2.9.2010 | 17:48
Hópmálsókn - stórt skref fyrir neytendarétt
Allsherjarnefnd Alţingis hefur lagt fram frumvarp um hópmálsókn. Er ţetta ánćgjulegt skref, ţó seint sé, og mun gjörbreyta allri baráttu vegna brota öflugra ađila gegn einstaklingum. Leiđin sem valin er ađ stofnađ er málsóknarfélag sem ađilar međ líkar kröfur gegn sama ađila geta gengiđ í.
Hagsmunasamtök heimilanna hafa barist fyrir réttinum til hópmálsókna frá stofnun samtakanna. Samtökin hafa á undanförnum mánuđum lagt mikla áherslu á ađ ţessi málsmeđferđ verđi gerđ möguleg. Nú er bara ađ vona, ađ frumvarpiđ fái afgreiđslu á yfirstandandi ţingi og verđi ekki svćft í nefnd.
Réttarbótin, sem felst í frumvarpinu, er gríđarlega mikilvćg. Oft eru einstaklingar í ţeirri stöđu ađ ţegar brotiđ er á rétti ţeirra, ţá svarar ţađ ekki kostnađi ađ leita réttar síns. Hugsanlega hafa fyrirtćki og hiđ opinbera ţví komist upp međ lögbrotin. Í öđrum tilfellum hafa veriđ höfđuđ prófmál, en í slíkum tilfellum er mikill vandi ađ velja rétta máliđ. Verđi frumvarpiđ ađ lögum, ţá breytist ţetta. Margir einstaklingar í sambćrilegum ađstćđum geta safnast saman um málsókn gegn lögbroti, sem hefur hugsanlega ólík áhrif á viđkomandi. Niđurstöđur slíkra mála hafa ţví ađ öllum líkindum mun víđtćkari fordćmisgildi, en búast má viđ af einu prófmáli. Gott dćmi um ţetta er bílalánamáliđ, sem tekiđ verđur fyrir í Hćstarétti 6. september nk. Ţađ mál var handvaliđ af bílalánafyrirtćkinu til ađ fara fyrir dóm. Búiđ var ađ draga máliđ til baka áđur en Hćstiréttur dćmdi gengistrygginguna ólöglega, en Lýsing ákvađ ađ stefna ţví aftur í stađinn fyrir ađ velja mál sem ekki hafđi veriđ dregiđ til baka. Fyrirtćkiđ vissi ţví áđur en málinu var stefnt aftur hvađa lögmađur fćri líklegast međ máliđ. Segja má ţví ađ fyrirtćkiđ hafi ekki bara valiđ mál sem hentađi heldur einnig verjanda. Ef lög um hópmálsókn hefđu veriđ til í íslenskum lögum, ţá hefđi ţetta vissulega veriđ hćgt, en líklegast hefđu margir lántakar hjá Lýsingu veriđ fyrir löngu búnir ađ sameinast um málsókn. Í slíkri málsókn vćri tekiđ á fjölbreyttari málsforsendum og líklegast kćmu margir lögfrćđingar ađ málinu af hálfu sóknarađila (lántakanna). Dómsniđurstađan ţyrfti ţví ađ taka tillit til fjölbreytileika málanna.
Annars er ţađ mál út af fyrir sig hvernig Lýsing handvaldi ţađ mál sem stefnt var fyrir Hérađsdóm Reykjavíkur í júlí og dćmt var í 23. júlí sl. Efast ég stórlega um ađ ţađ standist ađ sóknarađili geti valiđ mál og verjanda eins og ţar var gert, svo hćgt vćri ađ fá fordćmisgefandi niđurstöđu í jafn mikilvćgu atriđi. Skiptir ţá í mínum huga engu máli hver niđurstađa Hćstaréttar verđur. Máliđ var handvaliđ af ađila, sem veitt hefur lán međ ólöglegri gengistryggingu, og mér finnst ekki ólíkt (án ţess ađ ég fullyrđi ţađ) ađ ţetta tiltekna mál hafi veriđ valiđ, vegna ţess ađ líklegra ţótti ađ niđurstađan yrđi sóknarađila hagstćđ, annađ hvort vegna ţess hvernig ţetta mál var búiđ eđa vegna ţess ađ verjandinn hafi veriđ talinn veikari en verjandi í öđru máli. (Raunar hef ég heyrt af ţví ađ lögmađur Lýsingar hafi valiđ ţetta tiltekna mál, vegna ţess ađ hann vildi alls ekki mćta "ţessum leiđinlega Birni Ţorra" í réttarsalnum enn einu sinni. Hvort ţađ er svo rétt, veit ég ekki.)
Frumvarp um hópmálssókn | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri fćrslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Fćrsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sćll Marinó,
Ţakka pistilinn! Ég var nú svo áttavilltur ađ ég hélt ađ ţessi réttur vćri til stađar í íslenskum lögum og hef ekkert skiliđ af hverju hópar fólks hafa ekki fariđ í mál viđ fjármálafyrirtćki, o.s.frv. Mér sýnist ađ hér í Bandaríkjunum ţá hafi "Class Action" stefnur veriđ innleiddar í kringum 1938 fyrir alríkisdómstólum og upp úr ţví í lögum einstakra fylkja. Vonandi ná ţessi lög á Íslandi fram ađ ganga svo hópar geti nýtt sér styrk til ađ sćkja sameiginlegan rétt fyrir dómstólum.
Kveđja,
Arnór Baldvinsson, 3.9.2010 kl. 19:20
„Segja má ţví ađ fyrirtćkiđ hafi ekki bara valiđ mál sem hentađi heldur einnig verjanda." Og dómara, ekki satt? Máliđ var hjá honum, fellt niđur en stefnt inn ađ nýju, og áfram hjá sama dómara. Dómarinn er tengdur inn í Lagastođ, gift Brynjari Níelssyni sem ţar starfar.
Ţórdís Björk Sigurţórsdóttir, 6.9.2010 kl. 10:21
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.