Leita í fréttum mbl.is

Eru fjöldagjaldþrot góður árangur?

Merkileg eru þau ummæli Murilo Portugal að

Aðgerðir til að mæta skuldavanda heimila og fyrirtækja hafi reynst gagnlegar

Ég velti því fyrir mér hver laug þessu að honum eða teljast það gagnlegar aðgerðir að helmingur fyrirtækja landsins eru annað hvort gjaldþrota eða á leið gjaldþrot og þúsundir heimila eru annað hvort búin a missa húsnæðið sitt eða á leiðinni að missa það.   Ef það síðara er sú mælistika sem AGS notar, þá bíð ég ekki mikið í hagstjórnarsnilldina á þeim bæ.

Það er gott og blessað að þessi niðurstaða skuli koma á þessum degi.  Alþingi logar í illdeilum og ekkert mun fara þar í gegn á næstu mánuðum.  Íslenskir neytendur hafa verið sviptir neytendavernd og lögbrjótar hafa fengið samþykki dómstóla fyrir því að lögbrot borga sig.  Fjármálakerfið er alvaldur Íslands og þó það kveiki í öllum fasteignum landsmanna, þá munu dómstólar örugglega finna glufu í lögunum til að kenna lántökum um brunann og gera þeim að greiða skaðabætur.

Mér finnst að Murilo Portugal ætti að rifja upp orð Marks Flanagans eftir fyrstu endurskoðun AGS, þegar hann sagði:

And finally in the debt restructuring area I just want to highlight that now we have managed to mark down loans to appropriate level in the banks' books, this has to be translated into appropriate debt relief to viable borrowers.

Í huga almennings eru þessir "viable borrowers" ekki Jóhannes Jónsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og aðrir hrunverjar.  Nei, þetta eru óþekktir eigendur fyrirtækja sem hafa reynt að stinga sér í gegn um öldu markaðsmisnotkunar, svika og pretta, en þar sem þessir aðilar eru ekki nógu þekkt andlit, þá er besta mál að fórna þeim.  Þeir sem ekki eru þekktir gleymast hvort eð er fljótt.

Skilur AGS ekki að ástandið hér á landi er grafalvarlegt.  Í gær var ég að beygja inn á Hringbraut af brúnni yfir Bústaðarveg/Snorrabraut.  Þar var umferðartappi vegna slyss.  Þegar nær kom sá ég að snyrtilega klædd kona lá hreyfingarlaus á götunni. Ég veit ekki hvað gerðist, en ekki var að sjá að árekstur hafi orðið.  Þrír bílar voru í röð en engin virtist skemmdur.  Það hvarflaði að mér að hún hefði stokkið, þar sem ekkert var minnst á þetta í blöðunum í morgun.  A.m.k. sá ég hvergi minnst á árekstur á Hringbraut þar sem farþegi slasaðist.

Ég held svo sem að AGS skilji ástandið hérna mjög vel.  Það er bara ekki þeirra hlutverk að að taka þær ákvarðanir sem þarf að taka til að laga stöðuna hérna.  Það er hlutverk stjórnvalda og þau þora ekki.


mbl.is „Mikill árangur hefur náðst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Margrét Bjarnadóttir

Ég hlustaði á viðtalið við Lilju Mósesdóttir í kvöld í þættinum Návígi með  Þórhalli Gunnarssyni en ég missti af því í gærkveldi. Þetta er alveg frábært viðtal. http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4565265/2010/09/28/

Það var sárt að heyra það frá henni að það væri virkilega enginn pólitískur vilji í ríkisstjórninni til að taka á fátækt á Íslandi eða á málefnum heimilanna eða minni fyrirtækja. Það var sárt að heyra það frá henni, því að maður þekkir sannleikann þegar hann er sagður. Lilja Mósesdóttir er heiðarleg og sönn. Hún hefur líka fullt vit á málum og maður finnur það að hún gætir hagsmuna þjóðar sinnar af einlægni. Það þarf fleira gott fólk eins og hana inn á þing.

Það er virkilega nauðsynlegt að fá nýjar kosningar strax.

Ég er sammála henni um að segja upp samningnum við AGS nú í nóvember. En ég held að það gerist ekkert nema skift sé um stjórn. Þessi sem að nú situr er búin að sýna að hún er algjörlega vanhæf.

Ég væri til í að fá Lilju sem forsætisráðherra eða fjármálaráðherra!

Anna Margrét Bjarnadóttir, 29.9.2010 kl. 23:28

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er ótrúlega margt hæfileikafólk sem er látið standa á hliðarlínunni á meðan viti firrtir eiginhagsmunabarónar nýta sviðið fyrir sérhagsmunamiðaðar refskákir sem allar bitna á okkur almenningi. Lilja er ein af þeim, Marinó annar en þeir eru líka fleiri sem eru svo mörgum sinnum betur til þess fallnir að forgangsraða rétt og taka ákvarðanir sem þarf að taka.

Tek annars undir með þér Anna Margrét. Það átti að skipa Lilju fjármálaráðherra þegar við myndun nýrrar ríkisstjórnar fyrir um rúmi ári síðan. Hún er sá þingmaður VG sem hefur hagfræðimenntunina!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 29.9.2010 kl. 23:36

3 identicon

Mæltu manna heilastur.  Þessi blóðsuga sem IMF er og RÍKISSTJÓRNAR ÓVÆRAN öll sem styður hana, þarf að fara. Og það strax.

Þetta krabbamein getur þjóðin ekki lengur borið, bara til að fría Auðrónana sem rændu bankana innanfrá.

Og Anna Margrét.  Þetta viðtal ætti að vera skilduáhorf í skólum landsins og víðar. Þær eru gjörsamlega sláandi, nei upplýsingarnar þar, beint frá þingkonu þessarar svikulu Ríkisstjórnar, eru sárgrætilegar.

Hún Lilja  er hetja og manneskja meiri af hreinskilni sinni. 

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 23:46

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Lilja Mósesdóttir er frábær, hún er eina manneskjan í sitjandi stjórn sem veit hvað almannahagur er....

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.9.2010 kl. 01:21

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Það er sorglegt að horfa upp á stjórnendur landsins hafa meiri áhuga, skilning og áhyggjur af tækjum, tólum og ferlum, heldur en heilsu, menntun, virðingu og lífi þegna sinna.

Hrannar Baldursson, 30.9.2010 kl. 10:27

6 Smámynd: Edda Karlsdóttir

Marinó, ég held að AGS eða stjórnvöld skilji ekki almennilega þann vanda sem landsmenn eru í. Þetta fólk lifir og hrærist í allt öðrum heimi en venjulegt fólk og til að hafa skilning á vandamálum náungans þarf fólk stundum að hafa lent í svipuðum aðstæðum sjálft, en það virðist ekki vera raunin hjá þessum aðilum því miður. Ég held að skilningurinn hjá stjórnvöldum þroskist ekki fyrr en allt verður brjálað hér á landi sem gæti orðið fyrr en varir þar sem fólk er búið að fá nóg og það fyrir löngu.

Edda Karlsdóttir, 30.9.2010 kl. 11:53

7 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Ætli Lilja Mósesdóttir og Marinó Njáls væru ekki góðir leiðtogar þess nýja stjórnmálaafls sem þjóðin býður eftir.  Einhvern veginn sýnist mér að þau ættu að sópa upp óanægjufylgi allra flokka.

Kjartan Sigurgeirsson, 30.9.2010 kl. 15:45

8 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Kjartan, það er hægara um að tala en í að komast.  Takk fyrir hrósið.  Þetta fer í hugmyndabankann, en ég lofa engu um aðgerðir.

Marinó G. Njálsson, 30.9.2010 kl. 16:10

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. eins og 2 heimsmyndir séu í gangi á sama tíma, þ.e. heimsmynd stjórnvalda þ.s. allt er á réttir leið, hagvöxtur mun skila sér eins og gert er ráð fyrir, skuldir landsins munu hverfa eins og dögg fyrir sólu fyrir meðvindi hagvaxtar - landið síðan ganga í ESB og taka upp Evru sjálfsagt nánast um leið :)

Síðan er þ.s. aðrir sjá, þ.e. fyrirtæki á hvínandi kúpunni - mynnstu fjárfestingu lýðveldissögunnar, fjölskyldur unnvörpum reknar á götuna, fjölskyldur háðar matargjöfum, bankar á brún annars hruns, stöðugan samdrátt hagkerfisins er ekkert lát virðist á o.s.frv. Öll planlögð stórverkefni er eiga að framkalla hagvöxt, í að því er virðist fullkomlega óleysanlegum vandræðum með fjármögnun - meira að segja Búðarhálsvirkjun komin með aðra neitun þó er það langminnst áhættusama verkefnið. Fréttir bárust nýverið af því að fyrirtækið sem ráðleggur risaálver á Reykjanesi sé að íhuga að aflísa öllu saman.

Skv. fréttatilkinningu AGS, fá íslensk stjórnvöld háa einkunn, hlutir gangi almennt vel, og það stefni í hagvöxt á næst ári, útlitið gott!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.9.2010 kl. 17:33

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Tek undir það - Kjartan.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.9.2010 kl. 17:34

11 Smámynd: Elle_

AGS hefur aldrei unnið fyrir alþýðu neinna landa.  AGS mætti öllu heldur kalla glæpasamtök.  Já, ég notaði ljótt orð og það passar.  Núverandi ríkisstjórn er ekkert nema ómennsk AGS-leppstjórn bankamanna og gróðapunga.  Núverandi lögbrjótandi ICESAVE-STJÓRN.  AGS og leppstjórnir þess passa ekki upp á börn, foreldra og gamalmenni.  Og hafa ALDREI gert.   Og það gerir ekki heldur AGS leppstjórnin: Hættulega íslenska Jóhönnu og Steingríms-stjórnin.  Nei, þau passa bara upp á auðvaldið, banka, fjármálafyrirtæki og við vissum það fyrir löngu.  Michael Hudson og Joseph Stiglitz sögðu okkur það.   Venjulegt fólk getur lapið dauðann úr skel og sofið á köldum torgum.

Elle_, 1.10.2010 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.11.): 13
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 236
  • Frá upphafi: 1679944

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 214
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband