Leita í fréttum mbl.is

Handtökuskipun ekki harkalegri en aðgerðir fjármálafyrirtækja

Ég veit ekki við hverju Sigurður Einarsson bjóst.  Hann er með aðgerðum sínum búinn að valda íslensku þjóðinni geigvænlegum skaða.  Upphæðirnar velta á þúsundum milljörðum króna.  Í slóð hans og hans kóna er sviðin jörð, brotin heimili, gjaldþrota fyrirtæki, uppflosnaðar fjölskyldur og fólk sem tekið hefur líf sitt vegna þess að nokkrir gráðugir einstaklingar sáu sér færi á að græða örlítið meira.

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis nefnir fjölmörg dæmi um ótrúlega ósvífni þessara einstaklinga við að sölsa undir sig völdin og skara eldi að sinni köku.  Höfum í huga að Sigurður Einarsson var stjórnarformaður í almenningshlutafélagi ekki einhverju ehf-i.  Samt vílaði hann ekki fyrir sér að veita sjálfum sér lán upp á á annan tug milljarða.  Hann stóð fyrir því að falsa stöðu bankans með gerviviðskiptum með hlutabréf.  Hann var stjórnarformaður banka sem ryksugaði íslenskan gjaldeyrismarkað og var þannig höfuðpaurinn í að fella íslensku krónuna, íslenska hagkerfið, íslenska bankakerfið og þar með sinn eigin banka.

Nei, handtökuskipunin var ekki of harkaleg.  Hún var virkilega verðskulduð vegna þess, að Sigurður sýndi þann gunguskap að vilja ekki gangast undir það sama og samstarfsmenn hans.  Hann þorði ekki.  Það er málið og þess vegna fékk hann að kenna til tevatnsins.


mbl.is Handtökuskipun alltof harkaleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Nákvæmlega.

Hrannar Baldursson, 19.5.2010 kl. 08:24

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Fyllilega verðskuldað... and then some!

Haukur Nikulásson, 19.5.2010 kl. 12:18

3 Smámynd: Elle_

FRÉTT Í RUV:

MÁLI SIGURÐAR VÍSAÐ FRÁ HÆSTARÉTTI.

Hæstiréttur hafnaði í dag beiðni Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, um að handtökuskipun á hendur honum yrði ógild.

Elle_, 19.5.2010 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband