23.6.2010 | 18:15
Hvernig hægir það uppbyggingu að almenningur og fyrirtæki hafi meira milli handanna?
Stundum er alveg óborganlegt að lesa eða heyra rökstuðning manna fyrir töpuðum málstað. Nú koma seðlabankastjóri og efnahags- og viðskiptaráðherra og segja að það mundi hægja á uppbyggingu ef almenningur og fyrirtæki hafi meira á milli handanna. Höfum í huga að þessir sömu menn bentu á það um daginn, að bankarnir væru stútfullir af peningum sem þeir ættu í erfiðleikum með að koma út. Seðlabankastjóri taldi það vera vegna þess að bankarnir hefðu ekki náð að ávinna sér traust.
Ég er sannfærður um að uppbyggingin verði hraðari, ef fjármunir almennings og fyrirtækja fara í neyslu og veltu í staðinn fyrir að safnast fyrir inni í bönkunum.
Skýring á þessum áhyggjum ráðherra og bankastjóra má líklega rekja til þess, að búið er raska því jafnvægi sem stjórnvöld hafa samið um við AGS. Það var nefnilega búið að stilla upp því sjónarspili, að kröfuhafar væru að veita afslátt til nýju bankana, þegar í reynd var bara verið að búa til bókhaldsflækju. Lánasöfn voru færð með afslætti til nýju bankanna sem síðan reyna að innheimta þau að fullu. Með því myndast hagnaður sem hægt er að borga út í formi arðs til kröfuhafa sem jafnframt teljast eigendur.
Mín trú er sú, að peningunum er betur komið fyrir í höndum almennings og fyrirtækja. Þannig mun uppbyggingin verða hraðari.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 1680018
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þetta er hugsanagangur ráðamanna þjóðarinar, þess vegna eru
17.000 MANNESKJUR ATVINNU LAUSAR.
Aðalsteinn Agnarsson, 23.6.2010 kl. 18:39
Þetta er 110% rétt hjá þér og það er deginum ljósara að ríkisstjórnin og alþingi er ekki í vinnu fyrir þjóðina.
Þetta lið er í vinnu fyrir kröfuhafa en eins og flestum má vera ljóst þá er 'greidd króna til kröfuhafa, glatað fé'. Þess vegna er best að koma því í lóg hjá almenningi og fyrirtækjum landsins áður en þeir komast í það.
Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 19:08
Ef ekki verður farið eftir þessum dómi hæstarréttar.
Er þá sem sagt ekkert æðra dómstig í þessu landi. ?
Geta þa fjármagns eigendur krafist hvers sem er.
Eða eins og Kristin H. sagði á bylgjunni í morgun.
Fólk á að borga skuldir sínar að raungildi.
Sá sem skuldar 100kr þarf að borga 130kr. ( 30% verðbólga )
Þó lántakinn sem eignaðist 100kr eigi bara 70kr að verðgildi.
Îsland land fjármagnseigenda.
Benedikt (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 19:39
Ætli orð viðskiptaráðherra verði ekki að skoðast í því ljósi að hann hafði væntanlega hönd í bagga með að ákvarða hvernig gengið var frá bankaskiptingunni. Hafi hann ekki gert ráð fyrir þessum afföllum af lánasöfnunum þá skil ég það vel að hann sé rauður um eyrun.
En það á ekki að hlusta á þetta raus. Á meðan Gylfi gefur ekki upp hvernig samningarnir um skiptingu bankanna voru úr garði gerðir þá getur hann haldið hverju sem er fram. Það fær jú enginn að vita hvernig bankarnir standa raunverulega.
En takið saman í huganum þann mergjaða her af álitsgjöfum sem núna hefur hæst um þá mannvonsku heimsins, að bankar þurfi að gefa upp á bátinn ólögmætar kröfur á hendur venjulegu fólki. Hvar var þessi mannskapur þegar heilar og hálfar þjóðarframleiðslur voru afskrifaðar hjá þeim sem virkilega bera ábyrgð á hruninu? Hvað varð þá um sleggjudóma eins og að "skuldir þarf að greiða".
Það eru með öðrum orðum til tvær gerðir af "afskriftum" í bókum bankana. Þær sem almenningur fær, en þær rústa jú augljóslega velferðarkefið og hækka skattana og svo þær sem fjárglæframenn fá en þær hafa ekki áhrif á neitt.
Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 21:11
Benedikt er með þetta. Ekki sama hvort leiðréttar eru skuldir Jóns eða séra Jóns (Ásgeirs).
Sigurður Sigurðsson, 23.6.2010 kl. 21:21
maður er alvarlega farin að íhuga að hætta að borga af lánunum sínum ef þessi vitleysa endar fjármála stofnunum í hag þá er bara eitt eftir HÆTTA AÐ BORGA
Georg (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 21:31
hjartanlega sammála og það að færri gjaldþrot verði og að almenningur hafi meira milli handanna verður innspýting í hagkerfið.
Brjánn Guðjónsson, 23.6.2010 kl. 22:03
Minni á að Landsbankinn hagnaðist um 14 þúsund milljónir í fyrra, Arion Banki um 13 þúsund milljónir og Íslandsbanki um 24 þúsund milljónir!
Baldur Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 22:12
held þú hafir hitt naglann á höfuðið með eigendurna og arðinn :) ... það er nefnilega þannig að gráðugir geta ekki látið af græðgi sinni - þess vegna verður maður í lífinu að passa sig að verða aldrei gráðugur, því það er mannskepnunni erfitt að láta af þeirri synd.
einmitt, gróðinn er enn til staðar! ég myndi helst vilja sjá að þeir hefðu ekki grætt krónu í fyrra ... en kannski er eina leið okkar til að ná fram réttlætinu að sækja það sjálf - fara inn í bankana og þvinga helv. liðið til að fara að lögum! eða hreinlega bara ræna helv. bankana og deila út til almennings! Hrói var ekki slæmur ;)
Andrea J. Ólafsdóttir, 23.6.2010 kl. 22:30
Andrea það væri ekki rán heldur værum við að sækja eigur okkar. Sem þeir hafa stolið af okkur.
Sigurður Sigurðsson, 23.6.2010 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.