1.7.2010 | 23:10
Hvað sagði Hæstiréttur? - Tilmælin virka sem lög
1. Voru þeir samningar sem málin snerust um leigusamningar eða lánasamningar? Hæstiréttur komst að því að þeir væru lánasamningar. Þetta atriði hefur eingöngu fordæmisgildi fyrir álíka samninga og skiptir engu máli þegar um lánasamninga er að ræða.
2. Voru samningarnir í íslenskum krónum eða erlendum gjaldmiðli? Niðurstaða Hæstaréttar var að samningarnir væru í íslenskum krónum og ástæðan er tilgreind í eftirfarandi texta úr dómsorðum réttarins í máli 92/2010:
Til þess verður á hinn bóginn að líta að samningur aðilanna ber skýrlega með sér að hann var um lán í íslenskum krónum, en fjárhæðin, sem ákveðin var í þeirri mynt, væri bundin við gengi tveggja erlendra mynta í þar greindum hlutföllum. Kaupverð bifreiðarinnar, sem samningurinn snerist um, var jafnframt tilgreint í íslenskum krónum og mánaðarlegar greiðslur í 84 mánuði ákveðnar í sama gjaldmiðli. Berum orðum kom fram í skilmálum með samningnum að íslensk fjárhæð hverrar afborgunar ætti að breytast eftir gengi á þeim erlendu myntum, sem mið var tekið af, og sagði að auki í texta samningsins að hann væri 100% gengistryggður. Af þessum sökum er ótvírætt að samningur aðilanna var um skuldbindingu í íslenskum krónum og fellur hann því undir reglur VI. kafla laga nr. 38/2001.
Skoðum þetta betur. Þarna er bent á að höfuðstóllinn var í íslensku krónum, þó fjárhæð hans væri bundin gengi tveggja erlendra mynta. Kaupverð og mánaðargreiðslur var tilgreint í íslenskum krónum. Þetta atriði er fordæmisgefandi fyrir alla lánasamninga, þar sem ótvírætt er að lántaki hafi aldrei fengið erlendar myntir í hendur eða greitt mánaðargreiðslur í öðru en íslenskum krónum.
3. Er gengistrygging heimil samkvæmt lögum? Niðurstaða Hæstaréttar er ótvíræð og í máli 153/2010 segir:
Vilji löggjafans kom skýrlega fram í því að í orðum lagaákvæðanna var eingöngu mælt fyrir um heimild til að beita tilteknum tegundum verðtryggingar, en þar var ekkert rætt um þær tegundir, sem óheimilt var að beita. Lög nr. 38/2001 heimila ekki að lán í íslenskum krónum séu verðtryggð með því að binda þau við gengi erlendra gjaldmiðla. Reglur 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 eru ófrávíkjanlegar, sbr. 2. gr. laganna, og verður því ekki samið um grundvöll verðtryggingar, sem ekki er stoð fyrir í lögum. Fyrrnefnd ákvæði í 4. og 7. gr. samnings áfrýjanda og stefnda Jóhanns Rafns um gengistryggingu voru því í andstöðu við þessi fyrirmæli laganna og skuldbinda þau ekki stefndu af þeim sökum. Niðurstaða héraðsdóms verður því staðfest.
Gengistrygging er því óheimil. Tökum eftir því að það eru eingöngu þessi atriði um gengistrygginguna sem skuldbinda ekki lántakann. Þetta atriði er að mati allra sem ég hef rætt við fordæmisgefandi fyrir öll lán sem sem greidd voru út í íslenskum krónum og greitt er af í íslenskum krónum en eru samkvæmt upprunalegum lánasamningi með tengingu við erlenda gjaldmiðla.
Niðurstaðan af þessu er að dómur Hæstaréttar nær til mun fleiri lánasamninga, en bara bílalánasamninga. Enda væri fráleitt að Seðlabanki Íslands og FME væru að hafa áhyggjur af þjóðarhag, ef eingöngu þrjú bílalánafyrirtæki gætu orðið fyrir höggi á eigið fé vegna dómsins.
Í lögfræðiáliti á vefsvæði talsmanns neytenda koma fram mörg önnur áhugaverð lagarök fyrir því að fleiri lán falli undir þetta. Höfundur álitsins lítur fjölmargra þátta og hvet ég fólk til að kynna sér álitið, þó því sé ekki að neita, að gott er fyrir ólöglærða að lesa það í nokkrum atrennum
Í dag sat ég svo fund, þar sem fleiri sjónarmið komu fram. Það getur nefnilega vel verið að skuldabréfið sjálft sé formlega "erlent lán", en öll fylgiskjöl, lánsumsókn, vinnuskjöl, uppgjörsskjöl, útgreiðsluskjöl, o.s.frv. beri það með sér að lánið sé gengistryggt. Ég hef sjálfur sagt, að hafi lántaki sótt um lán í íslenskum krónum með tengingu við erlenda mynt eða myntir, þá hefur hann ekkert um það að segja hvaða skjalaform lánveitandi notar við gerð lánasamningsins. Hvor á þá að njóta vafans, sá sem útbjó samninginn eða lántakinn? Um þetta verður rifist.
Tilmælin virka sem lög
Ég óttaðist í gær, að tilmæli Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins myndu virka sem lög. Fjármálafyrirtækin myndu eitt af öðru fara eftir þeim á sama hátt og öðrum tilmælum FME. Nú er það sem sagt komið á daginn. Ekkert fjármálafyrirtæki hefur tekið sjálfstæða ákvörðun um vaxtakjör eða túlkað vafa neytendum í hag, þó að það sé grunnurinn í 36. gr. laga nr. 7/1936 og neytendaverndartilskipun ESB 93/13/EBE. Nei, betra er að brjóta lögin en virða rétt neytenda.
Þetta þarf svo sem ekkert að koma á óvart, enda meira og minni í anda lagatúlkunar þessara fyrirtækja hin síðari ár. Hið furðulega er að oftast var FME á hinum endanum, þ.e. þurfti að berjast við fjármálafyrirtækin, en þá eins og nú lúffar FME fyrir fjármálafyrirtækjunum. Við vitum hverjar afleiðingarnar urðu síðast. Hverjar ætli þær verði núna?
SP-fjármögnun fer að tilmælunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 1681299
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Löfræðiálitið á heimasíðu TN er gríðarlega fagmannlegt, vel unnið og á góðu máli og greinilegt að þar talar einstaklingur sem veit nákvæmlega hvað hann er að segja og hvernig á að setja það fram á auðskilinn hátt. Álitið er skyldulesning fyrir þá sem vilja kynna sér vel á hverju réttur þeirra er byggður.
Sjálfur sendi ég mínu lánafyrirtæki bréfkorn áðan og krafði þá svara um á hvaða lagagrundvelli þeir byggðu það að ætla að breyta samningsvöxtum einhliða og einnig hvað það væri sem heimilaði þeim að hundsa Hæstarétt Íslands og skýra niðurstöðu hans. Bað ég þá um að vísa í haldbær lagarök og dómafordæmi máli sínu til stuðnings og gaf þeim frest til kl. 1600 á mánudag n.k. til að svara annars liti ég svo á að þeir hefðu samþykkt að hlíta dómi og endurreikna lánið mitt samkvæmt upphaflegum samningi en án gengisviðmiða.
Gaman verður að sjá hvað þeir geta kokkað upp sem tilsvör, en til vara mun ég á morgun hafa samband við lögmann til að gæta hagsmuna minna og minnar fjölskyldu því það er morgunljóst að ég mun ekki standa aðgerðarlaus hjá þegar ég veit að það er verið að brjóta á mér lög og það með samþykki framkvæmdavaldsins.
Góðar stundir.
Arnar (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 00:17
Arnar, það er ekkert að marka þó þú skiljir textann
En ég er sammála þér að þetta er vandað álit og það tæpir á atriðum sem ekki öllum dettur í hug. Það er einmitt kosturinn við hina opnu umræðu. Hugmyndirnar koma úr öllum áttum. Við getum öll lagt til hugmyndir og síðan velur bara hver og einn það sem hann vill.
Það hringdi í mig maður sem er að velta fyrir sér að nota ákvæði aðfarargerðar, þar sem dómurinn er það rétthár samkvæmt áliti fulltrúa sýslumanns að hægt er að nota hann í slíka gerð. Einn sendi okkur hjá HH afrit af kæru á hendur einum af bönkunum. Reiði almennings yfir ákvörðun SÍ og FME í gær er slík að þessar stofnanir og stjórnvöld átta sig ekki á því hvaða lokið þeir lyftu. Þetta var ekki sáttargjörðin sem fólk vildi. Í margra huga var stríðshönskunum kastað.
Marinó G. Njálsson, 2.7.2010 kl. 00:48
Fréttin um manninn sem tók bíl hjá Lýsingu sem trygginu fyrir því sem hann telur sig eiga inn hjá fyrirtækinu og yfirlýsing forsvarsmanns Lýsingar um að eingann bíl vantaði hjá fyrirtækinu, stangast á.
Hvor fréttin sem er rétt skiptir ekki máli í mínum huga. Þarna er búið að kasta fram hugmynd fyrir reiða lánþega sem getur leitt til aðgerða sem vel geta dregið marga dilka á eftir sér.
Ástandið er mjög eldfimt núna og vel getur farið eins og segir í texta eftir son fyrrverandi Sparisjóðsstjórans okkar hér á Hvammstanga, Guðmundar Ingólfssonar, "Af litlum neista, verður og mikið bál"
Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.7.2010 kl. 01:49
Er Arnar tilbúinn til að leyfa öðrum að nota efnislega grind bréfsins sem hann sendi sínu lána fyrirtæki, ef aðrir vildu fara sömu leið og hann?
Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.7.2010 kl. 01:52
Til þeirra sem málið varðar,
Hólmfríður, hér kemur bréfið sem ég sendi. Ég er að sjálfsögðu búinn að taka út lánsnúmer kennitölur og fleira slíkt, en þetta er bréfið að öðru leyti. Öllum sem það vilja er frjálst að nýta sér hvað sem er af þessum texta.
Í fréttatilkynningu frá SP – Fjármögnun í dag er tilkynnt að fyrirtækið ætli sér einhliða að breyta vaxtaskilmálum ofangreinds samnings (auk fleiri).Í fyrsta lagi tel ég að ekki geti staðist að fyrirtækið breyti umsömdum vöxtum einhliða án þess að skuldari gefi samþykki sitt fyrir því og óska ég hér með eftir því að fyrirtækið leggi fram þær heimildir sem það telur sig hafa til slíks gernings og vísa þá til skýrra lagaheimilda og helst fordæma Hæstaréttar í því efni. Ekki er nægjanlegt að vísa í algerlega haldlausar heimildir eins og 4. og 18. gr. laga nr. 38/2001 þar sem hver sem vill sjá, sér að þær greinar eiga alls ekki við. Ekki er heldur ástæða til að ætla að það eitt að fyrirtækið sé staðið að ólögmætri starfsemi gefi því heimildir til að breyta öðrum ákvæðum samningsins.
Í öðru lagi, af hverju fyrirtækið telur sig ekki bundið af niðurstöðu Hæstaréttar Íslands í máli 92/2010 ? Og nægir þar ekki að vísa í að einhverjir embættismenn framkvæmdavaldsins segi að það sé ósanngjarnt.
Og í þriðja lagi, ef það er afsökun ykkar að fyrirtækið geti ekki staðið undir afleiðingum gerða sinna og muni fara í þrot þá vil ég benda á að það var ekki afsökun sem fyrirtækið tók gilt ef skuldarar gátu ekki greitt af lánum sínum. Eins og einn góður maður sagði: Í fullnusturéttarfari er ALDREI AFSÖKUN AÐ EIGA EKKI PENING. (þótt fullnusturéttarfar sé kannski ekki rétta viðmiðið á þessi setning vel við hér)
Förum við hjónin hér með fram á að fá skrifleg viðbrögð við ofangreindum athugasemdum og förum jafnframt fram á að samningur okkar verði túlkaður í samræmi við gildandi rétt í landinu og verði endurreiknaður í samræmi við ákvæði hans að hinni ólögmætu gengistryggingu slepptri.
Gefum við fyrirtækinu frest til klukkan 16:00 mánudaginn 05.07.2010 til að svara erindi þessu, ellegar lítum við svo á að fyritækið hafi samþykkt að ganga að kröfum okkar og munum þá vænta þess að fá í hendur endurreiknaða greiðsluáætlun frá þeim degi sem samningurinn var gerður og að það sem of- eða vangreitt hefur verið verði reiknað inn í eftirstöðvar þær sem þá standa eftir.
Arnar (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 07:38
Smá fljótfærnisvilla alveg í byrjuninni á textanum hér að framan en fólk áttar sig á því.
Arnar (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 08:06
Arnar, talandi um fullnusturéttarfar er ekki rétt að við förum bara að fella fjármálafyrirtækin á þeirra eigin brögðum? Eins og sá sem tók til sinna ráða og framkvæmdi einhliða vörslusviptingu hjá Lýsingu, eða sá sem Marinó nefnir og ætlar að kæra eitt þessara fyrirtækja.
Á grundvelli fullnusturéttar geta lántakar, sem nú eru einnig orðnir kröfuhafar á fjármálafyrirtækin, farið fram gegn þeim af fullri hörku með réttinn sín megin. Eins og ég útlistaði í athugasemd minni við færslu Marinós frá í gær þá gæti slíkt haft margvíslegan ávinning í för með sér, ekki bara fyrir lánþega heldur líka frá sjónarmiði almannahagsmuna og myndi hugsanlega lægja þjóðfélagsöldurnar að einhverju leyti.
Guðmundur Ásgeirsson, 2.7.2010 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.