Már Guðmundsson svaraði flestum spurningum spyrjanda að stakri prýði í Kastljósinu í kvöld. Jafnvel betur en hann gerði sér grein fyrir og kannski betur en hann ætlaði sér. Í einu svarinu viðurkenndi hann, að hræðsluáróðurinn sem var hér uppi eftir dóma Hæstaréttar og fram yfir dóm héraðsdóms hafi bara verið tómt bull. Man fólk eftir þessu? Það áttu 350 milljarðar að falla á ríkissjóð og skattgreiðendur vegna þess að Hæstiréttur dæmdi gengistrygginguna ólögmæta.
Steingrímur J. Sigfússon gekk lengst í Í bítið á Bylgjunni 6. júlí, þegar hann hélt því fram að færa þyrfti 8-900 milljarða "útlánastabba" sem fælist í gengisbundnum lánum fyrirtækja niður um 40 - 60%, þ.e. 320 - 540 milljarða (sjá Orðaleikir Steingríms J og Landsbankans).
Tveimur dögum síðar eru menn aðeins farnir að slá á tölurnar og sagt er að 350 milljarða högg komi á fjármálafyrirtæki og þar af 100 milljarðar á skattgreiðendur (sjá Mistök embættismanna og ráðherra kosta skattgreiðendur hugsanlega 100 milljarða - Lán heimilanna eru ekki ástæðan).
13. júlí birtir greining Arion banka aftur sína útreikninga og þar eru lán heimilanna aftur orðin að miklum sökudólgi. Greiningadeildin segir:
Ef miðað er við að öll gengistryggð lán til heimila séu ólögleg en miðað sé við Seðlabankavexti (þ.e. líkt og tilmæli Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans sögðu til um) gæti leiðrétting lánanna numið um 100 mö.kr. (gróft áætlað). Verði hins vegar miðað við samningsvexti gæti upphæðin numið 200-250 mö.kr. (gróft áætlað).
Ég hef aldrei getað skilið hvernig 120 milljarða lán heimilanna geta valdið svona miklu tjóni.
14. júlí var Bloomberg fréttaveitan búin að ná tali af Steingrími og talan var aftur komin upp í 540 milljarða. (sjá Íslenska fjármálakerfið í sviðljósinu á ný)
En hvað var það sem Már sagði, eftir allan þennan inngang. Jú, hann sagði að höggið á eigið fé fjármálafyrirtækjanna gæti orðið 348 milljarðar í allra svörtustu sviðsmyndinni, þegar dómurinn er talinn ná til allra lána. Þar af gæti 100 milljarðar fallið á ríkissjóð. Nú gefum okkur að 100 milljarðar falli á ríkissjóð og þar með skattgreiðendur, þá hefur FME reiknað út að heildaráhrifin vegna lána fyrirtækjanna sé 250 milljarðar og um 96 milljarðar vegna lána heimilanna (skil ekki þá hundalógík að 185 milljarðar lækki um 96 milljarða meðan 841 milljarður á að lækka um 250 milljarða). Þetta þýðir að áhrifin vegna fyrirtækjanna eru 72% og hlutur heimilanna er 28%. Þá er sem sagt hlutur heimilanna í reikningnum sem ríkisjóður fær í mesta lagi 28 milljarðar. En það er meira að segja of há tala. Af 96 milljarða áhrifum vegna lána heimilanna eru 53,7 vegna bílalána sem eru að mestu hjá einkafyrirtækjum og það fellur ekki á ríkissjóð síðast þegar ég vissi. Þetta þýðir að "kostnaðurinn" sem ríkið hefur af heimilunum er í versta falli miðað við tölur FME 42/348 * 100 = 12 milljarðar. Já, það virðist vera allt og sumt sem gæti hugsanlega fallið á ríkissjóð vegna gengisbundinna lána heimilanna.
Höfum svo næst í huga að þetta er allra svartasta sviðsmynd FME og Seðlabankans. Ef við horfum á jákvæðari sviðsmyndir, sem eru mun líklegri, þá lækkra talan ennþá meira.
Ég gæti svo sem bætt við að gengisbundin lán heimilanna hjá fjármálakerfinu eru sögð 120 milljarðar í gögnum Seðlabankans, ekki 185 milljarðar eins og FME heldur fram. Þetta munar 65 milljörðum. En ég læt vera að lækka töluna úr 350 milljörðum niður í 12 milljarða. Nú hluta af þessum 12 milljörðum fær ríkið hugsanlega til baka vegna ofgreiddra vaxtabóta!
Hér eru síðan nokkrar fréttir mbl.is, sem ég bloggaði við um þessi mál:Almenningur fengi reikninginn
Afnám gengistryggingar kostar 100 milljarða
350 milljarða tilfærsla
Íslenska fjármálakerfið í sviðsljósið á ný
Dómar Hæstaréttar ógna stöðugleika
Búin að ná botninum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Stjórnvöld og embættismannakerfið hafa ítekað logið skipulega að okkur öllum. Því miður er það bara þannig. Hvernig má réttlæta svona ásetning? Hver treystir sér til þess? Hvað gera HH?
sr (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 23:04
Stjórnvöld eru ekkert nema mafía sem stjórnast af fjármálafyrirtækjunum
Sigurður Haraldsson, 9.8.2010 kl. 23:23
Að láta það útúr sér að það sé ekki hægt að birta réttar tölur vegna þess að við Þjóðin munum ekki þola að heyra réttar tölur eða stöðu tel ég ekki vera rétt, og ég er ekki að skilja ef satt og rétt er búið að vera staðið að hlutunum í fjármálaráðuneytinu og þessir menn með hreint borð væntanlega... Það er frekar að þessir menn sjálfir geti ekki horfst í augu við raunverulega stöðu sem að þeir eru búnir að koma þjóðinni í segi ég... heimilin og fyrirtæki eru algjörlega látin blæða og ríkisstjórninni er skítsama... Það verður að koma þessari ríkisstjórn frá og stokka allt hérna upp á nýtt þar sem þjóðin verður höfð í fyrsta öðru og þriðja sæti segi ég...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.8.2010 kl. 00:26
Ég er að nýbúin að lesa Stjórnarskrána og er ég að lesa yfir allar hliðar-greinarnar núna og það er á hreinu að það er búið að brjóta á rétti okkar Íslendinga af Ríkisstjórn Íslands... og með réttu þá ætti Forseti Íslendinga að stíga fram núna myndi ég segja, nema að þetta allt sé í hans boði líka, það er þögn þar á bæ með þetta allt saman...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.8.2010 kl. 00:31
Opinberar stofnanir og fjármálafyrirtæki eru með her af háskólamenntuðu fólki til að matreiða lygasúpuna ofaní lýðinn. Þó stöku sinnum skjóti upp kollinum menn með vit í kollinum sem benda á rangfærslur, útúrsnúninga og lygar þessara aðila, þá dugar það ekki til að upplýsa almenning. Fjölmiðlar landsins eru ýmist í eigu mafíunnar eða undir hennar stjórn í gegnum pólitíkusa.
Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 00:36
Már var alveg ótrúlega fljótur að því að missa allan trúverðugleika. Meira að segja aðeins fljótari en Gylfi Magnússon
Guðmundur Pétursson, 10.8.2010 kl. 02:07
Annaðhvort kunna þessir menn ekki að reikna, eða þeir eru einfaldlega lygarar. Hvort sem er þá þýðir það einfaldlega að þeir eru algerlega vanhæfir til þeirra starfa sem þeim var falið að gegna.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.8.2010 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.