Leita í fréttum mbl.is

Hækkun vaxtabóta er smáskammtalækning sem litlu breytir

Ég er ekki viss um að Ólöf Nordal átti sig á þeirri gildru sem felst í hugmyndinni um breytingar á vaxtabótum.  Vissulega á að hækka þær um 2,1 milljarð eða svo og þær verða heilir 13,1 milljarðar kr. eftir breytingu eða sem svarar til innan við 13% af vöxtum og verðbótum þessa árs.  Þá er eftir að bæta við þessa tölu afborgunum lánanna.  En það er ekki megin galdurinn við tillöguna.  Til að átta sig á trixinu, þá er rétt að birta töflu úr skýrslunni:

 

Núverandi vaxtabætur

Tillaga um breyttar bætur

 

 

Kostnaðar-

auki

 

Fjöldi

Fjárhæð m.kr.

Fjöldi

Fjárhæð m.kr.

Einhleypir

14.077

2.712

12.394

3.796

1.084

Einstæðir foreldrar

5.684

1.469

5.349

2.436

967

Hjón/sambýlisfólk

24.107

6.793

18.781

6.878

85

Alls

43.868

10.974

36.524

13.110

2.136

Núverandi vaxtabótakerfi er ákaflega fjandsamlegt hjónum og sambýlisfólki en hyglir einhleypum.  Ástæðan er einfaldlega að tekjuviðmið þess eru röng og einnig er vangeta þess til að taka tillit til fjölskyldustærðar.  Einhleypur einstaklingur fær þannig hlutfallslega mun hærri bætur en samsvarar þeim markmiðum vaxtabótakerfins að jafna stöðu fólks. 

Höfum í huga að alls töldu rúmlega 28.000 einstaklingar (einhleypir eða einstæðir foreldrar) fram fasteignaskuldir til vaxtabóta.  Á móti töldur 44.249 hjón/sambýlisfólk fram slíkar skuldir.  Almennt virkar það þannig, að tveir eða fleiri einstaklingar þurfa stærra húsnæði en einn.  Þess vegna kostar nauðsynlegt húsnæði fyrir hjón/sambýlisfólk og einstæðaforeldra meira en húsnæði sem er einstaklingi nauðsynlegt.  Mér finnst það öfugsnúið að verið sé að leggja til breytingar á vaxtabótakerfi, sem eykur vaxtabætur einhleypinga tæp 40% meðan vaxtabætur hjóna/sambýlisfólks hækka um 1,25%.  Þessu til viðbótar á að fækka þeim hjónum/sambýlisfólki um rúm 22% sem fá vaxtabætur.

Ég hef áður lagt til þær breytingar á vaxtabótakerfinu að það taki tillit til fjölskyldustærðar.  Þannig á 4 manna fjölskylda (sama hvort hún er 1 fullorðinn og þrjú börn eða tveir fullorðnir og tvö börn) að falla undir sömu reglu um vaxtabætur.  Vissulega eru margir skráðir einhleypir sem eru með börn á sínu framfæri, en það er enginn vandi að taka tillit til slíks í okkar nútíma tölvuumhverfi.  En ég get ekki samþykkt að einhleypir eigi að fá, mér liggur við að segja, forgang á aðra hópa vegna þess að þeir þurfa minnstar tekjur til að framfleyta sínu heimili samanborið við aðrar heimilisgerðir.

En ég á eftir að nefna trixið.  Fækka á þeim sem fá vaxtabætur um  ríflega 7.300 eða 16,7%.  Hvert á þetta fólk að fara til að bæta sér upp tapaðar vaxtabætur?  Spyr sá sem ekki veit.


mbl.is Mikilvægir útreikningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Ragnar Björnsson

Nákvæmlega.  Í skýrslunni er blásin upp ávinningur þeirra sem verst standa af tveggja milljarða króna aukningu vaxtabóta.  Þetta er gert í dæminu með því að senda hluta þeirra sem nú njóta vaxtabóta sérstakan reikning: Sviptingu vaxtabóta til handa verr settum vaxtabótaþegum.

Björn Ragnar Björnsson, 10.11.2010 kl. 22:34

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það að Ólöf Nordal skuli vera varaformaður hagsmunagæslusamtakana um spillingu og völd sem kenna sig við Sjálfstæðisflokkinn, sýnir bara í hverskonar ógöngur sú auma samkunda er komin í.

Guðmundur Pétursson, 10.11.2010 kl. 22:35

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Er þetta ekki bara dæmigert fyrir þessa stjórnmálamenn sem við eigum. Hafa ekki neina tilfinningu fyrir því sem er að gerast utan við þenna þrönga heim stjórnmálastéttarinnar.

Sigurður Sigurðsson, 10.11.2010 kl. 23:45

4 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Marinó,

Vil benda þér á að taflan sem þú settir upp lendir út af "síðunni", a.m.k. í IE 8 þannig að síðasti dálkurinn er "Tillaga um breyttar bætur"/"Fjárhæð m.kr."  Kannski setja þetta í PDF og setja link:)

Ég er svo gersamlega búinn að fá nóg að lesa þetta rugl!  Þetta breytir engu um lánin, aðeins vextina og fólk getur verið í jafnmiklum erfiðleikum eftir sem áður.  Hvernig tekur þetta á lánum sem hafa hækkað um tugi prósenta, jafnvel hundrað prósent síðustu tvö ár?  Jú vextirnir eru hluti af afborgunum, en ég hef grun um að afborganirnar séu líka hluti af vandanum;) 

Bróðir minn, Garðar, fékk höfnun á greiðsluaðlögun veðkrafna í síðustu viku samkvæmt úrskurði Hæstaréttar og er að missa íbúðina!  Þetta var að velkjast í kerfisruglinu í heila 18 mánuði.  Hann er öryrki eftir bílslys fyrir nokkrum árum.  Hvað á hann og aðrir í svipaðri stöðu að gera?  Hann á gamlan bíl, rekur lítið prívat fyrirtæki sem sér m.a. um bókaútgáfu og hann sinnir skriftum og þess háttar, en hefur ósköp litla starfsorku.  Ef einhver var ekki í ruglinu fyrir hrun þá var það hann;)  Það er alveg ömurlegt að sjá heiðarlegt fólk ganga í gegnum þetta h... kjaftæði á meðan glæponarnir sem settu Ísland á hausinn ganga lausir út um allar jarðir!  Segi ekki meir!

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 11.11.2010 kl. 02:05

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Þú flaskar á einu, sem reyndar er algengt að fólk flaski á.

Einhleypir eru nefnilega ekki endilega einstæðingar og líklegt að meirihluti þeirra sé það einmitt ekki.

Svo ég taki sjálfan mig sem dæmi.

Ég er einhleypur, samkvæmt skilgreiningu. Þó á ég tvö börn á unglingsaldri, sem búa hjá móður sinni og ég greiði meðlag með. Ætli ég að geta boðið börnum mínum upp á að koma til mín get ég ekki boðið þeim upp á einhverja flatsæng í 2ja herbergja íbúð. Væri ég barnlaus dygði mér 2ja herbergja íbúð, en þar sem ég á unglinga af sínu hvoru kyninu finnst mér ég ekki geta boðið þeim upp á annað en sitt hvort herbergið.

Því þurfti ég að kaupa og síðan reka, íbúð fyrir 3ja manna fjölskyldu. Fjögurra herbergja íbúð.

Ég fæ hvorki meðlög né barnabætur, heldur greiði ég meðlög. Enn fremur þurfa tekjur mínar að standa alfarið undir greiðslum af íbúðinni og reksturs hennar. Ég hef enga konu til að taka þátt í því með mér.

Því er af og frá að hægt sé að fullyrða að einhleypir komist endilega af með minna húsnæði en aðrir.

Brjánn Guðjónsson, 11.11.2010 kl. 10:49

6 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Marínó. Þetta er alveg í samræmi við allt sem rætt hefur verið um hingað til varðandi stöðu lántakenda. Allar aðgerðir virðast ganga út á að plata fólk, koma með einhverjar sjóhverfingar en ekki lausnir. Ég hamra bara á því sem ég hef oft talað um, það þarf að taka stöðu lána á einhverjum tímapunkti skömmu fyrir hrun og tengja þau við launa og kaupmáttarþróun frá þeim tíma. Það er það eina sem er sanngjarnt og eðlilegt. Skuldarar eru samt að bera eðlilega áhættu af sínum viðskiptum því þeir bera áfram áhættuna af sveiflum í húsnæðisverði. En með þessari aðferð er fjármálakerfið látið taka áhættuna af stöðugleika fjármálakerfsins á sig. Þetta tel ég eðlileg viðskipti og einu lausnina sem vit er í, þó hún sé auðvitað verri fyrir fjármálakerfið en því þykir þægilegt.

Jón Pétur Líndal, 11.11.2010 kl. 11:19

7 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Fólk hefur ekkert annað til að greiða með en launin sín, þannig að allar tilraunir til að tengja lánin við eitthvað annað eru bara sjónhverfingar, geta ekki virkað.

Jón Pétur Líndal, 11.11.2010 kl. 11:21

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég er svolítið ruglaður í þessu... mér sýnist að allt sem nefnt er sér jafn ómögulegt. Getur verið að ég skilji það rétt að menn vilji að skuldir allra séu felldar niður og kostnaðurinn greiddur úr ríkissjóði ? Set þetta svona fram til einföldunar en heyrist að undirtónninn sé sá hjá Marinó.

Ef svo er þýðir það á mannamáli að allir þeir sem ekki lentu í vandræðum og fjárfestu ekki eða af varúð komi til með að greiða þetta jafnt og aðrir...

en ég kannski skil málflutinginn ekki rétt..en svona blasir þetta við mér sem hef ekki verið mikið að kafa í mál.

Jón Ingi Cæsarsson, 11.11.2010 kl. 14:48

9 Smámynd: Offari

Vaxtabætur halda vöxtum uppi líkt og húsleigubæturnar hækkuðu húsaleiguna sem komu þannig fasteignabóluni af stað.

Offari, 13.11.2010 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 278
  • Frá upphafi: 1680415

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband