Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokkurinn tapar 28,4% atkvæða sinna á fjórum stærstu stöðunum

Það var stórmerkilegt að hlusta á Bjarna Benediktsson og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að reyna að finna jákvæðan flöt á úrslitum kosninganna í Silfrinu áðan.  Tölurnar tala nefnilega sínu máli.  Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 28,4% atkvæða sinna á fjórum stærstu stöðunum, þ.e. Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Akureyri, miðað við kosningarnar 2006.  Flokkurinn fer úr 40.579 atkvæðum í 29.050 eða fækkun atkvæða upp á 11.529 þrátt fyrir fjölgun þeirra sem er á kjörskrá.  Enginn fjórflokkanna tapaði fleiri atkvæðum, þó hlutfallslega sé tap flokksins minnst miðað við hina þrjá. Þrátt fyrir fylgisaukningu í Hafnarfirði, sem skilar flokknum tveimur mönnum, þá missir flokkurinn 4 menn, en heldur 15.

Fyrir aðra flokka eru þessar tölur:

Framsókn fer niður um 40,8% eða úr 7.628 í 4.519, tapar 1 manni, en heldur tveimur.

Samfylkingin missir 35%, fer úr 31.004 í 20.151, tapar 6 mönnum, en heldur 12.

VG missir 39,4%, fer úr 13.206 í 8.002, tapar 2 mönnum, en heldur 4. 

 


mbl.is Hanna Birna ekki á leið í formannsframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

fjórflokkurinn hefur tapað meira en 30 % að meðaltali.. það er gott

Óskar Þorkelsson, 30.5.2010 kl. 16:52

2 Smámynd: Þór Ómar Jónsson

Það var stórmerkilegt að hlusta á Jóhönnu Sigurðardóttur og Dag B. Eggertsson að reyna að finna jákvæðan flöt á úrslitum kosninganna í Silfrinu áðan.  Tölurnar tala nefnilega sínu máli.  Samfylkingin tapaði 35% atkvæða sinna á fjórum stærstu stöðunum, þ.e. Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Akureyri, miðað við kosningarnar 2006.  Flokkurinn fer úr 31.004 í 20.151 eða fækkun atkvæða upp á 11.529 þrátt fyrir fjölgun þeirra sem er á kjörskrá. Enginn fjórflokkanna tapaði ...

gaman að þessu :-)

Þór Ómar Jónsson, 30.5.2010 kl. 17:51

3 identicon

Allir komnir í sama farið !

Þú tapaðir meira en ég !

Sandkassaleikurinn farin af stað !

Auðvitað tapaði fjórflokkurinn  og það getur venjulegt fólk samþykkt.

En skítadreifarar fjórflokksins reyna með sína auma mætti  að afvegaleiða umræðuna .

JR (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 19:59

4 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

þetta heitir varnarsigur

Haraldur Rafn Ingvason, 31.5.2010 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband