Leita í fréttum mbl.is

Skýrsla Seðlabankans vanmetur erfiðleika heimilanna

12. apríl sl. hélt Seðlabankinn málstofu, þar sem hagfærðignar hans kynntu þær niðurstöður, en hér eru kynntar.  Þá viðurkenndi Þorvarður Tjörvi Ólafsson, annar höfunda rannsóknar Seðlabankans að ýmislegt vantaði í tölurnar.  Hér fyrir neðan er færsla sem ég skrifaði daginn eftir.  Einnig hef ég endurbirt færslu sem ég skrifaði þann sama dag og má finna hana hér: Staða heimilanna er mjög alvarleg.

Stórfréttin sem hvarf - Um helmingur heimila nær varla endum saman

Mig langar að vekja aftur athygli á niðurstöðum rannsóknar Seðlabanka Íslands á skuldavanda heimilanna.  Ég skrifaði færslu um þetta í gær, Allt að helmingur heimila nær ekki endum saman með tekjum, en hún hefur nákvæmlega enga athygli vakið.  Allt tal snýst um Skýrsluna, sem gerir lítið annað en að staðfesta það sem hafði komið fram.

Hér eru nokkur atriði úr færslunni minni frá því í gær:

  • 34,5 % heimila ná, miðað við naumhyggjuframfærsluviðmið, varla endum saman um hver mánaðarmót.  Miðað við eðlilega framfærslu hækkar þessi tala í allt að 60%.
  • Hátt í 40% heimila (eða 28 þús. heimili) voru í febrúar á þessu ári í neikvæðri eiginfjárstöðu í húsnæði.  Þegar eingöngu er litið til ungs barnafólks (þ.e. elsti heimilismaður er innan fertugs), þá hækkar þessi tala í 60%.
  • 80% þeirra sem eru með ráðstöfunartekjur undir 150 þús. kr. á mánuði eru í það miklum vanda að frekari úrræða er þörf og 30% þeirra sem eru með ráðstöfunartekjur á bilinu 150 - 250 þús. kr.  Aftur skal hafa í huga að miðað er við naumhyggjuframfærsluviðmið.
  • A.m.k. 35% einstæðra forelda og 27% hjóna með börn þurfa frekari úrræði (báðir hópar líklega mun stærri, þar sem framfærsluviðmið SÍ eru kolröng).
  • Úrræði sem boðið hefur verið upp á hafa lítið slegið á vanda þeirra verst settu.  Í þeim hópi hefur eingöngu fækkað úr 26,1% heimila í 21,8% miðað við naumhyggjuframfærsluviðmiðin.

Það var kannski markmið Seðlabankans og stjórnvalda að boða þessar slæmu fréttir þegar athygli fjölmiðla og almennings var annars staðar.  A.m.k. tókst þeim vel upp í því að beina kastljósinu annað.  Ég auglýsi aftur á móti eftir ábyrgum fjölmiðlamönnum, sem vilja taka þetta mál upp.

 

 


mbl.is Staða heimilanna afar slæm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 211
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 192
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband