4.6.2010 | 15:04
Umræða um persónukjör á villigötum
Ég verð að taka undir með Þór Saari, að þessi umræða um persónukjör er komin út í algjöra vitleysu. Snýst þetta virkilega um kynjamál, en ekki lýðræði. Það er minn lýðræðislegi réttur í dag að stroka út alla karla eða allar konur af þeim lista sem ég kýs. Ekki eru nein lög sem banna það. Af hverju halda femínistar að persónukjör verði konum óhagstætt? Hefur hrunið ekki einmitt sýnt að karlar eru mun duglegri við að koma sér í vafasama stöðu.
Mér finnst að kosningar eigi að snúast um að velja hæfustu einstaklingana, þ.e. horfa til þess sem fólk hefur milli eyrnanna, en ekki fótanna. Með fullri virðingu fyrir jafnréttissjónarmiðum, þá er lýðræðið æðra síðast þegar ég vissi. Ef skikka á fólk til að velja jafnmarga af hvoru kyni, þá er ekki lengur um lýðræðislegt val að ræða.
Persónukjör á að snúast um að hægt sé að velja hvaða frambjóðanda sem er af hvaða lista sem er. Hver kjósandi á að fá eitt atkvæði og síðan ræður hann hvort hann setur atkvæðið á einn lista í heild, dreifir því á fleiri lista eða velur einstakling(a) af einum eða fleiri listum. Atkvæði (í heild eða brotum) gefið lista eða einstaklingi á lista telur fyrir viðkomandi lista. Síðan ræðst röð einstaklinga innan listans af þeim atkvæðum sem einstaklingarnir fá. Áfram er ákveðið á svipaðan hátt og nú hvað hver listi fær marga menn kjörna í hverju kjördæmi. Frambjóðendur fá síðan kosningu eftir atkvæðaröð þeirra. Atkvæði greitt lista eingöngu, en ekki einstaklingi getur annað hvort fallið á einstaklinga eftir röð sem listinn ákveður eða telur ekki þegar kemur að því að raða einstaklingum innan listans, sem er líklegast réttlátari leið.
Ég tek það fram, að ég er sterkur jafnréttissinni en það er ekki alltaf hægt að horfa á allt í gegn um kynjagleraugu. Eina leiðin til þess er að hvert atkvæði væri tvískipt, þ.e. karlaatkvæði og kvennaatkvæði. Þannig fengju karlar alltaf helming atkvæðanna, líka frá femínistunum í VG, og konur alltaf helming, líka frá karlrembum Sjálfstæðisflokksins. Slíkt á samt ekkert skylt við lýðræði. Höfum það á hreinu.
Annars er þetta frumvarp um persónukjör handónýtt eins og ég skil það. Persónukjör á ekki að snúast um að flokkarnir geti flutt prófkjörin sín inn í kjörklefa alþingis- eða sveitastjórnarkosninga. Það á að snúast um að ég sem kjósandi geti valið þá sem ég treysti best til verksins, hvar sem viðkomandi er í flokki. Það er persónukjör, hitt er hefðbundin kosning með prófkjöri og er engin breyting frá því sem núverandi kosningalög leyfa, ef nógu margir kjósendur viðkomandi flokks eru tilbúnir að taka þátt í því. Samkvæmt núgildandi kosningalögum get ég endurraðað á lista þess flokks sem ég kýs. Eins og ég skil frumvarpið, þá er þetta enn ein aðferð flokkanna til að ráðskast með kjósendur og ríghalda í völdin. Flokkarnir óttast að missa völdin til fólksins. Með þessu frumvarpi er líka verið að gefa lýðræðisumbótum langt nef. Vonandi hafa kosningarnar um síðustu helgi bent forystusauðum stjórnflokkanna á, að eina leiðin fyrir þau til að komast inn á þing eftir næstu þingkosningar er að kjósendur geti valið frambjóðendur þvert á lista.
Lýðræðistal hjóm eitt" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þetta er alveg hárrétt hjá þér, frumvarpið er rugl og yfirvarp stjórnmálaflokka til að halda völdum og plata kjósendur - eins og þeir gera í dag með útstrikununum.
Svo hefur misritast hjá þér þar sem þú segir "enn ein aðferð flokkanna til að ráðgast með kjósendur" - ég reikna með að þú eigir við "að ráðskast með kjósendur"!
Kveðja og þakkir fyrir skeleggar skoðanir!
Ragnar Eiríksson
Ragnar Eiríksson, 4.6.2010 kl. 20:18
Ég hefði viljað sjá auðann reit á kjörseðlinum þar sem hægt væri að tilnefna tiltekinn fjölda fólks úr öllum flokkum.
Segjum svo að til dæmis kjósendum byðist að tilnefna skulum við segja í helming af framboðssætunum. Ef um væri að ræða 20 frambjóðendur, þá mætti kjósandinnn tilnefna allt að 10 nöfnum.
Kjósendur mættu tilnefna þá einstaklinga úr öllum framboðum á listanum, eins einhverja utan listans sem sannanlega tilheyra viðkomandi kjördæmi.
Síðan við úrvinnslu, þá er ég viss um að út kæmi allt önnur niðurstaða en núverandi kjörseðlahefð er. Gæti orðið spennandi útkoma.
Anna Kr. (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 11:28
Eina ásættanlega fyrirkomulagið er að frambjóðendur standi ekki á listum heldur bjóði sig fram sem einstaklingar. Frambjóðendunum væri þó heimilt, en ekki skylt, að gera grein fyrir flokkstengslum sínum á kjörseðlinum.
Hver kjósandi má veita jafnmörgum atkvæði og þingmanntala kjördæmisins gerir ráð fyrir.
Frambjóðendur í hverju umdæmi raðast á þingmannalistann í samræmi við fjölda atkvæða sem þeir hljóta.
Svanur Gísli Þorkelsson, 5.6.2010 kl. 14:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.