Leita í fréttum mbl.is

Fréttatilkynning frá Hagsmunasamtökum heimilanna vegna gengistryggđra lána

Mig langar ađ birta hér fréttatilkynningu frá Hagsmunasamtökum heimilanna vegna viđbragđa fjármálafyrirtćkja viđ dómi Hćstaréttar um gengistryggđ lán auk leiđbeininga til lántaka. 

---

Fréttatilkynning frá Hagsmunasamtökum
heimilanna vegna gengistryggđra lána

Hagsmunasamtök heimilanna hvetja allar lánastofnanir, sem veitt hafa lán er gćtu falliđ undir dóma Hćstaréttar nr. 92/2010 og 153/2010, ađ stöđva allar innheimtuađgerđir vegna ţeirra lána hvort heldur ţau voru veitt til einstaklinga eđa fyrirtćkja.  Ađ minnsta kosti skal takmarka innheimtu viđ upphaflega greiđsluáćtlun, ţ.e. án allra breytinga á gengi.

Forráđamenn fjölmargra fjármálafyrirtćkja hafa komiđ fram í fjölmiđlum, lýst lán síns fyrirtćkis vera öđruvísi en ţau lán sem fjallađ var um í dómum Hćstaréttar og dómana ţví ekki ná til ţeirra.  Samtökin furđa sig á ţessum yfirlýsingum, ţar sem dómar Hćstaréttar eru mjög afdráttarlausir varđandi ólögmćti gengistryggingar.  Í dómsorđi međ dómi nr. 153/2010 segir m.a.:

Taliđ var ađ samningur ađila bćri skýrlega međ sér ađ hann vćri um lán í íslenskum krónum. Kaupverđ bifreiđarinnar og mánađarlegar greiđslur voru tilgreind í íslenskum krónum. Ţá kom berum orđum fram ađ íslensk fjárhćđ hverrar afborgunar ćtti ađ breytast eftir gengi á ţeim erlendu myntum, sem miđ var tekiđ af. Af ţessum sökum var taliđ ótvírćtt ađ samningur ađilanna vćri um skuldbindingu í íslenskum krónum og félli hann ţví undir reglur VI. kafla laga nr. 38/2001..

..Taliđ var ađ vilji löggjafans kćmi skýrlega fram í ţví ađ í orđum 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 vćri eingöngu mćlt fyrir um heimild til ađ beita tilteknum tegundum verđtryggingar, en ţar vćri ekkert rćtt um ţćr tegundir sem óheimilt vćri ađ beita. Lög nr. 38/2001 heimiluđu ekki ađ lán í íslenskum krónum vćru verđtryggđ međ ţví ađ binda ţau viđ gengi erlendra gjaldmiđla. Ţá vćru reglur 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 ófrávíkjanlegar, sbr. 2. gr. laganna, og yrđi ţví ekki samiđ um grundvöll verđtryggingar, sem ekki vćri stođ fyrir í lögum.

Hagsmunasamtök heimilanna geta ekki skiliđ ţessi dómsorđ á nokkurn annan hátt, en ađ öll lán ţar sem höfuđstóll lánanna er tilgreindur í íslenskum krónum hvađ sem varđar ađra útfćrslu á lánssamningum teljist skuldbinding í íslenskum krónum.  Um ţetta verđur vafalaust deilt, en ţar til úr ţeim deilum hefur veriđ leyst, ţá skal túlka samninginn neytandanum í hag.  Kemur ţetta skýrt fram í töluliđ b í 36. gr. laga nr. 7/1936, samningalaga, sem hljómar svona:

[36. gr. b. Skriflegur samningur, sem atvinnurekandi gefur neytanda kost á, skal vera á skýru og skiljanlegu máli. Komi upp vafi um merkingu samnings sem nefndur er í 1. mgr. 36. gr. a skal túlka samninginn neytandanum í hag.
[Regla 2. málsl. 1. mgr. gildir ekki ţegar ađilar eđa stofnanir sem hafa ţađ hlutverk ađ vernda neytendur geta gripiđ til ađgerđa samkvćmt landslögum til ađ fá úr ţví skoriđ hvort samningsskilmálar sem ćtlađir eru til almennrar notkunar séu ósanngjarnir.]1)]2)
   1)L. 151/2001, 1. gr. 2)L. 14/1995, 3. gr.

Lögin segja hér beinum orđum ađ vafi skuli vera túlkađur lántaka í hag.  Hagsmunasamtök heimilanna gera ţá kröfu til fjármálafyrirtćkja ađ bókstafur laganna sé virtur.  Hafa skal í huga ađ ákvćđi 36. gr. laga nr. 7/1936 var innleitt í íslensk lög til ađ uppfylla tilskipun 93/13/EBE frá 5. apríl 1993 um ósanngjarna skilmála í neytendasamningum.  Hér er ţví um samevrópskar reglur ađ rćđa.

Burt séđ frá öllum lagalegum atriđum, ţá liggja bćđi siđferđisleg og viđskiptaleg sjónarmiđ fyrir ţví ađ innheimtu lána sé frestađ eđa takmörkuđ viđ upphaflega greiđsluáćtlun.  Viđskiptasamband fjármálafyrirtćkja og viđskiptavina ţeirra hefur beđiđ verulegan hnekki međ dómum Hćstaréttar.  Fjármálafyrirtćkin hafa mörg sýnt viđskiptavinum sínum ótrúlega óbilgirni og á síđustu dögum fyrir dómsuppkvađningu, ţá gekk sú harka fram úr hófi.  Nú telja Hagsmunasamtök heimilanna komiđ ađ ţví ađ fjármálafyrirtćki taki nokkur skref til baka og hugsi sinn gang.  Hvert er ţađ viđskiptasamband sem fyrirtćkin vilja hafa viđ viđskiptavini sína og hvernig geta ţau bćtt fyrir ţann skađa sem ţau eđa forverar ţeirra hafa valdiđ viđskiptavinum sínum međ ólöglegum lánveitingum, ólöglegum innheimtum og ólöglegum ađförum ađ ekki sé talađ um ađra og alvarlegri ţćtti.

Hagsmunasamtök heimilanna vilja í ljósi tveggja annarra Hćstaréttardóma sem kveđnir voru upp 16. júní 2010, ţ.e. dóma nr. 347/2010 og 315/2010, benda á ađ lántaki getur skađađ stöđu sína međ fyrirvaralausri stöđvun greiđslu af lánum án ţess ađ sannanleg samskipti séu í gangi milli lántaka og lánveitanda.  Í fyrra málinu hélt lántaki lánveitanda vel upplýstum um gerđir sínar, tilgreindi ástćđur og gaf ţannig lánveitanda fćri á ađ bregđast viđ.  Hćstiréttur dćmdi lántaka í hag.  Í síđara málinu var greiđslu hćtt án fyrirvara og án ţess ađ lánveitanda vćri gefiđ fćri á ađ koma međ viđbrögđ.  Ţetta varđ til ţess ađ Hćstiréttur dćmdi lánveitanda í hag.  Lánveitandi var sá sami í báđum tilfellum.  Samtökin vilja ţví brýna fyrir lántökum ađ tilkynna lánveitanda um ástćđu greiđslustöđvunar, komi til hennar, eđa breytingu á greiđslutilhögun, s.s. ađ takmarka hana viđ upphaflegu greiđsluáćtlun.

