Leita í fréttum mbl.is

Ísak Rafael Jóhannsson 1972 - 2010

Mig hefur í nokkurn tíma langað að minnast gamals nemanda míns og bloggvinar, Ísaks Rafaels Jóhannssonar, en hann lést á Landspítalanum 19. apríl sl.

Ísak gekk inn í fyrsta tímann hjá mér í Iðnskólanum fyrir um 15 árum.  Hann var kominn í tölvunám og ætlaði sér stóra hluti.  Og ekki skorti viljann.  Hann lagði sig alltaf fram við hlutina, þó hann þyrfti oft að leggja meira á sig en margir í kringum hann.  Staðráðinn í því að skilja hlutina og var því óspar á spurningarnar.  Þó tímarnir væru búnir, þá var Ísak ekki hættur og umræður héldu oft áfram fram á gangi.  En spurningar Ísaks sneru ekki bara um tölvur, ritvinnslu og forritun.  Nei, oftar en ekki voru þær um lífspeki, heimspeki, stjórnmál og bara allt sem honum datt í hug.  Þess vegna var aldrei kvöð eða leiðinlegt að ræða við hann, en oft varð ég að biðja hann um að fá að halda umræðunni áfram síðar, þar sem næsti tími var byrjaður.

Eftir að ég hætti hjá Iðnskólanum, þá hitti ég Ísak nokkuð oft á förnum vegi.  Ræddum við þá einatt saman.  Undanfarin ár færðum við þessar samræður líka inn á bloggið, þó lengra hafi verið á milli, þá snerust umræðurnar um þjóðmál, trúmál, hagsmuni heimilanna og Icesave svo eitthvað sé nefnt.  Hann var einn af þeim fyrstu, sem óskaði eftir því að gerast bloggvinur minn, þegar ég byrjaði að blogga í febrúar 2007.  Sólmyrkvinn var bloggheiti hans, sem var held ég meira til marks um hvernig hugur hans var um allt, frekar en að eitthvað væri þungt yfir honum.  A.m.k. var hann alltaf brosandi og glaður, þegar ég talaði við hann, þó ég sé viss um að lífið hafi ekki verið honum dans á rósum.  En nú hefur Sólmyrkvinn runnið sitt skeið (meira að segja búið að loka solmyrkvinn.blog.is) og ég fæ ekki oftar hnyttin tilsvör frá honum eða áhugaverða vangaveltu. 

Ég vil þakka Ísak Rafael fyrir samskiptin síðustu 15 ár eða svo og votta fjölskyldu hans samúð mína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband