Leita í fréttum mbl.is

Þörf á breytingu á lögum um lífeyrissjóði

Ákvörðun Lífeyrissjóðs verzlunarmanna er í samræmi við ákvæði laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.  Það er því ekki hægt að gagnrýna sjóðinn fyrir að fara að lögum.  Spurningin er aftur hvort breyta þurfi lögunum þannig að breyting á tryggingafræðilegu mati taki tillit til breytinga á eignum og skuldbindingum sjóðsins yfir lengri tíma.  Slík breyting myndi virka á bæði á hækkun og lækkun réttindaávinnings og lífeyris.

Alþingi ætti að taka til skoðunar að breyta lögum um lífeyrissjóði, þannig að ekki þurfi að koma til jafn mikillar skerðingar og LV hefur tilkynnt.  Gefa á lífeyrissjóðum lengri tíma til að rétta sig af eftir áfallið af hruninu.  Það á jafnframt að verja lífeyrisgreiðslur og réttindaávinning, þannig að skerðing sé sem minnst hjá þeim sem njóta lífeyrisgreiðslna og síðan verði skerðingin hlutfallsleg á réttindaávinning og aukist eftir því sem lengra er í að viðkomandi fari að taka lífeyri, þar sem þeir hafa þá lengri tíma til að vinna upp skerðinguna.  Loks þarf að afnema þessi ströngu skilyrði um 3,5% raunávöxtun sem birtist í 19. gr. reglugerðar nr.  391/1998.  Það er ákaflega göfugt markmið að ætla að ná 3,5% árlegri raunávöxtun, en það verður þá að bjóða upp á sveigjanleika vegna niðursveiflu eða setja mun strangari skilyrði um eignasamsetningu lífeyrissjóðanna.  T.d. væri alls ekki óeðlilegt að gera kröfu um tiltekna raunávöxtun yfir 10 ára tímabil, en gefa kost á fráviki innan þess tíma.  Síðan má spyrja sig hvort 3,5% árleg raunávöxtun sé rétt eða er hún kannski of há?  Varðandi eignasafnið, þá þarf greinilega að setja skorður á einsleitni eignasafnsins og tengsl eignanna.  Komið hefur t.d. í ljós að lífeyrissjóðirnir áttu hlutabréf í bönkunum, skuldabréf í bönkunum, hlutabréf í fyrirtækjum sem áttu bankana og loks skuldabréf þessara sömu fyrirtækja.  Þetta á ekki að leyfa í því mæli sem gert er og síðan á að takmarka hve mikið sjóðirnir mega eiga innan hvers geira atvinnulífsins. 

Vissulega lentu lífeyrissjóðirnir í miklum vanda á fyrstu árum eftir einkavæðingu bankanna, þegar verð hlutabréfa hækkaði gríðarlega.  Þá voru dæmi um að þeir sjóðir, sem færðu hlutabréfin á dagsgengi í bókum sínum, yrðu að selja bréf í bönkunum, vegna þess að verðmæti þeirra var komið upp fyrir það hlutfall sem viðkomandi sjóður mátti eiga í hlutabréfum.  Einhverjir sjóðir leystu það einfaldlega með því að færa bréfin á kaupverði (nema það væri hærra en dagsgengi) og þar með kom hækkun þeirra ekki inn í réttindi eða lífeyri nema við sölu.

Ég hef svo sem ekki skoðað nákvæmlega í hverju vandi Lífeyrissjóð verzlunarmanna liggur, en mig grunar að hann felist í einsleitni eignasafns, þ.e. of stór hluti eignasafnsins hafi verið tengdur fjármálafyrirtækjunum og eigendum þeirra.  Ef það er reyndin, þá hefur áhættustýring sjóðsins brugðist.  Og ekki bara áhættustýringin, heldur hefur fjárfestingastefna sjóðsins verið röng.  Sjóðunum er einhver vorkunn þar, vegna þess að 36. gr. laga nr. 129/1997, þar sem kveðið er á um fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða, er heimild til lífeyrissjóða, svo fáránlegt sem það er, að vera með 10% hreinna eigna sinna í verðbréfum "útgefnum af sama aðila, tengdum aðilum, sbr. lög um fjármálafyrirtæki, eða aðilum sem tilheyra sömu samstæðunni" (þá er ekki verið að tala vísa til ríkis eða Seðlabanka).  Þetta er ótrúlega hátt hlutfall, þegar miðað er við fall slíkrar samstæðu er ekkert sem var að gerast í fyrsta skipti haustið 2008.  Ekki er svo langt síðan að Samband íslenskra samvinnufélaga fór á hnén.  10% er einfaldlega allt of hátt hlutfall út frá öllum mælikvörðum áhættustjórnunar.  Það getur vel verið, að lífeyrissjóður lifi slíkt áfall af, en meta verður tap á 10% eigna í áhrifum á útgreiðslu lífeyris til lífeyrisþega, sem er jú höfuðtilgangur lífeyrissjóða ásamt móttöku og varðveislu iðgjalda. Síðan leiðir skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis það í ljós, að í reynd voru allir bankarnir áhættulega tengdir aðilar.


mbl.is Lífeyrisgreiðslur lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áður en að farið verður að gera mjög mikið mál úr þessari skerfðingu, sem augljóst er að flestir almennir lífeyrissjóðir þurfa að fara í, þá þurfa menn að skoða hvort hér sé í raun um skerðingu á áunnum rétti að ræða!   Það sem á á við hér að flestir þeir sem nú eru að fá lífeyri úr lífeyrissjóðum hafa verið að borga í sjóðina í nokkra áratugi og ég er nokkuð viss um að tryggingafræðilegur hagnaður þessa sjóðs og margra annara hefur verið töluvert um fram þessi 10% sem nú er verið að skerða um.

Með tryggingalegum hagnaði er átt við ávöxtun umfram þessi tilgreindu 3,5% ársávöxtun sem útreikningur á lífeyri gengur út frá.  Umframhagnaður hefur verið lagður við inneign sjóðsfélaga árlega, þau ár sem ávöxtun sjóðanna hefur verið umfram 3.5%.

 Forvitnilegt væri að vita hvort lífeyrisjóður rískisstarfsmanna hefur notið slíks tryggingafræðilegs haganaðar í sama mæli og aðrir sjóðir, en slíkar upplýsingar eru nauðsynlegar til þess að hægt sé að bera saman réttlæti/óréttlæti þess að lífeyrir opinberra starfsmanna skuli ekki skerðast.

Fyrir mér er það alveg jafn óréttlátt að bæta tryggingafræðilegum hagnaði við inneign sjóðsfélaga og það er að skerða inneignina þegar að tap verður á rekstri sjóðsins.

 Gunnar

Gunnar (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 1680019

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband