19.7.2010 | 16:33
Orðrómur um setningu laga vegna gengisdóma
Hann er sífellt að verða þrálátari þessi orðrómur um að til standi að setja lög vegna gengislánadóma Hæstaréttar frá 16. júní. Eyjan bað mig um álit á slíkum hugsanlegum lögum og hefur svar mitt verið birt undir fyrirsögninni: Marinó: Lög á gengislánin væru skilaboð til fólks að éta það sem úti frýs.
Tekið skal fram að fjármálaráðuneytið hefur síðan neitað því að slík lög séu í smíðum, en hvort þau eru í smíðum hjá Gylfa Magnússyni eða Jóhönnu Sig, skal ósagt látið. Ég er aftur sannfærður um að menn hafa hugleitt þennan möguleika vel. Hingað til hafa mörg lög sem varða fjármálageirann verið saminn hjá fjármálafyrirtækjunum og síðan send til ráðuneytanna. Þannig gæti talsmaður fjármálaráðuneytisins alveg sagt rétt um að lögin séu ekki í smíðum innan ráðneytisins, en var spurt hvort einhver úti í bæ væri að semja lagatextann fyrir ráðuneytið eða önnur ráðuneyti.
En hér fyrir neðan er svar mitt eins og ég sendi það til Eyjunnar:
Ef satt reynist, þá er um afturvirk lög að ræða. Eftir því sem ég best veit þykir það ekki gott að láta lög gilda afturvirkt og því mun Hæstiréttur ekki þurfa að fara að þessum lögum hvað varðar vexti frá lántökudegi til 16. júní 2010. Annað í þessu, er að 36. gr. laga nr. 7/1936, samningalaga, er innleiðing á neytendaverndar tilskipun ESB 93/13/EB (EEC) (http://ec.europa.eu/consumers/policy/developments/unfa_cont_term/uct01_en.pdf). Ég hefði nú haldið að innan stjórnarráðsins væru nægilega góðir og miklir lögspekingar til þess að vita, að Evrópudómstóllinn myndi dæma í samræmi við tilskipunina, en það er kannski orðinn siður hér á landi að hunsa alþjóðlegar skuldbindingar þjóðarinnar.
Það sem mér finnst mikilvægast í þessu máli, er að stjórnvöld og bankarnir leggi öll spil á borðið. Þessir aðilar greini frá þeim staðreyndum sem þarf svo almenningur geti áttað sig á því hvað er satt og hverju er logið varðandi stöðu bankanna, hvaða afslátt nýju bankarnir (og sparisjóðirnir) fengu á hverri tegund lánasafna við færslu frá gömlu birtingarmyndum sínum, hvert bókfært verð á lánasöfnunum er inni í bönkunum (og sparisjóðunum) og hvaða upphæð er verið að innheimta. Það er ekki nóg að fram komi að Íslandsbanki hafi að jafnaði fengið 47% afslátt, NBI hafi fengið 34% afslátt og Arion banki 24% afslátt. Gengistryggð lán heimilanna stóðu í 270 miljörðum í septemberlok 2008 og í 117 milljörðum í marslok 2010. Þetta endurspegla enga af þessum afsláttartölum. Og svo hitt, af hverju eru engir fjölmiðlar að skoða hvers vegna 117 milljarða gengistryggð lán heimilanna eiga að geta valdið ríkissjóði 250 350 milljarða tjóni?
Staða gengistryggðra lána fyrirtækjanna er allt annað mál. Samkvæmt gögn um Seðlabankans voru gengistryggð lán fyrirtækja 1.440 milljarðar í lok september 2008, en stóðu í tæpum 700 milljörðum í lok mars 2010. Hluti þessara lána njóta verndar neytendaverndartilskipunar ESB, en önnur gera það ekki. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að tilmæli Seðlabanka og FME geti gilt fyrir þau lán sem ekki eru vernduð af tilskipun 93/13/EB. Hæstiréttur gæti komist að einni niðurstöðu um vexti lána heimilanna og smærri fyrirtækja og annarri vegna lána stærri fyrirtækja og sveitarfélaga. Lög sem sett væru, geta þó aldrei verið afturvirk, að ég best veit. Framvirk, alveg örugglega, en ekki afturvirk.
Ég segi nú bara: Er ekki skömm stjórnvalda orðin nægilega mikil, þó menn bæti ekki um betur. Stjórnvöld voru vöruð við. Þau höfðu öll tök á að leita álits þeirra stofnana samfélagsins, sem veita hlutlaus lögfræðiálit, en gerðu það ekki. Þau gátu sett fyrirvara í samninga, en gerðu það ekki. Þau gátu leitað samninga við hagsmunaaðila, en gerðu það ekki. Það er eins og stjórnvöld séu haldin einhverri sjálfspíningarhvöt. Markmiðið sé að leika sem flesta afleiki og koma hlutunum í sem mest klúður. Hvað er það í samningum stjórnvalda við kröfuhafa bankanna, sem ekki þolir dagsljósið og þarf að breiða yfir með öllum tiltækum ráðum? Hvers vegna geta stjórnvöld ekki varið hagsmuni almennra lántaka, hvort heldur með verðtryggð lán eða gengistryggð? Hvers vegna á að festa í sessi forsendubrest lánanna með afturvirkum lögum?
Ég vona að þessi orðrómur sé ekkert nema það, því ég býð ekki í ástandið sem mun skapast hér, ef þessi lög verða sett. Með þeim verða skilaboð stjórnvalda til almennings skýr: Þið, þ.e. almenningur, skuluð éta það sem úti frýs. Við, þ.e. stjórnvöld, göngum bara erinda fjármálafyrirtækja.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þú stendur vaktina eins og vant er Marinó og ekki veitir af
Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.7.2010 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.