Leita í fréttum mbl.is

Forsendubrestur vegna verðtryggingar er um 220 milljarða frá 1.1.2008

Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, er loksins búinn að láta reikna út hvaða upphæð kemur út, ef ætlunin er að leiðrétta verðtryggð lán heimilanna um annars vegar 10% og hins vegar 20%.  Hann lét að vísu bara reikna hvað þetta kostar fyrir hluta lánanna, en það gefur samt góða mynd.  Tölurnar koma fram í svari ráðherra við fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar.

Samkvæmt svari ráðherra er kostnaðurinn af annars vegar 10% og hins vegar 20% lækkun höfuðstóls verðtryggðra lána sem hér segir:

Lánastofnun

10% lækkun

20% lækkun

Íbúðalánasjóður

57,6

112,5

LÍN

5,8

12,1

VR, LSR og L.sj. hjúkrunarfr.

10,1

20,2

Bankar og sparisjóðir

44

85

Alls

117,5

229,8

(Ég furða mig svo sem á af hverju 20% er ekki sama og tvisvar 10% nema hjá lífeyrissjóðunum.)

Nú skulum við hafa í huga að 10% lækkun er vegna um 11% hækkunar og 20% lækkun er vegna 25% hækkunar.  Þessar tölur sýna því ekki hvað forsendubrestur lánanna hefur kostað lántaka.  Áður en það er reiknað út vil ég bæta við, að 10% og 20% fyrir aðra lífeyrissjóði gerir annars vegar um 8 milljarða og hins vegar 16 milljarða. Heildarupphæðir væru því 125,5 milljarðar og 245,8 milljarðar.

Sá forsendubrestur sem Hagsmunasamtök heimilanna og fleiri hafa barist fyrir að verði leiðréttur er eitthvað um 17 - 18%, þ.e. samtökin vilja afturvirkt þak á verðbætur upp á 4% á ári til 1.1.2008.  Tekið skal fram að samtökin hafa eingöngu krafist þessarar leiðréttinga á íbúðalán, þ.e. lán sem notuð voru til íbúðakaupa eða framkvæmda við húsnæði eða lóðir.  En það skiptir svo sem ekki máli í þessu samhengi.

Aftur að forsendubrestinum.  Seðlabanki Íslands gaf frá mars lokum 2001 til haustmánaða 2008 út verðbólgumarkmið, þar sem stefnt var að því að halda verðbólgu í kringum 2,5% með efri vikmörk upp á 4%.  Hagsmunasamtök heimilanna hafa skilgreint verðbætur umfram 4% vera forsendubrest á verðtryggðum lánasamningum og telja að lántakar eigi ekki að bera þann kostnað sem af þessu hlýst.  Ef tölur ráðherra og viðbót mín eru notað til að reikna út forsendubrestin eins og HH skilgreina hann, þá er upphæðin um 221 milljarður (þ.e. ef 245,8 eru 20%, þá eru 18% 221,2).  Þetta er sam sagt það, sem fjárglæfrir eigenda og stjórnenda bankanna og bitlaus efnahagsstjórnun hefur kostað lántaka verðtryggðra lána til heimilanna síðustu 28 mánuði.

Ég lít ekki á leiðréttingu á forsendubrestinum sem kostnað fyrir lánveitendur.  Það er verið að skila því sem oftekið var.  T.d. er afsökun bankanna engin.  Forverar þeirra sköpuðu ástandið og þeir eru því hreinlega skaðabótaskyldir.

Þessar tölur ráðherra sýna bara svart á hvítu hversu mikilvægt það er að losna við verðtrygginguna af lánum til heimilanna.  Gagnrýnt hefur verið að heimilin hafi tekið gengistryggð lán, þegar tekjur voru í krónum.  Ég tel nákvæmlega sömu rök gilda fyrir því að heimilin taki verðtryggð lán, þegar tekjur þeirra eru óverðtryggðar. 

En telji fólk þessar tölur ógnvænlegar, þá langar mig að birta hér nokkrar í viðbót.  Í töflunni fyrir neðan sýni ég hækkun vísitöluneysluverðs 40 ár aftur í tímann, þ.e. breytinguna frá hverju ári sem nefnt er til janúar á þessu ári.

Ár

Verðbólga

frá jan 1989

241,1%

frá jan 1990

181,6%

frá jan 1991

145,2%

frá jan 1992

122,7%

frá jan 1993

117,4%

frá jan 1994

110,8%

frá jan 1995

107,3%

frá jan 1996

104,0%

frá jan 1997

100,0%

frá jan 1998

95,6%

frá jan 1999

93,1%

frá jan 2000

82,5%

frá jan 2001

76,3%

frá jan 2002

61,1%

frá jan 2003

58,8%

frá jan 2004

55,1%

frá jan 2005

49,2%

frá jan 2006

42,9%

frá jan 2007

33,7%

frá jan 2008

26,4%

frá jan 2009

6,6%

 

Ógnvænlegar tölur ekki satt.  Verðbólga á 21 árs tímabili frá janúar 1989 til janúar í ár var 241%.  (Er nema von að mér tekst aldrei að greiða niður námslánin mín!)  Verðbólga á milli ára hefur farið frá því að vera 1,5% frá janúar 2002 til janúar 2003 og upp í 23,7% fyrsta árið. Í hvert sinn bætast verðbætur ofan á verðbættan höfuðstólinn, þannig að það er ekki bara höfuðstóllinn sem er verðbættur heldur líka verðbæturnar sem höfðu verið lagðar á höfuðstólinn.  Þetta er eilífðarvél, að því virðist, sem býr til peninga fyrir lánveitendur.  Afsökunin er að verið sé að vernda fjármuni lánveitenda, en í reynd er verið að rýra verðmæti í þjóðfélaginu.  Svo má ekki gleyma hvatanum í kerfinu, en hagsmunir lánveitenda (og þá líka þeirra sem veita innlán) byggjast á því að halda verðbólgunni uppi, þar sem þeir fá fjármuni sína verðbætta strax meðan aðrir þurfa að bíða vikur, mánuði og ár eftir því að fá sínar tekjur eða eignir verðbættar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

þetta er allt satt og rétt sem þú segir Marinó þó mér finnist verðtrygging sem slík ekki al slæm þá verður samt að vera hægt að grípa inní hana þegar svona hamfarir eiga sér stað. það var hræðilegt klúður að taka ekki á þessu á sínum tíma nú er búið að drag þetta svo lengi að búið er að tvö eða þrefalda þann fjölda sem ekki nær að komast réttu megin við strikið með 20% niðurfellingu og þörfin fyrir sértækar aðgerðir samhliða þessu er orðin miklu meiri.

Ókosturinn við niðurfellinguna hefur að mörgum verið talin að þetta grefur í það minnsta til skamms tíma undan markaði með húnæðisskuldir.

Ég sit í stjórn félags sem á verðtryggð fasteignaverðbréf. Í dag er hluti þeirra eigna sem veðin eru í orðin yfirveðsettur . Mín tilfinning er einfaldlega sú að þessi bréf myndu verða eigulegri ef 20% niðurfellin yrði farinn.

Það þarf líka að leiðrétta þann misskilning sem virðist tröllríða allri ríkisstjórninni um að ég hafi ekki efni á að “borga” niðurfellinguna. Ég hef vel efni á því enda virkar þetta þannig að ég fæ minna borgað og eignin samkvæmt bókhaldi lækkar sem þýðir samt ekki að hún lækki að raunvirði.

Og í þessu sambandi er líka gott að hafa í huga að ég og mér tengd félög hafa aldrei þurft á nýjum kennitölum að halda eins og þær fjármálastofnanir sem nú reyna hvað mest að innheimta ónýtar skuldir á nýjum kennitölum.

Guðmundur Jónsson, 20.5.2010 kl. 14:35

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Takk fyrir þetta innlegg, Guðmundur.  Það er nákvæmlega þetta, sem ég hef verið að segja lengi.  Raunvirði lánanna er mun lægra en bókfært verð og menn eiga að viðurkenna það strax.  Ég hefur oft áður sagt:  Betra er að leiðrétta núna, en afskrifa síðar.  Þetta er spurningin um gæði lánasafnanna.

Annars vil ég benda á, að nokkur verktakafyrirtæki hafa fengið forsendubrestinn viðurkenndan vegna verka fyrir Reykjavíkurborg og Orkuveituna, svo dæmi séu nefnd.  Forsendubresturinn er raunverulegur og menn geta ekki flúið þá umræðu með því að segja að einhver þurfi að borga.  Það þarf alltaf einhver að borga, hvor leiðin sem er farin.

Marinó G. Njálsson, 20.5.2010 kl. 14:48

3 identicon

Nú er það vitað að verðtryggðar skuldir heimilanna voru fluttar yfir í nýju bankana með 15-25% afslætti.  Sennilega er ástandið á lánasafni Íbúðalánasjóðs eitthvað skárra, en það er sjálfsagt að gera ráð fyrir að upphæðir af þessari stærðargráðu tapist vegna þess að fólk ræður ekki við að borga.

Nú liggur það fyrir, m.a. vegna skýrslu gjaldeyrismiðlara gamla Landsbankans, að bróðurpartinn af gengisfallinu megi rekja til stöðutöku bankanna gegn krónunni. Verðbólgan sem veldur skuldurum og sjóðnum tjóni er afleiðing af því. Það væri óábyrgt af Íbúðalánasjóði að elta ekki uppi þá aðila sem valdið hafa þessu tjóni á lánasafni hans.

Með því að djöflast í skuldurum er sjóðurinn að einbeita sér að vitlausum aðila. Við hljótum að krefjast þess að sjóðurinn, sem er í eigu okkar allra, reyni að sækja þá peninga sem hann kemur fyrirsjáanlega til með að tapa, með því að stefna þeim aðilum sem bera ábyrgð á tjóninu og nota svo það fé sem þannig fæst til þess að leiðrétta skuldir þeirra heimila sem hann hefur lánað. Þetta getur ekki átt að vera vandamál þeirra sem skulda sjóðnum.

En það er auðvitað jafn íslenskt og harðfiskur að fórnarlömbin þurfi að færa sönnur á að þau hafi ekki brotið af sér. 

Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 18:07

4 identicon

Verðtrygging er Krabbamein

Verðtrygging Tryggir Verðbólgu

Verðtrygging er bara fyrir lánveitanda

Verðtrygging er ekki fyrir Skuldara

Verðtrygging tryggir Gjaldþrot

Verðtrygging þjónar engum

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 21:00

5 Smámynd: Elle_

Jafn íslenskt og harðfiskur er lýsing sem passar vel.  Já, er það ekki merkilegt hvað lögin í landinu eru harkaleg og ómennsk þegar kemur að fórnarlömbum ræningja og skuldurum, í samanburði við hvað þau eru væg þegar kemur að skipulögðum ránum bankamanna og hvítflibba-þjófa gegn þeim sem voru rændir?

Elle_, 20.5.2010 kl. 21:07

6 identicon

En íbúðalánasjóður tekur stöðu gegn öllum þeim semm hafa fallið í gryfju hans

Alger Eignaupptaka

Hann er ennþá opinn

og er enn að framleiða Gjaldþrota einstaklinga

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 21:44

7 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

ALLSVAKALEGT!

Andrea J. Ólafsdóttir, 20.5.2010 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 1680564

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband