Leita í fréttum mbl.is

Af hæfi manna - Ósæmilega vegið að Gísla Tryggvasyni, talsmanni neytenda

Sérkennilega staða er komin upp.  Umboðsmaður Alþingis og talmaður neytenda hafa sent Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlit erindi um stjórnvaldsákvarðanir stofnanna til fjármálafyrirtækja um að nota vexti Seðlabankans í stað samningsvaxta á gengistryggð lán.  Umboðsmaður Alþingis segir nánast beint að SÍ og FME skortir lagastoð til að gefa út tilmælin, meðan talsmaður neytenda gengur lengra og segir það undanbragðalaust.  Báðir fjalla um málið út frá málsmeðferðinni, þ.e. viðkomandi stofnanir hafi ekki heimild, samkvæmt lögum og reglum sem um stofnanirnar gilda, til að taka þær stjórnvaldsákvarðanir sem þar um ræðir.  Hvorugur ræðir nokkuð um það hvernig túlka skuli dóm Hæstaréttar.

Þarna eru tvö embætti að gegna starfsskyldum sínum.  Annað er að gæta réttar neytenda og hitt að tryggja að stjórnvald hafi rétt til athafna samkvæmt lögum og jafnvel stjórnarskrá.  Viðbrögð sumra fjölmiðla eru því alleinkennileg.  Allt í einu er efast um hæfi talsmanns neytenda til að fjalla um málið, vegna þess að hann er með gengistryggt lán.

Mér finnst sem ruglað sé saman umfjöllun talsmanns neytenda um málsmeðferð og ákvörðun SÍ og FME um vaxtastig.  Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, er eins og fjölmargir aðrir landsmenn með lán sem hann hefur tekið vegna húsnæðiskaupa.  Ég hef spurt hann út í þetta og hann sagði mér að hann væri með lán hins dæmigerða Íslendings.  Þess vegna hefur hann gætt vel að sér í umfjöllun sinni, sem talsmaður neytenda, að halda sig eingöngu við málsmeðferð og snerta ekki á því hvaða vextir eru réttir.  Ég hef setið með honum marga fundi og þar höfum við vissulega rætt dóm Hæstaréttar, en aldrei hefur hann kveðið úr um það að samningsvextir væru þeir einu vextir sem kæmu til greina, enda væri það Hæstaréttar að ákveða það.  Það sem hann hefur aftur sagt á slíkum fundum er, að á meðan Hæstiréttur væri ekki búinn að kveða upp sinn úrskurð, þá hefði enginn aðili heimild til að grípa inn í það ferli með ákvörðun á borð við þá sem felst í tilmælum SÍ og FME.  Talsmaður neytenda hefur sem sagt fjallað um málsmeðferðina.  Til þess er hann hæfur og til þess er hann bær.  Það er starf hans að lögum.

Tilmæli talsmanns neytenda til fjármálafyrirtækja endurspegla einmitt þessa afstöðu hans.  Í þeim leggur hann til málsmeðferð.  Hún er að fjármálafyrirtæki ákveði lága, fasta greiðslu.  Hann nefnir ekki upphæðina (tillaga að henni kom frá Hagsmunasamtökum heimilanna) og hann víkur sér frá því að segja eitt eða annað um hvaða vextir eiga að gilda.  Tilmæli talsmanns neytenda eru skólabókardæmi um það hvernig hægt er að finna málamiðlun þar sem sneitt er gjörsamlega hjá því að fjalla um ágreiningsefnið.  (Hafa skal í huga að það ferli sem endaði með tilmælum talsmanns neytenda, tilkynningu Hagsmunasamtaka heimilanna og loks ákvörðun Samtaka fjármálafyrirtækja hófst mörgum dögum áður en SÍ og FME sendu út sín tilmæli.)

Þrátt fyrir mjög vönduð vinnubrögð Gísla Tryggvasonar, talsmanns neytenda, þá eru þeir til sem vilja gera hann tortryggilegan.  Hann hljóti að vera að þessu til að lækka sín lán.  Ja, ég segi bara:  Margur heldur mig sig. Við skulum velta því fyrir okkur næst, þegar fréttamenn þessara miðla fjalla um einhver umdeild þjóðfélagsmál, s.s. skattahækkanir, hvort þeir séu hæfir til að fjalla um málefnið.  Það nefnilega snertir þá persónulega!  Nei, ég ætla ekki að ganga svo langt, en þarna er saman líkja.  Embætti talsmanna neytenda mun fjalla um mál, þar sem einstaklingurinn Gísli Tryggvason mun njóta eða líða fyrir niðurstöðu talsmanns neytenda, enda er Gísli Tryggvason neytandi eins og allir aðrir landsmenn.  Á sama hátt er fréttamaðurinn/blaðamaðurinn sem fjallar um þjóðmál, hann er að fjalla um mál sem snerta hann persónulega sem þjóðfélagsþegn.  En að það þýði að viðkomandi sé óhæfur til að fjalla um málin er aftur argasti þvættingur og er þeim til minnkunar sem halda slíku fram.

Að þessi umræða sé komin upp enn einu sinni sýnir að einhver í "kerfinu" er að verja sig og sína hagsmuni.  Þannig er það alltaf.  Raunar er ég hissa á því hvað menn biðu lengi með þetta.  Talsmaður neytenda þykir í þessu tilfelli hentugt skotmark, en það hefðu alveg eins getað verið við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna.  Búið er að beita þessari taktík á Björn Þorra Viktorsson og þar vomir stöðugt yfir vötnum saga sem tengist Byr.  Hún tekur sífelldum breytingu eftir því sem hún er sögð oftar og minnir mig á söguna sem fjöðrina sem varð að nokkrum hænum.  Reynt var að smyrja því á okkur hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, að við væru stórskuldugt óreiðufólk haldið mikilli áhættufíkn.  Svona mun þetta halda áfram, því miður, vegna þess að einhverjum finnst sér ógnað með baráttu okkar fyrir réttlæti og sanngirni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar gerspillt kerfi embættis og stjórnmálamanna snýst gegn einhverjum á íslandi þá er sá hinn sami komin með einhver bestu meðmæli sem völ er á. Hann ber hag almennings fyrir brjósti en ekki sérhagsmunahópa fárra og útvalinna í gegnum fjórfokkskerfið.

Björn Þorri Viktorsson hefur þessi ágætis meðmæli.

sr (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 18:00

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ómaklega hefur verið vegið að Gísla Tryggvasyni, sem og öðrum þeim sem staðið hafa í baráttunni um að lögum sé framfylgt. Þið eigið allir heiður skilinn fyrir ykkar framlag.

Það er háttur þeirra sem vita upp á sig sök að reyna að dreifa málinu með óhróðri. Sjaldnast virkar þetta þó þegar upp er staðið. Sannleikurinn kemur alltaf í ljós á endanum!

Gunnar Heiðarsson, 12.7.2010 kl. 21:13

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Fagna því sérstaklega að hér sé hanskinn tekinn upp fyrir Talsmann Neytenda og Umboðsmann Alþingis.

Eins og þú segir réttilega Marinó þá hafa þessir tveir aðilar verið til mikillar fyrirmyndar í sínum störfum, fyrir vönduð og fagleg vinnubrögð.

Og það sama má segja ykkur hjá Hagsmunasamtökum heimilanna og Björn Þorra Viktorsson lögfræðing.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.7.2010 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband