15.4.2010 | 00:03
Greinilega gott svigrúm til leiðréttinga lána
Það er greinilegt að Íslandsbanki hefur gott svigrúm til að leiðrétta stökkbreytt lán landsmanna. Vonandi nýta þeir þennan góða hagnað til þess að gæta kjör og stöðu viðskiptavina sinna.
Annars sýnir þessi hagnaður, sem er alveg út úr kortinu, að bankinn er byrjaður að innheimta lán af meiri þunga, en kröfuhafar bankans gerðu ráð fyrir. Eignasöfnin eru annað hvort betri en gert var ráð fyrir eða að bankinn er að gera nákvæmlega það sem ég spáði fyrir á síðasta ári, að nota afsláttinn frá kröfuhöfum til að búa til hagnað á komandi árum. Kaldhæðnin í því er að þannig er verið að endurgreiða kröfuhöfum afsláttinn, en það er þvert á það sem lagt var upp með.
Hitt er athygli vert, að bankinn viðurkennir, að ekki er innistæða fyrir því að innheimta hækkun höfuðstóls lána vegna veikingar á krónunni. Hann segist raunar hafa bakfært það allt sem "virðisrýrnun vegna skertrar greiðslugetu lántaka með tekjur í íslenskum krónum en lán í erlendum mynt", eins og segir í fréttinni. Mér sýnist þetta þýða, að bankinn telji ekki líklegt að stökkbreyting höfuðstóls gengistryggðra lána innheimtist og því er mér spurn: Af hverju er þá breyting höfuðstóls ekki bara færð niður hjá viðskiptavinum bankans? Hvers vegna er verið að færa þess 11 milljarða í virðisrýrnun, en þeim er haldið áfram sem kröfu á heimilin í landinu?
Aðrsemi eiginfjár 30% hjá Íslandsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Af því að þeir komast upp með þetta?
Hrannar Baldursson, 15.4.2010 kl. 06:19
Er þetta ekki grunsamlegar tölur?
Hvernig geta þeir haft hagnað, svona yfirleitt?
Munum, að skv. nýjustu upplísingum, skulda 39% heimila meira en þau eiga.
Þ.e. óvissa um rauneignastöðu - þ.e. verð eigna - verðmæti lána.
Munum, að Landsb. segir, cirka 70% fyrirtækja í viðskiptum við hann, eiga í vandræðum.
Er þarna ekki einhver voodoo bókhald í gangi.
------------------------
Getur þarna verið til staðar, raunveruleg ný-fjármuna-myndun?
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.4.2010 kl. 12:35
Hrannar hittir naglann á höfuð.
GREIÐSLUVERKFALL
Theódór Norðkvist, 15.4.2010 kl. 16:02
"Af hverju er þá breyting höfuðstóls ekki bara færð niður hjá viðskiptavinum bankans?"
Come on, Marínó. Ertu kominn í pólitík? Ertu byrjaður að segja bara frá þeim atriðum sem henta þínum málstað og minnast ekki á hina hliðina? Þetta virkar ágætlega hjá stjórnmálamönnum en í þínu tilviki þá vita allir að þú veist miklu betur. Þú veist gersamlega allt um þessi mál og ég hef lesið þín skrif með formerkjunum "staðreyndir ofar hagsmunapoti". Er það að breytast?
Það er verið að færa niður þessi lán nú þegar, með einu skilyrði. Viðskiptavinurinn skiptir yfir í ISK á sama tíma.
Ertu að biðja um að höfuðstóll erlendra lána verði færður niður en fólk fái að halda áfram í erlendri mynt? Á svo viðskiptavinurinn að hirða hagnað ef gengi krónunnar styrkist?
Hvað á að gera ef krónan veikist meira? Færa bara höfuðstólinn meira niður og bíða eftir að krónan styrkist og leyfa lántaka að taka hagnaðinn?
Það á að biðja um réttlæti og sanngirni, ekki bara afskriftir án skilyrða. Það þurfa báðir aðilar að koma að samningsborðinu og fara einhvern milliveg. T.d. að höfuðstóll sé færður niður ef fólk er tilbúið að breyta láninu í ISK.
Maelstrom, 16.4.2010 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.