6.8.2010 | 16:42
Fúsk og vanhæfi - Hverjir vissu þetta líka?
Stundum verður maður alveg bit á bullinu sem gengur á í þessu þjóðfélagi. Eitt svona dæmi birtist í svörum Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlits til efnahags- og skattanefndar og viðskiptanefndar, sem fjallað er um í yfirlýsingu þingmanna Hreyfingarinnar. Ég tek það fram, að ég er búinn að hafa svörin undir höndum síðan á miðvikudag og er ekki búinn að jafna mig á þessu ennþá. Það eina sem hægt er að segja um þetta er fúsk og vanhæfi.
Seðlabankinn vissi
Ég ætla bara að fjalla um svar Seðlabankans við einni spurningu. Spurning sem hljómaði sem hér segir:
Létu SÍ og FME vinna lögfræðiálit um væntanlegt lögmæti gengistryggðra lána áður en dómur féll og geta nefndirnar fengið afrit þeirra?
Svar Seðlabankans er eftirfarandi:
Í tilefni af útgáfu Seðlabanka Íslands á fréttatilkynningu, hinn 6. maí 2009, varðandi tiltekna framkvæmd til samræmis við reglur um gjaldeyrismál, aflaði Seðlabanki Íslands lögfræðiálits. Með fréttatilkynningunni skýrði Seðlabankinn út afstöðu bankans og gjaldeyriseftirlitsins gagnvart slíkri lánaframkvæmd.
Nánar tiltekið var leitað til Lögmannsstofnunnar LEX og óskað eftir áliti á því hvort þær aðgerðir sem vísað var til í fréttatilkynningu Seðlabankans væru í samræmi við lög nr. 38/2001 annars vegar, og hvert væri inntak heimilda til að verðtryggja lán í íslenskum krónum með hliðsjón af lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu hins vegar. Niðurstaða álitsins, sem dagsett er 12. maí 2009, var sú að það kynni að vera óheimilt að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla, án þess að það hefði þó áhrif á heimildir til að taka lán í erlendri mynt, og jafnframt var í því ljósi lögð til ákveðin breyting á áður auglýstri framkvæmt á gjaldeyrisreglum og -eftirliti.
Í kjölfarið ritaði aðallögfræðingur Seðlabankans minnisblað, dags. 18. maí 2009, varðandi heimildir til gengistryggingar lána skv. lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, þar sem ofangreint lögfræðiálit var reifað og sú niðurstaða sett fram að tekið væri undir lögfræðiálitið með þeim fyrirvara, að ekki væru allir lögfræðingar sammála um þá túlkun og að dómstólar myndu eiga síðast[a] orðið.
Ég er eiginlega alveg kjaftstopp. Seðlabanki Íslands viðurkennir að hafa vitað frá því 12. maí 2009 að gengistrygging kynni að vera óheimil og bankinn gerði ekki neitt (að því virðist) til að bregðast við því. Ég hélt að tilmæli hans frá því 30. júní hafi einmitt verið sett fram vegna áhyggju bankans af fjármálastöðugleika og lagaskyldu um að gera allt sem hægt er til að viðhalda honum. Mér sýnist sem Seðlabankinn hafi sjálfur skapað þann "óstöðugleika" sem hann taldi sig hafa verið að bregðast við 30. júní sl. Ég spyr bara: Hvað er í gangi? Er mönnum ekki sjálfrátt í fúskinu?
Ég krefst þess að Seðlabankinn upplýsi hverja hann lét vita af álitinu og hverjum hann sendi minnisblað aðallögfræðings bankans. Ég krefst einnig að vita hvers vegna Seðlabankinn gerði ekki þetta álit opinbert, þar sem það hafði mjög mikla þýðingu við endurskipulagningu bankakerfisins. Þá vil ég fá að vita hvers vegna Seðlabankinn greip ekki inn í hina (líklega) ólöglegu starfsemi fjármálafyrirtækjanna. Bankinn sá ástæðu til þess 30. júní að grípa inn í dóm Hæstaréttar, þegar hann taldi lagaóvissu stefna fjármálakerfinu í óvissu. Hvers vegna gerði bankinn það ekki í fyrra sumar?
Svo verð ég að hnýta aðeins í Morgunblaðið. Póstur þingmanna Hreyfingarinnar fór út kl. 12.15 í dag. Frétt um líklegast eina stærstu yfirhylmingu Íslandssögunnar birtist kl. 16.07. Hvað voru blaðamenn að gera allan þennan tíma? Síðan var fréttin (þegar ég opnaði hana) komin efst í innlendar fréttir í staðinn fyrir að vera aðalfrétt síðunnar. Hvers konar fréttamat er þetta eiginlega? Er kannski fyrrverandi seðlabankastjóri að verja sína fyrrum undirmenn fyrir réttmætri gagnrýni?
Gagnrýna Seðlabankann harkalega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Eiríkur Guðnason, fyrrv. seðlabankastjóri, tók þátt í gerð frumvarps/laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, og talsmaður fjármálastofnana lagðist gegn því að gengisbinding höfuðstóls krónulána yrði bönnuð með lögum. Samt var bannið virt að vettugi frá upphafi. Hvað kom til?
Af líkum má ráða að ábyrgðin liggi fyrst og fremst hjá Seðlabanka Íslands sem hefur um langt árabil skilgreint gengistryggð krónulán sem GJALDEYRI við útreikning á svokölluðum "gjaldeyrisjöfnuði" fjármálastofnana. Ákvæði þaraðlútandi var tekið upp úr eldri lögum í 13. gr. laga nr. 36/2001 um SÍ.
Reglum um gjaldeyrisjöfnuð er ætlað að koma í veg fyrir óhóflegar nettó erlendar lántökur fjármálastofnana til þess að fjármagna innlend lán þeirra. Skv. reglugerð SÍ máttu fjármálastofnanir hafa nettó erlenda skuldastöðu sem jafngilti að hámarki 20% af eiginfjárstöðu þeirra.
Í septemberlok 2008 nam eiginfjárstaða viðskiptabankanna samtals um 1000 milljörðum, og var því hámarkið á nettó erlendri skuldastöðu þeirra um 200 milljarðar. Raunveruleg nettó erlend skuldastaða þeirra var hins vegar um 2800 milljarða, eða 2600 milljörðum umfram leyfilegt hámark.
Hér er stuðst við hagtölur Seðlabanka Íslands varðandi eiginfjárstöðu og nettó erlenda skuldastöðu viðskiptabankanna 30. september 2008.
Erlendur skuldavandi þjóðarbúsins hefði verið 2600 milljörðum minni við hrun bankanna í október 2008 ef faglega hefði verið staðið að setningu reglugerðar Seðlabanka Íslands um gjaldeyrisjöfnuð fjármálastofnana.
Gunnar Tómasson (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 18:54
Leyndarhyggja velferðarstjórnarinnar, jafnast á við það sem helst þekkist hjá góðri leyniþjónustu. Allt frá upphafi hefur pukur og/eða hrein lygi, einkennt flest það sem “velferðar”stjórn þessi hefur sagst vera að gera fyrir land og þjóð. Þingið hefur þurft með töngum, að draga fram nauðsynlegar upplýsingar og hefði ekki hluti VG gert uppreisn hefði Svavars-samningurinn verið samþykktur án þess að þingheimur fengi að vita hvað í honum fólst.
Endurfjármögnun bankanna, skjaldborgin um heimilin og nánast hvað sem er, pukur, klúður og ósannindi eins og kemur nú vel fram í lygi Steingríms um eignarhald Íslandsbanka. Útilokað er að ráðstjórnin hafi ekki vitað af óvissunni um gengistryggðu lánin, og að láta sem ekkert væri, er bara sönnun þess hversu gjörsamlega óhæft þetta lið er.
Dingli, 6.8.2010 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.