Hagsmunasamtök heimilanna lýsa ađ lokum yfir vilja samtakanna til ađ koma til viđrćđna viđ fjármálafyrirtćki og stjórnvöld um hvernig leysa megi skuldavanda heimilanna.  Dómar Hćstaréttar frá 16. júní sýna ađ málflutningur samtakanna varđandi gengistryggđ lán var á rökum reistur.  Samtökin eru jafn sannfćrđ um ađ málflutningur ţeirra varđandi verđtryggđ lán er byggđur á traustum grunni.  Samtökin gera sér grein fyrir ađ vandi allra verđur seint leystur međ almennu samkomulagi, en sértćk skuldaađlögun og greiđsluađlögun mun nýtast mörgum af ţeim sem eftir standa.  Skora ţau ţví á fjármálafyrirtćkin og stjórnvöld ađ koma til viđrćđna viđ hagsmunaađila á neytendahliđinni um ţađ hvernig sé hćgt ađ leysa skuldavanda vel flestra heimila í landinu öllum ađilum til hagsbótar. 

Hagsmunasamtök heimilanna
www.heimilin.is

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţađ er eiginlega bara bráđfyndiđ ađ horfa upp á forsvarsmenn fjármálastofnana ţessa dagana. Guđni Rúnarsson toppar svo niđurlćginguna međ áköllum til ríkisvaldsins ađ höggva á hnútinn. Vandamáliđ er ađ ţađ er enginn hnútur! Ţađ er í mesta lagi slaufa og viđ vitum öll hvernig á ađ leysa slaufur.
Flest allir lögfrćđingar eru sammála um hvađ dómurinn ţýđir nema ţeir lögfrćđingar sem fá borgađ fyrir ađ vera á öđru máli. Dómurinn liggur nefnilega nokkuđ skýrt fyrir og spurningin er mestmegnis um framkvćmdina á leiđréttingunni.
Ef forsvarsmenn ţessara fyrirtćkja sjá svona marga hnúta afhverju hafa ţeir ţá ekki samband viđ ţá sem hafa unniđ fyrir neytendur og vinna ađ málinu međ ţeim? Vonast ţeir kanski eftir ađ fá betri niđurstöđu hjá stjórnvöldum?

Séra Jón (IP-tala skráđ) 22.6.2010 kl. 09:42

2 Smámynd: Ţórdís Bachmann

Marinó - mćtti biđja ţig, heimilin.is eđa Guđmund Andra ađ birta stađlađ bréf – sem allir geta sótt og sent fjármálafyrirtćkjunum sem ţeir skipta viđ – til ţess ađ fólk sé dekkađ inn fyrir ásmurđum innheimtukostnađi og ađförum?

Og ein fróm ósk: Mćtti ég biđja alla ađ standa saman um ađ sćkja okkar rétt núna – ekki bíđa ţar til einhverjir sem ganga bara erinda andskotans hrifsa hann af okkur – einu sinni enn.

Gerum ţađ – ég biđ ykkur.

Ţórdís Bachmann, 22.6.2010 kl. 10:39

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mig langar ađ benda á, ađ samkvćmt íslenskum rétti, ţá gildir sú regla ađ allt sé óbreytt sem ekki er breytt međ dómi. Dómurinn breytti gengistryggingarákvćđinu og engu öđru, ţađ ţýđir ađ allt annađ er óbreytt. Ađ halda ţví fram ađ ţetta sé óljóst er aumingjalegur útúrsnúningur lögfrćđinga sem halda ađ ţeir geti gert upp fáfrćđi.

Marinó G. Njálsson, 22.6.2010 kl. 16:05

4 identicon

ég vil birja á ađ hrósa ţér Marinó, ég fylgist oft međ ţví sem hér fer fram og er ţađ yfirleitt sett fram á mannamáli, en eftir ađ dómur féll í lánamálunum velti ég fyrir mér hvenćr nćsti tímapunkur verđur ţ.e. verđur ţessu velt afram í fjölmiđlum ţangađ til ađ allir eru komnir međ ógeđ og helmingi fleirri farnir á hausinn eđa er eitthver frestur?.

mér finnst vanta ađ fólk standi meira saman og láti ekki valta yfir sig meira. Kv. Eyjólfur.

Eyjólfur Ţ.Ingvarsson (IP-tala skráđ) 22.6.2010 kl. 22:54

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 1681301

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband