Leita í fréttum mbl.is

Gloppa í úrræðum ríkisstjórnarinnar - Leiðrétting lána þarf að vera almenn og víðtæk

Með dómi héraðsdóms Suðurlands um að skuldbindingar ábyrgðarmanna haldi, þó lántaki fari í greiðsluaðlögun, þá er höggvið ansi stór skarð í þær varnir sem greiðsluaðlögunarlögin áttu að vera.  Vissulega verður lántakinn ekki eltur og hann því kominn í skjól, en ábyrgðarmenn sitja eftir í súpunni.

Við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna höfum ítrekað bent á, að gera þurfi meira fyrir heimilin í landinu, en felst í liknardeildarúrræðum stjórnvalda.  Heimilin í landinu eru mjög mörg að komast á vonarvöl, ef þau eru það ekki nú þegar.  Á málstofu Seðlabanka Íslands í gær kom fram að 34,5% heimila nái annað hvort ekki endum saman eða gera það með naumindum.  Hafa skal þann vara á niðurstöðum SÍ að bankinn miðar við naumhyggjuframfærslu sem varla nokkur maður getur brauðfætt sig á.  Því má gera ráð fyrir að þessi hópur sé mun stærri og giskaði ég á í færslu í gær, að hópurinn væri a.m.k. rúmlega 43%, líklegast um 50% og allt upp í 60%.  Ég verð að viðurkenna, að það er skammarlegt að fjölmiðlar hafi ekkert vakið athygli á niðurstöðum Seðlabankans.


mbl.is Lög afnámu ekki sjálfskuldarábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Ég sá frétt um þetta í gær laumast innan um skýrslufréttir og opnaði hana í sér glugga.

Velti fyrir mér hvort þetta væri sett fram þennan dag af ástæðu þannig að þetta alvarlega mál fengi ekki þá athygli sem það ætti skilið.
Samanber atvik í Bretlandi þegar ráðlagt var að setja út vondar fréttir þegar ráðist var á tvíburaturnana í Bandaríkjunum.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/04/12/fjordungur_heimila_enn_i_vanda/

Carl Jóhann Granz, 13.4.2010 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband