Leita í fréttum mbl.is

Verði þetta að veruleika, þarf að setja tímabundið þak á innlánasöfnun bankanna

Fyrir Alþingi liggur frumvarp, þar sem lagt er til að innstæður verði varðar upp að EUR 100.000.  Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að greiðslur fari fram að hámarki 20 dögum eftir að Fjármálaeftirlitið hefur úrskurðað að innlánsstofnun hafi verið tekin til slitameðferðar.

Ég veit ekki alveg hvað íslenskum stjórnvöldum gengur til að leggja fram þetta frumvarp.  Ekki sé ég að það sé fræðilegur möguleiki á því að ríkissjóður, hvað þá tryggingasjóðurinn hafi fjárhagslegt bolmagn næstu 10 - 15 árin til að standa undir þeim fjárútlátum, sem fall, þó væri ekki nema, eins af stóru bönkunum hefði í för með sér.  Vissulega eru sett mikil takmörk á það í frumvarpinu hverjir njóta trygginganna.  Þannig eru eftirfarandi innstæður ekki tryggðar

  • innstæður í eigu fjármálafyrirtækja, 
  • innstæður sem tengjast málum þar sem sakfellt hefur verið fyrir peningaþvætti,
  • innstæður fyrirtækja sem fjármálafyrirtæki fara með virkan eignahlut í,
  • innstæður ríkis, sveitarfélaga, stofnanna þeirra og fyrirtækja að meiri hluta í eigu opinberra aðila,
  • innstæður rekstrarfélags verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu,
  • innstæður annarra félaga í sömu samsteypu,
  • innstæður sem ekki eru skráðar á nafn.

Þrátt fyrir þetta er líklegt að fall eins banka myndi setja ríkissjóð í nær ómögulega stöðu.

Gróft séð má skipta innstæðum í fjóra nokkuð jafna parta, þ.e. bankarnir þrír og síðan aðrir.  Falli einhver innlánsstofnun úr hópi hinna minni, þá verður höggið líklegast ekki svo mikið að ríkissjóður geti ekki hlaupið undir bagga.  Vandinn verðu mun meiri ef einhver af bönkunum þremur riðar til falls.  Þó það gerist er ekki víst að reyni á tryggingasjóðinn, þar sem við hrunið í október 2008 kom í ljós að Íslandsbanki og Kaupþing gátu greitt út sínar innstæður.  Landsbankinn hefur ekki ennþá getað gert það gagnvart Icesave-innstæðueigendum.

Um síðustu áramót voru innlán í íslenskum innlánsstofnunum um 1.660 milljarðar, samanborið við rúmlega 3.120 milljarða 30.9.2008.  Samkvæmt útreikningi Talnakönnunar fyrir efnahags- og viðskiptaráðuneytið var gert ráð fyrir að um 530 milljarðar væru tryggðir miðað við 50.000 evru tryggingu (prentvilla í athugasemd með frumvarpinu, en þar segir 100.000 evrur).  Hækkum upphæðina í 100 þ.EUR og gengi evru upp á 150, þá má gera ráð fyrir að tryggðar innstæður gætu verið allt að 650 milljarðar, þó sú tala sé líklegast í hærri kantinn.  (Höfum í huga að eingöngu 1% innstæðureikninga einstaklinga og 4% hjá fyrirtækjum voru með hærri innstæðu en 10 m.kr. annars vegar í lok september 2008 og hins vegar árslok 2008, samkvæmt útreikningum Talnakönnunar.)

Gerum nú ráð fyrir að einn stóru bankanna falli, en hann eigi fyrir 70% af innlánum.  Þá standa eftir um 50-60 milljarðar.  Reynslan sýnir okkur aftur, að falli einn banki, þá eru miklar líkur á því að hinir fylgi með.  Við erum því hugsanlega að tala um að tryggingasjóðurinn þurfi að reiða fram 150-180 milljarða innan viku frá því að bankarnir hrynja.  Þið verðið bara að afsaka, en ég sé það ekki gerast.  Ekki má gleyma því að áhætta eykst eftir því sem bankarnir stækka og ekki er það markmið þeirra að minnka.

Ef ég á að segja eins og er, þá er eina leiðin til þess að Ísland geti uppfyllt væntanlega tilskipun ESB og þau lög sem liggja í frumvarpi fyrir Alþingi, að setja hömlur á vöxt innlána hjá bönkunum þremur þar til að hér hefur verið komið á betra eftirliti með fjármálafyrirtækjum, regluverk fyrir fjármálakerfið hefur verið stórlega eflt og hér eru framkvæmd alvöru álagspróf.   Framtíðarsýnin sem fellst í nýju tryggingakerfi er þess eðlis, að það þarf margar hæfilega stórar einingar í stað þriggja risastórra.  ESB er ekki að gera þannig breytingar (samkvæmt fréttum) á tryggingakerfinu, að það henti íslenskum aðstæðum.  Hærri tryggingafjárhæð gerir ástandið bara erfiðara í litlum hagkerfum.  Telji menn þetta svartsýnistal hjá mér, þá segir reynsla sögunnar okkur annað.  


mbl.is Innistæðutrygging hækkuð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Ég tek undir þessar áhyggjur, Marinó.

Því miður held ég að þessar hugmyndir um tryggingar innistæðna í íslenskum bönkum séu einungis til sýnis, þ.e. að þetta séu sýndar-tryggingar, sbr. framkomnar hugmyndir um innistæðutryggingarsjóð sem  ég kommentaði á um daginn.

Þetta virkar ekki sem skyldi hér með fáa hlutfallslega stóra banka m.v. hagkerfið.
Það þarf stærra bakland, þ.e. tengingu við erlent innistæðutryggingakerfi, þar sem ríkið getur ekki staðið undir tryggingunni svo raunhæft sé.

Kristinn Snævar Jónsson, 13.7.2010 kl. 20:00

2 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

"innstæður rekstrarfélags verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu". Á þetta þá við um lífeyrissjóðina líka?

Varðandi lífeyrissjóðina. Það hefur oft verið nefnt að mjög fáir aðilar hafi átt meirihluta innistæðna sem voru dekkaðar í hruninu. Hefur einhver skoðað það hversu mikið af þessu var í eigu lífeyrissjóða? Mig grunar nefnilega að svo hafi verið. Og því eru þær raddir í dag að hámark hefði átt að setja á innistæðutryggingar í hruninu að agitera fyrir því að lífeyrissjóðir tapi innlánum sínum að mestu, í bönkunum föllnu þ.e. Ef grunur minn er réttur. 

Sigurjón Sveinsson, 13.7.2010 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband