16.6.2010 | 19:24
Almenningur á inni afsökunarbeiðni frá stjórnvöldum
Í heil 9 ár hafa verið í gildi lög nr. 38/2001 um vexti og verðbætur. Þessi lög tiltóku skýrt og greinilega að eina verðtrygging sem heimil væri á Íslandi væri samkvæmt vísitölu neysluverðs og hlutabréfavísitölum innlendum og erlendum. Þrátt fyrir þetta hefur gengistrygging viðgengist í lánasamningum mest allan þennan tíma. Fjármálaeftirlit, Seðlabanki Ísland og viðskiptaráðuneyti hafa látið þetta viðgangast án afskipta. Nú hefur Hæstiréttur staðfest að lögin hafi verið skýr allan tímann og að vilji löggjafans hafi verið að gengistrygging væri ólögleg.
Mér finnst að stjórnvöld skuldi almenningi afsökunarbeiðni. Mér sýnist einnig að þeir aðilar innan FME, Seðlabankans og ráðuneytisins, sem höfðu með þessi mál að gera ættu að huga að stöðu sinni. Hæstiréttur er með dómi sínum að setja verulega ofan í við þessa aðila. Hann er að benda þeim á, að þeir unnu starf sitt ekki nógu vel, þar sem þeir leyfðu fjármálafyrirtækjum að bjóða upp á ólöglega afurð. Ætli það séu fleiri ólöglegar afurðir sem leyndast í safni þessara fyrirtækja, sem FME og fleiri ættu að vera búnir að stoppa fyrir löngu? Þurfum við að bíða eftir Hæstarétti til að stöðva það?
Hefur áhrif á almenn viðskipti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Einmitt. Maður veltir fyrir sér hvert sé raunverulegt erindi hins opinbera, stjórnvalda og eftirlitsaðila, bæði fyrir og eftir hrun þegar Hæstiréttur hefur í raun og veru staðfest að sjálftekið veiðileyfi fjármálafyrirtækjanna á almenning hafi verið glórulaustu lögbrot.
Þessi stjórn hefur glatað því litla trausti sem hún hafði en Hæstiréttur hefur e.t.v. endurheimt eitthvað traust.
TH (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 19:53
Vil endilega ítreka það nú sem ég skrifað í þessa vefsíðu fyrir langa löngu, Marinó, að fólk kvartaði yfir hinum ólöglegu gengistryggðu lánum til ÚRSKURÐARNEFNDAR UM FJÁRMÁLAFYRIRTÆKI Í FME og ég var ein af þeim og EKKERT kom út úr þvi. Málinu var HAFNAÐ. Þeir rukkuðu fyrir það og bættist seinna á allavega kostnaður eins og fyrir lögmannsgjald. Neytendastofa gat heldur EKKERT NEMA HAFNAÐ þar sem lögin féllu ekki undir þeirra svið. Hvílík svívirða.
Elle_, 16.6.2010 kl. 19:58
Elle: Hreint ótrúlegt.
Ert þú með þetta skriflegt svo hægt verði að sjá svör þessara manna?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 20:23
Já, Stefán, hef allt skriflegt bæði frá Neytendastofu og Úrskurðarnefndinni úr FME. Og Avant mátti víst ekki einu sinni vera með nein gengislán og voru þar að brjóta lög ennfremur og fyrir utan ólöglegu gengistrygginguna. Neytendastofa fer samkvæmt lögmanni þar ekki með mál innan lögsviðs um afleiðusamninga og vexti. Og það var eins og að lemja höfðinu utan í veggi að tala við Avant. En þeir héldu bara ótrauðir uppi alltof háum og ólöglegum rukkunum.
En það svæsnasta er að FME, og því íslenska ríkið, vissi vel um lögin: Það er sko FME sem veitir leyfið fyrir starfseminni um gengislán í fyrstunni og hefur þ.a.l. vel vitað að fjármálafyrirtæki voru að brjóta á skuldurum. Og hafa líka vel vitað ef Avant var ekki með leyfi. En gátu ekkert gert blessaðir nema HAFNA lögmætum kröfum skuldara gegn ólöglegum skuldum og sama hvað skuldarar máttu þola. Skuldarar ættu að krefjast SKAÐABÓTA fyrir lögbrot gegn þeim og allt tap.
Elle_, 16.6.2010 kl. 21:03
Það er komið upp úr dúrnum að þetta voru neytendalán og því á verksviði Neytendastofu að hafa eftirlit með höndum og afgreiða þau mál sem beint var til hennar um þessi lán. FME veitti þessum fyrirtækjum leyfi til að stunda eignaleigustarfsemi en virðist ekki eiga að hafa neitt eftirlit með því hvernig afurðir boðið er uppá í tengslum við þá starfsemi. En þetta virðist nú vera eins og svo oft í stjórnsýslunni þegar upp koma verulega erfið mál sem eru á gráu svæði, þá bendir hver á annan og málið heyrir ekki undir neinn. En til hamingju með daginn við öll.
Arnar (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.