Leita í fréttum mbl.is

Tveir bankar hafna málflutningi ráðherra og seðlabankastjóra

Það er umhugsunarefni, að nú hafa tveir bankar stigið fram og hafnað alfarið málflutningi Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, og Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra.  Hafa bankarnir tekið undir málflutning minn, sem byggður er á opinberum gögnum.

Ég fagna því að bankarnir standa svona vel og skora því á þá að virða dóm Hæstaréttar undanbragðalaust.  Mér finnst eðlilegt að fjármálafyrirtækin beri vafann í þessu máli.  Höfum í huga að lántakarnir eru viðskiptavinir bankanna og þeir tóku þessi lán í þeirri trú að hér á landi væri heilbrigt fjármálakerfi, þar sem fjármálafyrirtæki væru að verja hagsmuni allra viðskiptavina sinna en ekki sumra.

Loks skora ég á Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, og Höskuld H. Ólafsson, bankastjóra Arion banka, að stuðla að sátt við viðskiptavini sína með því að funda með hagsmunaaðilum sem barist hafa fyrir sanngjarnir lausn á skuldavanda heimilanna.  Beiðni sama efnis hefur þegar verið komið á framfæri við Steinþór Pálsson, bankastjóra Landsbankans.


mbl.is Stefnir ekki efnahag bankans í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góður

Sigurður Haraldsson, 24.6.2010 kl. 13:24

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þið standið ykkur vel Marinó. Þetta er allt í rétta átt.

Fólk hættir vonandi bara að hlusta á Gylfa og Má, málpípur AGS.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.6.2010 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 1680564

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband