Leita í fréttum mbl.is

Nú á nota fasteignir heimilanna til að endurreisa lífeyrissjóðina - Sjálfstæði Seðlabankans fer fyrir lítið

Ég verð að taka undir með greiningu Íslandsbanka að trúverðugleiki Seðlabankans beið hnekki.  Þetta var að vísu heldur illa varðveitt leyndarmál, að lífeyrissjóðirnir ættu að fá þessi skuldabréf.  A.m.k. hef ég vitað af því í nokkurn tíma.  Mánuð til að vera nákvæmari.  Mér var líka sagt að lífeyrissjóðirnir ættu að fá íbúðalánin á gjafvirði, en þeir myndu síðan innheimta þau að fullu!  Ég er alveg hættur að fatta þetta lið sem stjórnar landinu.  Heldur það virkilega, að heimilin geti reddað öllum sem klúðrað hafa sínum málum.

Annars er fróðlegt að lesa réttlætingu Seðlabankans fyrir því að farin var sú leið, sem ákveðin var af fjármálaráðherra fyrir langa löngu.  Höfum í huga að fyrir nokkrum dögum átti að fara í opið útboð, en það var ekki hægt "vegna flókinna skilyrða og fyrirvara sem fylgja sölunni, svo sem varðandi óvissa afhendingu".  Ég geri meiri kröfu til Seðlabankans en að menn hafi ekki vitað fyrir fáeinum dögum að skilyrði væru flókin og sölunni fylgdu fyrirvarar.  Nei, þetta mál er sýndarmennska, sem eykur hvorki trúverðugleika Seðlabankans né ríkisstjórnarinnar.  Af hverju geta menn ekki bara komið hreint fram og sagt sannleikann?  Af hverju þarf að pakka þessu djóki inn í umbúðir "lokaðs útboðs"?  Merkilegt að 26 lífeyrissjóðir hafi náð að sammælast um þetta tilboð á innan við 10 dögum, þegar þeir hafa ekki getað sammælst um atvinnuskapandi verkefni síðustu 18 mánuði eða svo.  Enda tók það ekki nokkra daga.  Þetta er búið að vera marga mánuði í undirbúningi. Það má bara ekki líta þannig út.  Halda menn virkilega að Seðlabankinn hafi farið í samninga við seðlabanka Lúxemborgar án þess að vita hvað yrði af bréfunum, þegar þau kæmust í hendur SÍ.

Er það nema von, að Besti flokkurinn og önnur óflokksbundin framboð hafi unnið marga stóra sigra í sveitastjórnakosningunum.  Það er vegna þess að þeir sem kenna sig við "alvöru stjórnmál" eru ekki trúverðugir í því sem þeir taka sér fyrir hendur komist þeir til valda.  Trúðsháttur er það sem kemur mér í huga og nú er búið að draga Seðlabankann og lífeyrissjóðina inn í þennan sirkus.

Ég vona innilega, að það skilyrði hafi verið sett inn í samninginn við lífeyrissjóðina, að þeir veiti Íbúðalánasjóði góðan afslátt af íbúðabréfunum.  Fyrst ÍLS fékk ekki að kaupa til baka bréfin sín með góðum afslætti, þá er lágmark að lífeyrissjóðirnir veiti ÍLS hluta af þeim afslætti sem þeir fengu fyrir algjöra tilviljun hjá Seðlabankanum.  Þá vona ég að sams konar skilyrði séu inni gagnvart heimilunum í landinu.

Það sem er samt alvarlegast í þessu, er að sjálfstæði Seðlabankans er orðin tóm.  Bankinn tekur við fyrirmælum frá fjármálaráðuneytinu, forsætisráðuneyti og efnhags- og viðskiptaráðuneyti.  Halda menn virkilega að fólk sjái ekki í gegn um þetta sjónarspil?  Annað hvort er Seðlabankinn sjálfstæður og hann tekur sínar ákvarðanir út frá fjárhagslegum og efnahagslegum hagsmunum eða hann er ekki sjálfstæður og dansar eftir einhverri pólitískri línu.  (Ah, það er náttúrulega það sem Seðlabankinn hefur alltaf gert, en átti það ekki að breytast?)

Í þjóðfélaginu hafa verið upp sterkar kröfur um siðbót, gegnsæi og breytta stjórnsýslu.  Steingrímur J. hefur haft uppi stór orð um að einstaklingar innan VG séu trúir sannfæringu sinni.  Hann talaði fjálglega um það í Silfrinu á sunnudag, að Sóley Tómasdóttir og Svandís Svavarsdóttir láti ekki ágjöf hrekja sig af leið.  Sjálfur virðist hann gjörsamlega búinn að tapa öllum hugsjónum sínum um betra samfélag.  Gagnrýni hans á fyrri valdhafa er hjákátleg í dag og sýnir að völd fá menn til að gera furðulegustu hluti.

Það getur vel verið að þessi samningur sé mjög góður fyrir alla og besti leikurinn í stöðunni.  Það er ekki málið. Verið er að stilla upp einhverju leikriti, þar sem Seðlabankinn er látinn taka u-beygju og í leiðinni tapa trúverðugleika sínum.  Fyrst að þessi niðurstaða var fyrir löngu ljós, af hverju mátti ekki bara segja það um daginn?  Ég efast um að nokkrum hefði þótt það óeðlilegt.  Nei, í staðinn er grafið undan Seðlabankanum.  Hefur Seðlabankinn virkilega efni á því að trúverðugleiki hans bíði frekari hnekki?


mbl.is Trúverðugleiki tilkynninga Seðlabanka beið hnekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þistilfjarðarkúvendingurinn virðist ekki ætla einn hring um hugsjónir sínar, heldur er hann orðinn eins og hamstur í búri, sem nægir vatnssopi og fóður, hvaðan svo sem það kemur og sírúllandi leikhringur sem hann sjálfur treður, svo lengi sem hann fær að vera í búrinu. Að halda völdum er með öðrum orðum það sem kúvendingurinn hugsar fyrst og fremst um. Sveiattan bara. Sósíalistar hafa aldrei skilið hagfræði, frekar en staurblindir einkavinavæðingartrúðar og greinlegt að þar er ekki von á neinni breytingu.

Halldór Egill Guðnason, 1.6.2010 kl. 03:01

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Takk fyrir útskýringuna Marino þetta er þá eins og ég hélt

Jón Aðalsteinn Jónsson, 1.6.2010 kl. 10:30

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Góð greining.  Þetta er ekkert annað en gjaldeyrisbrask sem leiðir til tilfærslu á peningum frá lífeyrissjóðunum til Seðlabankans.  Vegna tvöfalds gengis er hægt að stilla þessu upp eins og að allir græði! 

Hvers vegna halda menn að Seðlabankagengið hafi styrkst svona mikið á síðustu vikum.  Þar með styrktist staða Seðlabankans gegn lífeyrissjóðunum og bankinn gat "búið til" hagnað sem rennur beint úr vasa lífeyrissjóðanna og yfir í gjaldeyrisvarasjóð bankans.

Enn eitt dæmið þar sem almenningur er látinn borga brúsann bakdyramegin á þess að vera fyrst spurður.  Það er málið eins og þú segir.

Andri Geir Arinbjarnarson, 1.6.2010 kl. 11:38

4 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Andri Geir: Þú ert eitthvað að misskilja þetta. Það er í reynd Seðlabankinn í Lúxemborg sem "blæðir", þ.e. hann selur Seðlabanka Íslands skuldabréfin á mjög veiku krónugengi, fær sem sagt mun færri evrur en opinbert gengi segir til um. Þetta myndar hagnað hjá Seðlabankanum, sem síðan er að hluta deilt út til lífeyrissjóðanna - með því að þeir fá skuldabréfin á hærri ávöxtunarkröfu en fæst á markaði. Það er því engin tilfærsla á peningum frá lífeyrissjóðunum til Seðlabankans, heldur fremur þvert á móti: Seðlabankinn selur skuldabréfin til lífeyrissjóðanna á verði sem er undir markaðsverði. Og almenningur gerir ekkert annað en að græða á þessum díl, sem lækkar erlendar skuldir þjóðarbúsins um 55 milljarða nettó.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 3.6.2010 kl. 01:26

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Vilhjálmur, skýrðu það út fyrir mér hvernig "almenningur" græðir á þessum díl.  Hugsanlega sjóðfélagar, en ég sé ekki hvað það kemur "almenningi" við, nema þú leggir þetta tvennt að jöfnu.

Skandallinn í þessu er, að gera á lífeyrissjóðunum kleift að ná til baka hluta af tapi sínu.  Af hverju er ekki "almenningi" gert kleift að ná til baka hluta af tapi sínu eða Íbúðalánasjóði?  Lífeyrissjóðirnir hafa ótal tækifæri til að ná til baka öllu tapi sínu með því að fjárfesta í íslensku atvinnulífi þegar verð hlutabréfa er í lágmarki.  Það getur ÍLS ekki, þó vissulega geti "almenningur" það, ef hann ætti pening.

Marinó G. Njálsson, 3.6.2010 kl. 01:39

6 identicon

Ég skil ekki hvernig þið fáið út að lífeyrissjóðirnir "græði" á þessu, fasteignaverð hefur lækkað úr 347,7 stigum (11.'10) um 44,7 stig (í 303 4.'10 heimild fasteignamat ríkissins og enn að lækka, fasteignasala 587 fasteignir síðustu 12 vikur) en það er "tryggingin" bak við bréfin. 

Seðlabanki keypti "vel" erlendis en seldi lífeyrissjóðum á uppsprengdu verði, Andri Geir er með þetta hárrétt en Vilhjálmur er á einhverjum villigötum.

Stefanía (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 09:43

7 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Vilhjálmur,

Það má auðvita stilla þessu upp eins og þú segir en það má líka líta svo á að verðið sem Seðlabankinn í Lúx seldi á sé markaðsverð sem lífeyrissjóðirnir hefðu geta fengið hefðu þeir mátt versla beint við bankann. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 3.6.2010 kl. 12:12

8 identicon

Þarna liggur hundurinn grafinn, eða það sem kemur fram hjá Vilhjálmi, hvers vegna Lúx-bankinn seldi ekki beint til Lífeyrissjóðanna? Með þessu mót þurfa sjóðirnir að selja eignir erlendis og greiða fyrir þetta með evrum sem er íslenskt - virði - verðmæti. Þetta safn er fram til ársins 2044 sem er ekkert annað en 40 ára fasteignarlán, sem hafa þá verið gefin út 2004 sem vonandi hafa fasteignir á bak við sig til að standa undir veðum.

Málið er að þarna var verið að taka úr sambandi veðkall á lánasafni Landsbankans (sáluga) og draga úr hættu á útstreymi á gjaldeyri sem verður við afnám hafta og ávöxtunargreiðslum til Lúx-bankans, við gengisfall evrunar síðustu dag hefur þessi samningur aukið verðmæti sitt um nærri 5.milljarða. En hver borgar?

Friðrik (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 1681599

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband