24.6.2010 | 10:03
Leiðrétting höfuðstóls gengistryggðra lána er þegar inni í bókum bankanna, ekki vextirnir
Í færslu sem ég skrifaði í gærkvöldi (sjá Ertu að segja satt, Gylfi? Gögn Seðlabankans gefa annað í skyn.) skoðaði ég tölur Seðlabankans um útlán bankanna. Þar kemur fram að í lok 3. ársfjórðungs 2008 voru innlend gengisbundin útlán bankakerfisins til fyrirtækja, eignarhaldsfélaga og einstaklinga um 2.800 milljarðar kr. Staða þessara útlán í lok árs 2008 var um 1.186 milljarðar, þ.e. hafði lækkað um 58%. Í lok síðasta árs stóðu lánin í 880 milljörðum í bókum bankanna Þrátt fyrir það voru þau lán sem voru undir rukkuð að fullu með þeirri gengishækkun sem hafði orðið . 880 milljarðar voru með öðrum orðum rukkaðir sem þeir væru hátt í 3.000 milljarðar (að teknu tilliti til veikingar krónunnar).
Nú falla ekki öll lán af þessum undir dóm Hæstaréttar. Gerum ráð fyrir að öll lán heimilanna geri það og helmingur lána fyrirtækja og eignarhaldsfélaga. Það gerir þá rúmlega 490 milljarðar á bókfærðu verði eða um 1.700 milljarðar eins og lánin eru innheimt. Bókfærða verðið er líklegast eitthvað undir stöðu höfuðstóls án gengisbindingar, þar sem inni í því er gert ráð fyrir afskriftum og mögulegum endurgreiðslum. Ég verð að viðurkenna að ég fæ ekki séð að það kosti bankana nokkuð að hlíta dómi Hæstaréttar, þegar það kemur að leiðréttingunni.
Ef frétt Viðskiptablaðsins stenst, þá eru bankarnir að taka sér dómsvald. Þeir eru að neita að hlíta dómi æðsta dómstóls landsins, eins og þeir séu yfir dóm hans hafnir. Telji bankarnir að þeir ráði ekki við vaxtastig þeirra lána sem þeir (eða forverar þeirra) buðu upp á, þá er leiðin ekki að taka fram fyrir hendur Hæstaréttar. Hún er að óska eftir samningum við hagsmunasamtök lántaka hvort sem þau heita Hagsmunasamtök heimilanna, Samtök lánþega, Bændasamtökin, Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands, Neytendasamtökin eða talsmaður neytenda, svo ég nefni nokkra aðila. Taki fjármálafyrirtækin einhliða ákvörðun um að hlíta ekki dómi Hæstaréttar, þá eru þau að kalla yfir sig málsóknir og er það virkilega það sem þau vilja eyða tíma sínum og kröftum í á næstu árum. Ég velti því líka fyrir mér hvort eigandi Landsbankans vilji að bankinn fari í stríð við almenning. Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, sagði við Pressuna í gær að bankinn vilji friðmælast og sættast við fólkið. Ég vona að það sé rétt, þar sem ég hef óskað, fyrir hönd Hagsmunasamtaka heimilanna, eftir fundi með yfirstjórn Landsbankans um þessi mál.
En aftur að kostnaði bankanna. Í mínum huga er það kristal tært að það mun ekki kosta bankana neitt að leiðrétta lánin í samræmi við dóm Hæstaréttar. Það er búið að gera ráð fyrir því í bókum bankanna. Það mun vissulega verða erfitt fyrir bankana að standa undir vaxtakjörum samninganna, en ég segi bara: "Velkomnir í hópinn." Þetta er það sem almenningur og fyrirtæki hafa þurft að búa við síðustu rúm tvö ár varðandi gengistryggð lán og síðustu rúm 30 árin vegna verðtryggðra lána.
Afnám gengistryggingar kostar 100 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 1680018
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Hjartanlega sammála hverju einasta orði!
Guðmundur Ásgeirsson, 25.6.2010 kl. 04:09
Góð færsla og flott innlegg, en ég get ekki séð að Hagsmunasamtök Heimilana eða Samtök lánþega hafi umboð til að semja fyrir hendur allra skuldara.
Ég t.a.m. sætti mig ekki við neitt annað en að samningsvextir standi án verðtryggingar og ég er þegar að vinna að því að senda kröfu á lánveitendur og undir það búin að fara með þá kröfu fyrir dómstóla.
Þegar sú krafa hefur verið dæmd fyrir dómstólum þá er komið færdæmi sem bankarnir skulu hlíta.
Það er ekkert um að semja dómstólar skera úr um þetta ef bankarnir fallast ekki á þá kröfu að standa við samningana að gengistryggingu undanskilinni.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 13:03
Arnar, ég nefni nú nokkuð marga aðra en bara HH og SL. HH þykist ekki hafa umboð frá öðrum en félagsmönnum til viðræðna. Viðræður eru eitt og samningar annað.
Marinó G. Njálsson, 25.6.2010 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.