22.5.2010 | 12:19
Ísak Rafael Jóhannsson 1972 - 2010
Mig hefur í nokkurn tíma langað að minnast gamals nemanda míns og bloggvinar, Ísaks Rafaels Jóhannssonar, en hann lést á Landspítalanum 19. apríl sl.
Ísak gekk inn í fyrsta tímann hjá mér í Iðnskólanum fyrir um 15 árum. Hann var kominn í tölvunám og ætlaði sér stóra hluti. Og ekki skorti viljann. Hann lagði sig alltaf fram við hlutina, þó hann þyrfti oft að leggja meira á sig en margir í kringum hann. Staðráðinn í því að skilja hlutina og var því óspar á spurningarnar. Þó tímarnir væru búnir, þá var Ísak ekki hættur og umræður héldu oft áfram fram á gangi. En spurningar Ísaks sneru ekki bara um tölvur, ritvinnslu og forritun. Nei, oftar en ekki voru þær um lífspeki, heimspeki, stjórnmál og bara allt sem honum datt í hug. Þess vegna var aldrei kvöð eða leiðinlegt að ræða við hann, en oft varð ég að biðja hann um að fá að halda umræðunni áfram síðar, þar sem næsti tími var byrjaður.
Eftir að ég hætti hjá Iðnskólanum, þá hitti ég Ísak nokkuð oft á förnum vegi. Ræddum við þá einatt saman. Undanfarin ár færðum við þessar samræður líka inn á bloggið, þó lengra hafi verið á milli, þá snerust umræðurnar um þjóðmál, trúmál, hagsmuni heimilanna og Icesave svo eitthvað sé nefnt. Hann var einn af þeim fyrstu, sem óskaði eftir því að gerast bloggvinur minn, þegar ég byrjaði að blogga í febrúar 2007. Sólmyrkvinn var bloggheiti hans, sem var held ég meira til marks um hvernig hugur hans var um allt, frekar en að eitthvað væri þungt yfir honum. A.m.k. var hann alltaf brosandi og glaður, þegar ég talaði við hann, þó ég sé viss um að lífið hafi ekki verið honum dans á rósum. En nú hefur Sólmyrkvinn runnið sitt skeið (meira að segja búið að loka solmyrkvinn.blog.is) og ég fæ ekki oftar hnyttin tilsvör frá honum eða áhugaverða vangaveltu.
Ég vil þakka Ísak Rafael fyrir samskiptin síðustu 15 ár eða svo og votta fjölskyldu hans samúð mína.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.