19.5.2010 | 23:42
Það á bara að innheimta 10% af hlutabréfalánunum
Um daginn henti slitastjórn Kaupþings þeirra bombu að innheimta ætti lán til starfsmanna vegna hlutabréfakaupa. Þessi lán voru vægt til orða tekið umdeild eftir að stjórn Kaupþings ákvað á síðustu metrunum fyrir hrun að fella niður persónulegar ábyrgðir tengdar þessum lánum. Slegið var upp með stóru letri að innheimta ætti lán að verðmæti 32 milljarðar, en núna kemur annað á daginn. Samkvæmt frétt í DV, þá náðu persónulegar ábyrgðir starfsmanna bara til 10% af lánunum! Skoðum brot úr frétt DV:
Líkt og greint var frá í fjölmiðlum á mánudaginn ákvað slitastjórn Kaupþings að rifta niðurfellingu á persónulegri ábyrgð 80 fyrrverandi starfsmanna gamla Kaupþings á lánum sem þeir fengu til hlutabréfakaupa hjá bankanum. Stjórn Kaupþings ákvað að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmannanna á fundi rétt fyrir hrun. Starfsmennirnir fengu alls um 32 milljarða króna að láni og voru persónulegar ábyrgðir þeirra 10 prósent af þeim lánum þeir fengu. Starfsmaður sem fékk 500 milljónir króna að láni á því að greiða 50 milljónir til baka til skilanefndarinnar samkvæmt niðurstöðu mánudagsins. Skilanefndin hyggst því reyna að innheimta um 3,2 milljarða króna með þessum aðgerðum.
Líklegast hef ég bara ekki verið nógu vakandi fyrir staðreyndum málsins á sínum tíma eða bara tekið vitlaust eftir. Þetta breytir þó ansi miklu. Viðkomandi starfsmenn munu sem sagt fá 28,8 milljarða fellda niður, þó svo að tíu prósentin verði innheimt. Já, 28.8 milljarðar kr. af hlutabréfalánum starfsmanna Kaupþings verða afskrifaðir, ef mark er á frétt DV takandi. Sigurður Einarsson þarf því að endurgreiða 780 milljónir kr., ekki 7,8 milljarða kr. Þarna munar 7 milljörðum og 20 milljónum. Nú af 1,2 milljarða láni þarf eingöngu að greiða til baka 120 milljónir.
Ég held að þessar upplýsingar í DV breyti ansi miklu, ef sannar eru. Það er mikill munur að eiga að greiða 100% af láni eða 10%. Ég hef þó ekki breytt þeirri skoðun minni, að gera eigi greinarmun á þeim sem líklegast nauðbeygðir samþykktu að taka þátt í þessum leik og þeim sem skipulögðu hann. Áður en við eyðum kröftum okkar í að elta uppi litlu fiskana, eigum við að tryggja að þeir stóru rífi ekki netin.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sæll Marinó,
Maður er svo sem löngu hættur að kippa sér upp við flest af því sem kemur uppúr gullakistum hrunsins, en nú tekur þó tappan úr! Til hvers var verið að gera mönnum upp 10% ábyrgðir? Hefur þú einhverntíman fengið lán þar sem þú þurftir bara að ábyrgjast 10% af því?;) Ég fékk aldrei svoleiðis kjör a.m.k. ekki svo ég minnist og ég er ekki orðið það kalkaður að ég myndi ekki svona velgjörðir! Maður stendur bara á gati!
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 20.5.2010 kl. 02:23
Hmmm... eigi jafnræði að gilda á Íslandi þyrfti fólk þá aðeins að borga 10% af húsnæðislánum sínum til að standast persónulega ábyrgð? Hin 90% gætu fallið á bankann og ríkið, eða hvað?
Hrannar Baldursson, 20.5.2010 kl. 09:52
Þetta eru aldeilis fréttir! Hver myndi ekki vilja svona díl á lánin sín?
Kama Sutra, 20.5.2010 kl. 10:02
Þarna er líka verið að tala um að "eignin" - hlutabréfin töpuðu verðgildi sínu að fullu. Sé þessi leið til skoðunar, þá sýnist mér að þarna geti verið uppskrift að útgönguleið fyrir stofnbréfakaupendur í minni heimabyggð og víðar. Um hlutfall greiðsluhlutans verða alltaf skiptar skoðanir.
Fasteignirnar eru enn til þó verðgildi þeirra hafi vissulega lækkað og lánin hækkað.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.5.2010 kl. 16:55
Ég hugsaði það sama, þegar ég sá þessa frétt um daginn. Ég þekki vel til eins svona máls, þ.e. stofnfjáraukningarinnar hjá Sparisjóði Svarfdælinga. Þar var stofnfjáreigendum boðin lán hjá Saga Capital eingöngu gegn veði í bréfunum sjálfum. Það var engin persónuleg ábyrgð að baki, en samt er verið að hrella fólk með því að það þurfi að borga. Ég skil ekki hvernig það virkar. Annað hvort er lántaki í ábyrgð eða ekki. Það þýðir ekki að breyta leikreglum eftir á.
Marinó G. Njálsson, 21.5.2010 kl. 17:19
Svo var rúsínan í pylsuendanum sú, að þeir sem höfðu notað lánin til annars en þau voru ætluð fyrir (í einkaneyslu) áttu að borga þau 100% til baka. Sum sagt, lánveitandi ætlar að innheimta eftir því í hvað peningarnir voru notaðir.
Þetta minnir mig á íslenska sögu sem ég las í barnaskóla, um gamlan mann sem fékk smá ellistyrk, sem hann var síðan tekinn af honum af því að hann keypti rúsínur og gaf barni sem bjó nálægt honum.
Billi bilaði, 25.5.2010 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.