1.5.2010 | 08:37
Það þarf 40 - 65% lækkun til að mæta 80 - 135% hækkun - SP-fjármögnun hefur ekki starfsleyfi fyrir gjaldeyrisviðskiptum
Það er merkilegt að lesa þessi ummæli Kjartans Georgs Gunnarssonar. Auðvitað getur hann sætt sig við 20 - 35% lækkun, þegar Héraðsdómur Reykjavíkur er rétt búinn að dæma að lækka eigi höfuðstól láns um tæp 60%. Nei, Kjartan, þú fékkst tilboð frá almenningi og það tók þig of langan tíma að svara, auk þess sem í millitíðinni hefur þú borið vitni fyrir þessum sama héraðsdómi, þar sem þú staðfestir að fyrirtæki þitt hafi marg ítrekað brotið gegn starfsleyfi þess. Þú fékkst þitt tækifæri, en féllst á tíma. Nú þarft þú og Árni Páll að fara aftur að teikniborðinu. Það er komið mun betra tilboð frá Héraðsdómi Reykjavíkur.
Ég held að fjármálafyrirtæki ættu að taka dóm héraðsdóm alvarlega. Hæstiréttur dæmir líklega í málinu innan tveggja vikna, þar sem um gjaldþrotamál er að ræða. Samkvæmt rannsóknaskýrslu nokkurra lögfræðinema frá Bifröst, sem ég hef undir höndum, þá munu lántakar eiga skaðabótarétt á hendur fjármálafyrirtækjunum.
Nú SP-fjármögnun er alveg sérdæmi, þar sem fyrirtækið hafði ekki, samkvæmt starfsleyfi gefnu út af Fjármálaeftirlitinu, heimild til flestra þeirra viðskipta og fjármálafærslna sem Kjartan Georg Gunnarsson bar í aðilaskýrslu fyrir dómi, að fyrirtækið legði stund á. Mér skilst að það mál hafi verið sent eða sé á leið [viðbót kl. 09:54] til efnahagsbrotadeilda ríkislögreglustjóra, sérstaks saksóknara og Fjármálaeftirlits enda liggur refsing við þeim brotum sem Kjartan Georg Gunnarsson viðurkennir í aðilaskýrslunni að hafa framið. Hér má sjá upplýsingar um starfsleyfi eins og þau voru skráð á vef FME í maí 2007og hér eru upplýsingar um breytingar á starfsleyfum frá 1. júlí 2007. Takið sérstaklega eftir hvað vantar inn hjá SP-fjármögnun og Avant.
Bílalán lækka um 20-35% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 82
- Sl. viku: 276
- Frá upphafi: 1680564
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sæll Marinó
Að mínu viti á eftir að senda málið til efnahagsbrotadeildar og sérstaks saksóknara.
Erlingur Alfreð Jónsson, 1.5.2010 kl. 09:14
Ég skil ekki af hverju ekki er gripið inn í starfsemi þessara fyrirtækja. Hefur FME ekki heimild til þess?
Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 09:34
Setti inn leiðréttingu, Erling.
Marinó G. Njálsson, 1.5.2010 kl. 09:58
Keypti bíl í júlí ´07, borgaði helming út og rest á láni tengdu Frönkum og Jeni. Upphaflegur höfuðstóll var 1 milljón en er í dag 2,2 milljónir. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 33% frá því að ég tók lánið. Ef lánið verður leiðrétt um 35% þá fer höfuðstóllinn niður í 1,4 milljón. Þá á alveg eftir að taka tillit til þess að ég hef greitt að meðaltali tvöfalt meira í afborganir á þessum tíma. Samkvæmt greiðsluyfirlitinu ætti lánið að standa í 750 þús. m.v. upphaflega áætlun mánaðarlegra greiðslna. Ef tillit er tekið til hækkunar á afborgunum ætti lánið að standa í 380 þús. Ef miða á við ísl. verðtryggt lán með 14% vöxtum og 12,34% árlegri verðbólgu frá lántökudegi, með tilliti til heildarupphæð afborgana, ætti lánið að standa í 860 þús.
Dæmið lítur þá þannig út fyrir mig (m.v. 35% leiðréttingu):
(1) M.v. upphaflegar forsendur og hækkun á mánaðarlegum greiðslum væri ég að gefa eftir rúml. 1 milljón.
(2) M.v. breytingu í ísl. verðtr., án tillits til hækkunar á mánaðarlegum greiðslum (sem er erfiðara að reikna út sökum verðtryggingar), frá lántökudegi væri ég að gefa eftir 540 þús.
Það er deginum ljósara að þessi 35% lækkun er ekki e-ð sem ég sætti mig við. Ég væri alveg til í að skoða lausn (2) bara til að losna við þetta rugl sem er er búið að vera í gangi. Það að ólögleg, eða í besta falli ósiðleg, lán skuli eiga að vera leiðrétt um þessi hlutföll er ekkert annað en móðgun og svívirðing við okkur lántakendur. Ég skal fyrirgefa þjófi ef hann skilar þýfinu og skal jafnvel sleppa honum við að borga skaðabætur ef löggjafinn passar upp á að hann geti síður gert þetta aftur en ég sætti mig ekki við að þjófurinn skili einungis hluta þýfisins "bara svo hann fái eitthvað út úr þessu".
Þórhallur (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 10:38
Hér er slóð á bloggfærslu Erlings um starfsleyfi SP frá 31.mars og frekari pælingar um lánastarfsemi SP. Efst hægra megin á síðunni eru svo tenglar á skjöl tengd málinu:
http://rlingr.blog.is/blog/rlingr/entry/1037126/
http://rlingr.blog.is/blog/rlingr/category/2702/
Ragnheiður (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 10:39
Þórhallur, þetta er stóra málið. Það var brotist inn til okkar og Árni Páll ætlar að gefa þjófnum kost á að skila hluta af þýfinu en halda hinu.
Ragnheiður, takk fyrir þetta. Það vill svo til að við Erlingur hittumst á fundi í gærmorgun. Vinna hans er til svo mikilla fyrirmyndar að hálfa væri nóg. Ég skil ekki hvernig SP-fjármögnun komst upp með að skila skýrslum á skýrslur ofan til FME um starfsemi sem það hafði ekki leyfi fyrir. Það hlýtur að vera verðugt rannsóknarefni fyrir Ríkisendurskoðun.
Hér eru tenglarnir sem Ragnheiður vísar til tengdir:
http://rlingr.blog.is/blog/rlingr/entry/1037126/
http://rlingr.blog.is/blog/rlingr/category/2702/
Marinó G. Njálsson, 1.5.2010 kl. 11:01
Þetta eru góðar fréttir.
Sjálfur keypti ég notaðan bíl á kr. 630.000,- árið 2007. Ég var búinn að borga um kr. 300.000 af honum þegar ég seldi hann fyrir kr. 680.000 og enn skulda ég Lýsingu um kr. 300.000,- fyrir bílinn sem þeir rukka mig fyrir í smáum skömmtum mánaðarlega.
Nú sýnist mér málið hafa snúist við, að það sé Lýsing sem skuldi mér um kr. 300.000,- Ætti ég að senda þeim gíróseðil?
Fluttur (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 15:44
Það er fólk í þinni stöðu Fluttur sem ég hef áhyggjur af vegna þess að það er ekki fyrirséð að kaupleigurnar lifi það af ef dómur gengur gegn þeim í Hæstarétti. Ég óttast að þessi krafa þín gæti endað inni í þrotabúi með tilheyrandi afskriftum.
Af þessum sökum þá finnst mér það forkastanlegt að stjórnvöld séu ekki með þessi kaupleigurnar í gjörgæslu meðan beðið er eftir niðurstöðu dómsstóla.
Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 16:03
Og takið eftir öðru sem ég rak augun í núna.....Greiðslumiðlun hf - VISA Ísland nú Valitor frá 6. september 2007, hefur heldur ekki heimildir til viðskipta með gjaldeyri fyrir sig eða viðskiptamenn sína. Hvað hafa margir keypt vörur á netinu með kortinu eða tekið út gjaldeyri erlendis á VISA kortið sitt???!!!! Hvernig gerir Valitor þessi viðskipti upp? Nýráðinn forstjóri Arion banka er Höskuldur H. Ólafsson, forstjóri Valitor - Visa Ísland síðastliðin fjögur ár. Og hver fer þá til Valitor hf? Jú heyrst hefur að Finnur Sveinbjörnsson fari þangað í staðinn.
Erlingur Alfreð Jónsson, 1.5.2010 kl. 16:12
Það er best ég leiðrétti fljótfærnina í mér strax.....bankar og sparisjóðir eru útgefendur kortanna og taka við greiðslunni og þar með þarf Valitor ekki leyfi til viðskipta með gjaldeyri, ......eða hvað?
Erlingur Alfreð Jónsson, 1.5.2010 kl. 17:03
Erlingur, þú ert búinn að segja það sem ég ætlaði að benda þér á. VALITOR er bara vinnsluaðili fyrir útgefendur kortanna. Fyrirtækið sér um að útbúa kortin og heldur utan um færslur þeirra í upplýsingakerfum sínum, en bankarnir eru ábyrgir gagnvart notkun viðskiptavina sinna. VALITOR (og Borgun) sér vissulega um greiðslur til VISA EU, VISA International og MC vegna færslna sem fyrirtækið sér um hirðingu á, en það fer í gegn um viðskiptabanka fyrirtækisins og frá hruni í gegn um Seðlabanka Íslands.
Borgun þarf aðeins víðtækara starfsleyfi, þar sem fyrirtækið hefur (a.m.k. til skamms tíma) verið útgefandi kortanna og því haft víðtækari ábyrgðir.
Marinó G. Njálsson, 1.5.2010 kl. 17:17
Vil svo bæta við, að samkvæmt upplýsingum á vefnum www.visa.is má finna annál og þar kemur fram að 1. janúar 2000 hafi VISA Ísland fengið starfsleyfi sem lánastofnun. Það hlýtur að innifela alla almenna starfsemi lánastofnunar, þar á meðal útgáfa lánasamninga.
Marinó G. Njálsson, 1.5.2010 kl. 17:25
Marínó, þú ert farinn að verða fyrstur með margar fréttir sem (þó hafa verið sendar á hefðbundna fjölmiðla) sem hlýtur að vera smá skammarlegt fyrir blaðamenn. Þetta með starfsleyfisleysið er skandall og tilraun FME til að fela þetta á vef sínum og svara engum spurningum sömuleiðis. Ég vísaði lögmanni SP á linkinn til að sækja þetta skjal til að geta séð að SP hefði ekki heimild FME til gjaldeyrisviðskipta. Hann ætlaði að láta Kjartan fá afrit líka!! Hann, lögmaðurinn, sagðist ekki vera viss hvort SP hefði þetta leyfi.
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 1.5.2010 kl. 20:12
Get ekki betur séð en að Frjálsi fjárfestingarbankinn hafi heldur ekki heimild til gjaldeyrisviðskipta nema fyrir eigin reikning.
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 1.5.2010 kl. 20:23
Ég verð að viðurkenna það, Þórdís, að mér finnst vera svo margar gloppur í þessu skjali, að ég er farinn að halda að það hafi ekki verið rétt uppfært. Það bætir stöðuna sko ekkert, en gerði málið bara pínlegra.
Marinó G. Njálsson, 1.5.2010 kl. 20:30
Þá hefði FME frekar lagað skjalið í stað þess að fela það. Avant hefur t.d. skv. skriflegri staðfestingu frá FME aðeins heimild til gjaldeyrisviðskipta fyrir eigin reikning, sem dugar ekki til að vera með gjaldeyrisviðskipti fyrir viðskiptavini.
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 1.5.2010 kl. 20:36
En hvernig skýrir þú, Þórdís, að fyrirtæki, sem er með starfsleyfi lánafyrirtækis, er ekki með hakað við hjá sér atriði sem snúa að útlánum?
Í 4. gr. laga nr. 161/2002 segir t.d.:
Miðað við það hefði átt að merkja við 1.b og 2 hjá VALITOR, en það er ekki gert, þó svo að fyrirtækið hafi starfsleyfi sem lánafyrirtæki, sbr. upplýsingar sem ég vísaði til áðan og kemur fram í upplýsingum um breytingar frá miðju ári 2007 fram á mitt ár 2009, en þar segir:
Þetta er nú bara ástæðan fyrir því að ég er að velta þessu fyrir mér. Ekki af neinni annarri ástæðu.
Marinó G. Njálsson, 1.5.2010 kl. 21:15
Þetta er þróun í rétta átt, og vonandi að þessi barátta fari bráðum að skila einhverjum árangri. Tillögur félagsmálaráðherra í þá veru kalla ég hinsvegar ekki árangur heldur hálfvelgju.
En það er fleira í þessu máli sem þarf að skoða, og það er aðkoma eða réttara sagt aðkomuleysi FME vegna starfsleyfisleysis SP. Nú liggur það fyrir í þessum gögnum frá stofnuninni sjálfri að vitað hefur verið frá því vorið 2007 að SP skorti starfsleyfi fyrir gjaldeyris- og gengistryggðum viðskiptum, en ekkert aðhafst. Það sem meira er, þá er ýmislegt sem bendir til þess að FME sé í einhverskonar feluleik með þessi gögn, hugsanlega til að breiða yfir eigin vanrækslu. Þessi frétt frá 2007 um starfsleyfi fjármálafyrirtækja var t.d. fjarlægð af vef stofnunarinnar eftir að ég sendi þeim beiðni um fylgiskjölin. Nánari athugun á vefkerfi FME leiddi í ljós að þetta virðist ekki hafa verið nein tilviljun, en fylgiskjalið með fréttinni hafði verið fjarlægt talsvert áður og hlekkurinn á það því óvirkur. Í skjalavistunarkerfi stofnunarinnar má hinsvegar finna þetta skjal undir öðru númeri, ásamt fleiri skjölum sem öll eru samhljóða um starfsleyfisleysi SP í gjaldeyris- og gengistryggðum viðskiptum:
Yfirlit yfir starfsleyfi lánastofnana 19. mars 2007
Yfirlit yfir starfsleyfi verðbréfafyrirtækja 19. mars 2007
Yfirlit yfir starfsleyfi lánastofnana, Ensk útgáfa 8. maí 2007
Yfirlit yfir starfsleyfi lánastofnana, Íslensk Útgáfa 9. maí 2007
Einnig má benda á að starfsleyfi Frjálsa Fjárfestingarbankans virðist eingöngu heimila gjaldeyris- og gengistryggð viðskipti fyrir eigin reikning, en ekki fyrir hönd viðskiptavina bankans. Hvaða þýðingu það hefur fyrir réttarstöðu lántakenda veit ég ekki, en það er eflaust eitthvað sem ber að skoða nánar.
Til hamingju með daginn, baráttukveðjur!
Guðmundur Ásgeirsson, 1.5.2010 kl. 21:26
Marinó: uppgjörstímabil greiðslukorta er vanalega einn mánuður, sem er ekki nógu langt til að falla undir lög um neytendalán að ég held. Mér þykir því sennilegt að kortafyrirtæki þurfi ekki starfsleyfi til útlána nema þau ætli að bjóða lán sem viðbótarþjónustu við greiðslumiðlunina.
Guðmundur Ásgeirsson, 1.5.2010 kl. 21:28
Guðmundur, bæði Valitor og Borgun veita skammtímalán, þ.e. einhvers kona raðgreiðslur (þetta heitir mismunandi nöfnum), og það eru þau sem bæði Erlingur og Þórdís eru að velta fyrir sér. Ég fæ ekki betur séð, en að þar sem bæði fyrirtækin eru lánafyrirtæki, þá fylgi starfsleyfi þeirra sjálfkrafa réttindi skv. 1. tölulið b og 2. tölulið 1. mgr. 3.gr. laga nr. 161/2002.
Annars hef ég, Guðmundur, fengið sendar upplýsingar frá þér í gegn um þriðja aðila, þar sem þú varpar ljósi á margt af þessu bulli með SP-fjármögnun. Þú átt bestu þakkir fyrir það.
Marinó G. Njálsson, 1.5.2010 kl. 21:38
Góður Marínó!
Velti því fyrir mér hvort félagsmálaráðherra ÁPÁ - sé að reyna að láta líta svo út að það sé hann "sem skapar dómafordæmi" - - eða skyldi hann ætla að reyna að koma í veg fyrir að gengisviðmiðun verði dæmd ólögmæt að fullu og öllu?
Benedikt Sigurðarson, 1.5.2010 kl. 22:07
Marinó: Ég held að hefðbundnir raðgreiðslusamningar flokkist undir afborgunarkaup, þar sem það er "tæknilega" kaupmaðurinn sjálfur sem gjaldfærir mánaðarlegar afborganir. Þannig telst hver afborgun innan uppgjörstímabils kortafyrirtækisins og flokkast því ekki sem lánveiting. Hinsvegar er allskonar aukaþjónusta sem kortafyrirtækin bjóða, t.d. svokölluð "veltukort" sem telst líklega vera lánastarfsemi.
Guðmundur Ásgeirsson, 1.5.2010 kl. 23:28
Já, góður Marinó, eins og Benedikt sagði að ofan. Loksins komi tími til að þessi skipulagða mafíustarfsemi fái dóm og finni fyrir okkur með skaðabótum og stórlækkun gengis-ránanna og þurfi kannski loksins að skila þýfinu. Höfum víst þurft að þrasa nógu lengi og þola nógu mikið grjótkast frá hollustumönnum ríkisstjórnar banka og fjármálafyrirtækja.
Elle_, 2.5.2010 kl. 19:47
Er ástandið ekkert að lagast? Einhvernveginn finnst mér félagsmálaráðherra vera að reyna að gera eitthvað til bóta en virðist ekkert vera ágengt.
Haltu áfram þetta lagast ekkert meðan allir þegja en við verðum samt að sætta okkur við að við fáum aldrei allt þýfið til baka.
Offari, 6.5.2010 kl. 12:02
Týpískt... FME virðist vera búið að fjarlægja öll skjölin úr vefkerfinu hjá sér. Sem betur fer þá eru til "varaafrit" hérna.
Guðmundur Ásgeirsson, 14.5.2010 kl. 20:20
Úps!
Marinó G. Njálsson, 14.5.2010 kl. 21:05
Og sem betur fer þá eru líka til afrit á góðum stað af tölvupóstsamskiptum sem færa sönnur á feluleik Fjármálaeftirlitsins með þessi gögn og varpa ljósi á tímasetningarnar. Einnig er þar að finna afsakanir sem ég er handviss um að eru haugalygi og þetta væri auðvelt að sannreyna með rannsókn þar til bærra yfirvalda, ef þau finnast þá einhversstaðar...
Guðmundur Ásgeirsson, 14.5.2010 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.