Leita í fréttum mbl.is

Fullt af áhugaverðum viðureignum í 16 liða úrslitum

Já, ég blogga stundum um annað lánamál Grin

Nú er ljóst hvaða þjóðir leika í 16 liða úrslitum.  Mér finnst nú að mbl.is hefði getað sagt hvaða lið mætast, en ég bæti bara úr því:

Úrúgvæ - S-Kórea

Bandaríkin - Gana

Argentína - Mexíkó

Þýskaland - England

Holland - Slóvakía

Brasilía - Chile

Paragvæ - Japan

Spánn - Portúgal

Þarna eru margir flottir leikir og ljóst er að í 8 liða úrslit komast örugglega þrjár Evrópu þjóðir og tvær Ameríku þjóðir, en síðan er spurningin hvort styrkur Asíu er meiri en S-Ameríku og loks er það ákaflega óljós viðureign Bandaríkjanna, sem ekkert hafa sýnt, og Gana sem ég veit ekki hvað eru að gera í þessari keppni frekar en aðrar Afríku þjóðir.  Skoðum leikina:

Úrugvæ - S. Kórea:  Málið með Úrugvæ er að þeir eru með Forlan.  Hann virðist ekki geta tapað mikilvægum leikjum þetta árið og alltaf skorar hann.  Úrugvæ vinnur.

Argentína - Mexikó:  Ég held að Argentína sé númeri of stór fyrir Mexíkó, en ekkert er gefið.  Ef ég man rétt þá er ekki langt síðan að Mexíkó vann bæði Argentínu og Brasilíu og það væri fíflaskapur að ætla að Argentína eigi leikinn gefinn.  Ég held samt að það gerist.

Þýskaland - England:  Þetta verður eins og að fylgjast með Karpov gegn Kasparov í skák hérna í gamla daga.  Það verður stillt upp í tvær varnir og þess gætt að ekkert fari í gegn.  Þjóðverjar eru ennþá í sárum eftir 5-1 yfirhalninguna um árið, en það er einhvern veginn þannig að þýska stálið missir allt bit á móti Englendingum.  Þó ég sé ekki hrifinn af enskum, þá eru þeir eiginlega á heimavelli og vinna því.

Bandaríkin - Gana:  Það er eiginlega móðgun við mörg af þeim liðum sem eru dottin út að þessi tvö líð séu þarna.  Þau geta hvorugt nokkuð og synd að annað þeirra komist áfram.  Gana vinnur.

Holland - Slóvakía:  Hér annað lið sem er nánast á heimavelli, þ.e. Holland.  Studdir af Búum, þá fara þeir létt með Slóvaka.  Holland vinnur.

Paragvæ - Japan:  Hvað hefur Paragvæ gert í keppninni?  Jafntefli við Ítalíu (sem gat ekki neitt), jafntefli við Nýja Sjáland (!) og sigur á Slóvökum. Nei, þá er Japan búið að sýna meira.  Sigur á Kamerún og mjög sannfærandi sigur á Dönum og naumt tap gegn Hollendingum.  Ég spái japönskum sigri, en vona að jeniið veikist.

Brasilía - Chile:   Brasilía vinnur Chile nánast alltaf. 21 sinni frá 1970 og Chile fjórum sinnum.  Þetta ætti að vera no-brainer og að maður tali nú ekki um 3 lykilmenn Chile í banni.  En þetta er nú einu sinni fótbolti og Brasilía er óútreiknanleg.  Spái samt business as usual, Brasilía vinnur.

Spánn - Portúgal:  Yfirleitt myndi ég telja þetta öruggan spænskan sigur, en Portúgal er svona lið sem ómögulegt er að átta sig á.  Eina stundina heldur maður helst að fótbolti sé ekki spilaður í landinu, bara leiklist sem byggir á því að veltast um í grasinu og halda um hina ýmsu líkamshluti, en svo gleyma menn leiklistinni og búmm mörkin hrúgast inn.  Ég held, því miður að leiklistin verði ofan á í þessum leik og Spánn vinni, en þá verða þeir að hafa Cecs inn á allan leikinn. Hann einn kann að þræða boltanum milli varnarmanna.

Það er því ljóst að nokkrir minni spámenn komast í 8 liðaúrslit, en þar mætast:

Úrúgvæ/S-Kórea - Bandaríkin/Gana

Argentína/Mexíkó - Þýskaland/England

Holland/Slóvakía - Brasilía/Chile

Paragvæ/Japan - Spánn/Portúgal

(Feitletruðu liðin eru þau sem ég spái áfram.)

Líklegast er fulldjarft að spá um framhaldið, sérstaklega þar sem ekki er ljóst hvort fyrri spá stenst. En ég held að þrjár Evrópu þjóðir fari áfram og síðan Diego Forlan!  Svo spái ég að Holland vinni Spán í úrslitaleik. Cool Og Diego Forlan vinni England í hinum.  Hann hefur ekki tapað fyrir ensku liði allt árið og byrjar varla á því núna.

Vinsæla spáin er að Argentína og Brasilía mætist í úrslitum og það er kannski líklegast, en einhver verður að halda með þeim sem minna mega sín. Whistling


mbl.is Brasilíumenn líklegastir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Ummæli vikunnar:

,,Ég spái japönskum sigri, en vona að jeniið veikist."

Þórður Björn Sigurðsson, 26.6.2010 kl. 01:32

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það verður að koma þessu alls staðar að

Marinó G. Njálsson, 26.6.2010 kl. 01:36

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Skrifa undir þetta að mestu leyti, en held að Bandaríkin vinni Gönu. Jú, þeir spila leiðinlegan bolta, en árangursríkan því miður. Mjög skipulagðir, fastir fyrir í vörn og beita hættulegum vel útfærðum sóknum.

Spánverjar eru nú ekki síður í leiklistinni. Það var greinilegt að Torres lét sig detta, enda Chilemaðurinn langt frá honum og var rekinn út af í kjölfarið fyrir brot sem hann framdi ekki.

Leitt að þessi tvö lið skyggja á frábæra spilamennsku sína með svona óheiðarleika.

Theódór Norðkvist, 26.6.2010 kl. 02:01

4 identicon

Argentína er málið.  Bekkurinn hjá þeim gæti verið næst besta liðið í heiminum.

Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 11:24

5 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Góð samantekt hjá þér Marinó og ef þín spá gengur eftir að Holland og Spánn leiki til úrslita vona ég að spá þín rætist, að Holland vinni.

Þeirra tími er svo sannarlega kominn, langskemmtilegasta landslið Evrópu um árabil.

Ég ætla hinsvegar að setja þessa spádóma þína alveg uppíloft.

Það er aðeins ein skekkja í spá þinni Paraguy mun vinna Japan og síðan Spán/Portúgal þrátt fyrir að hafa ekki sýnt sitt rétta andlit ennþá.

Ég ætla að hlaupa yfir 16 og 8 liða úrslitin og fara beint í undanúrslit.

Þar spái ég því að verði 4 S-Ameríkulið. Argentína, Brazilia, Paraguy og Uruguy. Þar mun Argentína vinna Paraguy og Brassar taka Forlan og félaga í Uruguy í bakaríið. Chile var óheppið að lenda á móti Brössum svo snemma í keppninni en þar með verða dagar þeirra taldir.

Síðan mun Uruguay taka 3. sætið og Brassarnir vinna úrslitaleikinn gegn Maradonna og félögum í Argentínu. Spái 3-1 fyrir Bazilíu.

Leikaraskapur Spánverja og Portúgala mun verða þeim að falli, Englendingar og Þjóðverjar verða slegnir út af laginu enda ekkert sýnt sem réttlætir veru þeirra í 16 liða úrslitum Hvað þá undanúrslitum. Örlög Hollendinga eru ráðin þar sem þeir lenda í greipum Brassa eftir góðan sigur á Slóvökum. Kanarnir heim eftir sigur á Ghana en lenda þá í hakkavélinni þar sem þeir mæta Uruguy, búið mál. Japan heim Portúgal og Spánn sem munu fá Oscarinn fótboltans að þessu sinni fyrir frábæra takta á leiksviðinu (enda helstu keppinautarnir Ítalir farnir heim) en dugar ekki til annars -heim.

Við fáum hinsvegar flotta úrslitaleiki, góða skemmtun.

Viðar Friðgeirsson, 26.6.2010 kl. 16:59

6 Smámynd: Dingli

Leikur Gana og USA var að enda. Leikurinn var næstum því  skemmtilegur, en hlýt að vera sammála þér um að þessi tvö lið eiga varla heima í 16 liða úrslitum á HM, hvað þá 8 liða.

Argentínumenn verða heimsmeistarar!

Dingli, 26.6.2010 kl. 21:09

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Jæja, Þjóðverjar unnu Englendinga nokkuð létt.  Ótrúlegt að sjá hvað varnarleikur Englendinga var lélegur.  Að markmaður eigi stoðsendingu með útsparki er náttúrulega fáránlegt, en sýnir að John Terry er búinn.  Hann var eins og álfur út úr hól.  Þriðja markið er eftir kinks frá honum á vítateig Þjóðverja.  Hann er út úr stöðu í öðru markinu og misreiknaði boltann í því fyrsta.  Og fjórða markið:  Hvar var Terry þá?

Þó ég hafi spáð Englandi sigri, þá er ég mjög sáttur við að þeir séu úr leik.  Liðið hefur enga dýpt, spilar verri varnarleik en Ísland og markvarslan er eins og hún er. 

Þjóðverjar komu samt á óvart með hraða sínum eða var það kannski að Englendingar höfðu engan hraða?  Við sáum ekki svo mikið til sóknarleiks liðsins, öll mörkin komu upp úr þurru og þar af þrjú úr skyndisóknum, varnarleikur liðsins virkaði á köflum ákaflega tæpur, en þeir eru með mjög góðan markmann.

Annars verður þessa leiks ekki minnst fyrir úrslitin heldur fyrir það sem hefði getað gerst.  Aðstoðardómarinn fær myndavélunum var greinilega yfirspenntur og alls ekki tilbúinn.  Karl greyjið verður með þetta hangandi yfir sér það sem eftir er.  Tek þó undir með Pétri Marteinssyni, það sem dómari ekki sér, getur hann ekki dæmt.

Marinó G. Njálsson, 27.6.2010 kl. 16:54

8 Smámynd: Dingli

Aðstoðardómari fær, stefnir í að stela senunni á þessu HM móti.

Argentína þurfti þó ekki hjálp til að vinna Mexana. Hundfúlt að Þýskir og  Argir þurfi að mætast í 8 liðaúrslitum. 

Dingli, 27.6.2010 kl. 21:09

9 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Nú eru 10 af þeim leikjum sem ég spáði lokið.  Villurnar eru tvær:  Þýskur sigur á Englendingum og paragvæskur á Japönum.  8 af 10 er ekki slæmt, þar af 6 af 6 í þeim legg sem spilaður var í dag!

Nú mæta Þjóðverjar silfurmönnum (Argentínu) og held ég að stálið vinni á silfrinu.  Spánn leikur svo á móti þeim í undanúrslitum.  Þann leik vinna Spánverjar ekki nema þeir hætti að treysta á Barcelona/Real Madrid miðjuna.  Hún er ekki að virka að mínu mati.  Xavi og Iniesta klappa boltanum allt of mikið og slökkva of oft á flæðinu.  Alonso er á köflum eins og tréhestur.  Það er áhugavert að hvernig Xavi gefur helst ekki út til hægri (á Ramos) og því er sóknarleikur liðsins mjög fyrirsjáanlegur.  Hann leitar nær alltaf til liðsfélaga síns Iniesta.  Nú Torres þorir ekki í neina alvöru action hræddur um að meiðast aftur.  Þjóðverjar voru feykigóðir á móti Englendingum, en höfum í huga að þeir hafa tapað eina leiknum sem þeir hafa lent undir í.  Hversu skelfilegt sem það er, þá eru Þjóðverjar lið sem treystir á skyndisóknir.  Öðruvísi mér áður brá.  Það virkar örugglega á móti silfurlendingum, en ekki eins viss um Spánverja.

Marinó G. Njálsson, 3.7.2010 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1680023

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband