16.10.2010 | 11:07
Þegar menn kynna sér ekki málin er niðurstaðan eftir því
Hann er örugglega vel að sér í eignarréttarákvæðinu, Karl Axelsson, hæstaréttarlögmaður og dósent við lagadeild HÍ, en hefur greinilega ekki kynnt sér tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna. Ég veit að hann hefur ekki fengið kynningu á þeim frá samtökunum og ekki hefur hann beint neinni fyrirspurn til okkar svo ég viti.
Þrátt fyrir að enginn af stjórnarmönnum HH sé löglærður, þá erum við ekki fávitar. Auðvitað vissum við, að yrði leiðréttingin framkvæmd með lögum, þá væri hún bótaskyld. Maður þarf ekki að vera dósent við HÍ til að vita það. Þess vegna segjum við að þessu þurfi að ná fram með samningum og sátt. Þess vegna heita tillögur okkar Grunnur að þjóðarsátt.
Annars finnst mér merkilegt, að engum dósent við lagadeild HÍ hefur dottið í hug að stinga niður penna og tjá sig um hvort aðgerðir bankanna á árunum fyrir hrun hafi verið sviksamleg og ólögleg aðferð til að hafa peninga af fólki, fyrirtækjum, ríkissjóði og sveitarfélögum. En um leið og eitthvað á að gera til leiðrétt þann fáránleika, þá spretta sérfræðingarnir upp úr öllum holum og öskra "lögbrot, lögbrot". Samkvæmt þeirri rökhyggju, sem ég hef heyrt frá nokkrum lögspekingum, þá er í lagi að hafa peninga af fólki með svikum og lögbrotum ef fjármálafyrirtæki er að verki, en ef farið fram á að illa fengnu fé sé skilað, þá er það lögbrot. Merkilegt að eignarréttur minn er ekki varinn ef eftirlitsskylt fjármálafyrirtæki setur upp svikamylluna, en ef það er fyrirtæki sem ekki er í fjármálabransanum, þá er það lögbrot og lögreglan hjálpar mér að endurheimta féð. Þau lög sem verja eignarrétt lögbrjóta eru heimskuleg og þeim á að breyta. Ég tel 72. gr. stjórnarskrárinnar ekki verja þennan eignarrétt. Hún gerir ráð fyrir í samræmi við anda stjórnarskrárinnar, að verið sé að verja þegnanna fyrir órétti. Ekki sé verið að tryggja að þeir sem höguðu sér með ósiðsamlegum og ólöglegum hætti geti krafist eignarhalds á þeim grundvelli.
Það sama má reyndar segja um hagfræðinga Samfylkingarinnar sem láta aldrei heyra í sér nema til að verja ósómann. Af hverju eruð þið að berjast gegn því að illa fengnu fé sé skilað til eigenda sinna? Ég verð að segja eins og er, að ég hef ekki séð nein hagfræðileg rök, bara stóryrði á borð við "fáránlegt", "bull", "argasta vitleysa", o.s.frv. Ég held að ekkert af þessum orðum flokkist undir rökstuðning við hagfræðikenningar. Sýnið með útreikningum hvers vegna þið notið þessu stóru orð, vegna þess að hagfræðingar sem eru sérfræðingar í fjármálakreppum eru ykkur ekki sammála. Ríkisstjórn Bandaríkjanna er ykkur ósammála. Hagfræðingar við Seðlabanka Íslands hafa sagt að þau lönd sem hraðast vinna sig út úr fjármálakreppu eru þau sem taka hratt og vel á skuldavandanum sem fylgir.
Nú skora ég á alla sérfræðingana, sem hafa galað sem hæst, að í fyrsta lagi kynna sér hugmyndir Hagsmunasamtaka heimilanna og í öðru lagi er ég tilbúinn að hitta þá og ræða málin. Svo vil ég benda á, að lausn skuldakreppu eins og þeirrar sem við eru í snýst ekki síst um siðfræði, manngildi og sanngirni. Ekkert af þessu rúmast innan lögfræðinnar eða hagfræðinnar.
Niðurfærsla talin bótaskyld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 81
- Sl. viku: 275
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sammála. Hvar eru rökin fyrir óréttlætinu (ef slíkt er þá yfirhöfuð til).
Verður ekki endirinn sá að við neyðumst til að leiðrétta óréttlætið sjálf?
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 16.10.2010 kl. 11:27
mér finnst synd hve hægt gengur að fá fólk til að skilja.
Offari, 16.10.2010 kl. 11:38
Svo þegar fasteignaverð lækkar vegna aðgerða af þessu tagi á þá það fólk sem þá lendir í greiðsluvandræðum vegna þátilkomins eignaleysis og átthagafjötra að heimta að þeir sem eru nýbúnir að fá skuldaútstrikun á þeirra kostnað taki á sig tap þeirra. Og svo koll af kolli.
Þetta fer að verða dálítið Norður-kúbanskt hjá þér Marinó, finnst mér. Með fullri virðingu.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 16.10.2010 kl. 11:38
Sæll Marinó
Leiðréttingin beinist ekkert að þeim sem gerðu rangt, þ.e. gömlu föllnu bönkunum. "Leiðréttingin" beinist að allt öðrum aðilum.
Hvaða sanngirni er það fyrir stóran hóp aðila (eins og mig) sem skipti ekki um bíla, tók engin lán, notaði allan sinn sparnað annars vegar í að fjárfesta og hins vegar greiða niður skuldir, keypti ekki nýtt hús (eða braut allt niður og byggði upp að nýju).
Eigum við núna að taka á okkur lífeyrisskerðingu vegna fólksins sem fór fram úr sér.
Ég veit ekki betur en að þeir sem fóru lang verst út úr hruninu voru sparifjáreigendur og þá sérstaklega erlendir. Töpuðust ekki 11 þúsund milljarðar (á þáverandi gengi) við hrunið. Hverjir töpuðu þeirri fjárhæð.
Sjálfur tapaði ég miklu. Ég hafði verið að leggja fyrir vegna væntanlegra útgjalda og það hvarf. Ég hef haft það sem mottó að safna fyrst og eyða svo. Setja mig og mína líka síðan í þá stöðu að við eigum líka að greiða fyrir þá sem kunnu sínum fótum ekki forráð.
Ég hef áhyggjur að þeim hópi sem kom inn á vinnumarkaðinn eftir nám, keypti sér sína fyrstu íbúð í bólunni og stóð ekkert annað til boða en sviksemi gömlu föllnu bankanna. Við eigum að hjálpa slíku fólki og það er m.a. hægt að gera í gegnum vaxtabótakerfið. Fyrir fólk sem er 40+, sorry hef ekki minnstu samúð.
Veit að ég kalla yfir mig reiði kverúlantanna sem sjá ekki út fyrir sinn eigin nafla og þess vegna ákvað ég að sjá ekki út fyrir minn nafla til að hafa jafnræði í öfgunum í umræðum sem hér tíðkast.
Með bestu kveðju til þín Marinó og gangi þér allt í haginn í framtíðinni.
Gunnar Linent (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 11:51
Það er nákvæmlega þetta sem ég hef iðulega furðað mig á. Í umræðunni er hlutunum snúið á hvolf bæði hvað varðar það sem telst lögbrot og síðan hvað eignarréttinn varðar. Og yfirvöld sem hugsa fyrst og fremst um hag fjármálafyrirtækja. "Verja eignarétt lögbrjóta", eins og þú orðar það, en ekki þess sem brotið er á! Hvers vegna hafa stjórnvöld ekki áhuga á að skila illa fengnu fé til almennings en taka áfram þátt í verja sviksamlegt hátterni sem varð til þess að lán fólks hafa snarhækkað??
Jóna Ingibjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 12:04
Er það siðfræði,manngildi og sanngirni að taka frá a og færa til b. Mér sýnist þið vilja leiðrétta þjófnað með öðrum þjófnaði.
Stjórnarskrá Íslans 72. grein. Eignarétturinn er friðhelgur. Engann má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.
Gétur þetta verið öllu skírara. Það er bara til ein lausn og hún er að stækka kökuna en því miður virðast allir vera á móti því nema Árni Sigfússon.
Guðmundur Ingi Kristinsson, 16.10.2010 kl. 12:06
Stæðu Steingr. og Jóhanna við loforð sín við þjóðina,
stórauknar strandveiðar og frjálsar handfæra veiðar, hugsaðu þetta!!
Fái þjóðinn frjálsar handfæra veiðar, leysir það allan atvinnu vanda
Íslendinga!!! þú gætir róið út á litlum bát, með sjóstöng,
fiskir þú 100 kg. af þorski á dag, 5 daga vikunar, x 4 vikur =
2 tonn x 350 krónur, kílóverð. = 700.000 krónur !!!
Sennilega fiskar þú miklu meira en 100 kg. á dag,
þessi vinna er skemtileg, holl, góð laun, setur þjóðina ekki í
skuldafjötra, þvert á móti, þetta mun gera Íslendinga ríka!!!
Aðalsteinn Agnarsson, 16.10.2010 kl. 12:18
Það sem í raun er verið að fara fram á með almennri leiðréttingu skulda er að eignir heimilanna njóti svipaðrar vertryggingar og eignir fjármálaelítunnar. Svo geta menn komið sér saman um hvort þeir kalla það niðurfellingu skulda eða endurgreiðslu á illa fengnu fé.
Magnús Sigurðsson, 16.10.2010 kl. 12:23
Gunnar... það voru fleiri en þú sem skiptu ekki um bíla og tóku engin lán, en blessunarlega erum við ekki öll kyrjandi "reddum þessu, en ekki þannig að það bitni á mér persónulega". Íslendingar eiga, sem þjóð, í miklum vandræðum þessi misserin og við þurfum að leysa úr þeim sem þjóð: þetta verður ekki sársaukalaust fyrir neinn.
Í hvaða banka hvarf innistæðan þín? Þessi kverúlant er svo illa minnugur að hann hefði getað svarið að íslenskar innistæður hafi verið tryggðar í hruninu. Ég er að sjálfsögðu ekki að halda því fram að þú hafir ekki tapað neinu; að sjálfsögðu tapaðirðu einhverju--við töpuðum öll--en sumum okkar er meira annt um framtíð landsins, og fólksins sem byggir það, en okkar eigin, aumu afturenda. Þannig að, eins og þú tekur svo smekklega til orða, "sorry", engin samúð hérna megin frá.
Og að sýna sjálfhverfum kerúlöntum villur vega sinna með því að skrifa sem slíkur... einskær klassi. Þú ert greinilega klassagaur. Til hamingju með alla velgengnina.
Durtur, 16.10.2010 kl. 12:30
Gunnar, ég átta mig alveg á hvernig þú kemst að því að okkar tillögur lækki fasteignaverð og að eignatjónið verði meira með okkar tillögum. Getur þú skýrt út hvernig þú kemst að þessari niðurstöðu?
Guðmundur Ingi, ég skil ekki rök þín. Kom tilfærsla innstæðna í kröfuröð ekki lífeyrissjóðunum til góða á kostnað skattgreiðenda? En hvernig eru tillögur okkar þjófnaður? Hafi lífeyrissjóðir fengið verðbætur á eignir sínar, þá voru þeir að taka við illa fengnu fé, þar sem verðbæturnar komu til vegna svika og lögbrota fjármálafyrirtækjanna. Keyri þjófagengi á vörubíl til að komast yfir varning hans og þeir henda einum kassa í mig, þá er innihald kassans þýfi, þó ég hafi ekki stolið hlutnum. Mér ber því að skila kassanum með innihaldinu eða ég telst hafa brotið lög.
Andi stjórnarskrárinnar gengur út á að verja rétt þegnanna. Hún á því líka að verja þegnana fyrir eignaupptök sem byggist á svikum og lögbrotum.
Marinó G. Njálsson, 16.10.2010 kl. 12:33
Það sem þú Marinó hefur margoft bent á er að ekki má slíta úr samhengi það að bankarnir ræðust á lánþega. Hvers vegna er réttur þess sem grefur undan forsendum mótaðila hærri.
Ef hagkerfið stendur á þeim grunni einum að fjármálastofnanir séu heilagar óháð aðgerðum þeirra og glæpum, þá eru menn illilega að misskilja frálsan markað. Í frjálsum markaði, ber að refsa þeim sem rýra rétt og eign annarra. Það ber að rétta þann gjörning sem bankarnir unnu lánþegum til tjóns.
Viðrum eignarétt...ALLRA EKKI BARA BANKANNA
Haraldur Baldursson, 16.10.2010 kl. 12:36
Ég átti að sjálfsögðu við Gunnar Rögnvaldsson.
Gunnar Linnet, ég á ung börn og er í sömu stöðu og "ungu fjölskyldurnar", sem þú talar um. Steingrímur fór vísvitandi með rangar upplýsingar í viðtölum um daginn. Samkvæmt hans eigin gögnum er það aldurshópurinn frá 27 til 56 ára sem eru í verstum vanda. Lítill munur er á skuldastöðu yngsta hópsins og þess elsta. Fólk um fimmtugt, sem er minn aldur, eru í svipuðum vanda og þeir sem eru um þrítugt. Fólk á fimmtugs aldri er verr statt en þeir sem eru um og yfir fimmtugt. Ég veit ekki af hverju Steingrímur kann ekki lesa betur úr eigin tölum, en ég ætla ekki að spyrja hann.
Marinó G. Njálsson, 16.10.2010 kl. 12:39
Þeir Gunnar og Gunnar gleyma því að sú eignastaða sem þeir óttast um ef af leiðréttingu verður ,sem auðvitað er algjör krafa allra réttsýnna sem sjá fram fyir eigin tær að verði, semsagt sú upplogna eignastaða skuldlausra einstaklinga og lífeyrissjóða byggist á illa fengnum uppreikningi verðtrygginarinnar.
Semsagt lífeyrissjóðirnir munu ekki tapa neinum réttlætanlegum eignum, aðeins verða að leiðrétta sína stöðu miðað við raunveruleikann. Sama á auðvitað við um fasteignaeigendur skuldlausa. Ef eignin lækkar við þessa aðgerð ,þá er það bara leiðrétting til raunhæfrar stöðu. Semsagt þeir verða að skila því af verðmætum sínum sem ranglega var til þeirra fært!
Kristján H Theódórsson, 16.10.2010 kl. 12:41
Ef ég mætti ráða, þá félli það alfarið á gerendurnar, þ.e. Kaupþing, Glitni og Landsbanka Íslands, stjórnendur þeirra og eigendur, að bæta þjóðfélaginu tjónið sem þeir ollu. Því miður eru þetta ekki menn heldur mýs og því hafa þeir ekki kjark, þor, siðgæðisvitund eða manndóm til að axla sína ábyrgð. Þeir gerðu nefnilega að eigin sögn ekkert rangt.
Marinó G. Njálsson, 16.10.2010 kl. 12:42
,, Í 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar er kveðið á um að eignarrétturinn sé friðhelgur og að engan megi skylda til að láta eign sína af hendi nema almenningsþörf krefji, og þá með lögum og þannig að fullar bætur greiðist fyrir. Hvers kyns verðmæt réttindi manna, þ.m.t. kröfuréttindi og veðréttindi, njóta verndar ákvæðisins. Þrátt fyrir framangreint hefur einnig verið viðurkennt í íslenskum rétti að löggjafinn geti heimilað ýmiss konar takmarkanir á eignarrétti án þess að til nokkurra bóta komi.
Í íslenskum rétti hefur við mat á gildi afturvirkra laga verið litið til þess hvort skýra megi þau svo að þau takmarki stjórnarskrárvernduð réttindi manna með almennum, hlutlægum og málefnalegum hætti og að ekki sé gengið svo nærri réttindum manna að þau nýtist ekki. Slík lagasetning hefur helst verið talin koma til álita við óvenjulegar aðstæður svo sem við lausn aðsteðjandi efnahagsvanda. Um miðja síðustu öld var uppi alvarlegt ástand í efnahagslífi íslensku þjóðarinnar. Löggjafinn greip til margvíslegra aðgerða í því skyni að bregðast við vandanum, og voru þá t.a.m. sett lög nr. 22/1950 sem kváðu m.a. á um að stóreignaskattur var lagður á afturvirkt. Deilt var um hvort lagasetning þessi stæðist eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, og komu nokkur slík mál til kasta Hæstaréttar. Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 5/1953 (1954, bls. 73) var staðfest sú niðurstaða bæjarþings Reykjavíkur að afturvirk lagasetningin væri réttlætanleg þar sem lögin væru þáttur í margþættri tilraun til að lagfæra fjárhagskerfi þjóðarinnar og koma því í fastari skorður. Í umfjöllun Sigurðar Líndal um stóreignaskattsmálin svokölluðu, í 1. tbl. Úlfljóts árið 2006 (bls. 37–39), segir að dómendur í umræddum málum hafi metið það svo að um brýna almannahagsmuni hefði verið að ræða og þeim hagsmunum bæri að skipa ofar sérstökum hagsmunum þegnanna. Þetta hafi mátt réttlæta með því að lögin hafi verið sett „sem þáttur í margþættri tilraun til að lagfæra fjárhagskerfi þjóðarinnar í heild, koma því í fastari skorður og verja landið fyrir verðbólgu“ (bls. 39). Með hliðsjón af þessum forsendum hefðu stóreignaskattslögin ekki verið talin fara í bága við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar.
Með hliðsjón af þeim aðstæðum sem nú eru uppi, og raktar hafa verið hér að framan, verður að meta það svo að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess, og að það sé jafnframt þjóðfélagslega nauðsynlegt, að gripið verði til almennrar aðgerðar sem þeirrar sem hér er gerð tillaga um. Nauðsynlegt er að hafa í huga að með frumvarpinu er ekki gengið með óhæfilegum hætti gegn eignarrétti kröfuhafa, enda felur sú aðferðafræði sem í frumvarpinu felst í sér að kröfuhafi fær endurgjald í samræmi við þau verðtryggðu lánskjör sem hann bauð skuldurum á viðskiptalegum forsendum á sínum tíma. Því er einungis verið að takmarka óeðlilegan ávinning kröfuhafa af gríðarlegri hækkun gengistryggðra lána og færa hann að því endurgjaldi sem alþekkt er og felur í sér fullkomlega ásættanlegt og fullnægjandi endurgjald fyrir kröfuhafa. Þá ber að hafa í huga að mörg fordæmi eru um íhlutun löggjafarvalds og stjórnvalda í vaxta- og verðtryggingarskilmála. Sett hefur verið hámark á vexti, hámark á ávöxtun verðtryggðra lána og verðtryggingarvísitölu hefur oft verið breytt.
Í þessu sambandi þarf að líta til framangreindrar úttektar Seðlabanka Íslands á skuldastöðu heimilanna þar sem fram kemur að verulegur hluti þeirra er í greiðsluerfiðleikum, og skiptir skuldsetning vegna bifreiðakaupa þar miklu máli, sbr. nánar hér að framan. Lántakendur eiga erfitt með að selja bifreiðar sem á hvíla slíkir lánssamningar, þar sem eftirstöðvar þeirra eru oft langt umfram verðmæti bifreiðarinnar. Markaðurinn er því nánast frosinn og er líklegt að svo verði áfram ef ekkert verður að gert. Úrræði sem þetta er hins vegar til þess fallið að draga verulega úr yfirveðsetningu bifreiða og skapa þannig jafnvægi á milli veðsetningarhlutfalls og markaðsvirðis einstakra bifreiða en ljóst er að auðveldara verður fyrir einstaklinga að selja bifreiðar sem ekki eru veðsettar langt umfram verðmæti þeirra. Aðgerðin muni því flýta fyrir því að jafnvægi skapist á markaði með lán til bifreiðakaupa og að eðlileg viðskipti geti hafist á nýjan leik. Það sama eigi við um kaupleigusamninga. Ávinningurinn af því nýtist öllum, jafnt lántakendum og fjármálafyrirtækjum.
Fjárhagsleg áhrif úrræðisins eru metin á þann veg að með því aukist möguleikar flestra lántakenda til að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt láns- og kaupleigusamningum og fjármálafyrirtæki fái því betri endurheimtur krafna sinna. Tap fjármálafyrirtækja vegna lækkunar höfuðstóla eftir skilmálabreytingu verði jafnað út með aukinni greiðslugetu lántakenda almennt. Á þetta jafnframt við um þau fjármálafyrirtæki sem hætt hafa starfsemi þar sem endurheimtur verði betri. Heildræn áhrif þessarar aðgerðar jafna því út það tjón sem fjármálafyrirtæki verða fyrir við skilmálabreytingu láns- og kaupleigusamninga sem leiðir til lækkunar höfuðstóls. Í reynd er því ekki um neina eignaskerðingu að ræða. Með vísan til þess sem að framan er rakið verður það metið svo að þær ráðstafanir sem hér er gerð tillaga um brjóti ekki í bága við ákvæði 72. gr. stjórnarskrárinnar.
Telja verður að einfalt og almennt úrræði eins og lagt er til í frumvarpi þessu sé ein áhrifamesta aðgerð sem stjórnvöld geta gripið til, til að ná því markmiði að draga úr ósjálfbærri skuldsetningu og létta þunga greiðslubyrði heimila í landinu. Um er að ræða mikilvæga og almenna aðgerð sem tekur á framangreindum vanda þeirra einstaklinga sem eru í vandræðum með greiðslubyrði gengistryggðra bílalána. Af skýrslu Seðlabanka Íslands frá í apríl 2010 má ráða að engin einstök aðgerð geri meira til að létta á erfiðri skuldastöðu þess hóps sem er í mestum vanda vegna skuldsetningar og að almenn aðgerð af þessu tagi geti fækkað um mörg þúsund þeim heimilum sem ella þurfa tímafreka og kostnaðarsama úrlausn á erfiðum skuldavanda."
http://www.althingi.is/altext/138/s/1176.html
Þórður Björn Sigurðsson, 16.10.2010 kl. 13:09
Gunnar, ég átta mig alveg á hvernig þú kemst að því að okkar tillögur lækki fasteignaverð og að eignatjónið verði meira með okkar tillögum. Getur þú skýrt út hvernig þú kemst að þessari niðurstöðu?
================
Marínó: Auðvitað veistu að það sem heldur fasteignaverði uppi (elasticity) er mikið eignastaða/skuldastaða hins veðsetta. Þegar þú heflar XX% af höfuðstól margra eigna þá mun verð eigna lækka sem því nemur. Nem þú viljir átthagafjötra fólk við þessar eignir um aldur og æfi. Það mun losa sig út úr eignunum um leið og tækifæri gefst til þess. En þetta mun ekki bara lækka verðið hjá hinum skuldugustu. Það mun lækka yfir alla línuna. Við það kemst enn fleira fólk í vandræði.
Eina leiðin til vinda ofan af markaðinum er sú að þeir efnuðu kaupi eignirnar af þeim sem ekki geta haldið þeim sökum skulda. Þannig fæst best verð fyrir hið selda og skellur allra verður lágmarkaður. Ef þú þurrkar út hina efnuðu þá eyðileggur þú allan markaðinn fyrir öllum.
Ef þú ferð í að setja markslögmálin svona algerlega til hliðar þá mun ENGINN ÞORA að fjárfesta í svona eignum aftur á Íslandi. Hvorki launþegar og allur almenningur né lífeyrissjóðir þeirra.
Þið verðið að fara aftur að eldhúsborðinu og hugsa þetta upp á nýtt. Þið getið ekki farið fram á að setja lýðveldið á annan endann útaf þessu. Þessi hlutur er að gerast út um allan heim og hefur gerst út um allan heim oft og mögrum sinnum áður. Líka á Íslandi á árunum 1982-1986.
Ef fólk hefði grætt á þessari gjaldeyrisspákaupmennsku þá væri enginn að kvarta. En gamblið féll bara ekki á þann veg. Auðvitað vissu allir að þeir voru að taka gríðarlega áhættu. Það vissu allir innst inni og það er rangt að neita því. En svona virkar múgsefjun. Það hjálpar ekki að endurtaka mistökin.
Gunnar Rögnvaldsson, 16.10.2010 kl. 13:10
Ég held að það verði sama hvaða aðgerðum verði beitt fasteignaverð mun alltaf lækka. Flöt niðurfelling skula held ég að lææi fasteinaverð minnst en aðgerðaleysi og endalaus frestun uppboða muni hinsvegar valda mestri lækkun á fasteignaverði.
Ég tel ofhátt fasteignaverð og of há húsaleiga eiga stærstan hlut í þeirr kreppu sem nú er komin og ekki fyrr en það leiðréttist fari iðnaður aftur að dafna. Heimili sem eyða öllum sínum pening í húsaskjól leyfir sér fátt annað og séu þau of mörg er hætt við að færri fái vinnu við að framleiða bíla, græjur og annað óþarfa rusl meðan fár geta keypt sér slíkt.
Offari, 16.10.2010 kl. 13:16
Ástæða þess að lögreglan var fundinn upp er að ekki er gott að rökræða við glæpamenn um að skila ránsfeng sínum, það þarf að endurheimta hann með "lögmætu ofbeldi", og án rökræðu við glæpamennina.
Flest "venjulegt" fólk á Íslandi finnur að réttlætiskennd þess er gróflega misboðið; fjölskylda sem kaupir íbúð 2007 fyrir 40 milljónir og tekur 20 milljónir að láni situr uppi með innheimtubréf uppá 65 milljónir á eldhúsborðinu.
Allar mafíur heimsins eru með sérstaka "deild" í því að múta lögreglu, stjórnmálamönnum og dómurum.
Okkar Mafía á eða stjórnar stærstu fjölmiðlum landins, er í stjórn banka, lífeyrissjóða og verkalýðsfélaga og virðast eiga fjóra stjórnmálaflokka skuldlaust. Hinn almenni borgari á ekki sjens, nema með því að sameinast og mynda sterka heild, ég endurtek; EINA LEIÐIN !
Að einungis 4000 manns hafi skráð sig sem félagsmenn í Hagsmunasamtök heimilanna er ótrúlegt og skora ég á alla landsmenn að skrá sig STRAX www.heimilin.is þessi samtök þurfa að vera stærstu samtök landsins fljótt.
Axel Pétur Axelsson, 16.10.2010 kl. 13:19
Ég er nú nokkuð vissum að lítið á eftir að koma útúr öllu samráðinu. Ríkisstjórninni var að sjálfsögðu brugðið við mótmælin og því var hún að finna ráð til að "kæla mannskapinn" niður.
Dæmigert fyrir umræðuna þessa dagana er að það kosti 220 milljarða að fara í flatan niðurskurð. Má rétt vera. En lítið heyrist um hvað kostar að gera ekkert. Getum við fengið þær tölur?
Stjórnvöld voru undrandi á hversu fáir nýttu sér úrræðin sem í boði eru. Ástæðan er einfaldlega sú að "vísitala greiðsluvilja" er hratt fallandi á meðan vísitala þess "að flytja úr landi er rísandi".
Yfirkennitöluflakkarar Íslands (öðru nafni Íslandsbanki, Arion og Landsbanki) virðast hafa lítinn vilja til að láta eitthvað af þeim afslætti sem þeir fengu af lánum ganga til lántaka. Mér er næst að halda að bankarnir líti á viðskiptavini sína sem einnota. Ég ætla allavega að vona að bankarnir séu ekki að bóka mikla viðskiptavild í í kúnnunum sínum. Daginn sem kemur nýr banki sem býður upp á góða og heiðarlega bankamennsku þá labba ég út úr mínum banka.
Næstu mótmæli eiga að vera skærumótmæli gangvart bönkunum. Enginn banki þolir það til lengdar að ca 20 manna hópur mæti í útibú þeirra og sé með læti. Einhvern veginn verður að fá þá til að taka sönsum.
Séra Jón (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 13:33
Þarf ekki að einbeita sér að framtíðinni? Í framtíðarskipulaginu felast lausnirnar. Einsog staðan er í dag, þarf maður sem er búinn að nurla saman 30% af íbúðarverði og ætlar að taka lán hjá íbúðalánasjóði, að taka þátt í sama fjárhættuspilinu og hingað til. Hann gæti setið uppi með gífurlegt tjón eftir 5 ár ef verðbólgan fer af stað. Þess vegna á aðaláherslan að vera á framtíðarskipan húsnæðislána. Síðan ætti að convertera öllum núverandi íbúðalánum yfir í nýja skipan (kaupa þau og selja aftur) og veita lánum sem tekin voru á árunum 2004-2008 sérstaklega góð kjör. Þannig er ekki verið að stunda neinar niðurfellingar, eignarnám og ennfremur dreifist "vandinn" á 25-40 ár. (Ég veit að hugmyndir HH taka einnig til framtíðar, ég er bara að leggja til að vandinn verði leystur í öfugri röð, fyrst framtíðarskipan og síðan verði henni beitt til að leysa fortíðarvandann).
Björn Jónasson (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 13:39
Ég huga að ég mæli með einskonar BAD BANK, Marinó. "special purpose vehicle".
En það besta væri náttúrlega að atvinnuástand og eftirspurn batnaði strax. Það myndi auðvelda mönnum að framkalla og þróa lausnir til þeirra sem eru að kikna. En því verður líklega ekki að heilsa með þessa sundrungarpólitík sem stunduð er í landinu.
Gunnar Rögnvaldsson, 16.10.2010 kl. 13:46
Leita þarf varanlegra lausna! Vek athygli á hugmyndum Ottó Biering Ottósonar hagfræðings
Þetta kom fram í grein á bls. 14 í Morgunblaðinu þann 15.10.2010. En hann bendir á ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna þ.e. krafan þess efnis að þeir séu ávaxtaðir skv. 3,5%.Að hans mati er kostnaðurinn við þessa aðgerð þ.e. lækkun vaxta íbúðalána í 3% óverulegur, þ.e. cirka 22 milljarðar á fyrsta ári, 14 milljarðar af því beri Íbúðalánasjóður.
Lægri fjármögnunarkostnaður muni koma á móti og síðan lækki hann smám saman eftir því sem árin líða og greiðslur af lánum skila sér inn.
Þessar aðgerðir ættu að hafa jákvæð áhrif á greiðslugetu fólks, aukið kaupmátt þess. Það myndi síðan skila sér til hagkerfisins og aukning umsvifa í hagkerfinu, skila sér í aukningu veltuskatta fyrir ríkissjóð. Ríkið hefði þá vel efni á að rétta Íbúðalánasjóð af vegna þess taps er hann verður fyrir. Jafnframt ætti lægri fjármögnunar kostnaður að auka fjárfestingu.
-------------------------------------
Ég held að hugmyndir Ottós séu allrar athygli verðar:
Ég bendi á að hann er klárlega að biðla til ríkisstjórnarinnar með því að ræða þetta á þeim nótum, að hugmyndir hans séu mun ódýrari en 20% leiðin - því skilvirkari.
Gott og vel - en augljósa ábendingin er sú, að þ.s. hann leggur til + 18% lækkun yfir línuna; yrði mjög öflugt þegar allt er tekið saman.
Þetta er góður maður - ég hef rætt við hann, hann vill afnema verðtryggingu.
Þ.s. hann hefur sagt við mig, er að 3,5% raunvaxtakrafa fyrir lífeyrissjóði sé búin að valda þjóðfélaginu stórkostlegu tjóni í gegnum árin:
Hve mörg þessara fyrirtækja hefðu lifað - þ.e. komist yfir hinn erfiða hjalla þegar verið var að læra að fullu inn á hina nýju starfsemi - og því væru í dag öflugir atvinnurekendur, færandi björg í bú fyrir Ísl. þjóðfélag?
EF RAUNVEXTIR HEFÐU EKKI VERIÐ SVO BRJÁLÆÐISLEGA HÁIR OG ÞEIR ERU! OG HAFA VERIÐ SÍÐUSTU 20 ÁR!
Niðurstaða
Ég tek undir hugmyndi Ottós B. Ottósonar, en bendi á að þær myndu virka mjög vel einnig, í samhengi við 18% lækkun yfir línuna.
Ég tek undir, að mjög nauðsynlegt er að lækka raunvexti í þjóðfélaginu, og er sammála honum um það, að þeir hafi í gegnum árin valdið Íslandi og íslendingum miklum búsifjum.
Kominn tími til að hugsað sé í langtímalausnum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.10.2010 kl. 13:53
HLUSTIÐ Á JÚLÍUS SÓLNES, SPEGILLINN Í GÆR.
Hann ræðir um hvernig skuldavandræði voru leyst á árum áður, með leiðréttingu vísitölunnar.
Skrunið þáttinn þar til nálægt miðju, en partur Júlíusar Sólnes hefst nálægt miðju:
http://dagskra.ruv.is/ras2/4553148/2010/10/15/
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.10.2010 kl. 13:59
Það er að koma í ljós að lífeyrissjóðalögin eru tappinn sem stífla allt. Einsog fram kemur í færslu Einars Björns gera lög um lífeyrissjóði það að verkum að 3,5% krafan er áhrifameiri en stýrivaxtaákvarðanir Seðlabankans. Eftir því sem lífeyrissjóðirnir eflast, verður eyðileggingarmáttur þeirra meiri. Án þeirra hefði útrásin aldrei verið möguleg og næsta hruni verður einnig afleiðing af hagsmunagæslu þeirra.
Björn Jónasson (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 14:11
Er virkilega til fólk sem telur það sjálfsagt mál að eingöngu lántakendur taki alla áhættu og taki á sig öll skakkaföll, sama hversu slæm þau eru?
Hvað ef verðbólgan hefði verið margfalt hærri?
Er eðlilegt að sá sem keypti sér ,,normal" íbúð án íburða sé með með tvær slíkar í skuld í dag? Sumir tala um að safna sér fyrir öllu og síðan kaupa. Er það hægt með íbúð? Væri mjög gaman og fróðlegt að sjá hvernig sá hinn sami fór eða fer að því og hve lengi það tók hann.
Ef aðili sem keypti sér hóflega íbúð, fór í greiðslumat og skv því átti t.d að geta keypt íbúð að hámarki t.d. 15 millj en situr nú með afborganir af 20 millj+. Hvernig á hann að borga nema með einhverjum úrræðum? Auðvitað á að leiðrétta lán þegar forsendur brostna svona svakalega.
Stórkostlegt að lesa víða í bloggheiminum um fólk sem segist hafa safnað sér fyrir öllu og hálfpartinn hneykslast á þeim sem tóku lán.
Síðan er og hefur alltaf verið til ákveðinn hópur sem fór langt fram úr sér og var kominn í þrot fyrir hrun, og jafnvel lærir aldrei af slíkum mistökum.
Síðan er líka eitt, ef þú finnur lánin þín endalaust hækka þá held ég að almennur greiðsluvilji fjari hægt og rólega út.
Marínó, eitt vill ég segja við þig að við megum þakka fyrir að hafa slíkan baráttumann hér á klakanum.
Guðlaugur (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 14:23
Að lokum vek ég athygli á orðum Júlíusar Sólnes
Sjá Spegillinn: 15.10.2010
- Hann telur ástandið svipað og þegar launavísitalan var tekin af í mikilli verðbólgu á miðjum 9. áratugnum, lán hækkuðu en laun stóðu í stað, allt var vitlaust í þjóðfélaginu, svokallaður Sigtúns hópur varð til, Ögmundur Jónasson var einn helsti talsmaður hans.
- Hreyfingar launþega hafi þá stutt hugmyndir Sigtúns hópsins - á endanum var lánskjara vísitölunni breytt 1989 og hún endurreiknuð, lán lækkuðu miðað við reikning skv. eldri vísitölu og sátt náðist í þjóðfélaginu.
- Það hefði verið mjög sniðugt að taka aftur upp sömu vísitölu og tók gildi 1989 t.d haustið 2008 þ.s. laun hafa staðið í stað, eða lækkað síðan kreppan skall á - komið sér vel fyrir lántakendur. Því miður var ekkert gert.
- Hæstiréttur komst síðan að þeirri niðurstöðu, að ríkið hefði rétt til að breita vísitölunni, og það skapaðist því ekki skaðabótaréttur á ríkið þó lán lækkuðu vegna breytinga á vísitölunni. Ríkoð ætti að íhuga þetta að hans mati!
Kv.Einar Björn Bjarnason, 16.10.2010 kl. 14:23
Gunnar Rögnvaldsson, 16.10.2010 kl. 14:28
Gunnar Rögnvaldsson, 16.10.2010 kl. 14:33
Sæll Marinó,
Þetta fór eins og maður óttaðist og sá fyrir. En atrennan ykkar var vel þess virði. Þið eigið heiður skilinn fyrir ykkar fórnfúsa starf í þágu heildarinnar. Ekki er öll nótt úti enn en ljóst að þessu verður ekki þokað með þessari ríkisstjórn við völd. Það er orðið kristaltært.
Jón Baldur Lorange, 16.10.2010 kl. 14:35
Gunnar Rögnvaldsson, 16.10.2010 kl. 14:33
Ég er aðeins að velta fyrir mér orðum þínum að ofan, að verðhjöðnunar hrina geti gengið yfir.
Spurningin er - hvernig er hægt að skapa sjálfbært ástand?
Ég bendi á þessa færslu mína: Það er reyndar til önnur aðferð við skuldaniðurfellingu - ef einhver þorir að fara hana!
Þar velti ég fyrir mér - hvað ef, við lækkum allt og það viljandi?
Mjög groddaleg aðgerð - en spurningin er um andapunktinn, hvaða aðgerð skilar sjálfbærum endaaðstæðum.
Bankar eru við hrunbrún - með 45% bókfært virði lána lítils eða einskis virði. Þeir geta dottið niður alveg hjálparlaust, ef frekari samdráttur verður í þjóðfélaginu.
Eins og þú talaðir um, bentir á að lækkun yfir línuna myndi orsaka lækkun alls - það má vera þú hafir rétt fyrir þér, en þá er kannski groddalega aðferðin sú eina færa, að kveikja í skóginum og brenna hann.
En, benda má einnig á, að núverandi ástanda er ósjálfbært þ.e. framreiknað mun það einnig sennilega skila lækkun þ.e. þá í gegnum hrun, sem fer þá fram stjórnlaust.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.10.2010 kl. 15:02
Sæll Marínó. Góður pistill. Ég vil þakka þér enn og aftur fyrir þitt starf og vona svo sannarlega að komi að því að eftir þínum ráðum verði farið. Það má ekki bíða miklu lengur. Tek undir með þér: "Ef ég mætti ráða, þá félli það alfarið á gerendurnar, þ.e. Kaupþing, Glitni og Landsbanka Íslands, stjórnendur þeirra og eigendur, að bæta þjóðfélaginu tjónið sem þeir ollu."
Kær kveðja
Auður Matthíasdóttir, 16.10.2010 kl. 15:18
Einar Björn
Sem sagt ef ég skulda ekki neitt, þá fæ ég samt að borga. En ef ég skulda of mikið, þá fæ ég borgað: ergo: best er að skulda nógu mikið.
Við getum ekki lækkað neitt Björn. Markaðurinn og markaðsþróun verður að stýra mest mögulega. Við getum emjað og barið í borðið eins og okkur sýnist. En ef það fer að verða glæpsamlegt að sýna ráðdeild og sparnað, þá . . . já þá. . . veit ekki hvað ég á að segja . . bendi bara mönnum á að leita sér lækninga í . . . tja. . umhverfisráðuneytinu? Þeir taka sig af varanlegum umhverfisskaða.
Svo er það smáræði að ef þessi hugsunarháttur verður almennur, ja, þá verður ekkert fé til til að lána neinum neitt því enginn vill eiga neitt eða taka neina áhættu eða svo mikið sem stýra kústskafi í eigin rekstri.
Gunnar Rögnvaldsson, 16.10.2010 kl. 15:22
Gunnar - klárlega má ekki hafa það þannig, að slíkar aðgerðir séu framkvæmdar reglulega.
En, við getum einnig farið þá leið - sem mér sýnist þú vera að tala fyrir, þ.e. algert hrun.
En það stefnir í það hvort sem er - þ.e. hrun bankanna - síðan lífeyrissjóðanna - þá verður Ísland eyðimörk á eftir.
----------------
Það sem við erum að tala um, er að lækka báðum megin á vegasaltinu svo kerfið detti ekki yfir um og slík eyðimörk taki við.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.10.2010 kl. 15:31
Ég fór í gjaldþrot 1986 og tók að mér ábyrgðarkröfur að því loknu af atvinnurekstri sem við vorum með í eigin nafni. Keypti húsið mitt til baka á verðtryggðu láni frá Húsnæðisstofnun ríkisins. Ábyrgðarkröfuskuldin var sett á skuldabréf þar sem ábyrgðar aðilarnir skrifuðu á að nýju (var sem sagt skuldbreytt) Þar var sett inn ÖLL UPPHÆÐIN, vextir verðbætur, dráttarvextir vegna vanskila og annað sem hægt var á þeim tíma að smyrja á. (Ekki þó lögfræðikostnaður). Hafði á þeim tíma EKKI kjark til að biðja um lækkun/leiðréttingu á neinu
Hef síðan verið þræll þess að greiða upp þá skuld sem hefur hækkað jafnt og þétt síðan. Þetta er það sem ég vil alls ekki að fjölskyldur nútímans gera að ævistarfi.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.10.2010 kl. 16:04
Ef menn missa trú á samfélagið kæri Einar Björn - já þá hefur þú kannski rétt fyrir þér. Sérstaklega ef þeir sem eiga peninga missa trú á samfélaginu. Þá fara þeir bara.
Bad Bank gæti verið lausn. En hún þarfnast þó þess að menn hafi trú á fjárfestingum í þessu samfélagi. Eins og er þá hafa menn ekki þessa trú. Fólk er skelfingu lostið. Enginn vil fjárfesta í því í dag sem fæst ódýrara á morgun. Og sérstaklega ekki undir þessari ríkisstjórn.
Fólk er farið að trúa að alt geti gerst. Þökk sé sundrungarpólitík þeirra sem fara með ríkisstjórn. Það þarf að sameina þjóðina. Ekki sundra henni. Aðeins í sameiningu er hægt að finna lausnir og það gengur alltaf betur ef menn sjá glitta í smá hagvöxt og framgang. Ekki bara skattahækkanir og brútal niðurskurð í boði AGS og að ESB sér nauðgað inn á þjóðina og skriðið í duftið fyrir erlendum öflum. Að ekki sé unnið markvisst að því að selja landið undan þjóðinni.
Vona svo sannarlega að þessi ríkisstjórn fái sem sneggstan dauðdaga. Það á hún svo sannarlega skilið. Sundrungarríkisstjórn hún er - frá upphafi til enda.
Gunnar Rögnvaldsson, 16.10.2010 kl. 16:08
Hólmfríður. Það er eitt sem fjármálageirinn þarf að læra. Og það er að hætta að biðja um ábyrgðarmenn á lánum. Ef menn trúa ekki á þær fjárfestingar sem verið er að veita lánin í þá ættu þeir ekki að lána peningana.
Að skýla sér sem lánveitandi á bak við ábyrgðarmenn er það sama og að stimpla sjálfan sig sem lélegan lánveitanda. Fjármálastofnanir þurfa að standa og falla með gjörðum sínum. Ekki þurrka misheppnuðum lánum yfir á óviðkomandi. Þetta er prinsipp sem þarf að innleiða. Þetta myndi bæta fjáfestingarvitund lánveitanda og stilla upp meiri og betri aga til beiðna lánþega.
Gunnar Rögnvaldsson, 16.10.2010 kl. 16:25
Mjög athyglisverður pistill hjá Þórði Birni Sigurðssyni hér að ofan. Þarna er komið dómafordæmi frá Hæstarétti í sambærilegum aðstæðum og í dag að löggjafinn geti heimilað ýmiss konar takmarkanir á eignarrétti án þess að til nokkurra bóta komi.
Fjármálastofnanir virðast af þessu langt frá því hafa unnið mál í höndunum ef lagasetningarleið yrði farinn í almennum leiðréttingum á lánum.
Sigurbergur (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 17:20
Ljósi punkturinn í þessu öllu er að Norðmenn vilja endilega fá okkur "heim" . . .
Axel Pétur Axelsson, 16.10.2010 kl. 19:20
Vildi bara setja þetta inn:
ÖGMUNDUR VILL FLATA NIÐURSÆRSLU.
Elle_, 16.10.2010 kl. 19:57
Frábær pistill. Hafið þið velt því fyrir ykkur hvers vegna svona margir Sjálfstæðismenn rísa nú upp á afturlappirnar til að mótmæla leiðréttingu lána?
Valsól (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 20:51
Verð að segja að það er sorglegt að lesa orð nokkurra að ofan sem verja bankaránið gegn lánþegum. Við vitum að bankar felldu gengið og fall gengisins olli síhækkandi verðbólgu frá okt, 07 og óðaverðbólgu milli okt., 08 og mars, 09. Óðahækkanir urðu á skuldum grunlauss fólks vegna vísitölu sem var tengd við óðaverðbólgu. Og að ég minnist nú ekki á ólöglegu gengislánin. Við erum að tala um oftöku banka, fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða af lánþegum og oftökunni/ráninu verður að skila.
Elle_, 16.10.2010 kl. 21:05
Og að ofan átti að standa:
ÖGMUNDUR VILL FLATA NIÐURFÆRSLU.
Elle_, 16.10.2010 kl. 21:08
Sumir þeirra sem hér rita athugasemdir hafa fallið í þá gryfju að trúa því að leiðrétting lána komi til með að lækka lífeyrisréttindi. Þetta er eins og hver önnur þvæla.
Raunveruleikinn er sá að lífeyrissjóðirnir voru komnir á hausinn, ekki vegna húsnæðislánanna heldur óstjórnar! Þeir fengu hins vegar stórt lánasafn húsbréfa á vel niðursettu verði hjá Seðlabankanum, þetta lánasafn ætla stjórnendur sjóðanna að nota til að bjarga eigin rassi! Þeir átta sig ekki á að til að það geti orðið verður að nota eitthað af þeirri niðurfellingu sem þeir fengu til að leiðrétta lánin. Aðeins þannig er hægt að búast við að nægar endurheimtur verði. Ef sjóðirnir hefðu ekki fengið þessi lánasöfn væru þeir nú þegar komnir á hausinn.
Það er alveg með ólíkindum að ekki skuli hafa orðið nein endurnýjun í stjórnum þessara sjóða eftir hrun, þeir haga sér nákvæmlega eins og áður enda sömu menn að verki. Það er aumkunarvert að horfa og hlusta á þessa menn!!
Lífeyrissjóðirnir varðveita fé launafólks, því eiga fulltrúar atvinnurekenda ekkert erindi í stjórnir þeirra. Staðreyndin er hins vegar að atvinnurekendur hafa yfirtekið sjóðina og nota þá sem eiginn eyðslureikning!! Því er komið fyrir þeim sem nú er.
Gunnar Heiðarsson, 16.10.2010 kl. 22:04
Gunnar Rögnvaldsson, 16.10.2010 kl. 22:32
Marínó, ég ber fulla virðingu fyrir viðleitni ykkar að reyna að tjónka við Jóhönnu og ert þú maður meiri fyrir það.
Að því sögðu þá er þetta niðurstaðan og því næsta skrefið að koma þessari hroðalegu ríkisstjórn frá.
Hún bara verður að fara frá svo við getum kosið um þetta mál og önnur mál. Hér er fjárlagafrumvarp sem virðist hafa verið samið á sýrutrippi hjá Vinstri Grænum.
Hér má ekki lengur byggja neitt upp eða vinna sér inn pening. Þetta fólk verður að fara frá völdum.
Sjálfstæðismenn?
Hvaða fjandans máli skiptir það? Ef hér eru menn með plön til þess að hysja buxurnar upp um þjóðina þá er það bara málið í mínum huga.
Bara ekki meira af þessum grenjuskjóðum sem kalla sig stjórnvöld í dag.
Gunnar Waage, 16.10.2010 kl. 22:57
Sæll Marinó,
Ég tek undir orðs Gunnar Waage hér að ofan. Sem gamall sveitamaður þá segi ég nú bara "Bullshit stinks" og ég hef ekki fundið neitt annað en illa þefjandi BS koma frá ríkisvaldinu undanfarin ár, fyrir og eftir hrun! Það skiptir litlu hvar í flokki þetta lið er, það er sami rassinn undir þessu öllu saman. Ef þetta heldur svona áfram þá fer fjármálakerfið í gjaldþrot númer tvö innan skamms og þá verða hvorki ríkissjóður eða lífeyrissjóðakerfið með bolmagn til þess að bjarga þessu rugli. Það eru tvö ár frá hruni og ég sé ekki að það séu nein plön um hvað á að gera. Þetta eru bara bætur á bætur ofan og nú er allt orðið svo stagbætt að brækurnar hanga ekki lengur saman.
Fasteignir eru enn að mér sýnist á Kaliforníuskala og ég get ekki séð annað en að þær verði að lækka um helming til þess að komast niður úr skýjum fasteignabólunnar. Fasteignaverð var knúið upp vegna gífurlegrar þenslu á síðasta áratug og óhemju innflæðis af fjármagni sem menn hafa nú áttað sig á að var allt að láni og flæddi út úr fjármálakerfi sem var byggt á glæpsamlegu athæfi. Ég yrði ekki stórkostlega hissa þó það kæmi í ljós í sakamálarannsóknum undanfarinna og næstu ára að á Íslandi hafi verið miðstöð alþjóðlegs peningaþvættis. Allt sem ég hef séð bendir til þess. Þessháttar starfsemi kemur gífurlegu fjármagni út á markaðinn og það var nákvæmlega það sem skeði á Íslandi. Allir gátu fengið allt að láni, einstaklingar gátu fengið hundruð milljóna út á ekki neitt!
Það eru komin tvö ár frá hruni og það er enginn áhugi á því að gera neitt af viti til þess að koma í veg fyrir næsta hrun. Hvað ætlar banka og lífeyrissjóðakerfið að gera þegar þúsundir fjölskyldna komast í algjört greiðsluþrot og gjaldþrot og fyrirtækin fylgja á eftir. Hver ætlar að fjármagna tug þúsundir á atvinnuleysisskrá? Hvað ætlar fólk að gera? Ég sé ekki annað en að fólk muni flytja erlendis og hvar ætlar ríkissjóður þá að fá tekjur? Hvar ætla lífeyrissjóðirnir að fá tekjur ef félagsmenn flytja úr landi? Hvenær ætlar þjóðin að horfast í augu við hvað er að gerast og gera eitthvað í málunum? Eins og ástandið er núna þá er þjóðin að mestu í sama ruglinu og fyrir hrun! 65% af útlánum fjármálastofnana eru í vanskilum (engar greiðslur síðustu 90 daga skv. fréttum). Segir það ekki allt sem segja þarf? Þolinmæði fólks eru takmörk sett.
Baráttukveðjur,
Arnór Baldvinsson, 17.10.2010 kl. 00:48
Gunnar Rögnvaldsson, 16.10.2010 kl. 16:08
---------------------
Þ.s. þarf að búa til - svo peningar hafi áhuga á að vera hér, er stefna sem hefur sjálfbærni - þ.e. sem þeir kaupa að muni leiða frá A til B.
Núverandi hefur það ekki - ef Seðlabankinn opnar fyrir peningastreymi miðað við núverandi aðstæður, myndi fjármagn streyma úr landi - þ.e. allt það fjármagn er getur.
Ef verðtrygging er þá í gildi - þá verður allt þjóðfélagið gjaldþrota, sem er sama og segja að allar skuldir myndu verða verðlausar, sem myndi setja allt fjármálakerfið rakleitt á hausinn.
---------------
Þ.e. reyndar hægt, að beita þessu viljandi, ef verðtrygging annað af tvennu er fryst eða afnumin. Þá hreinsast hagkerfið af nær öllum þeim sem skulda í erlendum gjaldmiðlum.
Sem hefði þann kost að draga úr fjármagnsstreymi úr landi. Ég reikna með að útflutningur á fiski myndi halda áfram án hiksta að mestu, og að stóryðja yrði lítt vör við þetta.
Á móti kemur þá mikil aukning atvinnuleysis - a.m.k. þangað til atvinnulífið nær að endurskapa rekstur þann er hrundi með nýjum eigendum.
Það yrði aðgerð sambærileg við það að eigandi skógar, myndi ákveða að sjálfur kveikja í honum - sem vanalega væri mjög óskynsamleg aðgerð.
En, ef aðstæður verða nægilega desperat - þá fer maður að velta fyrir sér vaxandi biluðum leiðum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.10.2010 kl. 02:38
Arnór Baldvinsson, 17.10.2010 kl. 00:48
--------------------
Sæll - enginn vafi að bankakerfið er á hrunbrún.
Klárt einnig, að aðilar setja kíkinn á blinda augað.
Enginn virðist horfa fram á veginn. Allir með baksýnisspegilinn uppi.
Maður er farinn að velta fyrir sér villtum hlutum eins og þessu:
Það er reyndar til önnur aðferð við skuldaniðurfellingu - ef einhver þorir að fara hana!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.10.2010 kl. 02:41
Guðmundur Ingi Kristinsson, 16.10.2010 kl. 12:06.
Eina kakan sem ég veit til að Árni Sigfússon hafi stækkað er skuldakaka Reykjanesbæjar.
Að vísu veit ég ekki hversu mikinn þátt sá ágæti maður tekur þátt í bakstri á heimili sínu, en veit ekki til að hann hafi bakað neitt annað en vandræði fyrir sveitarfélagið sem hann stýrir.
Eitt veit ég að Keflvíkingar verða hvorki saddir né sælir af þessari köku bæjarstjórans, þó af einhverju ástæðum kjósi þeir hann alltaf aftur og aftur.
Theódór Norðkvist, 18.10.2010 kl. 19:52
"Hólmfríður. Það er eitt sem fjármálageirinn þarf að læra. Og það er að hætta að biðja um ábyrgðarmenn á lánum. Ef menn trúa ekki á þær fjárfestingar sem verið er að veita lánin í þá ættu þeir ekki að lána peningana."
- Loksins get ég séð ljósið í orðum Gunnars.
Það ber að taka undir þetta.
Gísli Ingvarsson, 19.10.2010 kl. 09:37
Stórkostleg grein er birt í Fréttablaðinu í dag af manni sem á að vita betur en það sem hann skrifar. Kjartan Jóhannsson, fyrrum viðskiptaráðherra í starfsstjórn Alþýðuflokksins, kallar "Aldrei, aldrei" og það eru rökin. Þegar menn þrýtur töluleg rök, geta ekki gert grein fyrir máli sínu í stærðum, þá kma upphrópanirnar. Kjartan óttast líklegast að missa spón úr aski sínum.
Ég skora á menn að koma með hagfræðileg, viðskiptafræðileg, siðfræðileg og félagsleg rök fyrir því að lífeyrissjóðirnir eigi ekki að koma að leiðréttingu lána almennings, en eiga hins vegar að fjárfesta í fyrirtækjum fullu af froðu og grafa þannig undan heilbrigðri samkeppni í landinu.
Marinó G. Njálsson, 19.10.2010 kl. 09:53
Þetta fólk vill bara eiða peningunum í annað Marínó. Flóknara er það ekki.
Gunnar Waage, 19.10.2010 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.