Leita í fréttum mbl.is

Neytendastofa valdalaus gagnvart neytendavernd í íslenskum lögum

Síðast liðinn föstudag, 30. júlí, gaf Neytendastofa út tvo úrskurði.  Annan gegn SP-fjármögnun og hinn gegn Lýsingu.  Bæði fyrirtæki brutu að mati Neytendastofu á lántökum við framkvæmd lánasamninga.  Í báðum tilvikum bannar Neytendastofa fyrirtækjunum að halda áfram háttsemi sinni frá birtingu úrskurðanna.  Ekkert er fjallað um fortíðina, ekkert er fjallað um að fyrirtækin eigi að bæta lántakanum tjónið sem lögbrot fyrirtækjanna olli þeim.

Það sem vekur samt mesta furðu mína, er atriði sem kemur fram í úrskurðinum varðandi SP-fjármögnun.  Það er álit Neytendastofu að stofnunin hafi ekki umboð til að taka á brotum samkvæmt 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga (sjá 4. mgr. bls. 10).  Finnst mér þetta með slíkum ólíkindum að ég velti fyrir mér hvert hlutverk Neytendastofu sé.  36. gr. laganna er innleiðing í íslensk lög á neytendaverndartilskipun ESB 93/13/EC.  Ef Neytendastofa hefur ekki umboð til að fjalla um neytendaverndarákvæði íslenskra laga til hvers er þá stofnunin?  Hvaða stofnun hefur þá umboð til að taka á þeirri fátæklegu neytendavernd sem er að finna í íslenskum lögum?

Ýmislegt annað vekur furðu mína í þessum úrskurðum og þá sérstaklega hvað Neytendastofa er alltaf tilbúin að taka afstöðu gegn lántakanum, þegar það er mögulegt.  Greinilegt er að kvartandinn í máli SP-fjármögnunar var farinn að fara vel í taugarnar á starfsmönnum Neytendastofu, enda konan ákaflega fylgin sér.  Hef ég fylgst með því máli frá því í september á síðasta ári.  Hreinar rangfærslur eru í málflutningi Neytendastofu og síðan er náttúrulega toppurinn á öllu, þegar stofnunin heldur því fram að samningur sem er í einhverjum vegnum einingum er sagður í erlendri mynt.  Það getur vel verið að einingarnar í sjóði SP5 hafi erlendar myntir að baki sér, en SP5 einingarnar eru ekki erlend mynt og verða það aldrei.  Ekkert frekar en gengi í hlutabréfasjóði verður að gengi hlutabréfanna sem sjóðurinn á.  Annað atriði er þegar Neytendastofa vitnar í upplýsingar á vefsíðu SP-fjármögnunar, sem settar voru inn löngu eftir að Neytendastofa tók málið til umfjöllunar og voru tilraun SP-fjármögnunar til að falsa sönnunargögn í málinu. 

Að mínu áliti er úrskurður Neytendastofu í máli SP-fjármögnunar illa unnin og ber þess vott að stofnunin hafi verið þvinguð af kvartanda til að vinna eitthvað verk sem stofnunin hafði engan áhuga á að vinna.  (Enda reyndi stofnunin að koma sér undan að kveða úrskurðinn upp, að sögn kvartanda.)  Ef ég væri ekki búinn að fylgjast með þessu máli frá því í september, þá myndi ég vafalaust freistast til að halda að málið væri vel unnið.  Neytendastofa slær líka um sig með flottum hugtökum og formúlum, en missir því miður alveg marks með því.  Hvað þetta hefur með úrskurðinn að gera, átta ég mig ekki á, nema til þess eins að geta dregið taum fyrirtækis sem er nýbúið að fá á sig dóm í Hæstarétti fyrir að brjóta lög.

Eitt atriði vakti þó kátínu mína, en á bls. 13 er tafla þar sem vísað er í gengisskráningu.  Þar fer Neytendastofa í hlutverk spámiðils og fer að spá fyrir um hvert gengið verði 28. október 2010.  Þó þetta sé líklegast prentvilla, þá er þetta bara eftir öðru í úrskurðinum.


mbl.is Ákvæði um vexti brutu gegn lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

...og ber þess vott að stofnunin hafi verið þvinguð af kvartanda til að vinna eitthvað verk sem stofnunin hafði engan áhuga á að vinna"

Það kom ekkert frá þeim fyrr en umboðsmaður alþingis var í annað sinn beðin um að kanna málshraðann.

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 5.8.2010 kl. 14:00

2 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ég hef fundið fyrir sams konar vinnubrögðum hjá Neytendastofu. Annað hvort telur stofnunin sig ekki geta gert neitt eða dregur taum atvinnurekandans að því er virðist. Ég sendi í vor inn 3 erindi í gegnum Rafræna neytendastofu og hafði þau aðskilin til að erindið yrði sem skýrast. Ég fékk 1 svar við þeim öllum, þar sem búið var að steypa erindunum saman af því starfsmanninum fannst þau taka á því sama, o gkomu frá einum aðila. Hann svaraði sem sagt ekki hverju erindi fyrir sig, sem ég tel vera eðlilega kröfu að sé gert til að auðvelda neytanda að átta sig á því hvort fullnægjandi svar hafi fengist. Ég hef kvartað yfir þessum vinnubrögðum starfsmannsins til sviðstjóra neytendaréttarsviðs en vegna sumarleyfa hef ég ekki fengið svar enn.

Hvað tilskipun ESB um neytendavernd þá er hún einfaldlega ekki innleidd á Íslandi með fullnægjandi hætti. Berum saman tilskipunina, upphaflega frumvarpið um neytendalán og svo lögin í endanlegri mynd og þá sést hversu útþynnt lögin eru. Bendi þar sérstaklega á sérstakt ákvæði um endurheimt eignaréttar og hvernig að því skuli standa sem var fellt brott í meðförum Viðskiptanefndar undir forsvari Vilhjálms Egilssonar.

Reyndar telur SP sig ekki þurfa fara eftir slíku ákvæði þar sem að eignarétturinn sé hjá þeim, en málið er bara ekki svo einfalt eins og ég reyndi að útskýra fyrir lögfræðingi þess við litlar undirtektir. Þetta er endalaus barátta.

Erlingur Alfreð Jónsson, 5.8.2010 kl. 14:51

3 identicon

Er það ekki Gunnar Páll Pálsson sem þar trónir á toppnum? Er hugsanlegt að hann hafi verið ráðinn samkvæmt gömlu góðu helmingaskiptareglunni án tillits hvort hann réði við djobbið?

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 15:50

4 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Leiðr.

Það kom ekkert frá þeim fyrr en umboðsmaður alþingis var beðinn um að kanna hvernig málinu liði.  NS hafði til morgundagsins 6. ágúst til að svara.

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 5.8.2010 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 1681299

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband