16.4.2010 | 17:40
Áhættumat vegna gosa - Nýtt hamfaragos hugsanlegt
Í þriðja eða fjórða sinn frá landnámi norrænna manna er hafið gos í Eyjafjallajökli. Síðast gaus 1821 - 23, en einnig er staðfest að gosið hafi á 17. öld og líklegast á 10. öld. Menn hafa hingað til tengt Kötlugos við gos í Eyjafjallajökli, en mig langar að skoða tengsl stærri hamfara, þ.e. gosin í Eldgjá og Lakagígum.
Talið er að Eyjafjallajökull hafi gosið 920 eða eingöngu 14 árum áður en hamfaragosið í Eldgjá hófst 934. Það eru kannski ekki margir sem átta sig á því (og alls ekki blaðamaður mbl) að Eldgjárhraunið er stærsta hraun sem runnið hefur á sögulegum tíma á Íslandi. Umfang hraunsins sem rann þá, er 800 ferkílómetrar og 16 - 18 rúmkílómetrar. Það er því stærra en hraunin sem komu upp í Skaftáreldum sem var 580 ferkílómetrar og 14 - 16 rúmkílómetrar. (Vil ég benda blaðamanni Morgunblaðsins á að leiðrétta frétt sína hvað þetta varðar.) Nú eldgosið í Eyjafjallajökli árið 1821 hófst rétt um 40 árum eftir Skaftárelda. Af þessum sökum, út frá fræðum áhættustjórnunar, er full ástæða til að hafa áhyggjur af því að hamfaragos á borð við Skaftárelda og Eldgjárgos gæti hafist á næstu áratugum. Og þó svo að lengra sé í slíkt hamfaragos, þá þarf að útbúa viðbragðsáætlun vegna þess, sé hún ekki nú þegar til staðar.
Við stöndum frammi fyrir því að mikið gos er hafið í hættulegri eldkeilu, Eyjafjallajökli. Það er þekkt að annað eldfjall, Katla, fylgir gjarnan á eftir með gos. Þó svo að Kötlugos standi yfirleitt ekki yfir lengi, þá eru nokkrar vikur alveg nóg. En þetta eru ekki einu eldgosin sem við þurfum að hafa áhyggjur af. Eins og nefni að ofan, þá hafa tvö stór hamfaragos tengst (af tilviljun eða ekki) gosum í Eyjafjallajökli. Bæði þau gos spúðu eldi og eimyrju í marga mánuði. Slík gos myndu leggja af allt flug með þotum ekki bara í marga daga eða vikur, heldur mánuði eða ár. En það er eitt í viðbót, sem nauðsynlegt er að taka til skoðunar. Eldgos á Reykjanesskaga. Þar virðist sem í gangi sé 1000 ára hringur. Síðasta hrina hófst fyrir rúmlega 1000 árum og stóð til 1234 með gosum á mismunandi stöðum. Ég fjallaði um þetta í færslu hér í fyrra, en á sagði ég um gos á Reykjanesskaga:
Annað sem rétt er að hafa í huga, er að eftir að gliðnunin hefur átt sér stað, þá þarf að fylla upp í, þ.e. gliðnunin kallar á eldgos! Ég veit ekki hve margir gera sér grein fyrir því, en mörg hraun alveg frá Garðabæ og suður á Reykjanestá eru um og innan við 1000 ára gömul. Það sem meira er, að vitað er að eldgosahrinur verða á þessu svæði á um 1000 ára fresti. Loks eru það gömul sannindi að "þar sem hraun hafa runnið, geta hraun aftur runnið".
Fyrir tveimur árum hóf ég að rita færslu, sem ég lauk aldrei við, undir heitinu Hættumat og þjóðaröryggi. Nú sýnist mér þörf á að ljúka við hana í ljósi þeirra náttúruhamfara sem hófust fyrr í vikunni og munu hugsanlega valda meiri truflun á daglegu lífi okkar næstu vikur og mánuði en við gerum okkur í hugarlund.
(Höfundur er sérfræðingur í áhættustjórnun af ýmsu tagi, stjórnun upplýsingaöryggis og stjórnun rekstrarsamfellu.)
Víðtækustu áhrifin af Lakagígum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 29
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 211
- Frá upphafi: 1681212
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Og maður getur ekki einu sinni flogið á brott. Særum upp gamla Gullfoss.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 19:51
það eru spennandi tímar framundan á íslandi.. ekki bara fyrir sjallana :)
Pabbi gamli sagði mér þegar ég var krakkabjálfi fyrir um 35-40 árum síðan, en þá var karlinn í slökkviliði reykjavíkur ásamt afa.. að það væri engin áætlun til um flóttaleiðir fráreykjavík.. ef bláfjöllinn gjósa í námunda við Hengill, eða ef Hengill sjálfur fer af stað þá komast reykvíkingar ekki landleiðina burtu.. með góðu móti.
Btw, Hengill er megineldstöð sem gýs á sirka 2000 ára fresti.. hann gaus síðast fyrir um 2000 árum.
Óskar Þorkelsson, 16.4.2010 kl. 20:54
Þetta eru erfiðir tímar.
Anna Einarsdóttir, 16.4.2010 kl. 23:28
Sæll Marinó,
Í þeim skruddum og greinum ég hef lesið um jarðfræði í gegnum tíðna hefur Eldhraunið úr Skaftáreldum alltaf verið talið stærsta hraun sem runnið hefur á sögulegum tíma og Eldgjárhraunið næst þar á eftir. Ég hef aðeins fundið eina heimild á vefnum sem telur Eldgjá stærra en Eldhraunið. Væri gaman að heyra meira um heimildir:)
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 17.4.2010 kl. 06:31
Hvar er óskabarn þjóðarinnar núna! Eimskip. Í eigu bandarískra mafíósa kannski.
Gísli Ingvarsson, 17.4.2010 kl. 10:07
Sæll Marinó. Þetta var mjög fróðleg lesning. Ég er sammála því að það þarf að skoða þetta vandlega. Það er líka þekkt á fleiri svæðum að gos koma í hrinum á tilteknu árabili. Krafla og nágrenni er t.d. dæmi um þetta. Ég hef líka heyrt eins og Óskar nefnir að Hengillinn sé að koma á tíma og þar megi búast við miklu gosi þegar þar að kemur. Það er því ástæða til að huga vel að viðbrögðum vegna eldgosa í náinni framtíð.
Jón Pétur Líndal, 17.4.2010 kl. 10:35
Arnór, í bókinni Almenn jarðfræði eftir Jóhann Ísak Pétursson og Jón Gauta Jónsson segir á bls. 128:
Þessi bók er gefin út 2004 og er kennd mjög víða í framhaldsskólum í dag. Ég var með hana í leiðsögunáminu í fyrra vetur og þar komu fram á glærum Jóhanns Ísak þær tölur sem égsetti í færsluna mína. Þannig að hvað sem gömlum "skruddum" líður, þá hafa menn uppgötvað við jarðvegsvinnu á síðari tímum og við skoðun á Skaftáreldahrauninu að Eldgjárhraunið leynist þarna undir. Á bls. 246 í bókinni segir aftur:
En þessi tvö hraun eru samt ekki stærstu hraun sem runnið hafa á Íslandi eftir lok ísaldar. Það eru Þjórsárhraun sem eiga vinninginn, en þau runnu fyrir 8500 árum. Stærð þess er 950 ferkm og milli 21 og 30 rúmkm.
(Ég bætti þremur myndum úr glósum Jóhanns Ísaks við færsluna. Vona ég að honum sé sama um það.)
Marinó G. Njálsson, 17.4.2010 kl. 11:48
Gísli, ég tek undir með þér að við þurfum að huga vel að eignarhaldi á skipafélögum.
Annars langar mig að vísa til færslu frá 3.10.2008 en hún heitir Viðnámsþol þjóðar. Þar setti ég fram ýmsar vangaveltur, en vorið 2007 byrjaði ég að skoða það sem mætti kalla áhættumat fyrir Ísland. Því miður hefur mér ekkert gengið með verkið, þar sem ég hef ekki geta leyft mér að taka af tíma mínum í það. Brauðstritið, húsbygging og hagsmunabaráttan hafa átt hug minn og tíma undanfarin ár. Vissulega gæti ég gert slíka vinnu að brauðstriti, en þá vantar kaupanda að verkinu! Ég er búinn að endurbirta þessa færslu, þannig að hægt er að setja athugasemdir inn á hana núna.
Marinó G. Njálsson, 17.4.2010 kl. 12:17
Sæll Marinó,
Þakka þér kærlega fyrir ábendingarnar. Hvað sem því líður þá eru þetta óhemju hamfarir. Það hefur verið rækilega staðfest núna að sprengigos á Íslandi hafa veruleg áhrif á flugsamgöngur í Evrópu, svo ekki sé meira sagt.
Ég fór að velta því fyrir mér í gær af hverju þetta gos hefði svona mikil áhrif og áttaði mig auðvitað strax á því að þetta er í fyrsta skipti sem verulegt sprengigos hefur orðið á Íslandi síðan þotuflug varð vinsælt, fyrir utan Gjálp 1996 en þá virtist ekki vera mjög mikil aska og hún fór að mestu norðaustur ef ég man rétt og hafði sennilega ekki mikil áhrif á flug. Gos í Alaska eru einnig tíð og hafa áhrif á flug þar í grennd og skemmst að minnast 747 vélar frá KLM sem flaug inn í öskuský frá Redoubt árið 1989 og það drapst á öllum 4 vélunum! En það er hægt að beina vélum útfyrir Alaska og ekki mikil umferð þar til og frá. Ekki svo auðvelt í Evrópu! Hvað gera menn ef þetta varir vikum saman og hvað gera menn ef Katla gýs og lokar flugi í Vestur Evrópu vikum saman? Er tími skipanna runninn upp aftur og ætti maður að fjárfesta í Mærsk?;) Og: Var ekki Eimskip tekið til gjaldþrotaskipta eða týndist það einhversstaðar? Það hefur verið svo mikið umrót að maður bara fylgist ekki með!
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 17.4.2010 kl. 16:13
það er rétt hjá Marinó að Eldgjárgosið er talið hafa verið allmiklu stærra en Lakagígagosið. Munu um 19 rúmkílómetrar gosefna hafa komið upp en um 14 í Skaftáreldum. það eru ágætar lýsingar á þessum gosum á þessari síðu http://www.eldgos.is/ undir liðnum "stórgos eftirl landnám".
Einnig má benda á að Bárðarbungueldstöðin hefur með um 500 -600 ára millibili sent kviku í suðvestur sem gjarnan endar með mjög milum sprungugosum, Vatnaöldur um 870 og Veiðivötn um 1480. Það hefur verið órói í Bárðarbungu undanfarna áratugi sem er sífellt að aukast. Hún er að undirbúa einhver leiðindi.
Óskar, 17.4.2010 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.