10.8.2010 | 13:12
Æi, Gylfi, hættu að hagræða sannleikanum
Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, virðist ekki hætt að fara með rangt mál. Nú hefur Pressan eftir honum að hann hafi ekki sagt ósatt á Alþingi, þar sem hann hafi verið spurður út í erlend lán. Skoðum fyrst fyrri hluta fréttar Pressunnar:
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra ætlar ekki að biðjast afsökunar á ummælum sínum í ræðustól Alþingis í júní (sic) í fyrra um að það væri samdóma álit lögfræðinga ráðuneytisins og stjórnsýslunnar að lán í erlendri mynt væru lögleg af þeirri einföldu ástæðu að slík lán séu lögleg.
Bendir Gylfi á í samtali við Pressuna að hann hafi ekki verið að tala um gengistryggð lán líkt og þau sem dæmd hafi verið ólögleg heldur gjaldeyrislán þar sem greiðslur og höfuðstóll eru í erlendri mynt.(Tekið skal fram að umræðan var 1. júlí 2009 og má finna hana hér.)
Sko það er enginn vandi að fara í svona orðaleiki. Staðreyndin er bara sú, að alveg fram á þetta ár, þá notuðu hér um bil allir hjá stjórnsýslunni, þ.e. ráðherrar og embættismenn, og inni á þingi hugtakið "erlend lán" yfir það sem núna er kallað "gengistryggð lán". Við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna börðumst fyrir því þrotlausri baráttu að greint væri milli "erlendra lána" og "gengistryggðra lána", enda tekjum við að erlend lán geti eingöngu verið þegar lán er tekið hjá erlendum aðila, en lán tekin á Íslandi séu íslensk lán ýmist í íslenskum krónum eða erlendri mynt. Lánin í íslenskum krónum voru síðan ýmist verðtryggð við vísitölu neysluverðs, óverðtryggð eða verðtryggð við gengi, þ.e. gengistryggð.
Að Gylfi sé að bera það fyrir sig núna, að hann hafi verið að tala um erlent lán, eins og túlkunin á því hugtaki er í dag, er heldur aum skýring.
Skoðum næst spurningu Ragnheiðar Ríkharðsdóttur til ráðherra 1. júlí 2009:
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):Frú forseti. Í ljósi þessarar fyrirspurnar langar mig að spyrja hæstv. viðskiptaráðherra. Svo virðist sem myntkörfulánin séu í raun hrein krónulán en með erlendu viðmiði. Því spyr ég hæstv. viðskiptaráðherra: Telur hann lögmæti slíkra lána hafið yfir allan vafa þegar höfð eru til hliðsjónar lög nr. 38/2001, um vexti og verðbætur? Þar kemur fram að ekki megi miða lán við neitt annað en það sem þar stendur. Því spyr ég hæstv. viðskiptaráðherra: Telur hann lögmæti myntkörfulána hafið yfir allan vafa?
Er einhver vafi um hvað Ragnheiður spurði?
Því spyr ég hæstv. viðskiptaráðherra: Telur hann lögmæti myntkörfulána hafið yfir allan vafa?
Og hverju svarar Gylfi:
viðskiptaráðherra (Gylfi Magnússon) (U):Frú forseti. Ég vík fyrst að fyrirspurn Ragnheiðar Ríkharðsdóttur um lögmæti lána í erlendri mynt. Lögfræðingar bæði í viðskiptaráðuneytinu og annars staðar í stjórnsýslunni hafa vitaskuld skoðað það mál. Niðurstaða þeirra er að lánin séu lögmæt. En það er auðvitað ekki framkvæmdarvaldsins að skera úr um það. Ef það réttarágreiningur í máli sem þessu er það dómstóla þannig að ég tel að telji einhverjir að þessi lán séu ólögmæt þá liggi beinast við að dómstólar skeri úr um það. Það er alla vega hvorki á valdi viðskiptaráðuneytisins né annarra arma framkvæmdarvaldsins að gera það.
Hann vissulega notar orðin "lán í erlendri mynt", en þar sem spurning Ragnheiðar var mjög skýr um að "lögmæti myntkörfulána [sé] hafið yfir allan vafa", þá reiknar maður með að hann hafi verið að svara því sem spurt var um, en ekki einhverju sem ekki var spurt um. Málið er að Gylfi lagði að jöfnu "lán í erlendri mynt" og "myntkörfulán".
Höldum svo áfram með Gylfa og hagræðingu sannleikans. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, sendi fyrirspurn á viðskiptaráðuneytið (eða var það orðið að efnahags- og viðskiptaráðuneyti) um hvort þar væri til álit um lögmæti gengistryggðra lána. Svar hans var að til væri vinnuskjal og samkvæmt upplýsingalögum (eða hvað það nú var sem borið var fyrir), þá væri það skjal trúnaðarmál. Ergo, það var til álit innan ráðuneytisins um lögmæti gengistryggðra lána. En nú hefur komið fram að ekki var um vinnuskjal að ræða heldur minnisblað frá aðallögfræðingi Seðlabanka Íslands og lögfræðiálit sem SÍ fékk frá LEX lögmannsstofu. Eru engin viðurlög við því að hagræða sannleikanum svona.
Og enn eitt tækifæri fékk Gylfi til að tala hreint út. Eygló Harðardóttir lagði fyrir hann fyrirspurn sem hann svaraði munnlega á Alþingi 2.11.2009. Þar er skrípaleikurinn ennþá meiri sérstaklega í ljósi þess sem síðar gerðist. Fyrst er það fyrirspurn Eyglóar:
Fyrirspyrjandi (Eygló Harðardóttir) (F):Frú forseti. Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um lögmæti gengistryggðra lána. Hagsmunasamtök heimilanna hafa ítrekað bent á að þessi lán kunni að vera ólögleg og talsmaður neytenda skrifaði hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra bréf þann 23. október þar sem hann spurði m.a. út í það hvort ráðuneytið hefði aflað lögfræðiálits um lögmæti gengistryggðra lána og hvort fyrirvari hafi verið gerður um það við endurreisn bankanna. Hann hefur líka tekið undir þá túlkun að gengisbundin lán til neytenda standist ekki lög og lýst yfir áhyggjum af efnahagsreikningi bankanna ef ekki hafi verið tekið tillit til lagalegrar óvissu varðandi gengistryggð lán í uppgjöri milli nýju og gömlu bankanna.
Á málþingi nýlega hjá Orator sagði Eyvindur G. Gunnarsson, lektor við lagadeild HÍ, að óheimilt væri að binda lán í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla. Að mati hans eru umrædd lán ekki erlend lán, því að lántakendur hafi aldrei haft annað í höndunum en íslenskar krónur, bæði lánið og afborganirnar hafi farið fram í íslenskum krónum. Máli sínu til stuðnings benti hann m.a. á lög nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, auk lögskýringargagna og einhverja skýringu við 13. og 14. gr. laganna.
Ég er hér með nokkrar spurningar er varða einmitt lögmæti þessara lána. Þessar spurningar bárust mér frá Guðmundi Andra Skúlasyni og fjölmörgum öðrum lántökum í lok október. Þær voru sendar á alla þingmenn, þar á meðal ríkisstjórnina og ýmsa bankastarfsmenn, auk þeirra ráðherra sem ekki eru þingmenn. Samkvæmt vefsíðu Guðmundar Andra bárust engin svör frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Ég mundi því gjarnan vilja nýta þann stjórnarskrárbundna rétt minn sem þingmaður og spyrja hæstv. ráðherra eftirfarandi spurninga þar sem hann fer með bankamál í ríkisstjórninni:
1. Hefur ráðherra kynnt sér skilmála lánssamninga í erlendri mynt með tilliti til orðalags og túlkunar á höfuðstól skuldar, sérstaklega í tilvikum þar sem skýrt er kveðið á um að skuldari viðurkenni að skulda fjármálastofnun jafnvirði tiltekinnar krónutölu íslenskrar í tilgreindum myntum og hlutföllum?
2. Hver er afstaða ráðherra til slíkra lánssamninga, sérstaklega að teknu tilliti til 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, og athugasemda við téðar greinar?
3. Hversu margar lánastofnanir byggðu lánssamninga í erlendri mynt á því orðalagi sem tilgreint er í 1. tölul.? Óskað er upplýsinga um heildartölu hjá lánastofnunum og áætlað heildarnafnvirði lánssamninganna, en ekki hvaða lánastofnanir veittu lánin né upphæðir hjá einstökum stofnunum.
4. Hvað er áætlað að það mundi kosta bankakerfið ef lánssamningar, þar sem segir að skuldari viðurkenni að skulda fjármálastofnun jafnvirði tiltekinnar krónutölu íslenskrar í tilgreindum myntum og hlutföllum, reyndust ólöglegir og höfuðstóll skuldar stæði því í upphaflegri krónutölu að frádregnu því sem greitt hefur verið af höfuðstól til dagsins í dag?
5. Hefur við frágang og uppgjör á milli nýju og gömlu bankanna verið tekið tillit til þess bókfærða mismunar sem kann að vera á virði erlendra lánssamninga reynist téðir samningar ólöglegir?
6. Hefur erlendum kröfuhöfum verið kynnt sú lagalega óvissa sem ríkir um verðmæti skuldbindinga sem gefnar voru út í erlendri mynt eða bundnar dagsgengi erlendrar myntar?
Hér er um mjög skýrt orðaða fyrirspurn með góðum inngangi og Gylfi átti því ekki að eiga möguleika á að snúa sér út úr henni. En skoðum hvað Gylfi sagði:
Efnahags- og viðskiptaráðherra (Gylfi Magnússon) (U):Frú forseti. Innlend fjármálafyrirtæki lúta eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Það er ekki og á ekki að vera hlutverk efnahags- og viðskiptaráðherra eða starfsmanna ráðuneytisins að fara yfir skilmála lánssamninga fjármálafyrirtækja eða almennt skilmála í viðskiptum milli fyrirtækja, hvort sem það eru fjármálafyrirtæki eða almenn fyrirtæki.
Þegar þessi lán voru veitt á sínum tíma var gengið út frá því, bæði af hálfu lánveitanda og lántakenda, að þau væru lögleg og við það hefur verið miðað til þessa. Þótt ráðuneytinu sé vel kunnugt um að skoðanir kunni nú að vera skiptar um það hvort orðfæri einstakra lánssamninga kunni að einhverju leyti að vera á skjön við lagabókstafinn, þá er það og verður verkefni dómstóla að leysa úr réttarágreiningi sem slíkur ágreiningur kann að valda. Það væri í hæsta máta óeðlilegt að ráðherra færi að blanda sér í deilur sem annaðhvort eru þegar komnar inn á borð dómstóla eða virðast á leið þangað. Hér höfum við og viljum hafa þrískipt ríkisvald og framkvæmdarvaldið má ekki og getur ekki tekið fram fyrir hendur dómsvaldsins.
Ráðuneytið óskaði eftir því við Fjármálaeftirlitið að það veitti því upplýsingar um hvort það hefði kannað þessa lánssamninga sérstaklega. Í svari þess kom fram að það hefði ekki upplýsingar um hvaða fjármálafyrirtæki hefðu notað það orðalag sem fyrirspyrjandi vísar til fyrstu spurningu, þ.e. skuldari viðurkennir að skulda fjármálastofnun jafnvirði tiltekinnar krónutölu íslenskrar í tilgreindum myntum og hlutföllum. Enn fremur kom það fram í svari Fjármálaeftirlitsins að það telji að orðalag í gengisbundnum lánasamningum eða við erlend lán kunni að hafa verið mismunandi milli hinna einstöku lánveitenda og það hafi ekki aflað sérstaklega upplýsinga um þessa lánssamninga.
Þá kom fram í svari Fjármálaeftirlitsins að það hefði ekki upplýsingar um það hvort vakin hefði verið athygli á lagalegum álitaefnum sérstaklega tengdum þessum lánssamningum við uppgjör á milli nýju og gömlu bankanna. En við það er hægt að bæta að vitaskuld hefur þessi umræða verið opinber, þannig að það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum af þeim sem komið hafa að þessu uppgjöri að einhverjir gera ágreining vegna þessara lána.
Nú Eygló líkaði ekki alls kostar svar ráðherra:
Fyrirspyrjandi (Eygló Harðardóttir) (F):Frú forseti. Ég verð að segja að það veldur mér vonbrigðum en kemur kannski ekki á óvart hvernig hæstv. ráðherra velur að svara þessum spurningum. Það kemur fram í 5. og 6. spurningu þar sem spurt er um frágang og uppgjör á milli nýju og gömlu bankanna, hvort tekið hafi verið tillit til þess, og hvort erlendum kröfuhöfum hafi verið kynnt sú lagalega óvissa. Hæstv. ráðherra virðist að einhverju leyti vera að afsaka sig með því að það sé ekki hlutverk ráðherra að leita lögfræðiálita eða fá skýringar á því hvort verið sé að gera hlutina á þann máta sem löggjafinn ætlast til þegar hann setti lögin. Ég veit ekki betur en að það hafi komið fyrir í þó nokkuð mörgum málum að ríkisstjórnin hafi leitað til lögfræðinga og fengið lögfræðileg álit á þeim málum og lögfræðingar komið og talað með eða á móti málum sem ríkisstjórnin hefur verið að leggja til.
Ég verð að ítreka að það eru mikil vonbrigði hvernig ráðherra virðist ætla að víkja sér aftur og aftur undan því að svara þessu varðandi gengistryggðu lánin. Ég held að ég geti fullyrt að í lögskýringargögnum sem komu með lögunum nr. 38/2001, komi alveg skýrt fram hvernig löglegt er að verðtryggða eða tengja lán á Íslandi. Þar er hvergi minnst á gengistryggingu heldur er talað um verðlagsvísitöluna og verðtryggingu á þann máta. Ég held að þetta sé líka dæmi um það sem talsmaður neytenda hefur ítrekað bent á að þær fjármálaafurðir, þær vörur sem hefur má segja verið prangað inn á neytendur á Íslandi á undanförnum árum, og er nú haldið áfram m.a. með nýrri greiðslujöfnunarvísitölu ríkisstjórnarinnar, að það er ekkert skrýtið að fólk hafi hreinlega ekki gert sér grein fyrir því hvað það var að kaupa. Það taldi sig vera að kaupa ég er hérna með bréf (Forseti hringir.) frá leigutaka til Lýsingar þar sem kemur alveg skýrt fram hvað viðkomandi taldi sig vera að kaupa og hvað honum væri ætlað að borga og hann hefur í rauninni borgað jafnvel meira en samt er búið að hirða bílinn (Forseti hringir.) af leigutakanum og verið að rukka viðkomandi um margfalda þá upphæð sem hann (Forseti hringir.) taldi sig vera að taka að láni.
Og þá kemur í ljósi sögunnar besta svarið hans Gylfa (bara fyrsti hluti svarsins birtur):
Efnahags- og viðskiptaráðherra (Gylfi Magnússon) (U):Virðulegi forseti. Vegna orða hv. þm. Eyglóar Harðardóttur, vil ég ítreka að skoðun ráðherra eða lögfræðilegra ráðgjafa hans skiptir ekki höfuðmáli í deilu sem þessari vegna þess að það liggur í eðli máls að úr henni verður ekki skorið nema fyrir dómstólum. Raunar væri það að mínu mati að ganga á svig við þrískiptingu ríkisvaldsins eða framkvæmdarvaldsins, þ.e. ráðherra í þessu tilfelli, að gefa einhvers konar fyrirmæli til dómstóla um það hver hann teldi að ætti að vera rétt niðurstaða í deilumáli sem þessu.
Já, takið eftir því að Gylfi telur það ganga á svig við þrískiptinguna að senda dómstólum fyrirmæli. Samt veigraði hann sé ekkert við að senda héraðsdómi slík "fyrirmæli".
En steininn tók úr, þegar Gylfi ákvað 31. maí að svara skriflegri fyrirspurn Eyglóar með því að segja ekki frá áliti sem ráðuneytinu hafði borist. Vissulega spurði Eygló hvort ráðuneytið hefði aflað slíks álits, en minnisblað aðallögfræðings SÍ var ofan í skúffu hjá ráðuneytinu (miðað við orð SÍ) og því hafði ráðuneytið það undir höndum.
Það myndi æra óstöðugan að fara yfir öll ummæli Gylfa Magnússonar og reka ofan í við hann öll mismælin, hvernig hann hagræðir sannleikanum, skiptir um skoðun o.s.frv. Ég læt þessu því lokið hér.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 3
- Sl. sólarhring: 117
- Sl. viku: 427
- Frá upphafi: 1680813
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þetta steinliggur hjá þér Marinó. Gylfi er skák og mát en kemst sennilega upp með að hunsa þau tafllok. Það hefði alnafni hans heitinn og öðlingurinn í Taflfélagi Seltirninga aldrei gert!
Jón Baldur Lorange, 10.8.2010 kl. 14:20
Nú er bara spurningin hvort við sem kjósendur látum bjóða okkur svona framkomu?
Landfari, 10.8.2010 kl. 17:03
Landfari. Það kaus enginn Gylfa í ráðherrastól!
Jón Baldur Lorange, 10.8.2010 kl. 17:15
Það er enginn kosinn sem ráðherra heldur eru þeir valdir og samþykktir af alþingismönnum sem við kjósum.
Við kjósum þá sem hafa valið Gylfa eins og aðra ráðherra og hann starfar á þeirra ábyrgð og í þeirra umboði. Þeir geta svift hann því umboði ef þeim finnst hann hafa brugðist því trausti sem honum var sýnt við það val.
Landfari, 10.8.2010 kl. 20:22
Landfari. Hefðin er að ráðherrar séu kjörnir alþingismenn, ekki satt? Alla vega ennþá.
Jón Baldur Lorange, 10.8.2010 kl. 21:37
Flott Marínó;
logga mig hér inn á moggablogg . . bara til að hrósa þér.
Það er ekki viðunandi annað en að víkja Gylfa úr embætti ráðherra . . . - enda hefur hann ekkert umboð' kjósenda - - og svo væri réttast að Jóhanna biðjist lausnar fyrir sig og öll hin . . . .
Áfram Marínó
Kv.
Bensi
Benedikt Sigurðarson, 10.8.2010 kl. 23:57
Þú ert snillingur Marinó! Þakka þér kærlega fyrir alla þína óbilandi eljusemi, hugrekki og réttlætiskennd og það að gefa okkur öllum svo ríkulega af kröftum þínum
Rakel Sigurgeirsdóttir, 11.8.2010 kl. 00:04
Norðlendingar mættir til leiks í hrönnun. Hafi ykkur líkað þessi færsla, þá er um að gera að skoða þá nýjustu. Ég held nefnilega að Gylfi hafi gjörsamlega misskilið álit Sigríðar Rafnar Pétursdóttur, lögfræðings ráðuneytisins. Hún var ekkert að svara spurningunni hvort gengistrygging væri ólögleg, heldur hvort lán í erlendum gjaldmiðlum væru ólögleg (sjá Álit lögfræðings ráðuneytisins segir gengistryggingu óheimila, en snerist um ranga spurningu).
Marinó G. Njálsson, 11.8.2010 kl. 00:11
Marinó það væri gott fyrir okkar þjóð að það væru til fleiri svona menn sem þú,enn færri sem þessi Gylfi,bjáni sem er endanlega búinn að fyrirgera því að geta verið ráðherra eða þingmaður. Ég vona innilega að þessi maður komi sér á braut sem fyrst.
Þórarinn Baldursson, 11.8.2010 kl. 00:23
Eftir að hafa skoðað lögfræðiálit Sigríðar Rafnar Pétursdóttur, lögfræðings viðskiptaráðuneytisins, þá er ég nú kominn á þá niðurstöðu að Gylfi hafi í einlægni haldið að hann hafi verið að svara satt og rétt. Hann bara gjörsamlega misskildi samhengið milli spurningar Ragnheiðar og innihalds álitsins. Spurningin er hvort einvher í ráðuneytinu hafi haft fyrir því að benda honum á þetta eða ekki.
Það er samt alveg kristaltært að Gylfi afvegaleiddi þingheim og almenning með svari sínu. Hann var jú að svara allt annarri spurningu en spurt var og hvorki hann né þingmenn áttuðu sig á því (nema hann hafi gert það viljandi).
Marinó G. Njálsson, 11.8.2010 kl. 00:33
Sæll Marinó,
Eftir að hafa lesið þetta, þá er það alveg ljóst að annað hvort misskildi Gylfi fyrirspurnina (viljandi eða óviljandi) eða hann kaus að svara spurningu sem ekki var spurt. Ég get ekki sakast við Gylfa ef hann hefur misskilið spurninguna, en það er erfitt að sjá hvernig það getur orðið miðað við hvernig spurningin var orðuð. Myntkörfulán og erlend lán eru tvenn ólík lán. Önnur í íslenskum krónum, hin í erlendri mynt. Ég held það hafi aldrei verið vafi um að erlend lán væru lögleg enda undirstaða margskonar viðskipta við útlönd. Af hverju hefði einhver áhuga á að spyrja um þau? Svo það er erfitt að sjá hvernig Gylfi hefði misskilið spurninguna án þess þá að hann hefði spurt fyrirspyrjanda: "Hvers vegna ætti eitthvað að vera athugavert við erlend lán?"
Þetta dæmi bara gengur ekki upp frekar en ef þú spyrðir mig hvað 2+2 væru og ég svarði að 2+3 væru að sjálfsögðu 5. En ég hef grun um að þú myndir taka eftir því og láta mig ekki komast upp með svoleiðis moðreyk;)
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 11.8.2010 kl. 01:40
Marinó, ég les allfelstar færslurnar þínar og kræki mörgum þeirra inn á fésbókina mína. Stundum hef ég séð til þess að þær birtist inni á þinni síðu líka.
Annars langar mig til að taka undir með Þórarni. Ég hef talað mikið fyrir hugarfarsbreytingu og reynt að leggja eitthvað af mörkum við að stuðla að því að vekja fólk til umhugsunar en það er langur vegur í að ég búi yfir sömu kröftunum og þú. Auðvitað vinnum við hvert á okkar sviði eftir þeim hæfileikum sem okkur voru gefnir.
Ég segi það enn og aftur að ég er virkilega þakklát fyrir þig og tek undir óskir Þórarins um að þeir væru mörgum sinnum fleiri eins og þú og miklu, miklu, miklu færri eins og Gylfi.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.8.2010 kl. 03:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.