12.5.2010 | 09:13
Nú eru hlutirnir farnir að gerast
Það er stutt stórra högga á milli. Handtaka Hreiðars Más, Magnúsar Guðmundssonar, Ingólfs Helgasonar og Steingríms Kárasonar á síðustu dögum, alþjóðleg handtökuskipun gefin út á Sigurður Einarsson sem "þorir ekki heim", krafa um frystingu eigna Jóns Ásgeirs og Hannesar Smára hér á landi og núna þetta.
Slitastjórn Glitnis er óvenju harðorð í stefnu sinni og óhikað notað "klíka fésýslumanna", "sviksamlegt og ólöglegt athæfi", "dylja sviksamleg viðskipti", "grófleg rangfærsla áhættu", "sviksamleg fjáröflun", "fé sem...hafði af Glitni", "fé sem...kræktu sér í", "eytt lausafjárforða", "samsærismenn" og fleira í þessum dúr. Það fer ekkert á milli mála að slitastjórn Glitnis telur athæfi Jóns Ásgeirs og "samsærismanna" hans vera mjög gróft brot og ber að fagna þeirri afstöðu. Kemur fram í tilkynningu slitastjórnar að:
Við þær athafnir hafi þeir brotið gegn starfsreglum bankans um áhættu, einnig gegn landslögum og fjármálareglum um stóráhættu gagnvart tengdum aðilum.
Kannski fer almenningur í landinu að sjá örla í eitthvað réttlæti og vonandi taka gerendurnir út viðeigandi refsingu fyrir siðblindu sína. En til þess að svo verði, þá verða dómstólar landsins taka hart á þessum málum og láta ekki orðgjálfur verjenda þessara aðila blekkja sér sýn. Við búum vissulega við það fyrirkomulag, að sakborningar eiga rétt á réttlátum réttarhöldum, en mér finnst einhvern veginn sem þessir aðilar séu búnir að fyrirgera þeim rétti sínum.
Óska kyrrsetningar eigna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Verða ekki Bjöggarnir næstir, ásamt allri yfirstjórn Landsbankans? Þó verður fyrst gaman þegar handtökuskipun verður gefin út á fv. Seðlabankastjóra, Árna Matt, Geir&Imbu, Jónas og Jón fjár-eftirlitsstjóra, Ólaf Ragnar Grímsson og fleiri bjöllusauði. Renni sá dagur upp, mun dingli kaupa fínasta Koníak sem fæst og skála fyrir nýju Íslandi.
Dingli, 12.5.2010 kl. 09:42
Þetta sýnir klárlega hversu ákveðið bankarnir unnu gegn almenningi á Íslandi á undanförnum árum. Það er því ótækt að tala um forsendubrest þegar gera á upp lánasamninga við þessar stofnanir. Núverandi staða skulda almennings er tilkomin vegna sviksamlegrar háttsemi fjármálastofnanna og starfsmanna eða eigenda þeirra
Og nú kappkosta fjármálafyrirtækin við að festa stöðuna í sessi sem er tilkomin vegna svika af þeirra hálfu.Kristinn (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 10:02
Þær ávirðingar sem þarna eru taldar fram skýra ágætlega þau orð Tryggva Gunnarssonar, að hann hafi verið gráti nær yfir þeim óþverra sem kom í ljós þegar rannsóknarnefnd Alþingis fór að skoða málin.
Nú er sumum hollt að minnast þeirra orða Jóns Ásgeirs Jóhannessonar við yfirtökuna á Glitni haustið 2008 að þar hefði verið framið hið bíræfnasta bankarán.
Það er kannski sá gjörningur sem viðmælandi þinn vill sækja fyrrverandi seðlabankastjóra til saka fyrir. Eða kannski fyrir að leggja velgjörðarmenn þjóðarinnar, eins og téðan Jón og Sigurð Einarsson, í einelti mánuðum og árum saman.
Nú munu margir þvo hendur sínar í ofboði af öllu samneyti við hina djörfu athafnamenn, sem veittu fé greiðlega til vænlegra frambjóðenda og buðu rjóma samfélagsins í virðulegar veislur, sbr. frægt brúðkaup í Reykjavík, þar sem fyrrnefndum seðlabankastjóra var ekki boðið og menn kættust stórlega yfir þeirri sniðgöngu.
Flosi Kristjánsson, 12.5.2010 kl. 10:26
Marinó, þú sem ert með fingurinn á púlsinum:
Telurðu að þessi þróun gefi fólki sem er búið að missa heimilin eða er að missa þau, vegna stökkbreyttra lána möguleika á að lögsækja bankana og krefjast miskabóta?
Eru nú gamlir og nýjir stjórnendur bankanna skaðabótaskyldir, þar sem þeim, ásamt endurskoðendum, var kunnugt um þá svikamyllu sem var í gangi?
Eða er gamla Ísland á fullu ennþá, og verður bönkunum leyft að halda áfram með næstu svikamillu og hirða áfram eignir af fólki með þessari nýju útgáfu eignaupptöku?
Hvað t.d. með nýjasta útspil Landsbankans, sem lofar 25% lækkun á lánum sem hækkuð voru um ca 160%?
Er sniðugt fyrir þá sem eru í skiptum við þann banka að ganga að þeim (afar)kostum?
Þórdís Bachmann, 12.5.2010 kl. 10:41
Vonandi er þetta ekki eitthvað sýndarspil, því þótt þegga lagi ekki vanda heimilana þá tel ég heimilin sáttari við að taka á sig hluta af skaðanum ef gerendum verður refsað.
Offari, 12.5.2010 kl. 11:16
"Götustrákur" ..... "Óráðsíumenn"
Fyrir hvað var Davíð aftur flæmur úr Seðlabankanum?
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.5.2010 kl. 11:24
Æi Gunnar. Hættu nú að verja Davíð. Hann er ekki sá sakleysingi sem þú segir hann vera. Davíð á stóran þátt í hvernig komið er fyrir okkur - augljóslega - þar sem hann hefur verið valdamesti Íslendingurinn undanfarna tvo áratugi, afnumið reglur, einkavætt banka, gefið kvóta, svo eitthvað sé nefnt.
Af hverju hafa menn ekki þroska til að játa mistök ?
Varðandi handtökurnar, þá reynir nú aldeilis á dómara landsins næstu misserin. Verða niðurstöðurnar réttlátar - eða litaðar pólitísku skýi ?
Anna Einarsdóttir, 12.5.2010 kl. 12:00
Góðar spurningar Þórdísar Bachman hér fyrir ofan. Ég vil gera þær að mínum.
Hrannar Baldursson, 12.5.2010 kl. 12:10
Með því að gera Fjármálaeftirlitið að sjálfstæðri stofnun, sem vissulega var verk Davíðs, þá hefði það átt að styrkja eftirlitið. En forstjórinn og teymi hans fá falleinkun, þó virða megi þeim það til vorkunnar að stofnunin fékk ekki nægilegt fé til að sinna hlutverki sínu eins og þurfti.... greinilega.
En augljóslega voru mistök að selja viðkomandi mönnum bankana. Það er auðvelt að fallast á það í dag, en Davíð bar ekki einn ábyrgð á því. Skjalfest gögn frá Alþingi sanna það.
Veðsetning og söluheimild á kvóta voru e.t.v. mistök, en því er ekki að neyta að sjávarútvegsfyrirtækin skiluðu meir til þjóðarbúsins eftir kvótasetningu, af ýmsum ástæðum, m.a. vegna veð og söluheimilda.
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.5.2010 kl. 12:42
Spurningar Þórdísar:
Telurðu að þessi þróun gefi fólki sem er búið að missa heimilin eða er að missa þau, vegna stökkbreyttra lána möguleika á að lögsækja bankana og krefjast miskabóta? Alveg hikstalaust. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis gaf líka tilefni til þess.
Eru nú gamlir og nýjir stjórnendur bankanna skaðabótaskyldir, þar sem þeim, ásamt endurskoðendum, var kunnugt um þá svikamyllu sem var í gangi? Ég held að gamlir stjórnendur og stjórnarmenn geti hafa skapað sér skaðabótaskyldu, já, en varðandi nýja, þá fer það eftir því hvaða stöðu þeir gegndu áður.
Eða er gamla Ísland á fullu ennþá, og verður bönkunum leyft að halda áfram með næstu svikamillu og hirða áfram eignir af fólki með þessari nýju útgáfu eignaupptöku? Það er eitt og annað sem bendir til þess að reynt verði að spyrna við fótum, en mannlegir brestir eru oft erfiðastir viðfangs og oft vill valdið spilla hinu besta fólki.
Hvað t.d. með nýjasta útspil Landsbankans, sem lofar 25% lækkun á lánum sem hækkuð voru um ca 160%? Ég sagði um daginn að héraðsdómur byði betur og stend við það. Ég verð að viðurkenna, að ég veit ekkert hvernig Hæstiréttur bregst við.
Er sniðugt fyrir þá sem eru í skiptum við þann banka að ganga að þeim (afar)kostum? Segja má, að þeir sem taka svona tilboðum séu á vissan hátt að fast setja efri mörk tjóns síns. Dæmi Hæstiréttur lántökum í hag, þá mun slíkt líka gilda um þá sem hafa tekið svona tilboði. Dæmi Hæstiréttur aftur lánveitendum í hag, þá gildir tilboðið. Þeir sem aftur taka ekki svona tilboði gætu hugsanlega lent í verra tjóni, falli dómur Hæstaréttar fjármálafyrirtækjum í hag, en ef krónan styrkist verulega, þá gætu þessir lántaka einnig komið betur út en hinir.
Það sem ég vil sjá fjármálafyrirtækin bjóða, ef Hæstiréttur dæmir þeim í hag, er breytingu í íslenskar krónur með hóflegum vöxtum og að lántaki njóti styrkingar krónunnar í eðlilegum hlutföllum á móti fyrirtækinu. Það er hreinlega ekki sanngjarnt, að lántaki taki alla gengisáhættu með krónan veikist og fari svo á mis við styrkinguna.
Marinó G. Njálsson, 12.5.2010 kl. 15:19
Gunnar Th., ég hef alltaf litið svo á, að Davíð, Eiríkur og Ingimundur hafi þurft að víkja vegna rangra ákvarðana og þess að Seðlabankinn tapaði 345 milljörðum króna á þeirra vakt. Það fór margt úrskeiðis í hagkerfinu með þá í brúnni og þeir áttu að sjá sóma sinn í því að axla þá ábyrgð.
Marinó G. Njálsson, 12.5.2010 kl. 15:21
Sæll Marinó
Hvað með niðurfærslu á vísitölutryggðum lánum? Það er eins og það sé ekkert í farvatninu með þau. Nú er að koma í ljós hve miklir glæpir voru framdir innan veggja bankakerfisins. Það er eins og hver dagur færi okkur nýjan sannleika um hve ílla við höfum verið leikin. Það hafa verið að koma fínir pislar frá t.d. Eldjárn og Ara Trausta. Þurfum við ekki að fara sýna meiri samstöðu og styrk?
vj (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 16:00
Niðurfærsla verðtryggðra lána er ekki fyrirsjáanleg í bráð. Því miður. Nokkrir aðilar eru að vinna í þessu, en niðurstaðan er ekki í augsýn. Vandinn er að enginn hefur (að ég best veit) höfðað mál vegna forsendubrests, en því miður virðist dómstólaleiðin vera sú eina færa.
HH hafa verið að finna fylgi við hugmyndir sem fela í sér 4% þak á árlegar verðbætur afturvirkt til 1.1.2008. Vandamálið er að Íbúðalánasjóður ræður ekki við það og því þarf að finna leið til að koma í veg fyrir að skattgreiðendur fái 80 milljarða kr. bakreikning vegna þess.
Þessi staða er afleit, þegar haft er í huga að 2% ofurríkra Íslendinga fékk fleiri hundruð milljarða af innlánum varða á ábyrgð okkar skattgreiðenda viðgildistöku neyðarlaganna 6. október 2008. Ef menn hefðu tekið vexti og verðbætur af þessum innistæðum, þá hefði það dugað til að greiða kostnað ÍLS og ríkissjóður hefði átt góðan afgang. Staðreyndin er, skv. skýrslu RNA, að örfáir einstaklingar og fyrirtæki fengu viðbótartrygging fyrir á annað þúsund milljarða með setningu neyðarlaganna. Við, skattborgarar þessa lands, erum að greiða um 290 milljarða vegna þessa í framlagi til Landsbankans. Það er ekkert mál, en að hjálpa heimilum landsins er ekki hægt.
Staðreynd málsins er að frekja fjármagnseigenda er yfirgengileg. Þeir eru að hagnast á því að fljóta með fjárglæframönnunum. Það er rétt að margir tóku ekki þátt í þessu, heldur nýttu bara ölduna sem hinir sköpuðu. En er þeirra fé ekki jafn illa fengið?
Marinó G. Njálsson, 12.5.2010 kl. 16:37
vj, hvar eru þessar færslur Eldjárns og Ara Trausta?
Marinó G. Njálsson, 12.5.2010 kl. 16:40
Sæll
Ara Trausta er hér:
http://visir.is/ari-trausti-gudmundsson--sidbot-i-lausu-lofti-/article/2010415394109man ekki hvar ég sá Eldjárn, nægir að nefna tal hans í Silfrinu á síðasta sunnudag.
kv,
vj (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 17:52
Gunnar Th skilur ekki það sem 75 % íslendinga hafa fyrir löngu séð og skilið að DO var rekinn fyrir AFGLÖP í starfi.. djúpstæða heimsku og grunnhyggni í starfi ! hin 25 % prósentin eru siðblindu sauðirnir í sjálfstæðisflokknum.. ásamt Gunnari Th
Óskar Þorkelsson, 12.5.2010 kl. 20:24
Mikið rétt hjá Óskari Þorkels. Nema hvað Gunnar Th VEIT þetta ósköp vel, en fyrir honum og öðrum sjálfstæðismönnum er annað tveggja að veði: Endalok hagsmunaklíkunnar sem snertir budduna þeirra persónulega eða samviskan (því þetta voru ÞEIRRA menn eða guðir, fer eftir atvikum).
Gunnar: Það er enginn að tala um að rasskella BARA Davíð Oddsson. Finnur Ingólfs, Árni Matt, Björgvin Gísla, Sif Friðleifs og svo mætti lengi telja, fara í sögubækurnar sem verstu stjórnendur sögunnar. En því verður ekki neitað að sumir fóru algerlega fremstir í flokki - Og Davíð Oddsson er aðal hundurinn eða "the top dog".
Flestir eru kettlingar miðað við hann í að veikja stjórnsýsluna og búa til umhverfið sem var úrvals gróðrarstía fyrir menn eins og Hreiðar Má, Sigurð, Sigurjón, Björgúlf, Eddu, Jón Ásgeir og alla hina ræflana.
Það þarf sanngjarna refsingu fyrir að eyðileggja þjóðfélagið fyrir hverju einasta mannsbarni næstu áratugina. Börnin okkar næstu kynslóðir verða að þjást fyrir gjörðir þessara manna og fyrir hjarðhegðun íhaldsins. Hvaða refsing er næst á undan dauðarefsingu? Hún er við hæfi fyrir aðalgaurana, byrjum þar og förum niður stigann.
Rúnar Þór Þórarinsson, 12.5.2010 kl. 21:28
Sæll Marinó,
Það er vissulega áhugavert að pæla í gegnum þessa stefnu hjá Hæstarétti New York fylkis. Er nú reyndar bara komin á blaðsíðu 21 af 80, en ég held þeir félagar þurfi mjög sterka og góða verjendur til þess að komast hjá alvarlegum skakkaföllum!
Stefnuna má lesa hér: http://glitnirbank.com/images/stories/GlitnirNYComplaintasfiled5112010.PDF
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 12.5.2010 kl. 21:44
Arnór, ég var ekki byrjaður að skoða hana en á von á krassandi lestri.
Marinó G. Njálsson, 12.5.2010 kl. 21:47
Sæll Marinó,
Þessi stefna er alveg mögnuð lesning!
"The facts are undeniable - none of the Jóhannesson Related Parties repaid the loans they took from Glitnir and the collateral they offered - if any - was as worthless as the repayment obligations themselves" 88 mgr. bl. 27.
"The truth is that Glitnis's exposure to the Jóhannesson Related Parties exceeded Iceland's legal limit of 25% of CAD equity by no later than June 30, 2007. By June 30, 2007, this exposure was at least 27.8% ... By December 31, 2007, exposture to the Jóhannesson Related Parties had risen to at least 62% of Glitnir's CAD equity" 95. mgr. bls. 28.
"Glitnir's failure to issue accurate Interim FInancial Statements, troubling in its own right, was even more egregious because the false Interim Financial Statements were used shortly after to support the successful September MTN (medium-term notes) Offering which raised USD $1 billion from U.S. investors." ... "From October 2006 until September 2007, Glitnir issued and sold in New York USD $3.25 billion worth of medium-term notes" 111/112. mgr. bls. 33.
"But rather than utilize the proceeds of the September MTN Offering for "general corporate purposes" as represented in the Offering Circular, and to prudently manage the Bank through the global credit crunch which struck Iceland in the late summer of 2007, the funds were siphoned out of the Bank to the Jóhannesson Related Parties using a series of particularly egregious Jóhannesson Transactions which were entered into between April and December 2007. The Individual Defendents could not have succeeded in their conspiracy to loot Glitnir if the September MTN Offering had failed. If the Individual Defendants had gone forward with the Jóhannessson Transactions without access to the proceeds of the September MTN Offering, Glitnir would have been in breach of its internal liquidity requirements no later than December 2007" 141/142 mgr. bls. 42.
Þarna fara þeir til Bandaríkjanna til að afla fjármagns "fyrir bankann" til þess eins að lána Jóni Ásgeiri. Þeir fara með fölsuð milliuppgjör og falsaða pappíra um eignarhald og með þessa fölsuðu pappíra upp á vasann fara þeir í söluferðir til Bandarískra fjárfesta. Alveg magnað!
Maður klórar skallann og spyr sig "Hvernig í ósköpunum gat þetta gerst"? Þessi rakning atburða, sem maður hefur svo sem haft í hausnum áður en verið svolítið í lausu lofti, sýnir svo engum blöðum er um það að fletta að hér var sterkur ásetningur að baki - þetta var ekki eitthvað sem byrjaði fyrir slysni og vatt upp á sig, eins og getur sjálfsagt gerst, þetta átti að ganga svona. Í raun er þetta ógnvekjandi lesning ef maður reynir að áttarsig aðeins á mannlega þættinum á bak við þetta allt saman. Þessir menn náðu ekki bara völdum í einhverju fyrirtæki, heldur náðu þeir að því er virðist nær ótakmörkuðu valdi yfir öðru fólki. Sjálfsagt hafa menn verið beittir þvingunum og svo borgað vel fyrir skítverkin. Minnir óþægilega á ýmsa slæma tíma í mannkynssögunni. Hef ekki geð til að lesa meira af þessu í kvöld!
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 13.5.2010 kl. 06:54
Komist Bandarísk yfirvöld í þetta mál, er ekkert annað gera fyrir Jón Ásgeir , en að drífa sig til Íslands og játa á sig landráð. Miðað við dóminn sem Maddof fékk 150ár fengju Jón & Co. vart minna. Fimmtán til tuttugu ár á Hrauninu væri því vel sloppið.
Dingli, 13.5.2010 kl. 12:14
Sæll Marinó,
Svo er náttúrlega hægt að skoða hina hlið málsins: Þessi lán voru til ýmissa félaga í eigu þessara manna. Þessi félög eru flest farin á hausinn. Hvað varð um þessa fjármuni eftir að þeir komust í þessi fyrirtæki? Það varð að stilla Jóhannesi í Bónus upp sem miklum viðskiptamógúl svo hann gæti fengið Bónus aftur (eða hvað þetta nú heitir í dag, ég fylgist ekki lengur með þessu). Þessir menn, í gegnum fyrirtækin sem þeir ráku, töpuðu hundruðum ef ekki þúsundum milljarða! Sér er nú hver viðskiptaspekin! Hvað standa almennir hluthafar í þessum fyrirtækjum með eftir að eyðimerkurdrengirnir hafa látið greipar sópa um þau árum saman? Það voru ekki bara bankarnir sé féllu á sérkennilegum viðskiptaháttum þessara manna, heldur tugir eða hundruð fyrirtækja út um allan heim.
Ég held að stærsta ástæðan fyrir því að þetta mál gegn Jóni var dómtekið í New York fylki en ekki á Íslandi er sú að menn vilja að bandarískir saksóknarar fái veður af þessu og eins að fjárfestar eigi greiðari aðgang að dómstólum hér til þess að koma í kjölfar skilanefndar Glitnis og þjarma að þessum mönnum fyrir bandarískum dómstólum. Ég vona að það verði gert og þessi mál krufin til mergjar. Íslendingar eiga það inni hjá þessum mönnum.
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 13.5.2010 kl. 17:42
Davíð Oddson lagði veginn til heljar og varðaði hann. Undir lokin (vonandi af heiðarleik) þegar hann fór að hræðast þau skrímsl sem hann hafði sleppt lausum og fóðrað, var það um seinan. Afglöp hans í starfi forsætisráðherra og seðlabankastjóra eru ófyrirgefanleg.
Dingli, 16.5.2010 kl. 04:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.