Leita í fréttum mbl.is

Ótrúlegur misskilningur um áhrif vaxtalaga

Mér virðist vera í gangi einhver misskilningur um áhrif vaxtalaga nr. 38/2001 á vaxtakjör hinna fyrrum gengistryggðu lána.  Í Fréttablaðinu í dag eru vangaveltur um að menn geti notað vexti Seðlabankans.  Það er ekkert í vaxtalögunum sem leyfir það á neytendahliðina, eingöngu vegna vaxta sem kröfuhafar þurfa að greiða komi til endurgreiðslu (18.gr.).  Auk þess verndar 36. gr. samningalaga, nr. 7/1936, neytendur en þar er tilgreint, að eingöngu sé hægt að víkja ákvæðum samnings til hliðar sé það neytendum til hagsbóta.  Sjá nánar síðustu færslu mína:  Skuldauppgjör er einfalt í mínum huga - Öll gengistryggð lán undir
mbl.is Bíða enn í óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var ekki akkúrat þriðji dómur Hæstaréttar með þetta ḱýrskýrt;

"Dómari þessa máls er í einu og öllu sammála þeirri niðurstöðu sem er svo skýrlega orðuð í þessum dómi.  Telur hann m.ö.o. að ekki sé heimilt að reikna fjárhæð skuldar varnaraðila með þeirri hækkun sem sóknaraðili reiknar vegna breytinga á gengi jens og svissnesks franka gagnvart íslenskri krónu.  Telur hann að miða verði við upphaflegan höfuðstól auk áfallinna vaxta, en að ekki sé heimilt að reikna annars konar verðtryggingu í stað gengisviðmiðunar.  

Hér það svart á hvítu og enginn vafi.  Gengistryggingin er ólögleg og ekkert annað kemur í staðinn.  Lánin munu ekki taka verðtryggingu eða fá á sig himin háa óverðtryggða vexti."

Þorsteinn (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 11:03

2 Smámynd: Gunnar Borgþór Sigfússon

Sæll Marinó. Hafðu hjartans þakkir fyrir alla þá hjálp og baráttu sem þú hefur lagt á þig fyrir okkur skuldara þessa lands. Maður getur sofið rólegur núna. En hvað nú? Heldur þú að bankarnir borgi okkur dráttavexti á ofborgað lánið? það væri réttlætanlegt því ekki hefðum við sloppið við dráttarvexti ef við vorum í vanskilum.

Gunnar Borgþór Sigfússon, 19.6.2010 kl. 11:26

3 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Þú átt miklar þakkir skildar fyrir þitt óeigngjarna starf í þágu almennings í landinu, fálkaorðan væri það minnsta sem þú ættir skilið fyrir vinnu þína

Steinar Immanúel Sörensson, 19.6.2010 kl. 11:47

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Steinar, ekki er ég að sækjast eftir þeirri vegtyllu, en takk fyrir hlý orð.

Gunnar, mér finnst ákvæði vaxtalaganna nokkuð ótvíræð.  Kröfuhafi skal endurgreiða ofteknar greiðslu með vöxtum í samræmi við vaxtaákvæði Seðlabankans.  Mér er hins vegar slétt sama hvort ég fái einhverja dráttarvexti eða ekki.  Ég óskaði eftir réttlæti og sanngirni og vona að ég fái það.

Marinó G. Njálsson, 19.6.2010 kl. 11:57

5 identicon

Þetta er rétt hjá þér Marinó.

18. gr. Ef samningur um vexti eða annað endurgjald fyrir lánveitingu eða umlíðun skuldar eða dráttarvexti telst ógildur og hafi endurgjald verið greitt ber kröfuhafa að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur þannig ranglega af honum haft. Við ákvörðun endurgreiðslu skal miða við vexti skv. 4. gr., eftir því sem við getur átt.

4. gr. Þegar greiða ber vexti skv. 3. gr., en hundraðshluti þeirra eða vaxtaviðmiðun er að öðru leyti ekki tiltekin, skulu vextir vera á hverjum tíma jafnháir vöxtum sem Seðlabanki Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum óverðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum og birtir skv. 10. gr. Í þeim tilvikum sem um verðtryggða kröfu er að ræða skulu vextir vera jafnháir vöxtum sem Seðlabankinn ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum verðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum og birtir skv. 10. gr.

Almennir vextir óverð-

tryggðra skuldabréfalána

skv.10.gr.laga nr.38/2001

General interest non-indexed loans

acc.to Act 38/2001 Art.10

%

jún.10 8,25

maí.10 8,50

apr.10 8,50

mar.10 8,50

feb.10 8,50

jan.10 8,50

des.09 9,00

nóv.09 10,50

okt.09 10,50

sep.09 10,50

ágú.09 10,50

júl.09 10,50

jún.09 10,50

maí.09 18,00

apr.09 19,00

mar.09 19,00

feb.09 20,00

jan.09 21,00

des.08 21,00

nóv.08 15,00

okt.08 18,50

sep.08 18,50

ágú.08 18,50

júl.08 18,50

jún.08 18,50

maí.08 18,50

apr.08 16,50

mar.08 16,50

Lögin eru skýr um þetta og allar upplýsinga til staðar. Það ætti að vera lítið mál að klára þetta strax eftir helgi.

Er ganga í dag kl. 14 frá hlemmi niður Laugaveg á vegum HH?

Heyrði um þetta einhverstaðar en ekki séð neitt auglýst.

Toni (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 12:20

6 Smámynd: Gunnar Borgþór Sigfússon

Já Marinó það er rétt hjá þér, dráttavextir eða ekki skipta ekki öllu máli. Maður má ekki missa sig í heift til þessara stofnana og starfsfólks sem maður treysti í blindni en er reynslunni ríkari.

Gunnar Borgþór Sigfússon, 19.6.2010 kl. 12:20

7 identicon

Ég samgleðst virkilega fólki sem nú getur ef til vill í langan tíma litið upp úr sortanum. Það hlýtur að hafa verið hræðilegt að sitja undir því að vera missa allt. Hagmunasamtökin mega samt ekki gleyma því að berjast fyrir leiðréttingu verðtryggðra lána, því hækkun þeirra er mjög ósanngjörn sérstaklega þegar til þess er tekið að bankarnir tóku stöðu gegn krónunni. Fyrir þremur árum tók ég 12.8 miljón króna verðtryggt lán. Núna hefur greiðslubyrðin aukist um 30 þúsund á mánuði, og lánið stendur í 20 miljónum. Ég sit sem sagt uppi með 7.2 miljónir í mínus fyrir utan það sem ég er búinn að greiða á þessum þremur árum.

Valsól (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 14:09

8 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Þetta er einfalt við skoðun lagabókstafsins. Neytendur geta farið fram á að samningurinn standi óhaggaður og verði efndur utan óréttmæts samningsskilmála, gengistryggingarákvæðis. Það er réttur okkar sbr. 36.gr. samningalaga.

Lánveitanda er óheimilt skv. 14. gr. laga um neytendalán að innheimta hærri lántökukostnað en sem nemur árlegri hlutfallstölu kostnaðar sem kynntur var í upphafi samnings. Breyting á umsömdum vöxtum skv. markaði eða ákvörðun Seðlabanka, sem og lögmæt verðtrygging er það eina sem má hafa áhrif á heildarlántökukostnað samningsins. Seðlabankinn ræður ekki LIBOR vöxtum, sem er vaxtaviðmið margra þessara samninga, heldur bankamarkaður í London. Samningarnir fólu ekki í sér gildandi verðtryggingarákvæði laga.

Ég sé ekki að stjórnvöld geti sett, né ættu að setja lög sem breyta eðli samninga afturvirkt eða núverandi stöðu þeirra. Til þess hafa þau varla heimildir.

Fjármögnunarfyrirtækin litu ekki til sanngirnissjónarmiða eða hóflegra aðgerða við innheimtu samningana undanfarin misseri og eiga ekki skilið að nota slík rök nú sér til framdráttar þegar neytendur eiga leik.

Sjá nánar mína hugleiðingu um þetta atriði hér: http://rlingr.blog.is/blog/rlingr/entry/1068984/

Erlingur Alfreð Jónsson, 19.6.2010 kl. 14:46

9 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Menn virðast gleyma því að það er enn möguleiki fyrir lánstofnanirnar að græða á gengistryggðum krónulánum,  krónan þarf bara að styrkjast rosalega mikið á næstunni  en það var einmitt þeirra spá um að hún myndi halda áfram að styrkjast út í það óendanlega sem fékk fólk til að taka þessa lán. 

Mér finnst líka rétt að benda á að ef gengi ISK hefði haldið áfram að styrkjast og evran væri nú 70 kr hefðu lánastofnanir getað höfðað mál og þannig hirt gróðann af því . Í raun má því halda fram að fyrst lögfæðingar bankanna voru búnir að reifa þann möguleika að lán þessi væru ólögleg áður en gengið féll,  þá hafi  í raun alltaf staðið til að hirða gróðann með málferlum. 

Guðmundur Jónsson, 19.6.2010 kl. 15:34

10 identicon

Marínó

Er mögulegt að þú sért að misskilja efni 18. greinarinnar og vísunina í 4. grein laganna nr. 38/2001? Vísunin í viðmiðunarvexti eða verðtryggingu í lögunum viðrist vera til að finna út hvað teljist ofteknir vextir, ekki viðmiðun um vexti á endurgreiðslukröfur lántakenda.

Þetta sést ef lesin er skýringin í greinargerð með frumvarpinu. Þar er vísað í að fyrri hluti greinarinnar sé samhljóða 28. greininni í fyrri lögum (25/1987). Þar er greinin í heild svohljóðandi: 

"Ef samningur um vexti eða annað endurgjald fyrir lánveitingu eða umlíðun skuldar eða dráttarvexti telst ólögmætur er sá samningur ógildur og hafi endurgjald verið greitt ber kröfuhafa að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur þannig ranglega af honum haft. Oftekna vexti fram að gjalddaga skuldar skal þá miða við það sem er umfram hæstu auglýstu útlánsvexti viðskiptabanka og sparisjóða á hliðstæðum lánum á þeim tíma er til skuldar var stofnað."

Seinni liðurinn hér er alveg skýr. Vaxtaviðmiðunin er til að skýra hvað teljast ofteknir vextir og hvað lánastofnun getur heimt með réttu ef samningur er ógildur. Þetta er sumsé ekki tilvísun í vaxtakröfu sem lántakendur geta gert heldur viðmun fyrir uppgjör. Hún er orðin mun hagstæðari skuldurum og óhagstæðari lánastofnunum í lögunum frá 2001 en fyrri lögum frá 1987 en efnislega er verið að fjalla um það sama sýnist mér.

Ef ætlunin hefði verið að fella alveg niður viðmiðun við vexti vegna uppgjörs endurgreiðslna ólögmætra lána en taka þess í stað upp ákvæði um vaxtaálag á endurgreiðslukröfur lántakenda er öruggt að það hefði verið skýrt sérstaklega í greinargerð með frumvarpinu og rætt á Alþingi. Hvorugt var gert.

Arnar (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 21:26

11 Smámynd: Elle_

Vil benda á frétt með orðum þess röska manns, talsmanns Samtaka lánþega:

Lánasamningarnir sem slíkir voru nefnilega ekki dæmdir ólöglegir. Þeir standa óhaggaðir og rétt eins og fjármálafyrirtækin hafa hamrað á undanfarin misseri, þá skulu samningar standa. 

Samningar skuli standa

Elle_, 19.6.2010 kl. 21:47

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Arnar, ég held þú hljótir að vera að misskilja hlutina. Taktu eftir að í lagagreinni í lögunum frá 1987 er verið að tala um endurgreiðslurétt skuldara, alveg eins og í núgildandi lögum.

Það er alveg óskiljanlegt hvernig þú snýrð þessu upp á einhvern meintan afturvirkan vaxtarétt lánastofnana sem gerði ólöglega samninga. Létu annaðhvort undir höfuð leggjast að lesa lögin um sig sjálfar, eða brutu þau vísvitandi (sem ég hallast frekar að.)

Theódór Norðkvist, 19.6.2010 kl. 22:04

13 identicon

@Theodór.

Ég tók einmitt eftir lagagreininni frá 1987 og því sem þar segir:

"Oftekna vexti fram að gjalddaga skuldar skal þá miða við það sem er umfram hæstu auglýstu útlánsvexti viðskiptabanka og sparisjóða á hliðstæðum lánum á þeim tíma er til skuldar var stofnað."

Hér er sumsé vaxtaviðmiðun, rétt eins í núgildandi 18. grein sem tók við af henni, en hún snýr um það við hvaða skuli miðað þegar lánastofnanir endurgreiða. Séu vextir eða "annað endurgjald" ólögmætt er ekki þar með sagt að annað endurgjald eða vextir falli alveg niður heldur er vísað í viðmiðun. Endurgjald gengistryggðu lánanna byggðist á tveimur þáttum, eins og íslenskra verðtryggðra lána, þ.e. annars vegar vaxtaþættinum og hins vegar tryggingarþætti sem var annars vegar gengisþróun viðmiðunarmynta og hins vegar þróun neysluverðsvísitölu. Hefði vaxtaþátturinn en ekki tryggingarþátturinn verið dæmdur ólöglegur er ólíklegt að nokkur héldi því fram að þar með væru viðkomandi lán vaxtalaus en tækju aðeins breytingu miðað við tryggingar. Spurningin sem bent er á að ekki hafi verið svarað er einfaldlega hvernig farið er með lán þar sem tryggingarþátturinn er settur upp með ólöglegri viðmiðun. Ég held að á þessari stundu sé ekki sanngjarnt gagnvart skuldurum að gefa sér niðurstöðu í því. Efni laganna virðist ekki gefa tilefni til þess.

Arnar (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 22:23

14 Smámynd: Theódór Norðkvist

Skil þig, en 3.-4. gr. nýju laganna mælir á móti þessu:

II. kafli. Almennir vextir.


3. gr. Almenna vexti skal því aðeins greiða af peningakröfu að það leiði af samningi, venju eða lögum. Vexti skal greiða frá og með stofndegi peningakröfu og fram að gjalddaga.


4. gr. Þegar greiða ber vexti skv. 3. gr., en hundraðshluti þeirra eða vaxtaviðmiðun er að öðru leyti ekki tiltekin, skulu vextir vera á hverjum tíma jafnháir vöxtum sem Seðlabanki Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum óverðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum og birtir skv. 10. gr. Í þeim tilvikum sem um verðtryggða kröfu er að ræða skulu vextir vera jafnháir vöxtum sem Seðlabankinn ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum verðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum og birtir skv. 10. gr.

Hundraðshluti vaxtanna í gengistryggðu lánasamningunum var yfirleitt tiltekinn. Orðalagið í ákvæðinu hér að ofan kveður skýrt á um að ákvæðið um almenna vexti af láni eigi aðeins við þegar ekki kemur fram í lánasamningnum hvernig vextir skuli reiknaðir.

Theódór Norðkvist, 19.6.2010 kl. 22:28

15 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ein lagaflækja í viðbót.

Í athugasemd við 18. gr. nýju laganna (sem kveður á um endurgreiðslu til lántaka) segir:

Fyrri málsliður þessarar frumvarpsgreinar er samhljóða 1. málsl. 28. gr. gildandi vaxta laga. Hér er mælt fyrir um það að teljist samningur um vexti eða annað endurgjald fyrir lán veitingu eða umlíðun skuldar eða dráttarvexti ólögmætur sé sá samningur ógildur og hafi endurgjald verið greitt beri kröfuhafa að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur þannig ranglega af honum haft. Þá segir að við ákvörðun endurgreiðslu skuli miða við vexti skv. 4. gr., eftir því sem við geti átt.

Þarna kemur skýrt fram að greinin er aðeins samhljóða 1. málslið 28. gr. fyrri laganna. M.ö.o. þá er greinin sem Arnar byggir sinn rökstuðning á felld úr gildi með lögunum frá 2001.

Theódór Norðkvist, 19.6.2010 kl. 22:45

16 identicon

Þú átt alveg skilið hlý orð.. og jafnvel vegtyllu!  Rétt eins og Guðmundur Andri, Þórdís og fleira gott fólk sem hefur verið óþreytandi í baráttunni.

Oddný H. (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 22:54

17 identicon

Ég þarf að bíta í mig kjark áður en ég horfi á fréttatíma eftir að dómurinn féll. Ég bíð enn eftir því að í ljós komi yfirsjón sem þýði að allt verði eins og fyrir dóm. Mér var til að mynda óendanlega létt þegar ekkert var fjallað um málið í kvöldfréttum RÚV.

Fer reglulega hingað inn til að fullvissa mig um að við lántakendur séum með vindinn í bakið - eftir fárviðrið sem við höfum haft í fangið undanfarin ár. Verður samt alltaf hugsað til manns sem ég kannaðist við. Hann svipti sig lífi í fyrra eftir að fjármögnunarfyrirtækið hafði hirt af honum lifibrauðið.

Baldur Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 23:18

18 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Maður skreppur frá hálfan dag og allt orðið fullt

Arnar, ég tel mig ekki vera að misskilja neitt og fékk reyndar tölvupóst frá lögfræðingi í dag, sem sagði lagatúlkun mína "spot on".

Guðmundur, sá möguleiki að lánastofnanir græði á þessu er alls ekki langsóttur.  Hann felst í fjármögnuninni.  Hvernig fjármagna fyrirtækin þessi lán?  Þau sem taka við innlánum fjármagna þau m.a. með óverðtryggðum innlánum sem bera nánast enga vexti.  Slík innlán verða til staðar um aldur og ævi.  Í framtíðinni munu dómar Hæstaréttar leiða til lægri innlánsvaxta á öllum reikningum nema fyrirtækin finni leið til að hækka vexti lánanna.  Látum ekki blekkjast á því að þetta verði fyrirtækjunum dýrt til frambúðar.  Það er bæði órökstutt og ósannað.

Marinó G. Njálsson, 20.6.2010 kl. 00:27

19 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Marinó,

Mér sýnist lögfræðingar sammála þessu, sbr. http://www.ruv.is/frett/segir-umraedu-um-vaxtakjor-ranga  Gengistrygginging var ólögleg en ég sé ekki að restin af samningunum eigi ekki að standa óhögguð.  Fjármálafyrirtæki verða einfaldlega að axla ábyrgð á því að bjóða ólöglegar gengistryggingar og þær falla út.  Annað stendur eftir. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 20.6.2010 kl. 18:20

20 identicon

Sæll Marinó - ég vil leyfa mér að taka undir hvatningarorð og hrós fyrir að standa þig í baráttunni - en þar er grundvallarmál að hafa hlutina rétta.

Málið er að þetta er allt lagaströggl um orðana hljóðan.  Nú man ég ekki návkæmlega hvernig mín lán hljóðuðu en þar sem um var að ræða myntkörfu hljóta þau að hafa hljóðað einhvern vegin á þessa leið, mjög einfaldað:

"vextir skulu vera x% yfir LIBOR vöxtum í viðkomandi mynt"

Nú, LIBOR vextir Jens og Svissneska frankans voru mjög lágir og því var fólk almennt að græða á þessu brölti - en ef það verður dæmt ólöglegt að tengja við JPY og CHF - breytist þá ekki viðkomandi mynt í ÍSK og ef ekkert annað breytist í samningnum þá verði að miða við LIBOR vexti á ISK - nánast vaxtamiðmiðun Seðlabankans?

Annað:  Það er bara búið að dæma í tveimur eða þremur málum vegna bílalána - enn á eftir að lána vegna "almennra lána"

Ég tók árið 2004 lán í EUR,USD,JPY og CHF - og n.b. það var greinilegt að ég tók lánið í þessum myntum - þ.e. ég fékk lánið og fékk sölukvittun fyrir viðkomandi gjaldeyri samdægurs - og með greiðslukvittun á viðkomandi gjaldaga fékk ég nótu fyrir kaupum á viðkomandi mynt. 

Já, eftir á að hyggja var bankinn greinilega að fara framhjá lögunum - en íslensk lagahefð hefur hingað til verið að svo lengi sem þú finnur leið fram hjá lögunum en brýtur þau ekki þá ertu sloppinn.  Ég verð að viðurkenna að ég sé almennu lánin ekki falla eins og bílalánin.

Enda sé ég ekki af hverju það ætti að gera eitthvað meira í mínu láni en búið er að gera!  Þegar ég breytti skilmálum að láninu nú í febrúar hafði ég grætt 3-600.000 miðað við að hafa tekið íbúðarsjóðslán.

Og já - með það - einhverjum finnst svakalega ósanngjarnt að þurfa að borga hærri lán vegna hækkunar vísitölu.  En þetta er bara staðreyndin sem við þurfum að búa við- við lifum ekki með venjulega íslenska krónu - við erum búin að búa við verðtryggða íslenska krónu í áratugi - þannig er það bara.  Margar kynslóðir eru búnar að lifa við þetta - yfirleitt við verri skilyrði en við - en þetta er lífið. Hinir kostirnir eru að nota miklu, miklu hærri vexti eða þá að taka upp aðra mynt á Íslandi.

Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 1680018

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband