12.11.2010 | 07:17
Þessi frétt, hvað mig áhrærir, á sér enga stoð í raunveruleikanum
Ég skil ekki svona frétt, þar sem blaðamaður bar hana undir mig í gær og ég þvertók fyrir að hún væri rétt. Ég sagði mig aldrei þessu starfi, þó svo að ég áskilji mér að hafa sjálfstæðar skoðanir. Þegar ég bar spurningu blaðamanns undir Sigurð Snævarr, þá kannaðist hann ekki við að hafa sagt að ég hafi sagt frá vinnu hópsins.
Ég skil ekki hvers vegna blaðamaður var að hafa fyrir því að bera "fréttina" undir mig, ef hann ætlaði ekki að taka mark á orðum mínum.
Sérálit mitt hefur fyrst og fremst með það að gera að ég vildi sjá meira í skýrslu hópsins. Ég stend að baki þeim útreikningum sem eru í aðalskýrslu hópsins, en geri athugasemd við framfærsluviðmið og nokkur smáatriði, sem ég fjalla um í mínu séráliti.
Hefði tekið mánuði eða ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.12.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 279
- Frá upphafi: 1680416
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sæll Marinó.
Ef þetta er rétt þá á þessi blaðamaður skilið að vera kærður til siðanefndar hið fyrsta.
Heiðar Sigurðarson, 12.11.2010 kl. 08:28
Heiðar, það merkilega er að prentaða fréttin er aftur rétt. Það vænir Sigurður Snævarr mig aftur um ódrenglyndi sem mér finnst nú ekki svaravert.
Marinó G. Njálsson, 12.11.2010 kl. 09:01
Þá er spurningin hvor er að ljúga, blaðamaðurinn eða hr. Snævarr.
En eitt sem stingur mig í hjartastað er þessi umræða í kringum sérfræðihópinn og þessar leiðir sem reiknaðar voru er að það það virðist ekki vera tillit tekið til ÍLS. A.m.k. skv. viðtalinu við Jóhönnu í Kastljósi í gær þá virðist algjörlega slegið út af borðinu að nokkuð verði gert fyrir viðskiptavini ÍLS. Ætla Hagsmunasamtökin að una því?
Fréttir af þessum málum og viðtöl við ríkisstjórn og þing miða alltaf að því að leiðrétting verði á lánum banknna, en aftur hvað með ÍLS!? Ríkið hefur líka skyldum að gegna gagnvart þjóðinni í gegnum ÍLS, ekki bara bankarnir.
Ef staðar verði numið hér þá hafa viðskiptavinir bankanna þó í það minnsta minnsta möguleika á 110% leið (þótt ömurleg sé) en ekkert slíkt er í boði hjá ÍLS. Jú greiðsluaðlögun með tilsjónarmann m.t.t. fáranlegrar framfærslu.
En aftur spyr ég, ætla Hagsmunasamtökin að una því að stoppað verði við dyr ÍLS og ekkert gert þar?
Takk fyrir frábært blogg og hreinskilni. Þetta er eini vettvangurinn sem hægt er að nálgast einhverjar áræðanlegar upplýsingar um hvað sé að gerast í þessum málum.
DD (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 09:22
DD, það er mér vitanlega ekki búið að slá neitt út af borðinu. HH hefur lagt áherslu á að leiðrétting nái til allra lánveitenda.
Marinó G. Njálsson, 12.11.2010 kl. 09:33
Sæll Marinó og þakka þér þitt starf í þessum starfshóp. Það er nú svo að erfitt er að eiga við þá sem stjórna peningunum, hvort sem þeir eiga þá sjálfir eða eru að leika sér með annara manna fé.
Mun erfiðara er að eiga við þá, þegar þeir hafa stjórnvöld sér við hlið. Fjármála- og forsætisráðherrar voru búnir að klifa á því í fjölmiðlum, áður en starfshópurinn var skipaður, að ekki yrði möguleiki á flatri leið til lausnar vandans, því er nokkuð ljóst með hvaða hug fulltrúar þeirra komu til þessarar vinnu.
Það var sorglegt að sjá viðtöl í sjónvarpi við tvo bankastjóra og formann samtaka lífeyrissjóða. Þeir töldu sig gera sér gein fyrir vandanum og sögðust tilbúnir til samvinnu og jafnvel aðgerða, en það mætti ekki þó kosta neina peninga!
Hvaða peninga? Þeirra sem þeir með ólögmætum hætti höfðu af lántakendum? Varla, hæstiréttur hefur þegar dæmt þá seka fyrir það. Hugsanlegann ágóða af þeirri niðurfærslu sem þeir fengu við stofnun nýju bankanna? Væntanlega, en hvers vegna? Hví eiga bankar og lífeyrissjóðir að njóta góðs af bankahruninu? Hvers vegna eiga sakamenn að njóta ágóðans af sekt sinni?
Það er ljóst, eins og margir töldu fyrir um mánuði síðan, að ríkisstjórnin ætlar ekki að gera neitt af vit, hefur aldrei ætlað sér það og mun ekki gera. Einungis var verið að kaupa tíma, tíma til að reyna að snúa almenningsálitinu.
Af hálfu stjórnvalda er aldrei talað um lánþega heldur skuldara, það er ekki talað um leiðréttingu heldur niðurfellingu, það er ekki talað um lánastofnanir eða banka heldur lífeyrisþega og sparifjáreigendur. Svona væri lengi hægt að telja. Þetta er eingöngu gert til að slá ryki í augum fólks.
Það er spurnig hvort hægt sé að setjast að samningaborði með fólki sem hagar sér með þessum hætti.
Gunnar Heiðarsson, 12.11.2010 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.