8.6.2010 | 10:38
Þetta heitir að byrja á öfugum enda
Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, á sér hliðar vekja sífellt furðu mína. Hér er eitt atriði. Opinberir starfsmenn eiga að sætta sig við launafrystingu til ársloka 2014.
Ég hélt að væri einhver maður með púlsinn á ástandinu í þjóðfélaginu, þá væri það Árni Páll. Hefur hann ekki séð vanda heimilanna? Fattar hann ekki hvað þessi vandi er umfangsmikill? Ég segi að hann ætti að vita betur.
En skoðum samt þessa hugmynd og hvaða önnur skilyrði þyrftu að vera fyrir hendi til að hægt væri að framkvæma hana. Í mínum huga er það eftirfarandi:
- Afturvirk lækkun höfuðstóls verðtryggðra lána, þannig að á þau komi 4% þak á árlega verðbólgu frá 1.1.2008.
- Að verðbætur á lán verði afnumdar meðan launafrysting stendur yfir.
- Að Hæstiréttur komist að því að gengistrygging lána sé ólögleg og upphæð höfuðstóls þeirra fari niður í upprunalega lánsfjárhæð að frádregnum afborgunum síðan og ofteknum vöxtum.
- Að störfin í landinu verði varin. Ekki verði neinar fjöldauppsagnir hjá hinu opinbera meðan launafrysting varir.
- Launafrystingin nái einnig til æðstu embættismanna og kjörinna fulltrúa.
- Engar hækkanir skatta verði á tímabilinu (viðbót við listann kl 11.05)
- Gjaldskrár hins opinbera verði frystar (viðbót við listann kl. 11.05)
Ég gæti vafalaust nefnt fleiri atriði, en læt þessi duga til að byrja með hvað sem síðar verður.
Allar hugmyndir eru umræðunnar virði. Þessi jafnt sem aðrar. Hún bara vekur furðu mína í ljósi stöðu heimilanna og hve stjórnvöldum hefur gengið illa að snúa þeirri stöðu við.
Vill þjóðarsátt um launafrystingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 81
- Sl. viku: 276
- Frá upphafi: 1680564
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Stjórnmál virðast því miður fyrst og fremst snúast um ímyndarspuna. Sé hægt að bulla og þvaðra nóg, og kasta nógu mörgum tilgangslausum staðreyndum fram og kalla þær lausnir, virðist það duga til að almenningur samþykki gagnrýnislaust.
Þegar stjórnmálamenn sjá hvað almenningur gerir litlar kröfur til þeirra, ganga þeir á lagið.
Hrannar Baldursson, 8.6.2010 kl. 18:45
Veit ekki til hvers ég er að skrifa athugasemd og vera sammála síðasta ræðumann. Mörgu mætti bæta við, en ath. Hrannars dugar alveg.
Dingli, 8.6.2010 kl. 20:25
Þegar Árni Páll er að tala um launafrystingu - er hann þá að tala um kaupmáttarfrystingu eða að frysta upphæðina sem kemur í launaumslagið? Ef hann er að tala um hið síðarnefnda þá étur verðbólgan kaupmátt þeirra króna sem launþegar fá. Getur það verið meining hans?
Davíð Pálsson, 8.6.2010 kl. 22:39
Held að hann sé að meina upphæðina. Verðbólgan færi þá væntanlega hratt niður. Sum eða öll, breytt eða óbreytt, fleiri eða færri, af þeim atriðum sem Marinó nefnir verða þó að fylgja með.
Dingli, 9.6.2010 kl. 04:54
Sammála Marinó, ef bara er verið að tala um að frysta launatölu mun þetta þýða að allir sem eru með möguleika annarstaðar flýja land því í raun um gríðarlega kjaraskerðingu að ræða. Sérstaklega ef ekki er sett þak á verðbólgu, vexti og lánin leiðrétt. Öll millistéttin eins og hún leggur sig hverfur.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 9.6.2010 kl. 05:19
Sæll Marinó.
Langar að setja fram vangaveltur um lán einstaklinga og fyrirtækja sem þrotabú gömlu bankanna seldu nýju bönkunum með afslætti;
Nú er það þannig að ef þú sem einstaklingur selur eign þína þá þarf samþykki lánaeigenda (veðhafa)fyrir fyrir eignabreytingunni annars fer nafn þitt ekki af láninu.
Á líkan hátt hefði þrotabú gömlu bankanna þá ekki borið að afla samþykkis skuldarans (þín) fyrir sölu á skuldarviðurkenningu þinni, þar sem veðið var(er) á nafni gamla bankans. Bar honum ekki einnig að bjóða þér þann afslátt á skuldinni þinni sem nýja bankanum var boðið?
Hefur HH skoðað þennan vinkill?
Sigurbjörn Svavarsson, 9.6.2010 kl. 09:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.