Leita í fréttum mbl.is

Samanburður á stuðningi kjósenda við fjórflokkinn 2010 og 2006. VG tapar hlutfallslega mest, en Sjálfstæðisflokkurinn flestum atkvæðum!

Ég hef tekið saman hvernig stuðningur við fjórflokkinn breyttist í kosningunum núna samanborðið við síðast.  Ég tek það fram, að með stuðningi er ég að tala um atkvæðamagn á bak við flokkana, ekki hvort þeir hafi fengið manninum meira eða minna inn eða þessa prósentu eða hina af atkvæðum greiddum á hverjum stað.  Mér sýnist nefnilega að kjósendur séu að gefa það illilega í skyn, að hér þurfa að eiga sér stað breytingar.  Samanburðurinn nær eingöngu til sveitarfélaga, þar sem listar voru í boði bæði 2006 og 2010.  Í-listinn á Ísafirði flokkast með Samfylkingunni og tveir L-listar flokkast með annars vegar Framsókn og hins vegar Samfylkingunni (annar var kenndur við félagshyggju og hinn jafnaðarmenn).

Ég hef tekið saman hvernig breytingin kemur út kjördæmi fyrir kjördæmi og neðst er tafla fyrir landið allt.

Reykjavíkurkjördæmi:

 

2006

2010

Breyting frá 2006

Hlutfalls-breyting

B

4.056

1.629

-2.427

-59,8%

D

27.823

20.006

-7.817

-28,1%

S

17.750

11.344

-6.406

-36,1%

V

8.739

4.255

-4.484

-51,3%

Allir flokkar tapa miklu fylgi frá síðustu kosningum, en Sjálfstæðisflokkurinn minnst.

Suð-vesturkjördæmi:

 

2006

2010

Breyting frá 2006

Hlutfalls-breyting

B

2.750

2.123

-627

-22,8%

D

16.900

14.811

-2.089

-12,4%

S

11.970

8.347

-3.623

-30,3%

V

3.415

3.215

-200

-5,9%

Hér heldur VG helst sjó, en fylgistap Samfylkingarinnar er æpandi sérstaklega í Hafnarfirði.  Framsókn virðist eiga í tilvistarkreppu á höfuðborgarsvæðinu og telst líklegast í útrýmingarhættu í þessum þremur kjördæmum.

Norð-vesturkjördæmi:

 

2006

2010

Breyting frá 2006

Hlutfalls-breyting

B

2.671

2.813

142

5,3%

D

5.593

4.573

-1.020

-18,2%

S

3.283

2.986

-297

-9,0%

V

749

821

72

9,6%

Hér gerist það, að bæði Framsókn og VG bæta við sig atkvæðamagni, en vegna þess hve fámennt kjördæmið er, þá hefur það lítið upp í tapið á höfuðborgarsvæðinu.  Það virðist líka sem áhugi fyrir kosningunum hafi verið meiri í NV-kjördæmi, en á höfuðborgarsvæðinu.  Hafa skal í huga að í NV-kjördæmi er mjög víða hlutbundin kosning og einnig er á mörgum stöðum boðnir fram listar sem kenna sig ekki við flokkana.  Skýrir það að einhverju leiti hve fá atkvæði dreifast á flokkana.

Norð-austurkjördæmi:

 

2006

2010

Breyting frá 2006

Hlutfalls-breyting

B

2.773

2.584

-189

-6,8%

D

4.588

2.782

-1806

-39,4%

S

2.678

1.350

-1328

-49,6%

V

1.506

960

-546

-36,3%

Framsókn helst best á sínum kjósendum og er breytingin hjá flokknum óveruleg samanborið við hina.  Fylgistap Samfylkingarinnar er aftur æpandi, nærri því annar hver kjósandi hefur snúið baki við flokknum.  Fylgistap Sjálfstæðisflokksins er líka eftirtektarvert, en tveir af hverjum fimm kjósendum frá 2006, sjá ekki ástæðu til að gefa flokknum atkvæðið sitt núna.  Stuðningsleysi kjósenda við VG hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir formann flokksins og ljóst að hann hefur ekki sinnt kjördæminu sínu vel.

Suðurkjördæmi:

 

2006

2010

Breyting frá 2006

Hlutfalls-breyting

B

2.721

3.039

318

11,7%

D

8.138

7.845

-293

-3,6%

S

2.179

1.549

-630

-28,9%

V

737

701

-36

-4,9%

Framsókn fær bestu útkomu flokkanna fjögurra hér á suðurlandi.  Bætir við sig 11,7% atkvæða.  Samfylkingin fær enn einn skellinn, sem varla fer vel í flokksforustuna.  Sjálfstæðisflokkur og VG ná aftur að halda sjó, þó báðir flokkar tapi lítillega.  Líkt og í NV-kjördæmi er víða hlutbundin kosning og samsuðulistar.

Landið allt:

 

2006

2010

Breyting frá 2006

Hlutfalls-breyting

B

14.971

12.188

-2.783

-18,6%

D

63.042

50.017

-13.025

-20,7%

S

37.860

25.576

-12.284

-32,4%

V

15.146

9.952

-5.194

-34,3%

 Alls 133.025 99.743 -33.286 -25,0%

(Ath. að ekki er hægt að heimfæra atkvæðamagnið yfir á stuðning á landsvísu þar sem ekki eru tekin með framboð flokkanna núna, þar sem þeir buðu ekki fram síðast og öfugt.  Sjálfstæðisflokkurinn býður líka fram á mun fleiri stöðum undir eigin merkjum en hinir flokkarnir.)

Samkvæmt þessum samanburði, þá tókst Framsókn best að halda í atkvæðin sín, Sjálfstæðisflokkurinn er ekki langt undan (þ.e. hlutfallslega), en stjórnarflokkarnir báðir fá fingurinn frá kjósendum.  Auðvitað eru dæmi um að stjórnarflokkarnir fái góða kosningu, en það eru undantekningar.  Svo eru nokkuð mörg tilfelli, þar sem flokkarnir bjóða fram lista núna, en gerðu það ekki síðast.  Það á síst við Sjálfstæðisflokkinn, en hinir eru með ný framboð á nokkuð mörgum stöðum, sem voru þá í samfloti með öðrum síðast.  Erfitt er að skera úr um hvernig fylgisbreyting á að dreifast á flokkana.

Ef ég væri í forustusveit flokkanna, þá horfði ég stíft á þessar tölur.  Það er stórmerkilegt, að meðan fjöldi kjósenda eykst um fleiri prósent á milli kosninga, þá dregst stuðningur við flokka verulega saman.  Þessar tölur skipta víða ekki máli varðandi úrslit kosninganna eða tölu fulltrúa, sem flokkarnir fá, þar sem allir eru að tapa og færri kusu, en þær benda til þess að gott rými er að myndast fyrir óánægjuframboð á landsvísu.   Þessi 25% atkvæða greidd flokkunum fjórum 2006, sem ekki rötuðu til þeirra núna hafa víða fundið sér samastað.  Besti flokkurinn tók 20.666 af þessum rúmlega 33 þúsund atkvæðum, nýju listarnir tveir í Kópavogi tóku 3.308 til viðbótar, sem er nálægt því sama og L-listinn á Akureyri bætti við sig.  Ef þetta endurtekur sig í þingkosningum, þá gætu slík óánægjuframboð náð 30 - 40% fylgi.  Þó það tæki bara 25%, þá eru það 15 eða 16 þingmenn.

En miðað við umræðuna í Silfri Egils í dag, þá telur Steingrímur ekkert að óttast.  VG hafi unnið víða á og m.a. bætt við sig 10 mönnum!  Að nokkrir sveitarstjórnarmenn hafi bæst við í litlum sveitarfélögum hefur ekkert að segja þegar þau atkvæði eru tekin saman með atkvæðum í heilu kjördæmi.  Já, það er rétt að VG fékk menn inn, þar sem þeir voru ekki með áður, en alls staðar helgast það af því, að VG bauð ekki fram í þeim sveitarfélögum síðast.  Ekkert dæmi er um að VG hafi bætt við sig manni, þar sem flokkurinn bauð fram 2006! Einn flokka náði VG hvergi að bæta við sig nægilegu fylgi til að hækka fulltrúatölu sína í sveitarfélagi, þar sem flokkurinn bauð fram 2006.  Þetta hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir formann flokksins.  Það getur vel verið að flokkurinn sé að gera það einhvers staðar í samstarfi við aðra, en hvergi þar sem hann býður fram í eigin nafni!  Á nokkrum stöðum tapaði VG svo manni sem áður var inni, m.a. í Reykjavík og á Akureyri.

Ég verð ekki andvaka yfir atkvæðatapi flokkanna fjögurra, en ef ég væri í forustusveit þeirra sæi ég fram á svefnlausar nætur framundan og mikla uppstokkun.  Mér fannst Sigmundur Davíð vera sá eini í Silfrinu í dag, sem var ekki í afneitun og var hans flokkur samt sá, sem samkvæmt tölunum að ofan, kom best út og auk þess sá eini sem hefur farið í gegn um gagngera endurnýjun.  Kannski er það þess vegna sem Framsókn kom skást út af flokkunum fjórum, þó svo að tap þeirra í Reykjavík fái alla athygli fjölmiðlanna.  Bjarni Ben. og tilvonandi varaformannsframbjóðandinn, Hanna Birna Kristjánsdóttir, þurfa að taka niður helbláu gleraugun sín.  Hvernig datt Hönnu Birnu í hug að segja að Sjálfstæðisflokkurinn væri í stórsókn í Reykjavík eftir að hafa tapað þremur af hverjum tíu kjósendum.  Og hvers konar hjarðhegðun er það hjá Sjálfstæðismönnum á staðnum að taka undir þetta fagnandi.  Þetta minnti mig á fagnaðarlætin á landsfundi Flokksins, þegar Davíð flutti ræðuna sem allir nema landsfundargestir áttuðu sig á að hann hefði ekki átt að flytja.

Líklegast er það þessi hjarðhegðun óbreyttra flokksmanna á já-bræðra, halelúja samkomum flokkanna sem gerir það að verkum, að flokkarnir telja sig geta vaðið yfir kjósendur á skítugum skónum um leið og kosningar eru yfirstaðnar.  Staðinn fyrir að halda uppi viðeigandi gagnrýni og láta forustusauðina vita, ef þeir lesa vitlaust í skýin, þá leyfa þeir forustusauðunum að teyma hjörðina í sjálfheldu eða kemur henni ekki í skjól áður en óveðrið skellur á.  Til að gera illt verra, þá eru sumir formenn með sérstaka halelúja lífverði í kringum sig, til að koma í veg fyrir að formaðurinn komist í tæri við alþýðuna og raunveruleikann.  Því miður er það alþýðan sem líður fyrir þessa ofvernd halelúja liðsins.  En í gær gerðist hið óvænta.  Alþýðan gaf hjörðinni og forustusauðunum fingurinn.  Skilaboðin eru skýr: 

Komið ykkur að verki eða þið eruð næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Marinó,

Ég hef nú ekki fylgst mikið með þessu en eftir að heyra í fáeinar mínútur frá formönnum flokkanna á RUV þá heyrist mér pólitíkin á Íslandi vera enn á fullu í ruglinu.  Fyrirtækin (flest held ég) og einstaklingar eru að koma sér út úr þessu (held ég og vona!!!) en það virðist sem stjórnmálin séu langt frá því að átta sig á því að hrunið var ekki bara efnahagslegt.  Það var pólitískt líka og ef þau vakna ekki þá heldur það hrun bara áfram. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 31.5.2010 kl. 07:37

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Fín samantekt hjá þér, Marínó.

Mér finnst kjördæmið hans Guðmunds Steingrímssonar, taka ummæli hans full óstinnt upp.

En, þ.e. sannarlega e-h sem flokkurinn þarf að íhuga alvarlega, þ.e. flokkurinn umliðið ár er ekki að fá neitt óánægju fylgi.

Flokkurinn kemur skárst út, heilt yfir. 

En, e-h meira þarf til svo flokkurinn nái að sækja sér fleiri atvkæði til kjósenda.

Klúðrið í ríkisstjórninni, hefur ekki fram að þessu dugað til.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.5.2010 kl. 09:32

3 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Þakka þér, Marinó, fyrir góða grein og fína samantekt. Arnór, því miður mun klúðrið halda áfram, ef flokkarnir hreinsa ekki betur til hjá sér (ég bíð spenntur eftir niðurstöðum frá væntanlegum landsfundi Sjallanna ?)

Einar, ég vil segja Frömmurunum" til varnar, að þeir þurftu að skipta út efsta manni í Reykjavík, og stuðningsmenn hans hafa ef til vill setið heima, Þetta er bara tilgáta.

Kveðja, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 31.5.2010 kl. 10:38

4 Smámynd: Halla Rut

Fín samantekt hjá þér, Marínó. Ótrúlegt að hlusta á formenn flokkanna tala. Afneitunin er algjör nema kannski hjá Framsókn enda hann ekki atvinnupólitíkus eins og hinir. Steingrímur var svo reiður í Silfri Egils að hann missti sig alveg þegar Egill byrjaði að spyrja hann. Hann veit stöðuna en reynir að klóra í bakkann eins og drukknandi maður.

Halla Rut , 31.5.2010 kl. 15:03

5 identicon

Flott analýsa hjá þér Marinó. Alveg til fyrirmyndar að gera fyrst hlutlausa greiningu og mynda sér síðan skoðun út frá því. Til fyrirmyndar

Tryggvi

Tryggvi Þór (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 23:48

6 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

já, vel unnin og fróðleg samantekt...

Mér sýnist reyndar að VG hafi bætt við sig tveimur fulltrúum (auðvitað skilgreiningaratriði sum staðar hvaða lista á að telja til VG) en í sveitarfélögum þar sem kosið var um 151 fulltrúa í stað 123 - en það má alltaf fegra myndina með því að segja hluta af sannleikanum.

Tvennt finnst mér fróðlegt að sjá til viðbótar, hlutfall þeirra sem kusu hvern flokk í samanburði við 2006, þeas. taka tillit til fjölgunar á kjörskrá.

Hitt er fjöldi gildra atkvæða (á lista) á móti fjölda á kjörskrá - mér sýnist það vera nálægt 68% núna, er ekki með nógu góðar tölur fyrir 2006 - en minnir að það sé nær 80%.

Valgarður Guðjónsson, 1.6.2010 kl. 00:32

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Valgarður, ég hefði unnið þessa greiningu betur, ef öll gögn hefðu verið fyrirliggjandi.  Enginn fjölmiðlinn var með endanlegar tölur í öllum sveitarfélögum, þar sem listar voru í boði þegar ég safnaði saman gögnunum mínum.  Ég hefði gjarnan viljað hafa nákvæmari upplýsingar, en þær voru ekki til staðar.  Á vef RÚV voru bestu upplýsingarnar, en ég gat ekki verið viss um hvort tölurnar voru lokatölur eða ekki.  Víða vantaði upplýsingar um kjörsókn og sama var um auða seðla.  Þetta eru því bestu upplýsingar miðað við fyrirliggjandi gögn.

Ég var heldur ekki að kafa ofan í samsetningu staðbundinna framboða með þremur undantekningum.  Í-listann á Ísafirði flokkaði ég sem Samfylkingu og tvo aðra lista tók ég annars vegar sem Framsókn og hins vegar Samfylkingu.  Ef flokkarnir buðu fram í eigin nafni núna en ekki síðast, þá tók ég það ekki með.  Skilyrðið var að framboð í eigin nafni hafi verið bæði árin.

Marinó G. Njálsson, 1.6.2010 kl. 01:02

8 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Nei, ég þekki til hjá Rúv, þar náðist ekki að skrá upplýsingar um auð og ógild á öllum stöðum, en það er verið að safna því saman, ekki forgangsverkefni, skal senda þér línu þegar það er komið. 

Það eru smá flækjur í hver telst með hverjum, stundum er þetta td. "Samfylkingin og óháðir" eða eitthvað annað,

Valgarður Guðjónsson, 1.6.2010 kl. 15:42

9 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Góð og skemmtileg samantekt hjá þér Marinó.

Ég er líka sammála þér um skilaboðin: "Komið ykkur að verki eða þið eruð næst."

Ég upplifi kjósendur vera að horfa í kringum sig eftir forystu sem kann að leiða þjóðina upp úr öldudalnum. Fólk almennt upplifir ríkisstjórnina ekki vera með þann skörungsskap sem veitir okkur öryggiskennd. Ef við berum saman við Bretland í Hitlersstríðinu - þó ógnin hjá okkur sé ekki Hitler heldur hrun heimilanna - þá losuðu þeir sig við Chamberlain sem réð ekkert við verkefnin. Við losuðum okkur við hrun-stjórnina. Bretar voru svo heppnir að fá Churchill sem var skörulegur leiðtogi og vissi hvað hann söng. En hvar er Churchill hjá okkur?

Ég er ekki að meina að við þurfum einhverja blinda leiðtogadýrkun eða einhvern einn sterkan mann eins og Davíð Oddsson var. En við þráum að þeir sem stjórna landinu séu að sýna skörungsskap og dugnað og sannfæra okkur um að þeir ráði við verkefnin.

Við upplifum ekki stjórnmálamennina á þinginu vera að gera þetta. Jafnvel leiðtogar stjórnarandstöðuflokkana hafa ekki náð að sannfæra landsmenn um að þeir valdi hlutverkinu betur. Gengishrun pólitíkurinnar er algjört, pólitíkusarnir eru ekki að tala við landsmenn heldur yfir okkur og þess vegna fá þeir ekki traust.

Og viðbrögð við ummælum Guðmundar Steingrímssonar eru talsvert ýkt, eins og Einar Björn bendir réttilega á. Í stað þess að svara ummælum hans málefnalega þá fær hann skæting um að hann sé bara að ybba gogg við formanninn sinn og það eigi ekkert að gera og hann sé bara ekkert velkominn í flokkinn. Ég er sjálfur framsóknarmaður en svona viðbrögð finnst mér okkur frömmurum til vansa.

Guðmundur hitti einmitt naglann á höfuðið þegar hann vakti máls á því að pólitík harðrar ádeilu og málþófs fær falleinkunn hjá kjósendum. Kjósendur vilja að verkin tali, þeir vilja ekki heyra blaður og röfl. Þetta á ekki bara við framsókn heldur alla pólitík. Þeir sem heyra ekki þessi skilaboð frá kjósendum þeir eru að skjóta sig í fótinn.

Einar Sigurbergur Arason, 2.6.2010 kl. 12:15

10 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Sé ekki betur en að endanlegar tölur um kjörsókn sé komin inn hjá Rúv

Valgarður Guðjónsson, 4.6.2010 kl. 16:41

11 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Takk fyrir það, Valgarður.  Kannski ég taki mér tíma til að skoða tölurnar.

Marinó G. Njálsson, 4.6.2010 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 1681299

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband