Þeim tilvikum fer fækkandi, þegar ég átta mig á málflutningi Gylfa Magnússonar. Fyrir nokkrum dögum lýsti hann því yfir að ekki væri frekara svigrúm til að koma til móts við heimilin í landinu með almennum aðgerðum, en svo kemur hann í dag og vill ólmur bjarga stofnfjáreigendum sparisjóðanna.
Ég ætla ekki að setja mig upp á móti því að hinum venjulega stofnfjáreiganda sé bjargað. Þá á ég við fólkið sem gerðist stofnfjáreigandi af rækni við sveitina sína. Fólk sem fyrir mörgum árum gerðist stofnfjáreigandi og lagði sannanlega sína peninga í sparisjóðinn sinn. En ég er alfarið á móti því að fjárfestum, sem lögðu peningana inn í sjóðina með gróðahyggjuna eina að leiðarljósi, sé bjargað áður en heimilum landsins er bjargað. Ég vil fá rétta forgangsröðun hjá stjórnvöldum. Sem stendur hefur henni að mestu verið snúið á hvolf.
Brýnt að leysa vanda stofnfjáreigenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 1680018
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Svona völdu þeir sem eru við völd.
Af hverju?
Getur verið að peningarnir sem notaðir eru til að bjarga BYR og Sparisjóði Keflavíkur séu þeir peningar sem AGS hafði ætlað til skjaldborgar heimilanna?Hrannar Baldursson, 26.4.2010 kl. 19:03
Upphaflegir stofnfjáreigendur voru að leggja samfélaginu lið með stofnbréfum og þeim var ALLS EKKI ÆTLAÐ AÐ GRÆÐA Á ÞEIM svo það sé á hreinu. Síðari tíma græðgispungar græðgisvæddu sparisjóðina og fóru í stórfellda spákaupmennsku. Þeir mega mín vegna fara síðastir í röðina, þeirra á meðal Össur Skarphéðinsson sem er einn þeirra. Gylfi Magnússon er algerlega úti á þekju með samúð sína á stærstum hópi þessa fólks.
Ég held að Njörður Njarðvík sé með rétta matið á íslensku samfélagi sem hann segir vera ónýtt nánast á allan hátt, uppúr og niður úr.
Það verður aldrei hægt að leiðrétta t.a.m. afleiðingar neyðarlaganna nema með pólitískum hætti. Þeir sem krefjast þess nú að farið sé að lögum virðast ekki skynja að sett voru sértæk lög sem eyðilögðu allt jafnvægi á milli þeirra sem áttu peninga og þeirra sem skulduðu.
Haukur Nikulásson, 26.4.2010 kl. 21:59
Válegir tímar framundan.
Ríkistjórn Jóhönnu Sigurðardóttir er ríkistjórn sem fékk sitt gullna tækifæri til að sýna að hú væri hin raunverulega félagshyggjustjórn. Stjórn réttlætis og stjórn sem mundi koma og rétta við hag alþíðu Íslands svo áþreyfanlegt væri.
Það þarf ekki að útskíra það í alltof mörgum orðum hvernig þessari stjórn hefur tekist til. Það þekkja allir og ekki síst saklausar fjöldskyldur sem engan þátt áttu í því mikkla hruni sem dunið hefur yfir þjóðina. Og ef að eingverjum heilvita manni dettur það í hug að almenningur hafi átt þátt í bankahruninu, þá þarf sá hinn sami að kynna sér málin betur.
Nú heyrist það að ekki verði frestað lengur nauðungaruppboðum á húsnæði þeirra sem ekki geta staðið í skilum. Hvar er skjaldborgin?
En það heyrist líka að að viðskiptaráðherra telji það vera frekar skyldu stjórnvalda að koma verðbréfafíklum til hjálpar frekar en að stöfða það að fjöldskyldur fari á vergang. Ég vil ekki heyra þá fásinnu að það sé búið að gera allt sem hægt er að gera og ekki heldur að fólk þurfi bara að koma og semja.
Þekki vel tilfelli þar sem leitað hefur verið til Ráðgjafastofu heimilanna og ekkert gengið. Alveg frá því í janúar hafa skuldarar verið sveittir við að fylla út óteljandi plögg og skrifa greinagerðir með hnút í maganum.
Þegar hamfarir verða, eldgos jarðskjálftar svo eitthvað sé nefnt þá eru alli sammála og samtaka um að bjarga þeim sem verða fyrir tjóni. Og það er gott til þess að vita að enn er samkendin fyrir hendi hjá þjóðinni.
En þegar heimilin lenda í þeim erfiðleikum sem nú dynja yfir þá er eins og ráðamenn haldi að enn í gamla ruglið: Þetta reddast.
Hvert er sú ríkistjórn komin sem ekki vill standa vörð um hornstein samfélagsins?
Ekki seinna en í haust. Þá segjum við: GUÐ BLESSI ÍSLAND.
IGÞ, 26.4.2010 kl. 23:16
Áhugavert - eigum við að veðja um hvort þarna á meðal sé ekki að finna einhverja flokks forkólfa, sem eru vælandi í flokknum sínum, um að bjarga sér?
Eins og við höfum tekið eftir, sbr. afsökunarbeiðni Þorgerða Katrínar, þ.s. fram koma, að hún segði af sér svo hún skaðaði ekki sinn flokk; þá virðist allt of algengt, að flokksmenn séu miklu mun jafnari en aðrir.
Almennar reglur eru básúnaðar, svo lengi sem hagsmunir flokksmanna eru ekki persónulega í húfi, - en, þá allt í einu, má fara í sértækar aðgerðir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 27.4.2010 kl. 00:12
Mér er algerlega fyrirmunað að skilja þá hylli sem Gylfi fær í skoðanakönnunum. Hann hefur aldrei það ég hef tekið eftir, síðan á mótmælafundinum forðum, talað til stuðnings almenningi.
Billi bilaði, 27.4.2010 kl. 00:14
Það er svo löngu orðið ljóst að bankabækur og skuldabréfaeign í hvaða formi sem er er það sem á að vernda,efri stéttir í þjóðfélaginu passa sína fram í rauðann dauðann.
Sparnaður í fasteignum,lífeyrissjóðum,verndun fjölskildunnar er ekki forgangur og stendur ekki til að laga það neitt líðurinn má svelta.
Af hverju heyrir maður engann alþingismann berja í borðið yfir því að hundruð manns þurfi að standa í röðum og fá matargjafir í hverri viku,þúsundir eru að missa allt sitt,þúsundir ganga um atvinnulausir, fólk er að flýja land á hverjum degi.
Nei þetta er að verða hryllilega sjúkt samfélag sem við búum í og getur ekki endað vel ef fólk fer ekki að vakna
Friðrik Jónsson, 27.4.2010 kl. 00:23
Hvers vegna látum við fara svona með okkur? Hvað er að okkur? Eruð þið frosin haldið að fjórflokkskerfið geti bjargað almenningi? NEI það getur það ekki vegna flokksræðis og einkavinavæðingar "LÝÐRÆÐIÐ" gleymdist! Ég hef mótmælt aftur og aftur en oft hef ég haldið að sagan um Palla sem var einn í heiminum sé komið vegna þess að ég hef staðið einn oft á örlaga stundu án aðstoðar ykkar hvers vegna?
Sigurður Haraldsson, 27.4.2010 kl. 00:24
Þessi ríkisstjórn er gjörsamlega handónít og stórhættuleg fyrir fólkið í landinu hvað hefur hún gert?
Og nei ég er ekki hrifnari af hinum flokkunum,Sjálfstæðisflokkurinn gjörspilltur,Framsókn ekkert skárri.
Friðrik Jónsson, 27.4.2010 kl. 00:29
Sigurður eins og ég held að fólk upplifi þetta er vonleysi,þetta er ný staða hjá flestum sem hafa alltaf getað bjargað sér og gengið stolt,fólk er enn dofið yfir að hafa verið nauðgað um hábjartan dag og skilið eftir varnarlaust á götunni.
Friðrik Jónsson, 27.4.2010 kl. 00:33
Ég held að eina leiðin sé að kæra verðtrygginguna og vaxtaokrið á Íslandi til Alþjóðadómstólsins í Haag.
Það gerði maðurinn (man ekki nafnið) sem barðist gegn kvótakerfinu og vann.
Auðvitað gáfu ráðamenn skít í álit dómstólsins, það er ekkert nýtt hjá mútuþegunum á Alþingi. Kúgunaröflin gefast ekki upp nema vera hrakin í burtu. Dómurinn í kvótamálin staðfesti samt að mannréttindi eru ekki virt á Íslandi.
Við þurfum að fara að standa á rétti okkar og lýsa því yfir að við vilum ekki láta skíta yfir okkur lengur. Annars verðum við bara notuð sem gólftuskur. Greiðsluverkfallið er góð leið til að lýsa því yfir.
Theódór Norðkvist, 27.4.2010 kl. 01:31
Er nokkur svo innilega heimskur að hafa trúað því sem þessi ríkisstjórn ætlaði að gjöra fyrir fólkið í landinu þvílík forheimska,
Ríkisstjórn landsins eru mestu sori landsins gagnvart almenningi í landi voru. Við stöndum horfum hver á annan hristum hausinn og forum í sitt hvora áttina bölvandi og rignandi yfir þessu og hinu en gerum ekki neitt,En á meðan geta þeir potað hinu og þessu í gegn því við erum sofandi.
( þAÐ ER BARA EIN LEIÐ MEÐ SVIPUR INN Á ÞYNG ÚT MEÐ ÞENNAN SORA SEM ÞAR ER AÐ NAUÐGA HINU HÁA ALÞINGI )
Jón Sveinsson, 27.4.2010 kl. 14:45
Ég held áfram að berjast það er ærinn ástæða til þess nú síðasta dæmi með bóndann á Skáldabúðum sem neyddist til að taka tilboði íslandsbanka sem var allt of lágt.
Sigurður Haraldsson, 29.4.2010 kl. 13:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.