrr en á 2. eða 3. ári í hagvexti. Óskynsamlegt að beita því fyrr en þá. Annars ónýtis það úrræði áður en kreppunni líkur.

Spurning hvort ríkið hafi efni á að bjóða fólki að leigja minni eða stærri íbúðir, sem því hefur áskotnast í gegnum Íbúðalánasjóð þ.s. hann hefur tekið yfir fj. eigna frá gjaldþrota verktökum.

Einhverjir snillingar þurfa að reikna þetta.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.11.2010 kl. 12:22

31 identicon

Þannig að við erum komin í hring. Málið snýst ekki um að viðhalda greiðsluvilja lengur, að haldá gæða lánunum í lánabókinni góðum.

Niðurstaðan fyrir fólk eins og mig er að hætta að borga og fara ekki í greiðsluaðlögun og þyggja engin úrræði, heldur beint í þrot og byrja upp á nýtt. Þar með er gæða lánið mitt í lánabókinni orðið ónýtt í lánabókinni.

Þannig að vaxtalækkun án skuldaleiðréttingar hjálpar ekki bestu lánunum í bókinni.

DD (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 12:30

32 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Bæturnar hljóta að vera og háar því ASÍ er búið að standa sig svo vel á undanförnum árum við samningagerð fyrir umbjóðendur sína.

Sigurður Sigurðsson, 15.11.2010 kl. 17:29

33 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

DD (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 12:30

Hef efasemdir um að það virki, þ.s. það virðist sem að hægt sé fyrir bankana að kæra sig inn aftur, ef þeir hafa hagsmuna af slíku sem þeir alltaf hafa.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.11.2010 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 1679981

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband