25.5.2010 | 15:12
Heimilin eru ekki aflögufær - Hvar er skjaldborgin?
Mér þykir höggvið í saman knérum. Enn einu sinni á að leita í vasa heimilanna eftir aur til að laga fjárlagahallann. Bara svo eitt sé á hreinu:
Heimilin eru ekki botnlaus sjálftökusjóður fyrir misvitra stjórnmálamenn og illa rekin fjármálafyrirtæki.
Hagsmunasamtök heimilanna hafa ítrekað bent á þessa staðreynd og svar ríkisstjórnarinnar er alltaf að hækka skatta. Hvað halda Jóhanna og Steingrímur að hægt sé að ganga langt? Nú þegar eru um 60% heimila í verulegum vanda. Vissulega getur hluti þessa hóps ennþá náð endum saman með herkjum, en það gerir það með því að skera niður útgjöld í naumhyggjuútgjöld og taka út séreignasparnað, hluta af ellilífeyrinum sínum. Eru uppi einhver plön um að bæta fólki þetta?
Það er halli á ríkissjóði. Rétt er það. Og þennan halla þarf að brúa. Að ganga enn og aftur að stórskuldugum heimilum landsins til að ná í meiri pening gengur ekki. Nú verður að snúa sér að fjármagnseigendunum, sem neyðarlögin björguðu. Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, þá björguðu neyðarlögin um 1.430 milljörðum kr. af innstæðum einstaklinga og fyrirtækja hér á landi. Samkvæmt töflu 4 hér fyrir neðan, þá telst embættismönnum í viðskiptaráðuneyti til að ef eingöngu innstæður upp að 5,0 m.kr. hefðu verið tryggðar að fullu, þá hefðu tryggðar innstæður numið 555 milljörðum og ótryggðar því um 775 milljörðum. Hefði tryggingin verið upp að 10 m.kr., þá hefðu tryggðar innstæður numið 732 milljörðum en ótryggðar 697 milljörðum. Það sem er ennþá merkilegra og má sjá vísbendingu um í töflu 5 fyrir neðan, er að mjög óverulegur hluti innstæðueigenda átti 5 m.kr. eða meira. Meðal einstaklinga var þessi tala í lok september 2007 16.212 reikningar af 672.419 voru með innstæðu upp á 5 m.kr. eða meira eða einungis 2,4% og hjá fyrirtækjum var hlutfallið 5.472 reikningar af 56.294 eða 9,7%. Það er því ljóst að hér á landi er verulega efnuð stétt fjármagnseigenda.
Ef lagður er 10% eignaskattur á innstæður yfir 10 m.kr., bara svo dæmi sé tekið, þá sýnist mér það gefa ríkissjóði um 70 milljarða króna. Vissulega kæmi það sér illa við einhverja, en 50 milljarða niðurskurður á velferðarkerfinu og skattahækkanir á almenning kemur sér illa við mjög marga. Ég er alveg meðvitaður um, að þeir sem eiga 10 m.kr. eða meira á bankareikningum urðu líklegast líka fyrir mjög miklu tapi við hrun bankakerfisins. Staðreyndin er samt sú, að þetta eru þeir sem helst eru aflögufærir og þetta eru líka þeir sem fengu allar sínar innstæður tryggðar, þó svo að áhætta þeirra við að hafa svona háar upphæðir inni á reikningum í bönkunum var alveg sú sama og að eiga hlutafé bönkunum. Í lagalegum skilningi var þetta tapað fé við fall bankanna, ef ekki hefði komið til ákvæða í neyðarlögunum. Það sem síðan meira er, er að skattgreiðendur eru að greiða á fjórða hundrað milljarða inn í nýju bankana vegna þess, að þessum innstæðum var bjargað. Ef ég á að segja eins og er, þá ætti þessi hópur að bjóðast til að greiða tíund til ríkisins.
Jóhanna og Steingrímur lofuðu í febrúar á síðasta ári að slá skjaldborg um heimilin í landinu. Lítið sést til þeirrar skjaldborgar. Allar aðgerðir hafa hingað til miðast við að tryggja sem mest og best flæði fjármuna heimilanna til ríkisins og fjármálafyrirtækja, festa eignaupptökuna í sessi, hunsa algjörlega forsendubrest vegna verðtryggðra og gengistryggðra lána og sjá til þess að fólk geti valið milli fjölbreyttra þrotameðferða. Helsta von heimilanna (og fyrirtækja) hefur verið það sem í fyrstu virtist afar langsótt hugmynd, sem ég kastaði fram hér á þessari síðu í febrúar 2009, þ.e. að gengistrygging væri ólögleg samkvæmt 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðbætur. Nokkurn veginn á ársafmæli þeirrar færslu féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem dómarinn, Áslaug Björgvinsdóttir, tók í einu og öllu undir málflutning Hagsmunasamtaka heimilanna um gengistrygginguna. Hún var dæmd ólögleg. 30. apríl féll úrskurður í hinum sama héraðsdómi. Í þetta sinn úrskurðaði Jón Finnbjörnsson, héraðsdómari, að gengistrygging væri ekki bara ólögleg heldur kæmi engin trygging í staðinn fyrir hana. NBI hf. (Landsbankinn) varð víst svo um dóminn, að honum var ekki einu sinni áfrýjað (a.m.k. hefur hann ekki komið fram á lista hjá Hæstarétti og áfrýjunarfrestur eru útrunninn). Það ætlar því að vera dómskerfið, sem skýtur upp skjaldborg um heimilin, ekki stjórnvöld. Eftir stendur þó enn, að Hæstiréttur á eftir að fella sinn dóm og meðan hann er ekki kominn, ætla ég ekki að fagna. Síðan er það þetta með forsendubrest verðtryggðra lána. Það mál er óleyst, þó svo að fordæmi séu komin í formi endurupptöku samninga ýmissa verktaka við Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavíkurborg. Efnahags- og skattanefnd er að skoða málið, en ekkert hefur komið út úr þeirri vinnu enn. Eina sem Jóhanna og Steingrímur hugsa um, er að mergsjúga heimilin. Merkileg stjórnkænska það.
Skattar munu hækka eitthvað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 1679974
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sagan mun verða þeim skötuhjúum óvægin sem og þeim sem á undan þeim fóru. Bylting er eina von heimilana.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 25.5.2010 kl. 16:29
Mogginn er að blekkja liðið og þið hafið gleypt við blekkingunni.
Það er verið að tala um blóðugan niðurskurð framundan.
Einu skattahækkanirnar verða á stóreignafólk og hátekjufólk.
Doddi (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 17:26
Tek undir hvert orð í þessum pistli.
ThoR-E, 25.5.2010 kl. 17:41
Sveinn, blóðugur niðurskurður mun náttúrulega ekki bitna á heimilunum! Hvað heldur þú að mörg heimili missi fyrirvinnuna á atvinnuleysisbætur við þennan blóðuga niðurskurð? Ég sagði í október 2008, að við þyrftum að standa vörð um störfin og stend við þau orð mín. Niðurskurður sem færir fólk frá því að fá tekjur sínar frá fyrirtækjum og opinberum stofnunum yfir í að fá tekjurnar frá Atvinnuleysistryggingasjóði er hálf kjánalegur og gerir ekkert annað en að fjölga þeim heimilum sem eiga í vanda. Síðan er það þetta með "stóreignafólk" og "hátekjufólk". Ég vil að sótt sé að fjármagnseigendum sem fengu innstæður sínar tryggðar sem gjöf frá skattgreiðendum og ég tel að það eigi að vera það eina sem þarf. Þetta svo kallaða "hátekjufólk" er svo kapituli út af fyrir sig. Að hafa 500 þús. á mánuði er ekkert mikið. Það var verið að bjóða atvinnulausum að vinna í afleysinga-, hreinsunar- og uppbyggingastarfi undir Eyjafjöllum og í boði voru 300 þ.kr. á mánuði. Sá sem þiggur það, þarf að borga millitekjuskatt. Fjögurra manna fjölskylda þarf að hafa 500 þ.kr. til ráðstöfunar á mánuði eftir skatta til að geta greitt af lánum og framfleytt sér. Til þess að hafa slíkar ráðstöfunartekjur, þá þarf fjölskyldan að hafa 750 þ.kr. ef ekki meira í tekjur fyrir skatta. Það á að sækja meiri peninga til þessarar fjölskyldu vegna þess að hún telst "hátekjufjölskylda"! Já, sá sem getur framfleytt sér og sínum og staðið í skilum telst samkvæmt skilgreiningum ríkisstjórnar til hátekjufólks!
Marinó G. Njálsson, 25.5.2010 kl. 17:46
Sem sagt: Finna skal skattstofn sem tryggir að við sjálfir þurfum ekkert að borga.
10% skattur á innistæður myndi þurrka upp allar innistæður á 10 árum. En áður en það gerðist, þá tæki fólkið einfaldlega allar innistæðurnar út. Þá er sá skattstofn horfinn og komið run á alla bankanna og þeir komnir á hausinn aftur. Mjög glæsileg sýn.
Doddi (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 19:49
Án þess að taka afstöðu til réttmæti þeirrar skattheimtu sem þú hefur áhyggjur af Sveinn hinn Ungi, þá ætla ég að leyfa mér að gera athugasemd við útreikninginn.
10% skattur á innistæður eyðir ekki innistæðum á 10 árum. Í fljótu bragði þá sýnist mér að ef að maður byrjar með 100 kr í dag sem skattlagðar yrðu um 10% árlega, þá ætti maður tæpar 35 krónur eftir, eftir 10 ár. Þá eru ekki reiknaðir inn í dæmið þeir vextir sem innistæðueigandinn fær á höfuðstólinn.
Ætli það þurfi ekki svona ca. 11% árlega vexti á innistæðuna til þess að innistæðueigandinn myndi alltaf enda með sömu 100 krónurnar um áramót þegar skatturinn (10%) hefði verið dreginn af.
Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 20:18
Í fyrsta lagi er hugmyndin einskiptis skattur til að brúa það gat sem er núna. Í öðru lagi, þá hef ég þegar tekið þátt í að greiða 130 milljarða skattahækkun á einu ári og mun taka þátt í því áfram á næsta ári og næsta þangað til við erum búin að greiða fyrir innstæðurnar sem voru tryggðar umfram lágmarkstryggingu. Það verður eftir 6 ár eða svo nema eitthvað nýtt komi til. Ég er líka greiða fyrir tryggingu innstæðnanna í hærri höfuðstól lánanna minna og mun gera það næstu 30 árin. Nei, Sveinn Ungi, ég er ekki að neitt.
Marinó G. Njálsson, 25.5.2010 kl. 21:06
Neyðarlögin voru ólög. Nauðsynleg til að bregðast við Hruninu. Notuð meðal annars til að bjarga innistæðum þeirra sem hrintu kerfinu um koll.
Það finnst aldrei réttlæti í ólögum. Því miður. Hættan er á til lengri tíma munu þau valda öðru hruni.
Hrannar Baldursson, 25.5.2010 kl. 21:09
Það er einhvers konar lókaritmafall sem sýnir lækkun innistæðna um 10% á ári, en til einföldunar leyfði ég mér að segja að þetta yrði 0 á 10 árum, en alltaf eru einhverjir sem fara út í hártoganir.
Ef það á að fara alveg grúndigt í þetta, þá þarf að taka tillit til verðbólgu líka. Vextir á almennum bókum eru um 5,4% en verðbólga er 8,3%. Það eru því neikvæðir raunvextir um 3%, að viðbættum 10% skatti eða samtals 13% virðisrýrnun á ári, ef farin yrði leið Marínós.
Það yrði því tvímælalaust run á bankana og þeir færu aftur á hausinn.
Doddi (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 21:15
Ég sé að Marínó hefur sett inn athugasemd meðan ég var að skrifa mína, þar sem hann bendir á að þetta verði einskiptis skattur. Það er augljóst að það leysir ekki vandann, því halli ríkissjóðs er viðvarandi vandi.
Doddi (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 21:20
Sveinn, vandi ríkissjóðs er ekki viðvarandi, þar sem aukin velta í samfélaginu leysir hann að stórum hluta innan fárra ára. Auk þess fer vaxtakostnaðurinn strax minnkandi og búið er að greiða af þeim lánum sem nota á AGS peningana í á síðari hluta næsta árs. Auk þess á ríkið vondandi eftir að endurheimta hluta af útgjöldum sínum vegna bankahrunsins.
Ef halli ríkissjóðs væri viðvarandi, þá hefði hann líka verið til staðar fyrir 2008, en það var hann ekki. Það er því misskilningur hjá þér, Sveinn hinn Ungi, an þessi halli verði viðvarandi. Útgjöldin verða það, en tekjur ríkissjóðs munu aukast, eins og kemur fram í skýrslum AGS.
Marinó G. Njálsson, 25.5.2010 kl. 21:30
Þetta er fráleitt hjá þér Marínó. Ég er hissa á að þú haldir þessu fram.
Doddi (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.