28.5.2010 | 16:39
Áhugaverð ábending Næst besta flokksins í Kópavogi
Hún er nokkuð áhugaverð þessi ábending Næst besta flokksins. Þá á ég við, að kjörstjórn hafi ákveðið að tiltekin framboð stjórnmálahreyfinga verði í boði löngu áður en framboð eru tilkynnt. Kjörstjórnir hafa almennt látið útbúa stimpla fyrir kjósendur að nota. Í Kópavogi voru útbúnir stimplar með fjórum listabókstöfum a.m.k. fimm vikum áður en ljóst var að þessi flokkar yrðu yfirhöfuð í framboði. Spurningin er hvort kjörstjórnir megi gera ráð fyrir að tiltekinn stjórnmálaflokkur bjóði fram áður en framboð hefur verið staðfest og úrskurðað löglegt. Raunar mál velta vöngum yfir því hvaðan kjörstjórn hefur það vald, að ákveða að stjórnmálaflokkar muni geta safnað nægilegum fjölda meðmælenda til að gera framboðið löglegt áður en þetta er staðfest við yfirferð gagna.
Mér virðist einsýnt, að Næst besti flokkurinn hafi rétt fyrir sér varðandi þessa kæru, þ.e. að með því að leggja til stimpla með bókstöfunum B, D, S og V í kjörklefa við utankjörfundaatkvæðisgreiðslu fyrir 9. maí, hafi kjörstjórn tekið sér vald, sem hún annað hvort ekki hafði eða ætti ekki að hafa. Hefði kjörstjórn sleppt stimplunum, þá væri ekkert út á þetta að setja.
Ef gæta á fulls jafnræðis milli framboða í kosningum, þá getur kjörstjórn varla tekið sér það vald að ákveða hverjir verða í framboði. Bíða verður með slíkt, þar til framboð hafa verið staðfest og úrskurðuð lögmæt. Í mínum huga á því kæra Næst besta flokksins fullan rétt á sér og þau utankjörfundaratkvæði frá því fyrir 9. maí þar sem kjósandi nýtti sér stimpla í kjörklefanum hljóta að teljast ógild. Ekki er neitt hægt að setja út á þau atkvæði, þar sem kjósandi handskrifaði val sitt.
Næst bestir vilja ógilda utankjörfundaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 82
- Sl. viku: 276
- Frá upphafi: 1680564
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Satt og rétt að það er í hæsta máta óeðlilegt að stimplar með listabókstöfum framboða sem ekki hafa formlega verið úrskurðuð lögleg skuli liggja frammi við utankjörfundaratkvæðagreiðslu.
Það er hins vegar ekki hægt að dæma eingöngu ógild þau atkvæði sem greidd voru með stimplunum en láta hin sem handskrifuð voru standa góð og gild. Þá ertu að mismuna þeim sem mættu á kjörstað vissir í sinni sök hvað þeir ætluðu að kjósa en spöruðu sér tíma með að nota stimpilinn.
Eina rökrétta leiðin er að dæma öll atkvæði ógild sem greidd voru fyrir 9.maí, en það verður aldrei gert, til þess eru ítök fjórflokkanna allt of mikil.
Sveinn (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 17:04
Sveinn, málið snýst bara um stimplana. Ekkert annað. Með stimplunum er gengið út frá því að listi verið í framboði. Sé atkvæðið handritað, þá er engin leið að sýna fram á að viðkomandi hafi orðið fyrir áhrifum frá stimplunum eða ekki. Engin leið er að sanna slíkt eða afsanna. Sá sem notaði stimpli varð greinilega fyrir áhrifum af því að þeir voru í kjörklefanum.
En málið er víðtækara en svo að það nái bara til stimpla í kjörklefum við utankjörfundaratkvæðagreiðslu í Kópavogi, þar sem kjósandi með kosningarétt í Kópavogi gæti hafa greitt atkvæði út um allan heim. Alls staðar, þar sem hinir hefðbundu listabókstafir voru hafðir sem stimplar við utankjörfundaatkvæðagreiðslu fyrir 9. maí, var verið að hafa óeðlileg áhrif á kjósendur. Svo einfalt er það.
Marinó G. Njálsson, 28.5.2010 kl. 17:45
Þetta er hárrétt ábending.
Það að hefja utankjörfundar atkvæðagreiðslu áður en öll framboð hafa komið fram það er mismunun af þeirri stærðagráðu að það á að fara með þetta mál alla leið. Það er sjálfsagt öllum ljóst hvaða afstöðu dómstóll eins og mannréttindadómstóll Evrópu mun taka til máls eins og þessa.
Kerfisbundið reynir fjórflokkurinn að koma í veg fyrir samkeppni með blygðunarlausri mismunun eins og fellst m.a í því að byrja að kjósa utankjörstaðar áður en öll framboð eru komin fram.
Hagsmunaaðilarnir sem standa á bak við fjórflokkinn nota sín ítök á fjölmiðlum til að takmarka aðgang nýrra framboða að umræðuþáttum eins og Stöð 2 gerði með því að bjóða ekki öllum framboðum sem bjóða fram í Reykjavík að taka þátt í umræðuþætti um borgarmálin.
Með illu skal illt út reka.
Reykjavíkurframboðið er þegar búið að kæra Stöð 2 til útvarpsréttarnefndar og það verður ekki stöðvað þar.
Það þarf að moka þennan flór eftir fjórflokkinn og fjárhagslegu bakhjarla hans. Það verður ekki gert nema með málssóknum og vitundarvakningu hjá almenningi að kjósa ekki þetta fólk til áframhaldandi valda og áhrifa.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 29.5.2010 kl. 00:09
Þetta er eins og annað sem kemur frá spillingarbælinu Kópavogi
magnús steinar (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 09:31
Friðrik, mér fannst merkileg sú skýring Stöðvar 2 að það væri gert í nafni lýðræðis að ota stærstu flokkunum að kjósendum, en leyfa þeim litlu ekki að komast að. Lýðræðiskosningar snúast einmitt um að öllum röddum sé gert jafn hátt undir höfði í ritstjórnarlegu/dagskrár efni fjölmiðla. Annað er mismunun og tilraun til að hafa áhrif á niðurstöðurnar.
Magnús Steinar, ég er viss um að þetta hafi verið tíðkað víðar en í Kópavogi.
Marinó G. Njálsson, 29.5.2010 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.