18.5.2010 | 21:44
Handtökuskipun ekki harkalegri en aðgerðir fjármálafyrirtækja
Ég veit ekki við hverju Sigurður Einarsson bjóst. Hann er með aðgerðum sínum búinn að valda íslensku þjóðinni geigvænlegum skaða. Upphæðirnar velta á þúsundum milljörðum króna. Í slóð hans og hans kóna er sviðin jörð, brotin heimili, gjaldþrota fyrirtæki, uppflosnaðar fjölskyldur og fólk sem tekið hefur líf sitt vegna þess að nokkrir gráðugir einstaklingar sáu sér færi á að græða örlítið meira.
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis nefnir fjölmörg dæmi um ótrúlega ósvífni þessara einstaklinga við að sölsa undir sig völdin og skara eldi að sinni köku. Höfum í huga að Sigurður Einarsson var stjórnarformaður í almenningshlutafélagi ekki einhverju ehf-i. Samt vílaði hann ekki fyrir sér að veita sjálfum sér lán upp á á annan tug milljarða. Hann stóð fyrir því að falsa stöðu bankans með gerviviðskiptum með hlutabréf. Hann var stjórnarformaður banka sem ryksugaði íslenskan gjaldeyrismarkað og var þannig höfuðpaurinn í að fella íslensku krónuna, íslenska hagkerfið, íslenska bankakerfið og þar með sinn eigin banka.
Nei, handtökuskipunin var ekki of harkaleg. Hún var virkilega verðskulduð vegna þess, að Sigurður sýndi þann gunguskap að vilja ekki gangast undir það sama og samstarfsmenn hans. Hann þorði ekki. Það er málið og þess vegna fékk hann að kenna til tevatnsins.
Handtökuskipun alltof harkaleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 1680019
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Nákvæmlega.
Hrannar Baldursson, 19.5.2010 kl. 08:24
Fyllilega verðskuldað... and then some!
Haukur Nikulásson, 19.5.2010 kl. 12:18
FRÉTT Í RUV:
MÁLI SIGURÐAR VÍSAÐ FRÁ HÆSTARÉTTI.
Hæstiréttur hafnaði í dag beiðni Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, um að handtökuskipun á hendur honum yrði ógild.Elle_, 19.5.2010 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.