2.9.2010 | 15:21
Svona líka algjör viðsnúningur
Mælarnir sem Jóhanna les af mæla greinilega ákaflega jákvæðar stærðir. Rétt er að hagvöxtur mældist á fyrri hluta ársins, að verðbólgan hefur minnkað, atvinnuleysi dregist saman, gengið styrkst og stýrivextir hafi lækkað. En mæla þessir mælar hve margar íbúðir hafa færst frá heimilunum til lánadrottna, hve margar eignir bíða uppboðs, hve margir eru búnir að vera atvinnulausir í meira en ár, hve mörg fyrirtæki eru komin í gjörgæslu bankanna, skuldastöðu atvinnulífsins og sveitarfélaga? Það er lítill vandi að greina frá því sem birtist á jákvæðu mælunum, en sleppa því að tala um hina.
Tökum gengið. Gengisvísitalan stendur á þessari stundu í tæplega 208 stigum. Samkvæmt upplýsingum á vef Seðlabankans þá er það um 25-30% yfir því sem kalla má jafnvægisgengi, þ.e. gengið þarf annað tveggja að styrkjast um 25-30% á næstu mánuðum eða verðbólga að vera 25-30% til að jafnvægi náist. Meðan þetta jafnvægi næst ekki, þá munu fyrirtækin í landinu búa við mikið misvægi, sbr. vanda Orkuveitu Reykjavíkur. Í þessu umhverfi er Seðlabankinn byrjaður eða ætlar að byrja að kaupa gjaldeyri. Slík kaup munu óhjákvæmilega leiða til veikingar krónunnar.
Skuldastaða heimilanna er annað mál sem komið er í algjöran hnút. Þeir sem gátu og vildu byrjuðu á haustmánuðum 2008 að taka út séreignarsparnað til að standa í skilum. Margir eru búnir að taka út þann sparnað sem þeim var heimilt að taka út. Á sama tíma nýtti fólk sér frestanir og frystingar, en sá tími er líka á enda. Nauðungarsölur eru byrjaðar og fjölmargar fjölskyldur munu missa heimilið sitt á næstu vikum og mánuðum. Þrátt fyrir mjög afdráttarlausa dóma Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar halda fjármálafyrirtæki áfram að innheimta lán eins og dómarnir hefi ekki fallið.
Ég held að Jóhanna ætti að fara að tala við almenning í landinu, ekki sérvalda einstaklinga og embættismenn, heldur fólkið sem er að berjast í bökkum. Hún ætti líka að tala við almenna atvinnurekendur. Ástandið fer versnandi, þó einhverjar hagtölur séu jákvæðar. Bankarnir eru hættir að tilkynna um vanskil, vegna þess að það hefur ekkert upp á sig. Kaldhæðnin í þessu er síðan að vegna þess að einn banki er með bakið upp við vegg, þá koma stjórnvöld í veg fyrir að aðrir geti gert vel við viðskiptavini sína. Meira að segja Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn viðurkennir að ekki hafi verið gengið nógu langt í endurskipulagningu og leiðréttingu skulda.
Örvæntingin í þjóðfélaginu er að aukast. Sama hvar maður kemur, umræðan er alls staðar sú sama. Fólk og fyrirtæki eru að bíða eftir alvöru úrræðum. Þau úrræði sem eru í boði í dag, miða að því að festa í sessi eignaupptökuna sem átti sér stað með stökkbreytingu höfuðstóls lána einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélaga. Þeir sem áttu eitthvað fyrir þremur árum, eiga minna en ekki neitt í dag. Eignir á Íslandi eru að færast úr höndum þinglýstra eigenda í hendur veðkröfuhafa. Tvö til þrjú þúsund milljarðar hafa á síðustu þremur árum færst þannig á milli til innlendra kröfuhafa. Annað eins til erlendra kröfuhafa. Og þegar vaknar einhver von um réttlæti í brjósti landsmanna, þá voru Seðlabanki og Fjármálaeftirlit send út af stjórnvöldum til að slökkva þann vonarneista.
Stefna núverandi ríkisstjórnar virðist vera að gera sem flesta eignarlausa. Að verðlauna fjármálakerfið fyrir að setja þjóðarbúið á hliðina og refsa fórnarlömbum hrunsins. Fólk er búið að ganga á sparnað sinn í bönkum og séreignarsparnað og næst á að hirða af fólki eignir þess í fasteignum og bílum. Hvenær ætlar þessi ríkisstjórn að taka stöðu með fólkinu og almennum fyrirtækjum og krefjast þess að bankakerfið skili því til lántaka sem þeim ber? Hvers bættara verður fjármálakerfið, ef það á allar eignir í landinu? Hve langt á að ganga í að sökkva fólk og fyrirtæki í skuldafeninu sem fjármálakerfið bjó til með glæpsamlegri fífldirfsku? Hvers vegna eiga þeir sem sköpuðu vandann að fá til sín allar eignir í landinu og mest allar tekjur landsmanna næstu árin, ef ekki áratugina? Hvers vegna eiga almenningur og fyrirtæki að líða fyrir afglöp örfárra manna? Þessum spurningum þurfa Jóhanna og Steingrímur að svara. Ég er a.m.k. ákaflega hissa á hinni svo nefndu vinstri stjórn sem tekið hefur sér stöðu með auðvaldinu gegn almenningi.
