25.7.2010 | 18:32
Vont er þeirra ranglæti - verra þeirra réttlæti
Mig langar að birta hér yfirlýsingu sem stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna sendir frá sér áðan:
Yfirlýsing frá Hagsmunasamtökum heimilanna vegna dóms héraðsdóms um vexti gengistryggðs bílaláns
Reykjavík 25. júlí 2010
Hagsmunasamtök heimilanna furða sig á þeirri niðurstöðu héraðsdóms sl. föstudag, að bæta skuli lögbrjóti upp forsendubrest sem varð til vegna lögbrota hans. Dómarinn fríar lögbrjótinn frá því að taka ábyrgð á lögbroti sínu og í reynd verðlaunar hann, ef dómurinn verður fordæmisgefandi fyrir gengistryggð húsnæðislán. Samtökin telja einnig að dómurinn gangi gegn c-lið 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, en í 2. mgr. segir:
Samningur telst ósanngjarn stríði hann gegn góðum viðskiptaháttum og raski til muna jafnvægi milli réttinda og skyldna samningsaðila, neytanda í óhag. Ef slíkum skilmála er vikið til hliðar í heild eða að hluta, eða breytt, skal samningurinn að kröfu neytanda gilda að öðru leyti án breytinga verði hann efndur án skilmálans.
Telja samtökin einsýnt að það stríði gegn góðum viðskiptaháttum að vera með ólögleg ákvæði í lánasamningi. Einnig telja samtökin ekkert því til fyrirstöðu að efna samninginn án gengistryggingarákvæðisins.
Eins og áður segir, furða samtökin sig á því að það sé talinn forsendubrestur fyrir lánveitandann, að hann hafi brotið lög. Á lögreglan næst að fylgja ökumanni, sem var tekinn fyrir of hraðan akstur, á forgangsljósum á ákvörðunarstað vegna þess að forsendur ökumannsins til að komast á ákvörðunarstað var að þurfa að aka vel yfir hraðamörkum? Það var niðurstaða héraðsdómara sl. föstudag. Lántaki, sem er brotaþoli, skal bæta hinum brotlega að fullu upp hinn ólöglega ávinning af lögbrotinu. Og ekki bara það. Samkvæmt útreikningum eins stjórnarmanns Hagsmunasamtaka heimilanna, þá skal lántakinn greiða lögbrjótnum allt að 54% aukalega ofan á það sem er þegar gjaldfallið miðað við upphaflega lánasamninginn með gengistryggingu! Já, einstaklingur sem tók lán til 20 ára um mitt ár 2006, til helminga í japönskum jenum og svissneskum frönkum, þarf að greiða samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms 54% ofan á þær greiðslur sem þegar eru gjaldfallnar, þó viðkomandi sé í fullum skilum. Er þetta vægast sagt frumleg túlkun á neytendaverndartilskipun ESB sem innleidd var í 36. gr. laga nr. 7/1936. Það getur vel verið að einhvern tímann síðar á lánstímanum gætu hugsanlega skapast þær aðstæður, að lántaki greiði í það heila lægri upphæð, en samkvæmt upphaflegum skilmálum, en það eru fuglar í skógi, ekki í hendi.
Vont er þeirra ranglæti - verra þeirra réttlæti
Hagsmunasamtök heimilanna sjá ekki að sanngirni hafi verið höfð að leiðarljósi með dómsniðurstöðunni, eins og haldið er fram í dómsorðum. Samkvæmt útreikningum stjórnarmanns á 20. m.kr. láni, eins og lýst er að ofan, þá ætti viðkomandi lántaki að vera búinn að greiða um kr. 9,6 m. á þessum fjórum árum, samkvæmt dómi héraðsdóms á greiðslan að nema um 14,8 m.kr., en samkvæmt upphaflegri greiðsluáætlun um 6,5 m.kr. Forsendubrestur lántakans er því að fara úr 3,1 m.kr. í 8,3 m.kr., hækkun um 127%. Ef það telst sanngjarnt að forsendubrestur lántakans hækki um 127% vegna þess að lánveitandinn var staðinn að lögbroti, þá vilja samtökin ekki verða fyrir ósanngirni héraðsdóms.
Rök dómarans eru að hafi gengistryggt lán ekki staðið til boða, þá hefði lántaki tekið annað af þeim tveimur lánaformum sem stóðu til boða. Dómarinn minnist hinsvegar ekki á að til er þriðji möguleikinn, einnig sá fjórði og síðan sá fimmti. Þriðji möguleikinn er að snúa sér til annars lánveitanda, fjórði að fjármagna kaupin með öðrum hætti. Fimmti möguleikinn og sá líklegasti er að lántaki hefði hætt við viðskiptin.
Samtökin telja að engin forsenda sé fyrir því að skoða hvernig þeir lánasamningar, sem í hlut eiga, þróast næstu árin. Sagan kennir okkur að telji fjármálafyrirtæki að halli á sig, þá munu stjórnvöld, opinberar stofnanir og nú síðast dómstólar sjá til þess að það verði leiðrétt og helst með góðu álagi. Lántakar verða skyldir eftir með allar byrðarnar, þrátt fyrir að hafa liðið forsendubrest vegna lána sinna. Forsendubrest, sem samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, kom til vegna umfangsmikilla lögbrota, markaðsmisnotkun og fjárglæfra stjórnenda og eigenda fjölmargra fjármálafyrirtækja. Á Íslandi eru sumir jafnari en aðrir, svo vitnað sé í Dýrabæ eftir George Orwell.
Hagsmunasamtök heimilanna sjá fyrir sér, verði dómur héraðsdóms fordæmisgefandi fyrir áður gengistryggð húsnæðislán, að gjaldþrotum muni fjölga mikið. Mun það leiða til mikils óstöðugleika bæði í fjármálakerfinu og hagkerfinu í heild. Nú þegar ná yfir 40% heimila ekki endum saman við hver mánaðarmót. Fjölmörg heimili munu bætast í þennan hóp þurfi þau nú að greiða fjármálafyrirtækjum allt að 54% til viðbótar á þegar gjaldfallna gjalddaga, þó viðkomandi sé í fullum skilum. Af þeim sem þegar ná ekki endum saman, þá er búið að gera út um vonir stórs hóps þeirra, að hagur þeirra muni batna. 11% heimila eru samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands með gengistryggð húsnæðislán. Gildi dómur héraðsdóms einnig um þessi lán, þá var verið að senda þessi heimili úr öskunni í eldinn.
Þá vilja samtökin benda á, að við flutning lánasafna heimilanna frá gjaldþrota fjármálakerfinu til hins ríkisverndaða, þá fékk hið ríkisverndaða um 480 milljarða kr. afslátt af lánum heimilanna, ef marka má októberskýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Íslandsbanki fékk að eigin sögn 47% afslátt af öllum lánum sínum, NBI (sem kallar sig Landsbankinn) fékk að eigin sögn 34% afslátt af nafnvirði lánanna og Arion banki fékk að eigin sögn 24% afslátt. Hagsmunsamtök heimilanna krefjast þess að nákvæmar tölur verið birtar yfir þessa afslætti, þar sem þessar tölur stemma ekki við upplýsingar sem Seðlabankinn birtir, þannig að almenningur í landinu viti þó hverju er verið að stela frá þeim. Samtökin krefjast þess að útreikningar Fjármálaeftirlits og Seðlabanka Íslands á áhrifum dóms héraðsdóms verði þegar birtir opinberlega með öllum undirliggjandi gögnum. Samtökin krefjast þess að óháðir aðilar verið fengnir til að yfirfara og endurmeta þessa útreikninga, þar sem samtökin treysta ekki þessum stofnunum fyrir því að fara með rétt mál.
Hagsmunasamtök heimilanna eru, eins og margir aðrir, orðin þreytt á feluleiknum varðandi raunverulega fjárhagsstöðu hins ríkisverndaða fjármálakerfis. Hverju var klúðrað svo herfilega, að það þolir ekki dagsljósið? Eða hvaða leynisamningar voru gerðir um uppgjör við lánadrottna? Samtökin furða sig líka á því, að stjórnvöldum sé meira annt um afkomu örfárra fjármálafyrirtækja, sem flest eru byggð á rústum fyrirtækja sem settu hagkerfið á hliðina, en afkomu heimilanna og fyrirtækjanna í landinu sem eru fórnarlömb stærstu glæpa Íslandssögunnar. Hvers vegna vilja stjórnvöld sífellt verðlauna þá sem rústuðu hagkerfinu, en refsa viðskiptavinum þeirra sem unnu sér það eitt til sektar að treysta viðskiptabankanum sínum.
Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna
heimilin@heimilin.is
www.heimilin.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
---------------------------------
Alveg rétt, fáránlegt að líta svo á að þegar upp hafi komist um lögbrot - þá sé það forsendubrestur fyrir lögbrjótinn að hann komist ekki lengur upp með það lögbrot.
Öfugsnúið!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 25.7.2010 kl. 18:55
Ríkisstjórnin, Seðlabanki Ísland og FME hafa markvisst rekið áróður þess eðlis að dómstólar skulu dæma fjármálastofnunum í hag svo ,,fjármálakerfið fari ekki á HAUSINN" þar sem það þarf að afskrifa 100 milljarða - 350 milljarð.
Ég hef verið að velta því fyrir mér ef Hæstiréttur dæmir á sama hátt og undirréttur þá eru það heimilin og fyrirtækin sem verða að taka á sig 100 milljarða - 350 milljarða ásamt því að greiða skuldir útrásaglæpamanna sem enn ganga lausir. Finnst ríkisstjórn sem kennir sig við norræna velferðastjórn ásættanlegt að heimilin séu í uppnámi og flosni upp með ÖLLU sem því fylgir????
Ef dómstólar Íslands fara að fyrirmælum ofangreindra mun lýðveldið Íslands vera brostið vegna þess að þrískipting ríkisvaldsins er jú, hornsteinn lýðveldisins þar sem eitt valdsviðinu er óheimilt að hafa áhrif á annað valdsvið
Almenningur mun verða óhultir fyrir lögbrjótum þeim sem ofangreindir aðilar stiðja og munu, eins og undanfarin ár, geta framið lögbrot á almenning í skjóli stjórnvalda
SOLA (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 23:00
Að hugsa sér að við, hinir svo kölluðu aumingjar, þ.e skattgreiðendur, hm.. því við vitum að þeir sem hafa tekjurna og alla peningana borga að sjálfsögðu engan skatt og það sem meira er , komast upp með það, að við skulum láta þennan sora yfir okkur ganga er ólýsanlegt. Hvað er að ? Af hverju stöndum við ekki saman , sendum þeim fingurinn eins og þeir hafa gert gagnvart okkur alla tíð? Nú fer málið fyrir Hæstarétt, hvað er búið að bralla þar? sama kannski og við eldhúsborðið hjá héraðsdómaranum í Lýsingarmálinu?
Arnfríður Einarsdóttir héraðsdómari sem dæmdi í gengislánamálinu fyrir Lýsingu og takið eftir ekki sem Lýsing höfðaði heldur FYRIR LÝSINGU, er gift Brynjari Níelssyni, sem rekur lögmannsstofu með Sigurmari Albertssyni lögmanni Lýsingar og eiginmanns eins ráðherra í ríkisstjórninni, Álfheiðar Ingadóttur. Er einhver í vafa um hver hefur töglin og hagldirnar í þessu
máli. ? Þarf að efast um umræðuna við eldhúsborðið heima hjá dómaranum og eiginmanns hennar Brynjari Níelssyni ?
Inga Sæland (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 01:33
~ held að það setji að mörgum AULAHROLL yfir þessari endemis vitleysu allri
Meirihluti fólksins í þessu landi er löngu búið að sjá í gegnum allt "plottið",
- þannig að nú er aðeins spurning hvenær þetta leggst á hliðina, því á hliðin fer það!
Hafðu þökk fyrir vaktina Marinó
Vilborg Eggertsdóttir, 26.7.2010 kl. 03:11
Afar nausynlegt og mjög brýnt að halda málstað lántakenda vel á lofti eins og gert af Hagsmunasamtökum heimilanna og þér sjálfum Marinó.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.7.2010 kl. 07:59
Takk fyrir að standa vaktina Marínó, ef það væri ekki fyrir þínar umfjallanir væri mjög erfitt að átta sig á því hvað væri á seyði.
Kristján Már Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 08:33
það skyldi þó aldrei vera að þessi dómur verði til þess fallinn að banka kerfið fari allt á hausinn allavega sé ég persónulega ekki tilgang að halda áfram að greiða og mun ekki greiða áfram ef hæstiréttur dæmir á sama hátt
Georg (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 09:38
Takk Marinó fyrir að standa vaktina með almenningi í landinu. Ég geri mér grein fyrir að þetta er MJÖG mikið álag að vera ALLTAF á bremsunni til að ekki sé BROTIÐ á almenning.
ÞÚ ÁTT HEIÐUR SKILIÐ MARINÓ
SOLA (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 10:43
Ég tek eftir að þú, Marínó, skrifar þessa færslu í gær, 25.6, kl 18:32. Nú, 17 tímum síðar hefur enginn veffréttamiðla birt yfirlýsingu HH. Hvort sem um er að kenna sumarfríum, lötum fréttamönnum eða öðru hefur mér fundist með ólíkindum hversu tregir fréttamenn eru koma málstað lántakenda á framfæri.
Alfreð Kristinsson (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 11:44
Alfreð,
Ég tók eftir því að mbl.is birti úrdrátt úr yfirlýsingunni 25.7.2010 (http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/07/25/furda_sig_a_gengisdomi/) með hlekk á PDF skjal með yfirlýsingunni. Svo mbl.is birti a.m.k. þennan úrdrátt fljótlega:)
Kveðja
Arnór Baldvinsson, 27.7.2010 kl. 05:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.