Leita í fréttum mbl.is

Niðurstaða héraðsdóms kallar á umbyltingu meðferðar skattalagabrota

Héraðsdómur Reykjavíkur sendir skýrskilaboð, hversu sátt sem við erum við þau:  Ekki verður dæmt tvisvar í sama broti, þó refsirammi fyrri dómsins (úrskurðar skattsins) hafi ekki tekið til hegningalagahluta brotsins.   Afleiðing af þessu er, að héðan í frá verður meiriháttar skattalagabrotum vísað til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og þau sótt af saksóknara, en ekki skattstjórum.  Svo sem ekkert nema allt gott um það að segja.

Það er visst áfall fyrir þá sem hefðu viljað sjá þessa kóna bak við lás og slá.  Þó þeir sleppi í þetta sinn, þá er af nógu að taka og reikna má með því að þeir fái sinn dóm síðar.  Það jákvæða við úrskurðinn er, að nú þarf að taka til í þessum þætti laganna og búa til heilstæðan refsiramma.  Í leiðinni má örugglega taka inn ýmis hvítflibbabrot, sem ekki hefur verið hægt að fá menn dæmda fyrir.


mbl.is Meintum brotum vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Þetta eru restar Baugsmálsins.

Þarf að kynna fyrir landsmönnum hvernig það byrjaði?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 1.6.2010 kl. 12:28

2 Smámynd: Svavar Örn Guðmundsson

Nei við vitum vel að það byrjaði með glæpsamlegu athæfi Jóns Ásgeirs og félaga....

Svavar Örn Guðmundsson, 1.6.2010 kl. 12:32

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er ótrúlegt ef lög landsins eru á þennan veg. Að ef menn eru svo heppnir að skatturinn komist fyrst í málið skuli ekki vera hægt að klára það fyrir dómstólum. Skatturinn getur einungis tekið á skattalagabroti en önnur brot falla niður.

Gunnar Heiðarsson, 1.6.2010 kl. 16:19

4 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

"Allt skal upp á yfirborðið. Hverju sandkorni skal velt við." Falleg orð en mega sín greinilega lítils.

Þráinn Jökull Elísson, 1.6.2010 kl. 16:28

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Gunnar, ég held að þetta sé blanda af einfeldni og því að menn hafa ekki þróað lögin vegna breytinga varðandi skilning og túlkun manna á mannréttindaákvæðum.  Vissulega á Hæstiréttur eftir að kveða upp sinn úrskurð og hann getur snúið úrskurði héraðsdóms.  Þó svo að það gerist, þá verður að skoða rannsókn og saksókn efnahags- og skattabrota og setja fyrir þann leka, sem þarna virðist vera.

Marinó G. Njálsson, 1.6.2010 kl. 16:30

6 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Svona eru lögin og þau eru réttlát enda ekki íslensk smíð. Svavar ertu virkilega svona vitlaus eða bara heilaþveginn? Hvers vegna heldur þú að ljóshærði maðurinn í Hádegismóum hafi sloppið við dómstólaleiðina? Af hverju fór hans mál til yfirskattanefndar en Baugsmanna til lögreglu? Ég er ekki að tala um þetta mál.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 1.6.2010 kl. 19:35

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þetta vissu útrásarsýkingarnir áður en þeir settu allt af stað.Sigurður lögfræðingur lagði strikið og ........prump.......... Maður sem ekur á 200 km hraða á svæði merktu 30  km hámark er OK, svo lengi sem löggan ekki nær honum.. Það er grunnurinn að veldi Baugsviðbjóðsins. Meðan löggan ekki stoppar vibbann, kemst hann upp með allan andskotann. Svo koma þessir landráðamenn og segja....hvers vegna stoppaði okkur enginn?

Hafi einhverjir áskilið sér slæman hausverk...............

Hlýtur að vera leiðinegt, en egnan vegin óbærilegt óþenkjandi svikaskítalöbbum,, að vera íslenskur, en geta samt aldrei hér eftir TALIST íslendingur.

Megi útsýnið duga þér ævilangt.. Sigurður.

Halldór Egill Guðnason, 2.6.2010 kl. 05:14

8 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Marinó,

Mér finnst þetta eðlilegt.  Ég sé ekki af hverju TVEIR opinberir aðilar eigi að geta sótt sama mál.  Ef um er að ræða smámál geta skattayfirvöld tekið á þeim, annars eiga þau að fara til saksóknara.  Mér finnst þetta sjálfsögð meðhöndlun.  Ef ég skil þetta rétt þá standa önnur mál í þessari málssókn gegn þeim félögum þar sem skattalagabrot voru aðeins hluti af pakkanum og þau brot var búið að ganga frá (eða dæma eða hvað svo sem skeði í þessu - þetta er fyrir löngu orðið manni ofviða að elta ólar við hver gerði hvað, hvenær og með hverjum!;) 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 2.6.2010 kl. 06:30

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta eru öugglega ekki einu lagabálkarini sen þarf að samræma og færa að nútímanum. Margt er í vinnslu og sumt afgreitt, en mikið er eftir.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.6.2010 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 212
  • Frá upphafi: 1

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 193
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband