Ég fagna ákvörðun talsmanns neytenda að höggva á þann hnút sem Seðlabanki og Fjármálaeftirlit hnýttu í vikunni. Tilmæli hans til fjármálafyrirtækja eru:
Efni: Tilmæli til SFF f.h. aðildarfyrirtækja að um að lægri föst krónutala verði innheimt til bráðabirgða af lánum sem vafi leikur á hvort falli undir fordæmisáhrif nýlegra gengisdóma Hæstaréttar
Að gefnu tilefni og að teknu tilliti til sjónarmiða, sem talsmaður neytenda hefur leitað eftir hjá samtökunum, er eftirfarandi tilmælum vinsamlegast beint til Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) sem fulltrúa fjármálafyrirtækja á neytendamarkaði:
SFF hvetji aðildarfyrirtækin til þess að innheimta aðeins tiltekna krónutölu miðað við hverja milljón króna af upphaflegum höfuðstól lána ef vafi er talinn leika á hvort lánaskilmálar falli undir fordæmisáhrif dóma Hæstaréttar frá 16. júní sl. í málum þar sem gengistrygging var dæmd ólögmæt samkvæmt lögum um vexti og verðtryggingu. Þetta fyrirkomulag, sem er hagstæðara neytendum en umdeild tilmæli Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands frá 30. júní sl., gildi þar til endanlegt fordæmi dómstóls fæst í þeim ágreiningi sem upp er kominn um hvort eitthvað - og þá hvað - geti komið í stað hinnar ólögmætu gengistryggingar.
Þarna leggur hann til að farin verði sú leið sem SPRON og Frjálsi fjárfestingabankinn buðu viðskiptavinum sínum strax 18. júní sl. og ég skrifaði um í færslunni Virðingarverð fyrstu viðbrögð SPRON og Frjálsa - Landsbankinn í afneitun. SPRON/FF bjóða viðskiptavinum sínum að greiða mánaðarlega kr. 5.500 á hverja milljón af upphaflegum höfuðstóli lánsins. Það þýðir að hafi lán verið 10 milljónir í upphafi, þá greiðir lántaki kr. 55.000 á mánuði. Sé um bílalán að ræða, þá mun upphæðin vera kr. 15.000 í stað kr. 5.500, þannig að af 2 m.kr. láni, þá eru greiddar kr. 30.000 á mánuði. Skiptir þá engu máli í hvaða upphæð lánin standa núna.
Gallinn við leið SPRON/FF er að fólk þarf að óska eftir skilmálabreytingu með tilheyrandi kostnaði, en slíkt ætti að vera óþarfi að mínu áliti. Þessi greiðsla á bara að fara inn á greiðslu viðkomandi gjalddaga og það sem umfram er, að mati fjármálafyrirtækisins, á bara að fara inn á einhvers konar biðinnheimtu. Eina sem fólk á bara að þurfa að óska eftir þessari aðferð og það að skrást í kerfi fyrirtækjanna.
Ég get ekki gert neitt annað en skorað á fjármálafyrirtækin að verða við þessum tilmælum talsmanns neytenda um leið og ég þakka honum fyrir að senda þessi tilmæli frá sér.
Neytendur njóti vafans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Það er hætt við að flestir neiti að greiða ef lánastofnanir fara að tilmælum Seðlabanka og Fjármáleftirlits. Ef forsvarsmenn lánastofnana hafa einhverja glóru í hausnum, munu þeir frekar fara að tilmælum talsmanns neytenda og fá þannig inn tekjur. Annars gætu þessar stofnanir orðið tekjulitlar þar til dómsvaldið hefur tekið á þeim málum sem þau telja eftir að skera úr um. Lánastofnanirnar geta ekki lifað af þann tíma án tekna!
Gunnar Heiðarsson, 2.7.2010 kl. 18:22
Marinó, nú get ég ekki fagnað með þér. Það er eitthvað "spooky" á seiði þarna - hvað veit ég ekki, en eflaust skýrist það síðar.
Kolbrún Hilmars, 2.7.2010 kl. 19:57
Hvers vegna í ósköpunum ættu brotaþolar að greiða 5.000 kr. í kostnað og 2.000 kr. í þinglýsingargjald fyrir þetta "úrræði"? Alltaf skulu neytendur borga. Eftir því sem ég best veit ætlar slitastjórn SPRON og FF að rukka afborganir með gengistryggingu þó svo að Hæstiréttur hafi úrskurðað hana ólöglega. Það hlýtur að vera refsivert.
Ályktun frá Borgarahreyfingunni.
Sigurður Hrellir, 2.7.2010 kl. 20:04
Er ekki rétt að fara frekar í máli við bankana og innheimta ofgreiddan kostnað?
Björn Jónasson (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 20:33
Sigurður, Hagsmunasamtök heimilanna eru búin að senda frá sér tilkynningu út af þessu og þar segir:
Tilkynninguna í heild hef ég hengt við færsluna.
Björn best er að lántakar fái stjórn yfir sem stærstum hluta tekna sinna strax. Ekki bíða og sækja það með dómi, þó það komi vextir á upphæðina. Þó ég ætli ekki að spá falli einhverra fyrirtækja, þá vitum við aldrei hvort þau hafi fjárhagslegt svigrúm til að þola þetta.
Kolbrún, ef þetta gengur upp eins og talsmaður neytenda leggur það upp og Hagsmunasamtök heimilanna gera tillögu að, þá ætti ekkert "spooky" að vera á seyði. A.m.k. er þetta minna "spooky" en aðferð SÍ og FME.
Ég tek það fram, að þessi hugmynd kom fyrst upp í október 2008. Þá bauð FF viðskiptavinum sínum þetta og borgaði ég eftir þessari aðferð í sex mánuði eða hvað það nú var. Mér fannst það þá sanngjörn lausn og sú skoðun hefur ekkert breyst. Mér hefur aftur alltaf þótt FF gírugur til aukagjalda en ég reikna með að geta sótt það allt til þeirra eftir dóm Hæstaréttar.
Marinó G. Njálsson, 2.7.2010 kl. 21:34
það er mikill áróður í gangi um að það ríki óvissa um lágvaxtalánin. En það er engin óvissa. Vaxtaprósentan er gefin upp. Því eru það ósvífnar blekkingar að halda því fram að óvissa ríki og því miður hefur talsmaður neytenda látið plata sig í þann hóp.
Sannleikurinn er sá að það er ljóst að samningsvextir standa þar til annað hefur verið ákveðið með dómi. Tilraunir banka og stjórnvalda til að tala upp "óvissu" munu ekki takast.
Björn Jónasson (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 22:31
Ég verð að viðurkenna Marinó að ég skil ekki alveg hvað þið eruð að fara með þessu?
Gengistrygging er ólögleg, um það er ekkert deilt lengur.
Samningurinn stendur, held að allir séu sammála um það.
Hvers vegna gildir ekki bara vaxtaákvæðið í samningnum þangað til fjármálafyrirtækin hafa náð fram annarri niðurstöðu, ef það tekst þá?
Gengistryggingunni var ekkert breytt þegar málaferlin hófust af því það var talinn vafi á lögmæti hennar?
Nei, hún stóð áfram, og meira að segja eftir dóm Héraðsdóms þá stóð gengistryggingin óhögguð þar til Hæstiréttur tók hana út.
En nú þegar sóknin snýst við, þá er dæmdur bráðabirgðadómur, og svo á að bíða eftir fullnaðardómi?
Ég bara skil þetta ekki?
Veistu á hvaða lagaheimildum þetta inngrip er byggt?
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 01:26
Mér líst vel á þessi tilmæli Talsmanns Neytenda, svona sem byrjunarpunkt í þessari svokölluðu "óvissu" um túlkun dóms Hæstaréttar. Það hefði ekki vafist fyrir nokkrum manni hjá fjármálafyrirtækjunum að senda út greiðsluseðla ef dómurinn hefði fallið á hinn veginn, en þar sem almannahagsmunir eru í húfi, virðist sem bæði fjármálakerfið og þessi ömurlegasta ríkisstjórn, allra ömurlegustu ríkisstjórna nokkurn tíma í sögunni, telji að ávallt beri að hygla og hjálpa fjármálafyrirtækjunum. Þetta er sennilega sósíalismi 21. aldarinnar. Hann er semsagt kominn heilan hring um sjálfan sig, altso sósíalisminn, ef marka má vinnubrögð núverandi stjórnar. Hafa allir gleymt dómunum sem féllu á sínum tíma yfir svokölluðum okurlánurum, sem lánuðu á afarkjörum hér um árið? Maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvernig í veröldinni standi á því, að fyrirtæki sem stundað hafa ólöglega lánastarfsemi árum saman og hafa í raun verið dæmd af Hæstarétti Íslands fyrir lögbrot, skuli nú með fullum stuðningi "ríkisstjórnar fólksins" vera varin með kjafti og klóm, en ekki hreinlega lokað og eigendum og stjórnendum varpað í fangelsi. Hvað ef ég hefði stundað þessa iðju einn og sér á sama tímabili og Hæstiréttur hefði dæmt mína starfsemi ólöglega? Ætli Gylfi Magnússon, nýgifta Silfurskottan eða Þistilfjarðarkúvendingurinn hefðu þá risið upp, mér til varnar? Trauðla tel ég að svo myndi verða, en þar sem valdagráðugir afturhaldskommatittir komast loks til valda, eftir áratuga röfl og tuð, án nokkurra viðbragða eða árangurs, er ekki við öðru að búast en svona fari. Að lokum þetta.: Það á að banna fólki að sitja lengur en þrjú kjörtímabil á Alþingi Íslendinga! Þeir þingmenn sem ekki geta komið sínum hugðarefnum á framfæri á tólf árum innan þingsins, tekst það heldur ekki á tuttugu eða þrjátíu árum. Eftir svo langa setu á þingi, er orðin spurning um hvort þetta fólk sé hreinlega með "fulle fem" lengur. Þeir sem nú verma stóla Alþingis geta reyndar varla talist meira en "med fulle tre" lengur. Góðar stundir.
Halldór Egill Guðnason, 3.7.2010 kl. 01:26
Sigurður #1, það sem talsmaður neytenda er að gera, er að koma með aðferð til að tryggja að neytendur greiði ekki of mikið í afborganir á gjalddaga miðað við að Hæstiréttur er búinn að dæma gengistrygginguna ólöglega. Hann vill ekki koma með tillögu að upphæð, heldur eingöngu málmeðferðarlýsingu, sem tekur út óþarfa flækjur varðandi útreikninga til skamms tíma. Um leið og hann kemur með tilmæli um upphæð, þá er hann að brjóta samkeppnislög. Við getum komið með tillögu um upphæð meðan hún er á tilteknu bili.
Okkar útspil er að tryggja að upphæðin sem greidd er verði innan þeirra marka sem við telljum að sé skynsamleg. Þetta er gegnsæ aðferð og auðvelt fyrir alla að átta sig á greiðslubyrðinni. Ég held að þegar fólk fer að reikna út sín lán, þá átti það sig á því að upphæðin sem við leggjum til er mjög raunhæf. Höfum í huga að þeir sem telja sig vera að borga of mikið með þessu hafa að sjálfsögðu það val að fara ekki eftir þessu og þeir sem telja sig vera búna að greiða upp lánin eiga ekki að greiða meira. Þessi tillaga breytir engu um það.
Markmiðið var að búa til einfalda og skjótvirka aðferð sem væri gegnsæ og auðskiljanleg og hægt væri að nota þar til eitthvað eða allt að eftirfarandi hefur gerst:
a) fordæmisgefandi dómar hafa fallið,
b) gerðardómur hefur fallið,
c) víðtækir samningar hafa náðst,
d) lántaki hefur samið við lánaveitanda sinn.
Við munum eftir sem áður hvetja lánveitendur til að rukka ekki þá sem lokið hafa að greiða lán sín samkvæmt greiðsluáætlun, hætta aðförum, semja við lántaka um upptöku mála, skila eignum sem hafa verið vörslusviptar eða seldar á nauðungarsölum o.s.frv. Líklega þarf að fara með slík mál fyrir gerðardóma eða dómstóla, en best væri að annað hvort væri komið á gerðardómi eða að samningar náist utan dómstólanna.
Ókostir gerðardómsleiðarinnar er að ekki er hægt að þvinga neytendur til að samþykja þá leið, þó svo að fjármálafyrirtækin myndu skuldbinda sig til að hlíta niðurstöðu dómsins. Frjálsir heildarsamningar eru með sömu ókosti, þannig að dómstólaleiðin virðist vera sú eina sem er fær. Því miður. Hún er seinvirk, þó svo að flýtimeðferð fáist og því viljum við hjá HH taka undir tillögur talsmanns neytenda með þessum "leiðbeinandi" upphæðum okkar.
Við værum ekki að gera þetta, ef við teldum þetta ekki innan þeirra marka sem felst í dómi Hæstaréttar. Það eru örugglega einhver tilfelli, þar sem lántaki væri að greiða minna samkvæmt samningsvöxtum. Ég get bara dæmt þetta út frá sjálfum mér. Ég hef tekið svona boði áður og mun gera það aftur. En skilyrðið er að þetta sé án kostnaðar og umstangs. Fólk á bara að þurfa að senda tölvupóst eða undirrita eitt skjal, þar sem ósk um þessa málsmeðferð er komið á framfæri. Ef fjármálafyrirtækin ætla að fara út í þinglýsingu á skilmálabreytingu, senda fólk á milli lánastofnana með skjöl til undirritunar vegna síðari veðhafa og þess háttar, þá fellur þetta um sjálft sig.
Engin aðferð er án galla og gildir það örugglega um þessa líka.
Marinó G. Njálsson, 3.7.2010 kl. 01:58
Ég gleymdi einu. Með þessu er ekki verið að hafa nein áhrif á samninginn eða útreikning á raunverulegri greiðslu. Aðferðin er innborgun á samningsgreiðslur sem fjármálafyrirtækin hafa gert ágreining um hver ætti að vera. Við viljum tryggja að vafinn sé ekki neytendum í óhag.
Talsmaður neytenda byggir sín tilmæli örugglega á traustum lagaheimildum, ef ég þekki hann rétt. Ég hef aldrei vitað til þess að hann hafi ekki lögin á hreinu.
Annars sló ég upp í lánareikni að 20 ára lán með 4,5% vöxtum (þ.e. samningsvextir plús vaxtaálag) sem tekið var í júlí 2007 og greitt hefur verið af allan tímann síðan, þá er mánaðarleg greiðslubyrði um 7.500 af hverri upphaflegri milljón. Séu vextirnir 3,5%, þá er greiðslubyrðin tæplega 6.700. Sé lánið til 30 ára þá eru samsvarandi greiðslur kr. 6.200 og 5.400. Það er því hugsanlegt að fjármálafyrirtækin ættu að láta upphæðina taka mið af lengd lánanna. Ef lánin eru til lengri tíma, þá mætti hugsa sér að þau fari niður fyrir 5.000 kr. á hverja upphaflega milljón. Sama á við ef lengra er síðan lánin voru tekin.
Nú gagnvart bílalánunum, þá er lítill vandi að taka slík lán til skoðunar, en vandi við þau er að vextir þeirra eru mjög mismunandi og hef ég raunar heyrt af því að í einhverjum tilfellum hafi lágmarksvextir Seðlabankans í reynd leitt til vaxtalækkunar frá gildandi samningsvöxtum! En 7 ár lán með 6,5% vöxtum tekið í júlí 2007 gefur mér um 15.000 kr. á milljónina til greiðslu í dag. Sé lánið til 5 ára þá ætti að greiða 18.500 kr. Það getur hver og einn farið í lánareikna bankanna (já við verðum að treysta því að þeir reikni rétt) og skoðað hvernig lánin þeirra hefðu átt að þróast. Vandinn er að mjög margir hafa nýtt sér alls konar frestunarúrræði eða lækkun greiðslubyrði og því er ekki allt eins einfalt og við vildum.
Marinó G. Njálsson, 3.7.2010 kl. 02:28
Ég ætlaði að skoða viðskipti mín við Lýsingu undanfarin ár og sé að öll gögn fyrri ára eru mér óaðgengileg á þjónustuvef þeirra, bæði samningar og greiðslur, en þar eru aðeins aðgengilegar upplýsingar frá 2010.
Er þetta eðlilegt?
Ættu öll viðskipti ekki að vera aðgengileg einhver ár aftur í tímann?
Hrannar Baldursson, 3.7.2010 kl. 07:34
Mæli bara með því að fólk hætti öllum lántökum við þessar glæpastofnanir...mér er kunnugt um að þessar stofnanir eru ekki að lána..ég meina til frambúðar...við skulum muna..og gott fólk hafið í huga að stjórnvöld vinna með þessum stofnunum..og hafa alltaf gert.
Ægir Óskar Hallgrímsson, 3.7.2010 kl. 12:41
Og Marínó..haltu áfram á þessari braut..þú ert að vinna gott starf...gegn siðspilltu gengi!
Ægir Óskar Hallgrímsson, 3.7.2010 kl. 12:43
Sæll aftur Marinó. Fyrri athugasemd mín var skrifuð í flýti og ósköp skiljanlegt að enginn hafi skilið hana.
Ástæða mín fyrir athugasemdinni var fyrri hugmynd talsmanns neytenda um að gera hlé (setja lögbann) á afborgunum gengislána. Sú hugmynd hafði ekki fyrr birst á prenti en einhverjir reyndu að gera talsmanninn tortryggilegan vegna hans eigin stöðu. Í kjölfar þess birtist svo þessi uppástunga um málamiðlun. Það var ástæðan fyrir orðalagi mínu "spooky".
Ég efast ekki um að þessi síðari hugmynd hefur reynst vel á fyrri árum hvað varðar greiðsluaðlögun, enda er ég ekki vel að mér um gengistryggð húsnæðislán til áratuga. En ég vil að afborganir gengislána verði alfarið frystar þar til dómur hefur fallið um "vafaatriðin". Enda myndi það hvetja lánafyrirtækin til þess að hraða úrskurði um þau mál. Hagur neytenda er ekki að málið dragist um 1-2 ár eins og sumir spá að muni gerast.
Kolbrún Hilmars, 3.7.2010 kl. 13:05
En það er engin óvissa, eins og Björn Jónasson segir að ofan. Gengistrygging er ólögleg. Samningurinn stendur, eins og Sigurður #1 segir. Og eins og hann bendir líka á, stoppaði það ekki ólöglegu rukkanirnar þegar óvissa var um gengislánin fyrir Hæstaréttardóminn. Fólk hefur verið ofrukkað og ætti ekkert að borga fyrr en það hefur fengið ofrukkanirnar bættar og sumir skaðabætur. Skuldari sem hefur verið með gengistryggð lán í frystingu hefur líka verið ofrukkaður, frystingarupphæðir voru hærri en þær umsömdu. Talsmaður neytenda mætti halda stífar fram kröfunni um lögbann og ekki draga í land þó rukkurunum líki það ekki. Og hví ættum við að vera að semja við lögbrjóta? Nei, það verður að mæta þeim af fullri hörku, sömu hörku og þeir notuðu sl. tæp 3 ár gegn skuldurum. Og af hverju leika þeir allir enn lausum hala og fá enn að rukka? Við erum með biluð stjórnvöld.
Elle_, 3.7.2010 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.