Leita í fréttum mbl.is

Fylgi Besta flokksins er svar við "Bara tækifærismennska, valdabarátta."

Þetta er góð greining hjá Stefaníu Óskarsdóttur og hvet ég Agnesi Bragadóttur til lesa hana vel.  Agnes er nefnilega með grein í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.  Þar endurspeglast sú hræðsla Sjálfstæðisflokksins að missa völdin, en ekki til klíkubræðra og -systra í pólitíkinni heldur "utangarðsfólks" í stjórnmálum landsins.  Fólks, sem að mati Agnesar, á ekki með að vera að troða sér í sviðsljósið.

(Svo ég klári tilvitnunina, þá er hún frá Stefaníu og er í Styrmi Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, sem svaf á ritstjórastól í allt of mörg ár eða þagði vísvitandi um spillinguna í þjóðfélaginu til að vernda einhver óskilgreind hagsmunaöfl.  En Styrmir segir í bók sinni um skýrslu RNA:

Ég er búinn að fylgjast með þessu í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.

Mér finnst þessi orð Styrmis alveg kostuleg og mætti halda að hann hafi verið einbúi upp í fjöllum öll þessi 50 ár.)

Hún er furðuleg afstaðan sem kemur fram í grein Agnesar. Besti flokkurinn á að hætta við framboð til að rýma fyrir hinum flokkunum, en þeir eiga ekki að hysja upp um sig buxurnar og gera hreint fyrir sínum dyrum. Fattar blessuð konan ekki, að fylgi Besta flokksins hefur nær allt með hina flokkana að gera og mest lítið með Besta flokkinn. Trúverðugleiki fjórflokksins í Reykjavík er enginn. Það leikrit sem lagt var fyrir borgarbúa á þessu kjörtímabili er meira en flestir þola. Tók einhver ábyrgð á því? Nei, ekki einn einasti borgarfulltrúi axlaði ábyrgð á klúðrinu. Björn Ingi hætti vissulega, en það var vegna þess að hann var stunginn í bakið (að hans mati), ekki vegna þess að hann axlaði ábyrgð. Allir oddvitar flokkanna í Reykjavík freistuðu þess að halda sínu sæti. Óskari Bergs var velt og Sóley tók fyrsta sætið hjá VG, en hvorugt gerðist vegna þess að þeir sem voru fyrir öxluðu ábyrgð og drógu sig í hlé. Hanna Birna leiðir ennþá hjá D og Dagur hjá S. Hvaða skilaboð eru þetta til kjósenda? Jú, VIÐ ÆTLUM EKKI AÐ BREYTA NEINU.  VIÐ MEGUM HAGA OKKUR EINS OG VIÐ VILJUM OG ER ALVEG SAMA UM VIRÐINGU BORGARINNAR.

Ég vona innilega að byltingin verði að veruleika í borginni. Sjálfur er ég í Kópavogi og vona líka eftir byltingu þar. Trúverðugleiki fjórflokksins er enginn og hann þarf annað hvort að endurnýja sig algjörlega eða stíga til hliðar. T.d. í Kópavogi: Er það trúverðugt að efsti maður Framsóknar hafi stöðu grunaðs í máli Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs? Og sama á við þriðja mann hjá Sjálfstæðisflokknum. Nei, krafa fólksins er endurnýjun, ekki meira af því sama.

Það er oft sagt að ekki eigi að gera málin persónuleg.  Þegar kemur að vali fulltrúa kjósenda til að stjórna sveitarfélögum landsins, þá þarf þetta einmitt að vera persónulegt.  Það er nefnilega nær enginn munur á málefnaskrá flokkanna.  Þess vegna snýst þetta um persónur.  Og sá sem skeit í buxurnar og skyldi stykkið eftir í garði íbúanna, hann verður að finna sér nýtt starf.  Svo einfalt er það.  Þetta á líka við um þingmenn.  Kjörnir fulltrúar verða að athuga, að það eru ekki þeirra siðferðisgildi sem ráða ferðinni.  Það eru siðferðisgildi kjósenda sem ráða ferðinni.  Nú er um seinan fyrir Hönnu Birnu, Dag Eggerts, Ómar Stefánsson og Gunnar Birgisson að átta sig á þessu.  Þetta fólk og margir aðrir áttu ekki að gefa kost á sér áfram.  Þetta hefur ekkert með hæfi þeirra og getu til að vinna verkin.  Nei, þetta snýst um að þessir aðilar og heill hellingur til viðbótar eru búnir að tapa trausti almennings.  Það féll á siðferðisprófinu.


mbl.is Vopnlausir stjórnmálaflokkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mæl þú manna heilastur Marínó, er innilega sammála þessu.  Bara svona til að hnykkja á því, að mér finnst líka að fólk ætti að kynna sér önnur ný framboð, sem hafa ekki haft sama tækifæri og Besti flokkurinn til að komast að.  Það eru til dæmis Frjálslyndi flokkurinn, H flokkurinn og Reykjavíkurlistinn.  Frjálslyndir eru með nýja félaga og fólk sem tók virkan þátt í búsáhaldabyltingunni, og eru virkilega með góða stefnuskrá.  Ég hvet fólk til að kynna sér öll framboðin, og lesa úr þeim ræða við frambjóðendur og finna hvað það virkilega vill styðja í þessum tímamóta kosningum.  Segi tímamóta kosningum því ef að líkum lætur fær fjórflokkurinn rassskellingu sem hann virkilega þarf á að halda, ef menn ætla sér að breyta íslenskri pólitík.  Lifðu heill og takk fyrir þitt framlag í umræðunni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.5.2010 kl. 17:21

2 identicon

Sammála þér Ásthildur.  Það er erfitt fyrir nýtt fólk að komast að, sem ekki á vini í fjölmiðlum eða peninga til að kaupa dýrar sjónvarpsauglýsingar.

Reykjavíkurframboðið (www.reykjavikurframbodid.is) xE er valkostur fyrir reykvíkinga sem vilja ekki kjósa gömlu flokkana eða grínframboð.

Sif (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 18:50

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Góður pistill Marínó tek undir hvert orð - heimta personukjör í næstu sveitarstjórnarkosningum hér í Eyjum

Gísli Foster Hjartarson, 22.5.2010 kl. 21:46

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góður pistill Marinó

Óskar Þorkelsson, 23.5.2010 kl. 06:29

5 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sammála!  Það hefur orðið samskonar hrun í stjórnmálakerfinu á Íslandi og í bankakerfinu.  Gamla dótið er gjaldþrota.  Það þarf eitthvað nýtt að koma í staðinn. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 23.5.2010 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 1680018

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband