11.5.2010 | 09:18
Landsbankinn vaknar með stæl, en héraðsdómur býður betur fyrir suma
Landsbankinn auglýsir á heilsíðum í blöðunum í dag 25% lækkun höfuðstóls lána bæði heimila og fyrirtækja í erlendri mynt. Miðað er við gengi 30. apríl, en þá var gengisvísitala um 226,5. Tilboð bankans þýðir því lækkun í gengisvísitölu 170. Tekið er fram í frétt Landsbankans um tilboðið að það gildi afturvirkt "fyrir þá sem hafa greitt upp lán að hluta eða heild frá 8. október 2008 eða hafa fengið leiðréttingu á höfuðstól en með minni lækkun".
Verður þetta að teljast verulega höfðinglegt boð hjá Landsbankanum, en vandinn er að Héraðsdómur Reykjavíkur býður betur hvað varðar gengistryggð lán. 30. apríl úrskurðaði dómurinn nefnilega að gengistrygging væri ólögleg og engin verðtrygging kæmi í staðinn. Það þýðir að lánin færast niður í upphaflegan höfuðstól að frádregnum afborgunum. Það merkilega við þetta, er að Landsbankinn var stefnandi í málinu sem héraðsdómur úrskurðaði í og úrskurðurinn féll gegn bankanum.
Líklegast er markaðsdeild bankans búinn að liggja yfir þessum tilboðum í einhverjar vikur eða mánuði og því ekki verið tekið tillit til úrskurðar héraðsdóms. Svo á Hæstiréttur eftir að gefa sína niðurstöðu og nú er ekki sjálfgefin. Fari allt á versta veg og Hæstiréttur snúi úrskurði héraðsdóms, þá er þó komið tilboð frá Landsbankanum sem hægt er að ræða. Sem stendur er betra tilboð á borðinu hvað varðar gengistryggð lán.
Hvað varðar lán fyrirtækja í erlendri mynt (sem var sótt um í erlendri mynt, greidd út í erlendri mynt og endurgreidd í erlendri mynt), þá er ég viss um að mörg fyrirtæki munu grípa tækifærið. Þó svo að gengisvísitalan hafi þegar styrkst um 5 punkta eða nálægt 2,5% frá 30. apríl, þá á hún eftir að sveiflast verulega á næstu mánuðum. Flest bendir þó til þess að gengið sé í styrkingarfasa og ólgan í Evrópu mun örugglega verða til þess að hún styrkist enn frekar. Mér finnst því að Landsbankinn eigi að bjóða lántökum að helmingur af styrkingu krónunnar á næstu árum virki sem innborgun á höfuðstól lánanna. Það gengur ekki að lántakar eigi síendurtekið að taka meiri áhættu af gengisbreytingum en lánveitandi. Skora ég raunar á alla bankana að byggja slíka gengisvörn inn í lánasamninga, þegar verið er að breyta lánum í erlendri mynt yfir í lán í krónum. Ég er viss um að fleiri tækju boði bankanna, ef það væri gert.
Bjóða 25% lækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Alltaf gaman og gagnlegt að kíkja til þín
Hafa hinir bankarnir boðið eitthvað svipað þessu eða bíða þeir bara átekta eftir úrskurði HÍ ?
Svo er LB með SP-fjármögnun sem virðist vafasamt , beitir m.a. handrukkurum. Er allt leyfilegt ?
Nokkuð sem er óskiljanlegt er hvernig lán geta hækkað jafnmikið og raun ber vitni. Ég hef verið heppinn (finnst samt allt í járnum ), en góðvinur minn lánaði hjá Kaupþingi 24 milljónir ISK í jap. yenum. ss gjaldeyrislán. Auðvitað fékk hann engan gjaldeyri, bara umreiknað +vextir. Þetta var 2007. Nú er þetta lán > 80 milljónir ISK og hann hættur að sofa á nóttinni. NB ! þetta lán var ekki neyslulán , heldur framkvæmdalán og alltaf greitt skilmerkilega af því. Nú á hann á hættu að missa allt og væri það ófyrirgefanlegt.
Hugmyndirnar um gengisvörn eru athygli verðar enda fráleitt að öll áhætta sé á hendi lánþega eins og verið hefur.
Árni Þór Björnsson, 11.5.2010 kl. 12:42
" Það þýðir að lánin færast niður í upphaflegan höfuðstól að frádregnum afborgunum." sem er í raun það eina rétta, en þetta er akkúrat það sem félagsmálaráðherra er að reyna að bjarga lánafyrirtækjunum frá með lögum um bílalánin þvi að fá fólk til að breyta lánum sínum í með 25-30% niðurfellingu að núverandi höfðustól en ekki upprunalegum, ég spurði Önnu aðstoðarmann ráðherra um það hvort það sem maður hefði greitt inn á lánið reiknaðist líka inn og yrði dregið frá, svarið var nei.
Steinar Immanúel Sörensson, 11.5.2010 kl. 23:22
Sæll Marinó,
ég var að hugsa, í lok árs 2008 þegar stofnun HH stóð yfir hefði engan grunað að samtökin hefðu verið spurð álits á verðtryggingunni eins og gerðist í Viðskiptanefnd á dögunum. Vitnað í ykkur í fjölmiðlum. Dropinn holar steininn.
Áfram með starfið, flott hjá ykkur.
Gunnar Skúli Ármannsson, 12.5.2010 kl. 00:53
Finnst það nú ekki geta passað að 24 milljóna lán fari í 80 milljónir. Minnir að margföldunarstuðullinn á jeninu hafi hæst farið í 2,5, svo 24 m.kr. lán hefur tæplega farið yfir 60 milljónir.
Eitt finnst mér skrýtið með þessa tvo misvísandi dóma í bílalánsmálum, þegar annar leyfði gengistryggingu en hinn ekki. Nokkuð sem sýnir aðstöðumuninn á milli Jóns og séra Jóns í þessu þjóðfélagi/þjóffélagi.
í lögum um meðferð einkamála (144. gr.) segir að kæra til æðra dómstigs fresti frekari framkvæmdum á grundvelli úrskurðar Héraðsdóms.
Þess vegna komu bankarnir sér undan því að endurgreiða handhöfum myntkörfulána ofgreidda vexti og stökkbreytingu höfuðstóls og lítið hægt að segja við því. Vegna þess að dómnum frá í febrúar sem dæmdi gengistryggingu ólöglega var áfrýjað til Hæstaréttar.
En hefði þá ekki kæra lántaka á úrskurði Héraðsdóms í málinu þar sem dæmt var lánastofnun í hag átt að fresta frekari innheimtu lánastofnana á vöxtum af stökkbreyttum myntkörfulánum?
Gilda kannski sum réttindi bara fyrir séra Jón?
Theódór Norðkvist, 12.5.2010 kl. 01:03
Gunnar Skúli, ef einhver hefði sagt við mig fyrir tveimur árum, að ég myndi núna vera í þeirri stöðu sem ég er kominn í, þ.e. í nefnd á vegum þingsins, notandi helming tíma míns í hagsmunabaráttu, kallaður fyrir þingnefndir til að gefa álit á hinu og þessu og svo framvegis, þá hefði ég talið viðkomandi létt geggjaðan. Ekki það, að ég sóttist ekki eftir þessu, meira datt inn í þetta. Já, samtökin hafa náð gríðarlega langt og það sem meira er, við höfum náð miklum árangri. T.d. bara þetta með lögleysu gengistryggingarinnar, við vöktum athygli á því, héldum því á lofti og grófum upp sífellt betri og betri rök (með hjálp góðra manna og kvenna).
Marinó G. Njálsson, 12.5.2010 kl. 09:30
Bara verst að það er ekki hægt að fá leiðréttingu höfuðstóls fyrir viðskiptamenn íbúðalánasjóðs en hægt er að fá leiðréttingu af verðtryggðum íslenskum lánum hjá bönkunum.
Frekar ósáttur við það að vera minniháttar við það að skipa við íbúðalánasjóð á sínum tíma.
kv. Svavar Örn
Svavar Örn Guðmundsson, 12.5.2010 kl. 11:37
Árni, SP dótturfyrirtæki LB (og Avant líka) virðast hafa „gleymt" að gefa út alla sölureikninga:
http://thordisb.blog.is/blog/thordisb/entry/1054379/?fb=1
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 13.5.2010 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.