13.4.2010 | 11:58
Stórfréttin sem hvarf - Um helmingur heimila nær varla endum saman
Mig langar að vekja aftur athygli á niðurstöðum rannsóknar Seðlabanka Íslands á skuldavanda heimilanna. Ég skrifaði færslu um þetta í gær, Allt að helmingur heimila nær ekki endum saman með tekjum, en hún hefur nákvæmlega enga athygli vakið. Allt tal snýst um Skýrsluna, sem gerir lítið annað en að staðfesta það sem hafði komið fram.
Hér eru nokkur atriði úr færslunni minni frá því í gær:
- 34,5 % heimila ná, miðað við naumhyggjuframfærsluviðmið, varla endum saman um hver mánaðarmót. Miðað við eðlilega framfærslu hækkar þessi tala í allt að 60%.
- Hátt í 40% heimila (eða 28 þús. heimili) voru í febrúar á þessu ári í neikvæðri eiginfjárstöðu í húsnæði. Þegar eingöngu er litið til ungs barnafólks (þ.e. elsti heimilismaður er innan fertugs), þá hækkar þessi tala í 60%.
- 80% þeirra sem eru með ráðstöfunartekjur undir 150 þús. kr. á mánuði eru í það miklum vanda að frekari úrræða er þörf og 30% þeirra sem eru með ráðstöfunartekjur á bilinu 150 - 250 þús. kr. Aftur skal hafa í huga að miðað er við naumhyggjuframfærsluviðmið.
- A.m.k. 35% einstæðra forelda og 27% hjóna með börn þurfa frekari úrræði (báðir hópar líklega mun stærri, þar sem framfærsluviðmið SÍ eru kolröng).
- Úrræði sem boðið hefur verið upp á hafa lítið slegið á vanda þeirra verst settu. Í þeim hópi hefur eingöngu fækkað úr 26,1% heimila í 21,8% miðað við naumhyggjuframfærsluviðmiðin.
Það var kannski markmið Seðlabankans og stjórnvalda að boða þessar slæmu fréttir þegar athygli fjölmiðla og almennings var annars staðar. A.m.k. tókst þeim vel upp í því að beina kastljósinu annað. Ég auglýsi aftur á móti eftir ábyrgum fjölmiðlamönnum, sem vilja taka þetta mál upp.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 29
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 211
- Frá upphafi: 1681212
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Drengur - þetta er hugarfarið á Islandi í dag- svelta pakkið og hirða það sem það á.
Það er enginn áhugi á að bæta kjör þessa fólks- þá væru þau ekki svona . kv. Erla
Erla Magna Alexandersdóttir, 13.4.2010 kl. 16:11
Ég tók húsnæðislán í Landsbankanum vorið 2007.
Var eindregið ráðlagt af þjónustufulltrúa bankans að taka þessar rúmu 13 milljónir í erlendri mynt, til þess að losna við háa innlenda vexti og hvað þá við verðtrygginguna.
Þegar ég var að senda inn skattskýrslu í síðustu viku, sá ég að NBI (gamli bankinn með nýrri kennitölu), skráir upphaflega lánsfjárhæð sem kr. 27.4 milljónir. Og heildarskuld sem 31 milljón.
Bankinn hefur semsé einhliða breytt (ó)láninu í íslenskt lán og sett það á gömlu verðtryggingarskilmálana. Ég var ekki spurð og ekki beðin um að kvitta undir þessa sögufölsun.
Samkvæmt niðurstöðu Seðlabanka, sem þú bendir á, voru um 28 þúsund heimili í febrúar á þessu ári í neikvæðri eiginfjárstöðu í húsnæði - þjáningasystkin mín.
Getum við, þessi 28 þúsund, staðið saman um að krefjast skilyrðislausrar leiðréttingar á þessum stökkbreyttu lánum okkar.
Eða erum við dæmd til eignaupptöku og þess að láta þetta bara yfir okkur ganga?
Þórdís Bachmann, 13.4.2010 kl. 17:26
Það er dálítið mergjað að lauma þessu inn í umræðuna um leið og skýrslan kemur út. Það fólk sem er við stjórnvölin er svo fyrirsjáanlegt í spunanum að það er orðið pínlegt. Þessi stjórn ætlar að blekkja sig í gegnum kreppuna. Það hefur lengi legið fyrir.
En það er gott að SÍ er að nálgast þetta smá saman. En það er í raun ekkert í þessum tölum sem kemur okkur á óvart, er það? Þetta hefur legið fyrir allan tímann.
Kjarnin í þessu er að aðgerðirnar sem stjórnin hefur gripið til eru fyrir jaðarhópa og niðurstaðan er auðvitað sú að aðgerðirnar hafa ekki annað en jaðaráhrif.
Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 19:01
Já, það er svolítið magnað að velja þennan dag og getur vart verið tilviljun. En segjum sem svo að það hafi verið tilviljun þá er klárt að það verður að fjalla um raunhæfar aðgerðir hið fyrsta vegna stökkbreyttra lána.
Jóna Ingibjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 20:41
Sæll Marinó,
til allrar guðs lukku sá RÚV sóma sinn í því að hafa þetta í fréttunum í kvöld. Þessi skýrsla er mun áhugaverðari og mikilvægari en hrunskýrslan.
Það sem er sláandi er hvað ráðstafanir ríkisstjórnarinnar eru máttlausar, ótrúlegt og þau hrósa sér af þessu! Er ekki þessi liðlega 4% lækkun á hópunum um 16% árangur. Slíkt lyf yrði aldrei sett á markað. Spurningin er hvort breytingin er marktæk?
Þúsundir heimila eru undir hamrinum, hvers vegna mætir ekki fólk á Austurvöll og mótmælir? Ef fjöldinn mætir þá er hægt að breyta!!
Gunnar Skúli Ármannsson, 14.4.2010 kl. 00:18
Ein skýringin á hvers vegna fólk stormar ekki niður á Austurvöll er ef til vill ákveðin doði eða vonleysi.
Fólk horfir upp á grútmáttlausa stjórnmálamenn koma með úrræði sem eru eins og að pissa í skóinn. Við veljum þetta fólk til starfa!
Og það dugði ekki að koma ríkisstjórn Geirs frá því sú sem tók við hefur ekki gripið til nógu róttækra aðgerða.
Því miður er þetta stemningin þó maður eigi aldrei að gefast upp.
Jóna Ingibjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.