Jóhanna leysti einn vanda í dag. Hún vék Gylfa Magnússyni úr embætti efnahags- og viðskiptaráðherra til að hlífa Alþingi og þjóðinni við að hlusta á hann snúa sig út úr mismæli sínu, blekkingum og hvernig hann ítrekað hagræddi sannleikanum varðandi vitneskju sína um ólögmæti gengistryggðra lána. Nú þætti mér vænt um, ef nýr efnahags- og viðskiptaráðherra myndi sjá til þess að Seðlabanki og FME dragi til baka tilmæli sín til fjármálafyrirtækja um að brjóta lög á neytendum. Hann talaði þannig sem félagsmálaráðherra að fjármálafyrirtækin þyrftu að taka þennan "skell" á sig og núna er hann kominn í þær aðstæður að geta fylgt þeim orðum eftir.
Alger viðsnúningur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 1680022
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Frábær samantekt Marinó.
Gunnar Tómasson (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 15:45
Hér er pistill eftr nýja viðskiptaráðherrann, Fjármálakerfi fyrir fólk:
http://www.visir.is/fjarmalakerfi-fyrir-folk/article/2010873063446Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 2.9.2010 kl. 15:54
Hér er hlekkur sem hægt er að smella á í Fjármálakerfi fyrir fólk. Bendi fólki sérstaklega á:
og síðustu málsgreinina hjá Árna Páli:
Spurningin er hvort allt breytist við að hann sé búinn að fá nýjan stól undir sig.
Marinó G. Njálsson, 2.9.2010 kl. 16:00
Góð samantekt Marinó þó sorgleg sé. Þessir fyrstu september dagar eru farnir að minna ískyggilega á fyrstu daga þingsins um mánaðarmótin sept okt 2008. Þá átti heldur betur að blása til sóknar af þáverandi ríkisstjórn Sem Jóhanna virðist hafa gleymt að hún sat í.
Sex dögum seinna var kom Jóhanna kominn fyrir alþjóð með tárin í augunum og talaði um að umfram allt yrði að verja heimilin.
Nú dýpkar hún skotgrafirnar með því að segja "að hún líti á þann vetur sem nú gengur í garð, sem síðasta hjallann í því mikla verkefni, sem þjóðin fól Samfylkingunni og Vinstrihreyfingunni- grænu framboði að vinna við að reisa samfélagið úr þeim rústum sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur skildu eftir." Ekki eitt orð um vanda heimila.
Við erum búin að vera með Jóhönnu í vinnu í 32 ár. Henni finnst árangurinn góður, það sem betur hefði mátt fara er öðrum að kenna. Hefur Ísland eitthvað við svona stjórnmálamenn að gera á tímum sem þessum?
Magnús Sigurðsson, 2.9.2010 kl. 16:53
Árni Páll sagði líka "það á ekki að hækka tryggingagjald" og svo var það hækkað og hækkað aftur.
Árni Páll sagði líka "það kemur ekki til greina að lækka atvinnuleysisbætur" og svo voru bætur ungmenna lækkaðar um helming.
Ég man í fljótu bragði ekki eftir neinu sem Árni Páll hefur sagt og hefur staðist. Svo grein hans veit ekki á gott.
En þessi bloggfærsla er flott, takk fyrir hana.
Haraldur Hansson, 2.9.2010 kl. 16:59
Flott samantekt Marínó !
Varðandi atvinnuleysið þá tel ég opinberar tölur gefa kolranga mynd af ástandinu. Það er mun verra ástandið !
Það eru þúsundir einstaklinga sem hafa verið teknir útaf atvinnuleysisbótum. Síðan eru þúsundir einstaklinga sem sækja sér ekki atvinnuleysisbætur. Þar er m.a. fjöldinn allur af háskólamenntuðum einstaklingum sem hafa misst vinnuna og geta lifað á sparnaði til einhvers tíma og vilja ekki sækja sér bætur.
Þegar allt er saman tekið teldi ég það sé nær 15% vinnubærra manna sem séu án atvinnu !
Ekki líst mér heldur á veturinn framundan. Það er verið að segja upp fólki í fjölda fyrirtækja því mönnum líst illa á framhaldið.
Hvenær ætlar ríkisstjórnin að gera eitthvað í efnahagsmálum !
Það má ekki virkja, það má ekki setja upp neina stóriðju, það eru ekki til peningar fyrir neinum framkvæmdum og engar aðgerðir fyrirhugaðar.
VANHÆF RÍKISSTJÓRN !
Neytandi (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 17:48
Góður pistill hjá þér Marinó.
Þegar talað er um minna atvinnuleysi er væntanlega miðað við fjölda þeirra sem skrá sig. Nú er það svo að nokkur fjöldi manna á ekki rétt á atvinnuleysisbótum og eru því ekki endilega að skrá sig, þar að auki hefur mikill fjöldu atvinnubærra manna flutt úr landi.
Hvers vegna er ekki frekar notuð sú mælistika að telja þann fjölda sem hefur vinnu og bera saman við þann fjölda sem hafði vinnu fyrir hrun, það er eina rétta mælistikan á vinnumarkaðinn!
Gunnar Heiðarsson, 2.9.2010 kl. 18:20
Takk Marinó!
Hittir beint í mark - ég hef verið að hugleiða ýmislegt, sérstaklega eftir að sukkið í Orkuveitunni var kynnt fyrir þessari þjóð. Af hverju notum við ekki dæmi, eins og Orkuveituna, til að sýna fram á forsendubrestinn fyrir vísitölutengingu húsnæðislána ?
Anna Kristín Pétursdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 20:41
Sæll Marinó,
Góð samantekt að vanda. Vegna þess sem "Neytandi" skrifaði í sambandi við stóriðju, þá vil ég þó benda á að Fjarðabyggð og Reykjanesbær eru í gífurlegum skuldum eftir uppbyggingu vegna stóriðju. Fjarðabyggð er í miklum fjárhagserfiðleikum vegna þess að uppbyggingin vegna álversins á Reyðarfirði, þar sem ég bjó í 35 ár, sem var að nánast öllu leyti fjármögnum með lánsfé. Stóriðja krefst mikils lánsfjár, sem liggur alls ekki á lausu, og til viðbótar þá eru sveitarfélög flest mjög skuldsett svo það er allt ekki vitað að þau gætu staðið undir þeirri uppbyggingu til lengri tíma litið. Það er lítið gagn að uppbyggingu ef hún er öll fyrir lánsfé og setur allt á hausinn!
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 2.9.2010 kl. 22:38
Marinó, þetta er allt kórrét sem fram kemur í pistli þínum. Vill bara benda á að það er búið að ríkisvæða byrðar SP-Fjármögnunar hf. hvað svo sem Árni Páll segir að verði ekki gert. Þetta var gert á vormánuðum 2009 þegar Nýji Landsbankinn breytti 35 milljarða láni í aukið hlutafé í SP-Fjármögnun hf. Gengið var 330 krónur á hverja krónu nafnverðs, þannig að 35 milljarða lán varð að 1,1 milljarði í auknu hlutafé. Snilldar move sem var gert til að halda lögleysunni hjá SP gangandi og hvað gerðu þeir? Hirtu bíla og tæki af fólki og fyrirtækjum um allan bæ án aðfarargerðar og án atbeina sýslumanns. Allt með blessun Gunnars og félaga í FME og Ásmundar fyrrverandi bankastjóra Landsbankans. Við búum bara í bananalýðveldi.
Erlingur Alfreð Jónsson, 2.9.2010 kl. 23:55
Landsframleiðsla er talin hafa dregist saman um 3,1% að raungildi frá 1. ársfjórðungi 2010 til 2. ársfjórðungs 2010 og um 8,4% ef miðað er við 2. ársfjórðung árið 2009. Landsframleiðsla fyrstu 6 mánuði ársins 2010 er talin hafa dregist saman um 7,3% að raungildi samanborið við sama tímabil í fyrra
Úps er þetta viðsnúnigurinn hennar Jóhönnu
Georg (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 10:25
Georg, það er þetta með raungildi eða nafngildi. Jóhanna hafði alveg rétt fyrir sér að landsframleiðslan jókst og það er líka rétt að hún dróst saman að raungildi. Í 8% verðbólgu er gott svigrúm milli aukningar að nafngildi og samdráttar að raungildi.
Marinó G. Njálsson, 3.9.2010 kl. 10:33
sæll marinó
þú kemst alltaf svo vel af orði alltaf góðar greinar hjá þér og gaman að lesa vonandi munu okkar gagnslausu sjórnvöld hlusta á HH svo hægt sé að leiðrétta þjófnaðinn sem við höfum orðið fyrir og þá kannski fer hagkerfið aftur í gang
Georg (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.